Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.07.1901, Side 7
XY. 29.—30.
Þ JÓÐVILJINN.
119
hans á þingi verið i fyllsta samrsemi við yfir-
lýsingar bans á kjörfundi, og á þingmálafund-
inurn í vor.
Myndu og ihaldsliðar í Bangárvallasýslu
eigi hafa haft mann í kjöri á móti honum, ef
þeir hefðu talið hann veraaf sinusvartasauðahúsi.
Vantreyst foringja. Enda þótt L. H.
Bjarnason stseði fremstur á blaði tíutningsmanna
að „kyrrstöðu-frumvarpi“ íhaldsliða, var þó Hann-
es Hafstein látinn mæla fyrir þessum óburði í-
haldsliða, er stjórnarskrármálið var til umræðu
í neðri deild, og sýnast apturhaldsliðar því hafa
treyst foringja sinum miðlungi vel i þessu efni.
Landsyfirróttardóinur. — Ófarir Júlí-
usar amtmanns. I landsyíirrétti 1B. júlí
var kveðinn upp dómur í sakamáli, er
höfðað bafði verið, ept.ir skipun amtmanns
gegn síra Arnóri Árnasyni á Felli í Stranda-
sýsu.
Sakamál þetta hafði amtmaður skipað
að höfða eptir beiðni Guðjóns alþm. Guð-
laugssonar á Ljúfustöðum, er taldi sira
Arnór hafa íllyrt sig, er Guðjón var að
gegna hreppsnefndarstörfum.
I landsyfirrétti varð nú niðurstaðan,
sem vænta mátti, sú, að mál þetta hefði
eigi átt að höfðast, sem sakamál, heldur
sem meiðyrðamál, þar sem eigi hafði
verið um lögmætan hreppsnefndarfund
að ræða, og væri því „réttvísinni“ óvið-
komandi, svo að síra Arnór Arnason var
algjörlega sýknaður, og kostnaður allur
lagður á landssjóð.
Stj órnar skr árnefndin klofnuð.
Eins og gizkað var á í síðasta nr. blaðs-
ins, þá er nú stjórnarskrárnefndin klofnuð.
Sá atburður gjörðist 15. júlí, og gengu
þá apturhaldsliðarnir þrír: Lárus Bjarna-
son, H. Hafstein, og Björn búfr., út úr
nefndarsalnum.
Skýrsla um álit meiri og minni hluta
nefndarinnar verður að bíða næsta blaðs.
-----»=«=»•---
Ymsar málaleitanir til þings.
1, Áskorun frá forstöðumanni Möðruvalla-
skólans um að byggja nýtt skólahús
á Akureyri, 25 þús. kr.
2, Beiðni frá formanni náttúrufræðisfé-
lagsins, cand. mag. Helga Péturssyni,
um hækkun á landsjóðsstyrknum til
náttúrugripasafnsins.
3, Isl. stúdentar í Kh. beiðast þess, að
samið sé svo við sam. gufuskipafél., að
stúdentar, er heim fara í sumarleyfinu
fái ivilnun í fargjaldi (þ. e. aðra ferðina
ókeypis).
4, Áskorun frá forstöðumönnum Lands-
bókasafnsins, Forngripasafnsins, Land-
skjalasafnsins og Náttúrugripasafhsins,
að reist verði hið allra bráðasta, að
hægt er, stórhýsi handa hinum opin-
beru söfnum landsins.
5, Helgi Valtýsson á Seyðisfirði vill fá
utanfararstyrk, til að kynna sór fyrir-
komulag norskra og sænskra kennara-
skóla. Hyggur sig komast af með
1500 kr.
6, Jósafat Jónasson í Rvík vill fá 600
kr. árlega til ættfræðisrannsókna.
7, Jes A. Gislason á Eyvindarhólum
vill fá 500 kr. árl. uppbót.
8, Búendur Lundarbrekkusóknar vilja fá
eptirgefna landssjóðsskuld, er hvílir á
Lundarbrekkukirkju.
9, Þingmenn Árnesinga & Rangæinga
sækja um, að veittar verði 16 þús. af
landssj., til að bæta innsigl. og höfn
á Stokkseyri. (Sýslusj. Árnes- og
Rangárv.sýslu vilja leggja til 8 þús.)
10, Björn læknir Blöndal, fyr á Blöndu-
ósi, sækir um 990 kr. uppbót á laun-
um (á timabilinu frá 1. jan. 1900 til
1. júni 1901; hafði 1000 kr., þótt hér-
aðinu bæri 1700 kr,)
11, Arinbjörn Ólafsson í Keflavík sækir
um lán, til að kaupa fiskiskip með
brunni, til að halda fiskinum lifandi
(6000 kr.)
12, Sigfús stúdent Einarsson i Kh. vill
fá 600 kr. (300 á ári), til að afla sór
söngmenntunar í útlöndum.
