Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Page 3
XY 25.-26.
Þjóðviljivn.
99
sér það beitukostnað, að þurfa, er bezt
gengur, að vera 2—3 daga í beituferð,
og vita af hlaðfiski á meðan, má ske
30—50 kr. í hlut, og
2. eru þeir hræddir um þrot á skelbeit-
unni, ef allir fara að afla hennar allan
ársins tíma.
Ekki síður þykir og Bolvikingum það,
að verða að hafna annari góðri beitu,
sérstaklega síldinni, sem þeir geta róið
með af krapti, bæði nótt og dag, og
fengið stundum fleiri tugi króna til hlut-
ar yfir sólai'hringinn, jafn vel 100 kr.,
og þar yfir, á vikunni.
Rn eptir reynzlu Mið-Djúpsmanna
kvað ekki vera til neins, að beita sild,
þar sem þorskinum stendur jafn framt
skelfiskur til boða.
Jeg þykist nú vita, að atvinnufrelsis-
mennirnir(!), : kúfisksforkólfarnir muni
segja, að þeir hafi eigi gert hærri kröfur
i þessu máli, en að rýmkað sé svæðið,
og skelfisksbeitulínan færð utar, t. d. í
Völlur og í Stofu eða Álku. En eru þeir
þá í raun og veru svo sljóskyggnir, að
þeir sjái eigi, að því utar sem línan er
færð, því þrengra verður við hana, því
að þá bætist við útvegur ýmsra, sem
áður voru fyrir utan fyrri línuna, og
íengju þeir sínum fulla vilja fram gengt,
að skelfisk yrði beitt út úr, þá er jeg
hræddur um, að öllum Út-og Mið-Djúps-
mönnum færi að þykja fuil þröngt.
Að endingu skal eg geta þess, að eg
hefi ritað línur þessar fremur af sterkum
áhuga og vilja, en af getu, og einkum
vegna þess, að jeg er hræddur um, að
blessað Djúpið verði eyðilagt, en ekki
fyrir eigin hagnaðar sakir, þar sem jeg
má nú heita hættur við sjóferðir, enda á
jeg nú orðið má ske slóða nafnið með réttu,
en Bolvíkingar yfirleitt ekki, þvi að þeir
eru menn, sem láta hendur standa fram
úr ermum, þegar eitthvað er um að tefla.
En verst þj'kir mér, hafi eg látið
fljótfærnina koma mér til þess, að nota
má ske fremur hörð orð um einstaka
góða menn, sem eg í raun og Veru ann,
því að mér finnst það vansæmi á hverj-
um siðuðum manni, að geta ekki talað
um málefnið, nema að kæla persónuna,
þótt mótpartur sé, hafi hann eigi ráðið
á mann áður, enda spillir það fremur
fyrir framgangi hvers málefnis.
Kr. Þ.
Barnaskólínn á Látrum.
(Svar til Br. Þ.)
Hr. Guðnmndur búfr. Sigurðsson á
Látrum hefur sent oss all-ýtarlegt svar
upp á grein hr. BrynjÖlfs hreppstjóra
Þorsteinssonar á Sléttu, er birt var i
15. —16. nr. blaðsins, og verðum vér,
rúmleysis vegna, að láta oss nægja, að
gefa ágrip af svarinu.
Hr. G. Sig. staðhæfir, að 2. febr. síð-
astl., er hann reit grein sína, hafi engin
kennsla verið byrjuð á Sléttu, með því
að maður sá, er þar kenndi síðar, hafi
verið við smíðar út í Yestur-Aðalvik til
16. febr. — Úr Grunnavikinni tjáir hann
og kunnuga menn hafa sagt sér, að þar
hafi enginn kennari verið í vetur, enda
linfi 2 börnum þaðan verið komið fyrir
í barnaskólanum á Látrum.
Hann telur hr. Br. Þ. áður hafa verið
á þeirri skoðun, að hafa einn skóla fyrir
alla sóknina, þótt hann sé nú snúinn
orðinn i þvi rnáli, og hafi fengið nokkra
á sitt band, en til Látraskóla hafi þó
gefið á annað hundrað manna. — Hrak-
spár Br. Þ. um skólann kveðst hann
vona, að eigi muni rætast, enda hafi
börnum, er kennslu hafi notið að Látr-
um, farið tjölgandi ár frá ári síðustu þrjú
árin, og þar verið í vetur 21 barn inn-
an fermingar.
