Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Síða 6
I^JÓÐVILJINN. XV, 29.—30. ii8 hundraði sjúklinganna; þar af eru 6 milt- isbrandssjúklingar, og 6 gripir með annari veiki, sem allir voru dauðir, þegar jeg kom til þeirra; koma þá rúmlega 6 af húndraði á sjúklingatölu þá, sem tekin hefur verið til lækninga. SjúklingataJan hefur að meðaltali verið á ári 46, að frá dregnum þeim gripum, sem dauðir hafa verið, þegar jeg hef komið til þeirra, — sauðfé er ekki talið með. — Það hefði verið fróðlegt að sjá, af hvað mörgum stórgripum, á því svæði, sem skýrslan nær yfir, þessi sjúklingjafjöldi er; en þar sem sú tala ekki er fyrir hendi, er ekki unnt að rekja hana hér. — Jeg þori hiklaust að segja, að dauðatala stórgripa hér hefur stórum minnkað, síðan jeg fór að praktisera hér dýralækningar, auk þess sem af mörgum grip, sem sýkzt hefur, hefur aptur orðið fullt gagn, þótt ekki hafi verið annað fyrirsjáanlegt, en að veikin mundi leiða af sér dauða, ef hún hetði verið látin sjálfráð. Sjúklingatala sú, sem skýrslan ber með sér, er mest úr 3—4 næstliggjandi hreppum; vegaiengdin hjá þeim, sem fjær eru, hefur gjört það, að menn hafa ekki leitað skepnum sínum hjálpar, eins og þeir, sem nær mér eru. — í skýrslunni eru ekki taldir 80 hestar, sem á siðastliðnum 5 árum hafa verið geltir, ekki heldur um 2000 fjár, er á sama tima hefur verið bólusett, því hvor- ugt getur beinlínis talizt með veikum skepnum. — Það hefði verið fróðlegra, að skýrslan befði verið sundurliðuð þann- ig, hvað margar skepnur hefðu veikzt í hverri viku fyrir sig; en þar sem slik skýrsla heyrir fremur til því opinbera, hefur því verið sleppt hér. — Það er mér alls ekki ljúft, að þurfa að liggja á bónbjörgum með að fá opin- beran styrk til þessa starfa míns, þó jeg hafi, af ástæðunum, verið neyddur til að gjöra það. Það hafa margir í orði kveðnu játað, að þessar lækningar mínar væru mikils virði fyrir plássið, hjá því sem áður hafi verið, meðan enga hjálp var hægt að fá handa veikum skepnum; en sú játning hefur sjaldan náð lengra. Mér finnst ekkert óeðlilegt, að héraðsbú- ar þeir, sem mest hafa notað störf mín í þessu fagi, létu eitthvað til sín heyra gagnvart lækningum mínum, og sinum þar að lútandi hagsmunum, ef þeim á annað borð, þegar til alvörunnar kemur, þykir það nokkru máli skipta. Það ligg- ur i augum uppi, að dýralækningapraksis minn er ekki svo mikill, að jeg geti, nema að litlu leyti, lifað af honum, og geti jeg ekki orðið aðnjótandi opinbers styrks, hlýt jeg að stunda hverja þá at- vinnu, sem mér er arðmest, og hætta að vera við heimilið allan tima ársins, í þvi skyni að stunda dýralækningar, eins og jeg hef gjört að undanförnu. Þyki al- menningi það ekki þess vert, að þessi lækningastörf mín séu gjörð að umtals- efni, hlýtur hið opinbera að skoða það svo, sem hér séu eingöngu mínir eigin hagsmunir um að ræða, sem að litlu eða engu snerti almennings heill; þá er þar með kveðinn upp sá dómur, að jeg sé gagnlaus við dýralækningar, enda getur þá ekki álitizt að vera rétt, að veita mér opinberan styrk. Foringjar apturlialdsliðsins. Að því'er sjá er á þingi; virðist nú hr. Lárus H. Bjarnason hafa tekizt á hendur forustu apturhaldsliðsins, og mun ritstjóri „Þjóðóli's" gangaghonumýiæst- ur að virðingum í flokknum. Það verður því að líkindum eigi annað sagt, en að forustan sé í „dánumanna" höndum. Um þotta yrkir „Fjallk.": „Opt er lán í veröld valt, og viðsjáll rokabútur; styður Lalla höfuð halt Hannes niðurlútur1*. Ósvífni íhaldsliða. Sem^dæmi þess, hve auðvirðilegum meðulum ýmsir apturhaldsliðar beits, til þess að reyna