13, A. E. Berg á Seyðisfirði sækir um 10
þús kr. landssj-lán, til þess að full-
komna sútaraverksmiðju sina.
14, Guðjón Ásgeirsson frá Kýrunnarstöð-
um sækir um styrk, til að nema vefh-
aðariðn á húsiðnarskóla í Noregi, allt
að 600 kr.
15, búfr. Sig. Sig. í Kh. vill fá styrk, til
að stunda nám við búnaðarháskólann
i Kh., 1000 kr. ári.
16, Einar Jónsson myndasm. frá Galta-
felli sækir um styrk, til að halda á-
fram myndasmiði erlendis, 2000—2400
kr. í eitt skipti fyrir öll. („Tjáist
hafa í huga að gera standmynd af
Ingólfi landnámsmanni, þar sem hann
studdur öndvegissúlunni, horfir í kring-
um sig af Arnarhól, nýstíginn í land“.
17, Beiðni frá nokkrum mönnum á Seyð-
isfirði um lán, til að koma á fót klæða-
verksmiðju (65 þús.)
18, Ásgr. Jónsson í Kh. sækir um styrk,
til að nema málaralist á Þýzkalandi,
600 kr. á ári í tvö ár.
172
enda vissi hann þá eigi sjálfur, hvað hann átti af sór
að gera.
Mér kom þá til hugar, að kirkjugarðslykillinn var
í minum vörzlum, síðan faðir minn andaðist, ogfékkjeg
honum þá lykil þenna í því trausti, að í fylgsninu þar
myndi hans síðast verða leitað.
Þegar skyggja tók, laumaðist hann svo jafnan
heiman að frá okkur, yfir í kirkjugarðinn, ogátti sór þar
bústað meðal heimkynna hinna dauðu, og kvað hann sig
gilda það einu, því að líf hans væri nú, sem strá“.
„Lif hans, sem strá!“ Það var, sem orð þessi
hljómuðu, s«m tómahljóð í herberginu, er kvöldskugg-
arnir voru nú sem óðast að færast yfir.
María hafði nú lokið máli sinu, og Heidenstein sat
einnig þegjandi um hríð, fyrir aptan borðið.
í kyrrðinni heyrðist glöggt, er fangaklefahurðin
var opnuð, eins og lika marrið í lykli fangavarðar.
Lét þetta þá líkast í eyrum, sem ljár væri brýndur,
áður en til sláttar er gengið.
„Það er gott“, mælti Heidenstein, um leið og
hann gekk til hennar, og tók í hönd henni. „Hver veit,
nema mór takist að frelsa yður“.
Við þessi orð hans brá stúlkunni svo, að hún rak
upp hálf-gert óp, greip í snatri í hendur hans,
teygði sig fram yfir grindurnar, og reyndi að þrýsta
þeim að vörum sór.
„Nei, nei“, mælti Heidenstein, og ætlaði að slíta
sig af henni.
Stúlkan sleppti samt eigi tökunum, og gjörðist þá
sá þrýstingur, er þau teygðust þannig á í svip, að hurð-
in á dómgrindunum hrökk upp.
169
„En mamma“, sagði jeg, „hvað ertu að gera?“
Mamma sneri sér þá að mér, og mælti:
„Vertu róleg, góða mín!“
Um leið og hún mælti þetta, benti hún á eitthvað
fyrir aptan sig, og stóð hann þá þarna hlæjandi í dyr-
unum.
„Góðan daginn, Maria“, mælti hann, „nú er sult-
arlífið á enda, og í dag borðum við gæsasteik“.
í fyrstu var mór þá alls kostar ómögulegt, að koma
einum bita niður.
Furðaði hann mjög á því, og mælti:
„Hvernig er þetta? Fellur þér ekki gæsasteikin?“
„Hvar hefurðu fengið hana?“ spurði jeg.
Hann hló við, og mælti:
„Hvaðan skyldi hún vera! Jeg hefi sjálfsagt feng-
ið hana að gjöf“.
En er hann mælti þetta, ætlaði mamma alveg að
veltast um af hlátri, og fór jeg þá einnig að hlæja, og
borðaði svo líka.
Eptir þetta kom hann jafnan þriðja hvern dag.
Fór þá svo, að mór fór alveg að hætta, að standa
nokkur stuggur af honum, og seinna —“.
Hún þagnaði, og Heidenstein kinkaði þegjandi kolli.
„Seinna“, mælti hún þá enn fremur „fór mór að
þykja vænt um, er hann kom, og þegar hann var hjá mór.
Komur hans gjörðust nú æ tíðari, svo að hann varð
að kalla daglegur gestur.
Áð fjórtán dögum liðnum færði hann mér svo einu
sinni dálítinn böggul, er var vafinn pappír.
Hann tók sjálfur böggulinn sundur, og voru þá í
honum tveir eyrnahringir úr gulli, og gull-hálsband.