Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Side 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.03.1903, Side 8
48 Þjóðviljinn. XVII, 11.—12. Hin nýja endurbætta „PERFECT“ skilvinda tilbúin hjá Burmrister & Wain er nn fullsmíðuð og komin á markaðinn. „PKRFECT“ er af skólastjórunum Torfa í Ólafsdal, Jón- asi á Eyðum og mjólkurfræðingi Grönfeldt, talin bezt af öll- um skilvindum, og sama vitnisburð fær „Perfect“ hvervetna erlendis. „PERFECT« er bezta og ó d ýr as t a skilvinda nútímans. „PERFECT" er skilvinda framtíðarinnar. Útsölumenn kaupmennimir: Gunnar Gunnarsson Reykja- vík, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór Jónsson Vík, allar Grams verzlanir, Asgeir Asgeirsson Isafirði, Kristján Gíslason Sauð- árkrók Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar 0rum & Wulffs verzlanir, Stefán Steinholt Seyð- isfirði, Friðrik Möller Eskifirði. Einkasölu til íslands og Færeyja hefir: Jakob Gunnlögsson, Kjobenhavn K. Af „Sigríði11, einu af fiskiskipum Th. Thor- steinson’s kaupmanns, Bkipstjóri Ellert Schram, fórst og einn maður, Ouðmundur Guðmundsson að nafni, ókvæntur maður, systursonur síra Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka, er verið hafði á stýrimannaskólanum í vetur. Eitt af skipum P. J. Thnrsteinsson’s & Co. í Hafnarfirði missti og af sér einn mann, Guðm. Ólafsson í Hafnarfirði. Enn fremur handleggshrotnaði og maður á þilskipinu „Guðrún Soffía“, eign Th. Thorsteins- son’s kaupmanns. Enn er að vísu eigi frétt glöggt af öllum fiskiskipunum, en vonandi, að mannskaðarnir, er orðið hafa i veðri þessi, séu rnr upp taldir. | Ýms þilskip hafa og orðið fyrir meiri eða minni skemmdum á seglum o. fl. Fiskiskip strandað. í sama veðrinu strand- aði fiskiskipið „Eitla Rósa“ í Grindavík, eða var hleypt þar í land, með því að skipið hafði orðið fyrir svo miklum skemmdum í veðrinu, og var orðið svo lekt, að ekki þótti haldandi á því lengra. Skip þetta var eign félags eins á Álptanesi, og eitt af skipum þeim, er Einar hreppstjóri á Óseyri við Hafnarfjörð sá um útgerð á. — Menn björguðust allir. Italskur kardínáli nokkur móðgaði eitt sinn mjög freklega hinn heimsfræga málara Michel- angelo. Málarinn hefndi sín þannig, að á einu af iistamálverkum sínum, „Dómsdagur11, málaði hann kardínálann meðal hinna fordæmdu í Hel- víti, af svo mikilli snilld, að allir hlutu þegar að þekkja hann. Kardínálinn varð hinn reiðasti og gekk þegar á fund páfa Klemenz II. og fór fram á, að hann léti málarann breyta mynainni. Páfinn vissi fullvel, að kardínálinn hafði haft á röngu að standa í deilunni við Michelangelo og svaraði því: „Það er með öllu ómögulegt, kæri kardínáli. Áð visu get jeg leyst menn úr hreinsunareldinum, en þann, sem á annað borð er kominn til Helv., get jafnvel jeg ekki tekið þaðan aptur“. FÁLKA......ÍFTÖBAKÍÐ ER Bezla neflólialíii. THE North British Ropework C°y. Kirkcaldy Contractors to H, M. Government b ú a t i 1 rússneskar og ítalskar fískilínur og fœri, Manila, Coces og tjörukaðal, allt úr bezta efni og sérlega vandað. Biðjið því ætíð um Itirclsialcly fiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim, sem þér verzlið við, þvi þá fáið þér það, sem bezt er. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS 44 spilað bafði verið bjá Naronmoff, og viku áður en at- burðir þeir gerðust, er nýlega var frá skýrt — sat Lísa við gluggann, og var að fást við bróderingar sínar. Henni varð þá nokkrum sinnum litið út um glugg- ann, og sá þá liðsforingja, úr verkfræðinga hersveitinni, standa ofur-rólega á götunni, og einblina á sig. Hún leit niður, og liélt vinnu sinni áfram, af enn meira kappi, en fyr. Fimm mínútum siðar varð henni aptur ósjálfrátt litið út um gluggann, og sér hún þá ekki liðsforingjann standa þar enn í sömu sporunum. Það var ekki vani hennar að gefa ungum mönnum auga, er fram hjá gengu, og hafði hún þvi eigi augun af vinnu sinni í nálega tvo kl.tíma, unz henni var sagt, að morgunverðurinn biði hennar á borðinu. Hún stóð þá upp, til þess að leggja vinnuna frá sér, og varð henni þá litið út um gluggann, og sér hún þá liðsforingjann standa þar enn á sama staðmum. Henni þótti þetta kynlegt. Eptir morgunverðinn leit hún svo aptur út um gluggann, en þá var þó liðsforinginn farinn. Hún hugsaði nú ekki frekar um hann, og hafði jafn vel gleymt þessu atviki alveg, er hún sá hann tveim dögum síðar. Hiin var þá að stiga upp í vagninn, sem greifafrú- in var setzt í, er hún kom auga á haun við dyrnar. Andlit hans var að mestu hulið af stóra, loðna krag- anum, sem á yfirhöfninni hans var, en engu að síður sá hún þó, að hann var dökkeygur. Lisa varð hrædd, án þess hún vissi, hvers vegna, 45 °g þegar hún settist í vagninum, fann hún, að hún skalf öll og titraði. Þegar hún kom heim, flýtti hún sér að gluggannm, og hafði þá ákafan hjartslátt. Liðsforinginn var þar þá, á vana-staðnum sínum, og hafði ekki augun af glugganum hennar! Hun dró sig þá strax í hlé, en eigi verður því neitað, að hún var orðin fjarska forvitin, og fann, að vöknuð var hja sér einhver undarleg tilfinning, sem hún hafði aldrei áður orðið vör við. Það kom nú ekki sá dagurinn, að liðsforinginn sæ- íst ekki fyrir neðan gluggann hjá Lísu, og ieið þá eigi á laungu, áður en byrjaður var þegjandi knnningsskapur milli þeirra. Þegar hún sat við vinnu sína, fann hún, að hann var nálægt, og smám saman fór svo, að hún fór að hlakka til þess, að hann kæmi. Og þegar hann kom, brosti hún til hans, og svo var að sjá, sem ungi maðurinn væri mjög þakklátur fyrir þessa saklausu náð hennar. Þegar Tomskí spurði ömmu sína, hvort hann mætti koma þanqað með einn kunningja sinna, barðist hjarta vesalings ungu stúlkunnar ótt. En er hún heyrði, að kunningi þessi var Naronmoff, iðraði hana þess saran, að hafa komið upp leyndarmáli sínu, og ekki sizt þar sem hiin þekkti, hve léttiiðugur unglingur Páll var. Hermann var sonur þjóðverja, er setzt hafði að í Bússlandi, og hafði Hermann fengið all-álitlega fjárupp- hæð að erfðum eptir ha.nn. En þar sem hann vildi fyrir hvern mun vera fjár-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.