Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Qupperneq 7
Þjóðviljinn.
47
XVII, 11.—12.
Reyniö liii nýjii, ekta litartréf, frá litaryerksmiöju
BiiCHS
Nýr ekta demantsvartur litur Nýr ekta dökkbtár litur
— — liálf-biár — — — sæblár —
Allar þessar 4 nýju litartegundir skapa fagran ekta lit, og gerist þess eigi
þörf, að látið só nema einu sinni í vatnið (án „beitzeu).
Til heimalitunar mælir verksmiðjan að öðru leyti fram með sínum viður-
kenndu, öflugu og fögru litum, sem til eru í alls konar litbreytingum.
Fæst hjá kaupmönnum hvivetna á Islandi.
Bucli’s iituiiarverlismiðj a,
Kaupmannahöin "V".
Stofnuð 1843 — Sæmd verðlaunum 1888.
Ikta Kronuöl. Krónupilsner og Kxpori Bobbcitol
frá hinum sameinuðu ölgerðarhúsum 'í Kaupmannahöfn
eru hinar fínustu skattfríar öltegundir.
8ALAN VAR: 1894—95: 248564 t'l. 1898—99: 9425958 fl.
1895— 96: 2976683 - 1899—1900: 10141448 -
1896— 97: 5769991 - 1900—1901: 10940250 -
1897— 98: 7853821 - 1901—1902: 12090326 -
spítalanum, húsfrú Jóhanna Friðriksdóttir, seinni
kona Gunnars kaupnianns Einarssonar í Reykja-
vík. — Banamein hennar var tæring.
Skipströnd og- skemmdir. í afskapa-veðrinu
8.—9. þ. m. strandaði á Reykjavíkurhöfn fiski-
skipið „Loch Fyne“, eign Ste/áns Th. Jónssonar
k Seyðisfirði. — Skip þetta rak upp í klettana,
í grennd við „batteríið“, og hrotnaði svo, að það
varð óhaffært; en mönnum var bjargað.
Fiskiskipið „Sturla“, eign Sturlu kaupm.
Jónssonar, er lá á svo nefndri Eiðsvík, rakst þar
á annað skip, og brotnaði gat á það, svo að
það sökk, og skemmdist hitt skipið („Stóri-Geir“l
einnig nokkuð.
Skipið „Randers11, gamall skipsskrokkur, eign
þeirra Geirs Zoéga og Th. Thorsteinssonar, er lá
á höfninni í Reykjavík, og notað var til salt-
og kola-geymslu, rak upp á Eiðserandann. og
brotnaði þar.
Frakknesk fiskiskúta, er lagzt hafði upp í
jjjöruna í Reykjavík, til viðgerðar, laskaðist
einnig svo, að hún var metin strand.
Enn íremur sökk og á höfninni nýr flutn-
ingabátur, með steinolíuhreifivél, er var eign
Þorsteins skipstjóra Þorsteinssonar í Bakkabúð.
Frakknesk flskiskúta sokkin. — Mönnunum
bjargað. 13. þ. m. kom frakknesk fiskiskúta
til Reykjavíkur, og hafði meðferðis skipshöfn,
24 menn, af annari frakkneskri fiskiskútu, er
sokkið hafði í óveðrinu, í grennd við Vestmanna-
eyjar. __________
Gufuskipið „Pervie“ kom til Reykjavíkur 16.
þ. m., en hafði lagt af stað frá Kaupmannahöfn
3. marz, sama daginn, sem „Laura“, og komið
þó að eins við í Leith, þar sem „Laura“ losaði
þó jafnframt vörur á þrem böfnum í Færeyjum.
„Pervie“ lagði af st.að frá Reykjavík i gær,
til ýmsra hafna á Vesturlandi.
Manntjón á þilskipum við Faxaílóa. ímiklu
veðrunum 8.—9. þ. m. hafa því miður orðið
mannskaðar á sumum þilskipunum hér við Faxa-
flóa, er voru nýlega lögð út til fiskiveiða, áður en
veður þessi skullu á,
Fiskiskipið „Valdimar“, eitt af skipum Eng-
eyinga, fór alveg á hliðina af óveðrinu, og hvíldi
á seglunum, og myndi hafa farið algjörlega um
koll, ef eigi hefði tekizt svo heppilega til, að
stórseglið rifnaði; en í þessum svifum skolaði
út þrem mönnum, og drukknuðu 2þeirra: Stef-
án Bunólfsson, lausamaður í Reykjavík, og vinnu-
maður frá Auðnum á Vatnsleysuströnd, Ingi-
mundur að nafni; þriðja manninum, Halldóri
Helgasywi, vinnumanni i Engey, skolaðí á binn
bóginn inn aptur, en meiddist svo, að hann
andaðist tveim dögum síðar. — Saltforði skips-
ins, 200 tn., eyðilagðist og gjörsamlega, sem og
vistaforðinn að mestu.
