Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Page 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Page 8
96 Þjóbviljinn. XV, 23.-24. Eejill tún ijj«, eiu litarlmf W liiarverbmiðjti B u c h ’s. Nýr egta demantsvartur litur I Nýr egta dökkblár litur — — hálf-blár — | — — sæblár Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran egta lit, og gerist þess eigi þörf, að látið sé nema einu sinni í vatnið (án „beitze“). Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður- kenndu, öflugu og fógru litum, sem til eru i alls konar litbreytingum. Fæst hjá kaupmönnum hvívetna á íslandi. Buch’s litunarverksmiðja, Kaupmannahöfn V. Stofnuð 1842 — Sæmd verðlaunum 1888. AUKAFUNDUR í sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu, verð- ur haldinn í þinghúsi Isaíjarðarkaupstað- ar laugardaginn 8. dag júnímánaðar næstk., og hefst kl. 11 f. h. Skrifstofu ísafjarðarsýslu 15. maí 1901. H. Hafstein. Til gamle og unge Mænd anbefales paa det bedste det nylig i betydelig udvidet Udgave udkomne Skrift af Med.-Raad Dr. Múller om et FORSTYRRET J'IeRVE- OG EXUAL-^YSTEM og om dets radikale Helbredelse. Priis incl. Forsendelse i Konvolut 1 kr. i Frimærker. C 'ni't IBraunschweig. Brúkið ætíð: SU. a xi ol i xi n v i m 1l Hxportliatlo Surrogat Kjobenhavn. — F. Hjorth & Co. VOTTORÐ. Eg hefi lengst æfi minnar verið mjög veikur af sjósótt, en hefi opt orðið að vera á sjó í misjöfnu veðri; kom mér því til hugar, að brúka Kína-lífs-elexír herra Valdemars Petersens í Friðriks- höfn, sem hafði þau áhrif, að eg gat varla sagt, að eg fyndi til sjósóttar, þeg- ar eg brúkaði þennan heilsusamlega bitt- er. Vil eg því ráðleggja öllum, sem eru þjáðir af veiki þessari, að brúka Kína- lifs-elixír þennan, því hann er að minni reynzlu áreiðanlegt sjósóttarmeðal. Sóleyjarbakka. Br. Einarsson. K iriít-li í is-tvlexir'iriii fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að líta vel eptir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. Hér með skora jeg á alla þá, er eiga byssur í aðgerð hjá mér, að vitja þeirra, til rnín fyrir 1. júuí næstk., og borga viðgerðina, ella verða þær seldar án frekari aðvörunar. Finnar Benediktsson. PRKNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS. 138 „Þetta leiðir ekki til neins“, mælti lögreglustjórinn þá að lokum, „og áfram nú, piltar“. Var þá farið að tosa í hana, unz hún reis aptur á fætur. Fjötrarnir á ræningjanum voru nú og losaðir nokk- uð, svo að hann gæti gengið. Með bumluhöggi á síðurnar var honum svo gefið til kynna, að hann ætti að standa upp. Að því búnu lagði allur hópurinn af stað til þorps- ins, og hafði fangana báða með sér. Hálfum kl.tíma síðar voru fangarnir, Schomburg ræningi og María Lúcke, lokuð inni, sitt í hvorum fangaklefanum. Hálf-tima þar á eptir mátti svo heyra all-mikið þrusk í stóra veizlusalnum í veitingahúsinu „Klofna skeifan“, er verið var að færa þar til borð og stóla. Það stóð eigi minna til, en það, að allir skotfélags- mennirnir ætluðu að koma þar sarnan, gæða sér á kálfs- ketssteik og öli, spjalla um það, er gjörzt hafði um dag- inn, og gjöra sér glaðan dag, eptir sigur þenna. Lögreglustjóri var þar einnig við staddur, og menn hans; en þeir, sem vörð höfðu haldið um daginn, voru þar, sem heiðursgestir hinna. — Nokkurum vikum síðar sat dórnsforsetinn á skrif- stofu sinni í ráðhúsinu, og lágu prófseptirrit, ail-umfangs- mikil, fyrir framan hann á borðinu. Það var eptirrit af prófum þeim, er haldin höfðu verið yfir Schomburg, og félaga hans. Rannsókn málsins var lokið, og skammt þess dags að bíða, er kviðdómendur skyldu fjalla um málið. En fyrir kviðdóminum átti Schomburg að mæta, serrii 139 ákærður fyrir rán og innbrotsþjófnað, og María Lúcke, er var sökuð um, að hafa aðstoðað hann á ýmsa vegu. Móðir stúlkunnar hafði hvergi fundizt í húsinu um kvöldið, er ræninginn, og dóttir henDar, voru hönd- um tekin. Nokkurum dögum siðar kom hún þó til skila, og var þá þegar handtekinn, og sett í varðhald. Skömmu síðar var henni þó aptur sleppt úr varð- haldinu, þar sem skýrslur hinna tveggja báru það með sér, að henni varð ekkert til saka fundið, enda þóttust menn og við prófin fá óræka vissu þess, sem í almæli var í þorpinu, að hún væri geðveik, og gæti því eigi borið ábyrgð gjörða sinna að lögum. Dómsforsetinn hallaði nú aptur prófseptirritinu, sem hann var að blaða í, og vék sér að gamla yfirdómaranum, sem sat íýrir aptan sofann. „Þér hafið rétt að mæla“, sagði hann, „að enginn getur talizt fullgildur málfærslumaður, fyr en hann hefur varið mál fyrir kviðdómi, svo að skjólstæðingur yðar þarf þess vegna að fá að taka þann starfa að sér“. „Skjólstæðingur minn?“ sagði yfirdómarinn, og brosti um leið blíðlega. „Já, skjólstæðingur yðar; eða hví viljið þér neita þvi, að þér talið hans máli“, mælti dómsforsetinn enn fremur, um leið og hann stóð upp, og gekk fram og aptur í herberginu, með hendurnar fyrir aptan bakið. „Er það má ske af því, að þér eruð sá eini, sem talið hans máli? Svo mikið er að minnsta kosti víst, að þér eruð sá eini, sem álitið hann skynsaman. Hvað mig snertir, þá er jeg líka hræddur um, að hann verði aldrei að miklu liði“.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.