að hepta framgang stjórnarskrármálsins, má geta þess, að einum úr tíokki stjórnbótamanna, alþm. Þórði Guð- mundssyni í Hala, var ný skeð sent ógnunar- bréf, er laumað hafði verið inn í herbergi hans, og hann látinn rekast þar á. Bréfið er undir ritað „Bangæingur11, og bregður Þórði um svik við kjósendur sína, og reynir að hræða hann með þvi, að hann verði eigi endur- kosinn o. s. frv. Áður en Þórður fékk brét þetta í hendur, hafði ónefndur „dánumaður11 gert ítrekaðar til- raunir, til þess að fleka hann til liðs við apt- urhaldsflokkinn, og er bréfið auðvitað búið til hér syðra, enda ritað með þekkjanlegri rithönd uppgjafa-þjóðmálagasprara nokkurs, sem eigi hefur nú tök á því, sem einu gildir, að vinna málefnum ættjarðar sinnar ógagn á annan veg. Þess þarf' eigi að geta, að á jafn staðfastan. mann, sem hr. Þ. Guðm. er. hafa jafn svívirði- legar árásir ongin áhrif, enda hefur framkoma 168 að gera þér nokkuð íllt; en svo sleppurðu samt eigi, að ekki gefirðu mér eitthvað“. „Tók hann þá eitthvað frá yður?“ spurði Heid- enstein. „Nei“, svaraði hún í hálfum hljóðum, „hann — hann kyssti mig að eins“. „En er eg svo gekk leiðar minnar“, mælti hún enn fremur, „nam hann staðar, horfði á eptir mér, og kall- aði aptur á mig. Og er eg nam þá staðar, kom hann til mín, og hvíslaði að mér: „Annars er mín samvizka jafnan glöð og góð, svo að þú þarft alls ekki að vera neitt hrædd við mig. Og að því er til framtiðarinnar kemur, máttu aldrei nefna mig Sohomburg, heyrirðu það? því að Schomburg er ræningi; en þegar jeg er hjá þér, þá heiti jeg að eins — Franz. Segðu nú einu sinni góða nótt, Franz!“ Um leið og hann mælti þetta, tók hann svo fast í hendina á mér, að þá — já þá gat jeg ómögulega að því gert, að segja ekki góða nótt, Franz!“ „Frá þeirri stundu“ — svo hélt María Lucke þess- um skriptum sínum áfram — „þá gat eigi öðru vísí far- ið, en fór. Fyrstu dagana eptir þetta, þá gat naumast heitið, að jeg hefði nokkra stund eyrð í mér, þvl að á hverri stundinni bjóst eg við, að hann kæmi. Eitt kvöldið, er eg kom heim, fann eg steikarlykt í eldhúsinu, og alls staðar í húsinu. Og í eldhúsinu stóð móðir mín við eldavélina, og á steikarpönnunni var stóreflis gæs. 173 Að vörmu spori var María þá komin inn fyrir grindurnar til hans, varpaði sér fyrir fætur honum, og lagði hendur um hann. „Rísið upp“, mælti Heidenstein í hálf-gerðu fáti. En það var, sem María heyrði eigi orð hans. Fann hann þá glöggt, hve brjóst hennar bærðust,. er þau þrýstust að knjám hans, og veitti því eptirtekt, með hve ofsalegum krapti hún vafði hann örmum. „Frelsið mig“, stamaði hún að lokum, um leið og hún greip hendur hans, og þrýsti þeim að andliti sér. „Frelsið mig, kæri herra“, mælti hún enn fremur. „Jeg ber það eigi af, að vera lokuð inni í fangaklefa“i Um leið og hún mælti þetta hrissti hún höfuð, sem örvílnuð væri, og Heidenstein fann brennheitar kinnar hennar a höndum sér, . og fann tárin streyma gegnum greipar sér. Það var ekki laust við, að Heidenstein færi nú einnig að hitna um hjartaræturnar. „Jeg get ekki sagt yður, hvernig málið fer“, mælti hann, „en að eins lofað yður að gera, hvað í mínu valdi stendur — gera allt, sem eg get“. „En standið nú fyrir alla muni upp“, mælti hann svo enn fremur. „Það er orðið framorðið, og þér verðið nú að fara“. „I fangelsið“ gat hann ekki fengið af sór að segja, er hann sá, hve hún skalf öll og titraði frá hvirfli til ilja. María hneigði sig þá þegjandi, og stóð svo loks upp, með aðstoð hans. Að því búnu lét hún á sig fanga-skóna, er smokk-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.