Af fiskiskipinu „Oarolíne11, eign Bunólfs Ol-
afssonar í Mýrarhúsum, drukknaði skipstjórinn,
Sigurjón Jónsson að nafni, og 4 menn aðrir.
Af fiskiskipinu „Sigriður“, sem er eign Sveins
Sigfússonar í Hafnarfirði, fór stýrimaðurinn út-
byrðis í óveðrinu, og drukknaði.
46
bagslega óháður, hafði hann gert sér það að reglu, að
snerta ekki á arfinum, en láta sér nægja launin, sem
hann hafði, og varð hann þvi að lifa mjög sparlega.
Hann var maður fáorður, svo að félagar hans spaug-
,uðu sjaldan við hann.
En það er talið varasamt, að „dærna hundinn eptir
hárunum“. og þó að Hermann bæri stillinguna utan á
sér, hafði hann þó mjög ríka lund, og bjó yfir fjörugu
imyndunarafli.
En hann gat fyllilega haft taumhald á sjálfurn sér, og
gætti þess þvi, að steypa sér eigi út í ýmis konar óreglu,
sem mönnum á hans reki hættir svo opt til.
Hann hafði t. d. mjög gaman af spilum, en snerti
þó aldrei á þeim, því að hann hugsaði sem svo, að staða
sín leyfði sór það eigi, að hætta því, sem hann eigi mátti
án vera, til að öðlast það, sem hann gat komizt af án.
Engu að síður sat hann þó stundum nótt eptir
nótt við spilaborðin, og fylgdi gangi spilanna með allra
mesta áhuga.
Sagan um þrjií. spilin hans St. Grermain’s greifa hafði
æst mjög ímyndunarafl hans svo að hann gat naumast
um annað hugsað.
„Ef jeg“ sagði hann daginn eptir við sjálfan sig,
er hann var á gangi á götum Pétursborgar — „ef jeg
að eins gæti komizt eptir nöfnum þessara þriggja spila!
Jeg verð að kynnast greifafrúnni, og koma mér í
mjúkinn hjá henni.
Það verð eg fyrir hvern mun að gjöra, og þar sem
jiún hefir sjö um áttrætt, getur hún verið dáin innan
viku, og kann ske hrokkið upp af á morgun?
En er þessi saga þá annað, en tilbúningur?
43
Yæri hún úti, ásamt greifafrúnni, hvört sem gengið
var eða ekið, þá var henni kennt um, ef veðrið var slæmt,
eða óhreinindi á götunum.
Kaup hennar, sem var í minna lagi, var aldrei'gold-
ið á réttum tima, en engu að siður var þess krafist, að
hún gengi eins vel til fara, ..^ins og aðrir“, eða með
öðrum orðum betur, en allur f ötdinn hafði efni á.
Þegar hún kom til manna, sem kallað er, var staða
hennar mjög leiðinleg, þvi að allir vissu, hver hún var,
en fæstir skiptu sér vitundar ögn af henni.
A dansleikum dansaði hún að visu stundum, en
þó að eins. er svo stóð á, að stúlku vantaði í dansinn.
Ef eitthvað fór úr lagi hjá ein hverri hefðarmeyj-
unni, sem á dansleiknum var, þá var vaninn sá, að snúa
sér til Lisu, leiða hana inn í næsta kerbergi, og láta hana
bæta úr því, sem i ólag var komið.
Allt þetta olli því, að Lísa, sem fann, hver hiin
var, undi illa hag sínum, og þráði þá stundina, er hún
gæti losnað úr þessari prísund.
En enda þótt Lísabeta Ivanowna væri mörgum pört-
unum fallegri, en ýmsar þessara hefðarmeyja, sem ungu
mennirnir gerðu sig rétt að sméri framan í, þá forðuðust
þeir að sýna henni athygli.
Optar en einu sinni, bar það við, að hún laumaðist
út úr salnum, frá skrautinu og dýrðinni, og lokaði sig
inni á litla svefnherberginu sínu.
Þar var að vísu fátt til prýðis, bættur ábreiðu-garm-
ur á gólfinu, trérúm, dragkista og ofur-litill spegill, en
þar gátu tárin runnið, eins og þau áttu að sér, þvi að
þar sat hún alein, við kertaljós-týruna.
Einn morguninn — tveim dögum eptir það, að