Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Qupperneq 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Qupperneq 2
lútaiidi á þá leið, að sér sé ómögulegt að hverfa aptur til Peking, „fyr en gest- ir landsins séu farnir!u Nú er mælt, að skaðabætur þær, er Kínverjar eiga að greiða, nemi alls 50 milj. sterlingspunda. — Af þeirri upp- hæð eiga Rússar að f'á 90 milj. dollara, Þjóðverjar 70 milj., Frakkar 40 milj., Japanar 30 milj., Bandamenn 25 milj., Bretar 24 milj. dollara o. s. frv. I aprílmánuði rákust tvö skip á í nánd við borgina Honglcong, og drukkn- uðu þar 70 Kínverjar. — - — Anarkisti einn, Romagnolí að nafhi, kvað ný skeð hafa verið tekinn fastur á Þýzkalandi. Hann var ný kominn þang- að frá Buenos Ayres í þeim erindagerð- um, að ráða Vilhjálm keisara af dögum, og er mælt, að fundizt hafi í bænum JRosario í Buenos Ayres ýms skjöl, er sanni, að þar hafi verið ráðið samsæri gegn keisurunum Vilhjálmi og Nicolaj, Emanuel, konungi Itala, drottningu hans, o. fl.. og á Romagnolí að hafa verið send- ur af þeim félögum til Evrópu.--------- Noregur. I Kristjaníu hafa ný skeð verið teknar fastar 3 kvennsniptir, er gert höfðu sér að atvinnu, að taka ung- börn til fósturs, og hefur sannazt, að af 30 fósturbörnum, er þær þannig höfðu tekið að sér, fyrir ríflegan uppeldisstyrk, höfðu þær á einu ári fyrirfarið 26, og er voðalegt að lesa um þær kvalir, sem vesalings börnin hafa orðið að þola. - Á Arabalandi hefur verið ófriður inilli höfðingjanna („sheikanna“) í Koveit og í Neid, og er mælt, að 5 þús. manna hafi fallið þar í einum bardaganum, og hafi Ibn Rachid, höfðingi í Neid, haft betur i þeirri viðureign. — — — Korea. Dómsmálaráðherrann Kimí- ontschuan, er fyrir nokkru varð uppvís að því, að hafa ætlað að myrða eina af uppá- haldsunnustum keisarans, sem honum þótti hlutast meira til um stjórnmál, en góðu hófi gegndi, hefur nú verið dæmd- ur til hengingar, en aðstoðarmenn hans tveir, er Minkíonsaka og Tschucheumer herforingi eru nefndir, voru dæmdir ann- ar til 15 ára, en hinn til æfilangrar þrælkunar. — — — Ameríka. I ráði er nú, að grafinn verði skipaskurður, 20 feta djúpur, frá Huron-vatninu, eptir farveg Ottava-krinn- ar, til borgarinnar Montreal í Canada, og er kostnaðurinn áætlaður 15 milj. sterl- ingspunda. Yið Pittsburg í Bandaríkjum olli vatns- flóð ný skeð 3 milj. dollara skaða, og nokkrir menn drukknuðu. Frakkneski loptfarinn Godard hefur nú fastráðið, að fara í loptfari yfir Atl- antshafið, og er það glæfraför mikil. Harm gerir ráð fyrir, að ferðin muni taka 5—12 sólarhringa, eptir því hvernig viðrar, og ætla 10 menn með honum. Járnbrautarslys varð ný skeð í Kali- forníu, og meiddist fjöldi manna, en að eins einn beið bana. I bænum Queretaro í Mexico hefur ný skeð verið reist kapella, til minningar um Maximilían keisara, er skotinn var 19. júlí 1867, sem kunnugt er. — Er ætlað, að þetta muni ef til vill leiða til þess, að sendiherra-samband komist nú á miili Mexico og Austurrikis, sem eigi hefur átt sér stað, síðan lýðveldismenn hrundu Maximilían, bróður Franz Jóseps Austurríkiskeisara, úr völdum. 25 milj. dollara virði er gull það tal- ið, sem fengizt hefur í Klondike á 12 mánuðum. — — — Slys. 1 bænum Anoreli á Indlandi kviknaði ný skeð í bómullarverksmiðju, og hlutu þar 35 menn bráðan bana, en 7 fengu brunasár svo mikil, að enginn ætlar þeim líf. í þorpi einu skammt frá borginni Frankfurt við Main sprakk verksmiðja 25. apríl síðastl., og létust þar 50 menn, en um 150 meiddust ——öOO§§Os>o----- Stj ornarskrármálshorfur. Commandörinn talar! Fagnið, og verið glaðir, allir íhalds- menn á Islandi! Höfðingi yðar er heim kominn, og hefur eigi brugðizt yðar vonum! Það verður ekkert af neinni stjórnar- skrárbreytingu i bráð! I utanfór sinni færði landshöfðingi ráðherranum heim