„Af þessu sýnishorni sést ljóst“, segir
hr. G. S. enn fremur, „að engin ástæða
var til þess fyrir hreppstjórann, að gefa
í skyn, að hér gæti ekki þrifizt félags-
skapur. Jeg hygg, eptir því sem eg bezt
þekki, að menn séu óviða félagslyndari,
en einmitt hér, á þessum afskekkta út-
kjálka, sérstakiega ef þeir, sem efstir
sitja að völdurn og virðingum, vildu
gjörast foringjar félagslegra samtaka“.
Misráðið finnst houum það, að hr. Br.
Þ. skyldi fara að minnast á búnaðarfé-
lagið, því að saga þess gefi einmitt beztu
vonir um, að skólasamtökin muni, sem
búnaðarfélagið, sigra mótspyrnuna, og
þoka áfram hægt, og hægt. „Búnaðarfé-
lagið byrjaði sumarið 1892, fyrir ötula
forgöngu JBái ðar búfr. Guðmundssonar, er
þá var einn í þvi búlausra manna; alls
urðu þá meðlimirnir 17. I all-mörg ár
hefur tala félagsrnanna verið 18—20, þar
til nú, að þeir eru orðnir þrjátíu. — Að
ekki hefur verið starfað neitt að mun í
félaginu næstl. ár, mun nokkuð stafa af
156
Eða þá augun, stóru og bláu, sem sakleysið skein
út úr!
Öðru hvoru skotraði hún þeim til hans, en horfði
annars stöðugt út um gluggann, eins og hún vænti það-
an frelsisins.
Heidenstein ræskti sig, eins og hann jafnan var
vanur að gjöra, er hann ætlaði að segja eitthvað alvar-
legs efnis.
„Heitið þér María Lucke?“ spurði hann.
Stúlkan hneigði sig þegjandi, og horfði svo út um
gluggann, sem fyr.
„Þér vitið, að þér eruð ákærðar fyrir það, að hafa
selt stólna muniw, mælti Heidenstein, „og að þér eigið
að mæta fyrir rétti innan skammsu.
Stiilkan hneigði sig aptur, en mælti eigi orð, og
krosslagði hendurnar fram á grindurnar.
Heidenstein kippti stólnum sínum ögn aptur á bak,
og mselti:
„Það er jeg, sem á að verja yður“.
Stúlkan hrökk við, leit til hans leiptrandi augum,
bljoðaöi upp — líkast því, sem maður er að drukkna.
Hún hafði eigi vitað, hver hann var, og talið ó-
elað, er hun sá, hve vel hann var klæddur, að hann væri
fjandmaður hennar — og svo var það þá þvert á móti.
Henni varð svo hverft við, að hún greip af alefli
í grindurnar, og þrýsti sér svo fast upp að þeim, að þær
nðuðu til.
Heidenstein hallaðist á hinn bóginn aptur á bak í
stólnum og horfði þegjandi á hana.
Það var engu líkara, en að stúlkan ætlaði sér að
145
hættir hans svo kjánalegir, að ekki var öðrum, en sér-
vitrÍDg, ætlandi.
Hann var því almennt lítils virtur, og það því
fremur, sem margir stéttarbræðra hans þóttu ágætismenn,
er taka mætti til fyrirmyndar.
Dómararnir voru flestir kvæntir, og konur þeirra
skoðuðu það, sem sjálfsagða skyldu, að málfærslumenn-
irnir kæmu í hús þeirra, er þeir höfðu unnið embættis-
eiðinn.
Yfir höfuð þykir giptum konum ekkert að því, að
margir séu mönnum þeirra undirgefnir, og vilia þá jafn
framt gjarna hafa færi á, að sýna það.
Sumar þeirra eiga lika ógiptar dætur.
En að því er Heidenstein snerti, þá var hann
sjaldan í flokki stéttarbræðra sinna, og snæddi sjaldan
með þeirn, og þegar þeir, að endaðri máltíð, skruppu
stundum inn á eitthvert kaffisöluhúsið, til þess að horfa
á ungu kvennþjóðina ganga fram hjá gluggunum, þá
kaus hann heldur, að vera einn á reiki úti í skógi, eða
úti á engjum.
Hann var þvi, að almennings áliti, ótilreiknanleg-
ur, maður, sem ekki hafði yndi af neinu, nema — að
vera einn. Var það ekki fáránleg ánægja?
Það var að eins eitt heimili, er hann kom stöku
sinnum.
Hann heimsótti stöku sinnum Heinsberg yfir-
dómara, sama manninn, sem talað hafði máli hans við
dómsforsetann i dag.
Yfirdómarinn, er tekinn var að eldast, bjó einn sér,
ásamt dóttur sinni, og ungfrú Lisly Heinsberg varð
að þola marga ertnina af vinkonum sinum út af því, að