sanninn um það, að hann væri nú nógu liðsterkur á þingi, til að spyrna á móti öllum stjórnarskrár- breytinguni. Það væru að eins framfara-skvaldrar- arnir, dr. Vattýr, og hans nótar, sem væru að þrefa um stjórnarbót. Hinir vildu állir halda óbreyttu því stjórnarástandi, sem nú væri, og væru nú svo liðmargir, eptir kosningarnar í fyrrai að þeir væntu þess, að geta nú verndað þenna dýrgrip, stjórnarskrána frá 5. jan. 1874, alveg óbreytta, öldum og óbornum til yndis og hagsældar! Hann vænti þess því, að ráðherrann léti mál þetta hlutlaust, og lofaði íslend- ingum að rífast, svo sem landshöfðing- inn bezt gæti sigað þeim saman! Og sem sannur íhaldsmaður, einn af meðlimum dönsku hægrimannastjórnar- innar, með 12 atkvæða þingfylgið (af 114), þá varð ráðherrann auðvitað fregn- um þessum all-feginn. Hvað skyldi hægrimanna íhaldsstjórn kærara, en kyrrstaðan? Ráðherrann gerði því landshöfðingj- ann þegar að commandör af 1. gr. dbr.- orðunnar, í viðurkenningar skyni fyrir þetta þjóðræknisstarf hans, — að hafa unnið íhaldsstefnunni jafn glæsilegan sig- ur við kosningarnar síðustu. Og svo er hann þá heim korninn aptur, heillafuglinn. Hann hefur frægðarför farið, þarfa verk unnið. Hósíanna, sjmi Adams! ---------------- Nýr konungkjörinn þingmað- ur. Síra Þorkell Bjarnason frá Reyni- völlum hefur, sem við var búist, orðið að segja af sér þingmennsku, sakir van- heilsu, og hefur konungur því kvatt síra Eirík Briem, prestaskólakennara, til að taka sæti á þingi, sem konungkjörinn þingmaður, í stað síra Þorkels. Um skoðanir síra Eir. Briem i stjórn- arskrármálinu er ókunnugt, eins og nú stendur, en hann er alkunnur hygginda- og vitsmuna-maður, svo að útnefning hans hlýtur að mælast vel fyrir. Fréttaþráðurinn. Óvænlegar horfur. I danska blaðinu „Börsenu skýrir rit- stjórinn 26. apríl síðastl. frá samtali, er hann hafi átt við forstjóra „stóra norræna fréttaþráðarfélagsinsu, kommandör Suen- son, um fréttaþráðarmálið. Svo er að sjá, sem mál þetta sé nú strandað, og taldi hr. Suenson enga von til þess, að neitt yrði úr fréttaþráðar- lagningu til íslands í bráðina. Orsökin er sú, að ríki þau, er leitað var til, hafa engin viljað lofa neinu fé, nema hvað ríkisþing Svía hefur samþykkt, að veita til fyrirtækis þessa 10 þús. franka. Að vísu hafa stjórnir þeirra ríkja, er leitað var styrks hjá, viðurkennt í orði, að það myndi vera mjög mikilsvert, í veðurfræðislegu tilliti, að fréttaþráður lægi til Islands; en góð orð eru eigi peningar. Það er gert ráð fyrir, að fréttaþráðar- lagningin muni kosta 2 milj. króna, og er því styrkur sá, er alþingi, og ríkisþing Dana, hafa heitið, þýðingarlítill, enda er búist við, að tekjur þær, er fengjust frá Islandi, sérstaklega frá verzlunarstéttinni, myndu naumast nægja, til að standast ársútgjöldin. Að öðru leyti kvaðst koinmandör Suenson mundu skýra nákvæmar frá máli þessu á aðalfundi félagsins, er haldinn verður í vor. ----'-'Ov^OOo--- Fiskisamþykktarbreytingin. (Aðsent.) Enn einu sinni eru Mið-Djúpsmenn ákafir í það, að f'arið sé að breyta fiski- veiðasamþykktinni, helzt á þann hátt, að af numdar séu allar beitu-takmarkanir, og að slægja megi, hvar sem er, á öllum ársins tímum. Þeir segjast vilja þetta frelsisins vegna(!), til þess að dugnaðarmaðurinn geti notið sin, og sé eigi bundinn á klafa með slóðunum(!!) í Bolungarvik, og i Hnífsdal, er heldur vilji, að þeir segja, liggja iðjulausir í bólunum, en reyna að bjarga sér(!). Samt sem áður eru nú sumir slóð- anna(!) svo drjúgir, að þeir telja óvíst, að þeir leiti fyr bjargar til kúfiskskónganna, og hlunnindajarða-eigandanna, en sumir úr þeirra eigin kúfisks ríki; en það er víst að eins mont af þeim? Það er eigi gott að segja, hvað af þessu þrennu: þrákelkni, þekkingarleysi,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.