Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Qupperneq 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Qupperneq 3
XVul 8.—9. Pjóðviljinn. 81 Við slika pilta er gott að vera laus orðinn, og hefði miklu fyr þurft að vera. Tímarit Bókmenntafélagsins 1903. Alfred lennyson. Eptir Sigfiís Blöndal. Fróðlegt yfirlit yfir æfiferil og skáld- skap enska skáldsins Alfred’s Tennyson’s (1809—1892), sem er talinn einn af höf- uðskáldum Englendinga á 19. öldinni. Gireinin er rituð, til að laða þá, sem enska tungu skilja, til að lesa ljóðmæli skáldsins á frummálinu. Þar mun og mega finna margar „kærleikshugsanir“ í snilldar-búningi, og hafa skal þær, hvað- an sem þær koma, eins og heilræðin. Annars eigum vér eigi svo fátt af göfugum hugsunum í ijóðum islenzku skáldanna, en annað vantar tilfinnanlega, og það er, að framkvœma þær, og „sá er eigi hluturinn minni“. Þvi ernúmíður, að það er satt, að vér „strykum yfir stóru orðin“ i framkvæmdalifinu. Það væri hægt að sanna með ljósum dæmum. „Hælumst minnst i máli — metumst heldr at val felldan; — látum skipta guð giptu — gjörum hríð þá, er þeim svíði“. Jeg kann ekkert af kvæðum Tenny- son’s, nema „Rispa“, í þýðingu Einars Hjörleifssonar, og smákvæði eitt, er nefna mætti: Síðasti áfanginn (Crossing the bar). Það er í einföldum orðum hérum bil á þessa leið: „Kvöldstjarnan skini skær, mig skýr rödd kalli í för, en hvergi kveini sollinn sær, er set jeg fram minn knör. Blunda þú, brimhrönn, þá, og byrgðu sog og hreim, er önd mín, runnin eilífð frá, skal aptur snúa heim. Bjart kvöld, og klukknahljóð! Svo komi nóttin á! en ekkert hljómi harmaljóð, er hrindi’ eg landi frá. Þó bátinn beri minn langt burt frá tímans strönd, til hafnar bak við brimgarðinn mér bendir vinarhöndu. Tvö kvœði eptir Viktor Hugo (Stgr. Th.). Stutt og gagnorð lýsing á skáldskap frakkneska þjóðskáldsins Viktor’s Hugo’s (1802—1885), og tvö kvæði eptir hann, í íslenzkri þýðingu eptir þjóðskáldið Stein- grím Thorsteinsson, og er sarni unaðs- blærinn yfir þeim og öðrum þýðingum hans. Fyrra kvæðið: „Náttúran og maður- urinnu er samtal milli mannsins og skóg- artrésins; spyr hann, hvað tréð vilji veita. Tréð vill veita honum yl í vetrarkuld- anum, vera honum plógtré, til að plægja akurinn, og efni í bústað handa honum, og siglutré í skipið hans. „ Jeg húsþak get borið, opt hreiður borið hef jeg, þið heimilið helgið, og blessunina gef jeg. Ó, eflið ykkar sálir við ást og heimafriðinn — jeg endurminnist laufþyts, þá heyri jeg barna- kliðinn1,1. Síðan spyr maðurinn tréð, hvort það vildi verða gálgi! Þá byrstist tréð, og segir: „Halt munni þínum maður! frá mínum lundi viktu með öxi þína hraður! Við skógtrén erum lífkser, því burt í bæli nætur, þér böðlar! og snertið ei topp minn eðarætur1*. Tréð vill efla sælu heimilislífsins, og annað ekki. Og víst er það, að mjög getur það aukið sælu heimilislífsins, að elska náttúruna. En i þá paradís geta líka skriðið höggormar, og eitrað sæluna. Það er ekki hvers manns hlutskipti að geta sungið af hjarta: „Náttúran fögur, eilíf ung, jeg elskaþig: hvort lífsins kjör eru létt eða þung, þú lífg- ar mig!u Yoldialagið á Búlandshöfð a. Eptir Helga Pétursson. Grein jarðfræðilegs efnis, til að sanna það, að móbergið á Islandi sé samsteypa af ösku, vikri og jökulurðum. Um þá grein hefi jeg ekki annað að segja, en það, að hún er brot af þeim rúnaráðningum, sem jarðfræðingarnir eru að spreyta sig á; þeir sjá þær rúnir á hverjum kletti, i jörðu og á. Gaman hefi jeg af að lesa þessar rúnaráðningar — víst er um það —, en gjarnt er mér til að efast um, hver sannast segi. Jeg trúi prófessor Thoroddsen eins vel og Helga; það getur vel verið, og er sennilegast, að þeir hafi eitthvað til síns máls báðir. Jeg er nú svona valtur í trúnni á „vís- indin“; jeg verð ekki „hólpinn upp áþá trúu. Þormöður Torfason(1637—1719). Eptir Janus Jónsson. 40 „Og koma min bætir þá víst ekkiúrskáku, svaraði Durrant háðslega. „ Jeg vildi óska, að þér væruð kominn þúsund míl- ur héðanu, svaraði William hreinskilnislega. „Mér er engin ánægja að því, að verða að minnast minna fyrri heimskuparau. „Má vel vera“, svaraði Durrant, „enda frétti jeg á leiðinni hingað, að þér væruð orðinn virðingarvert ung- menni, og rétt að segja að því kominn, að ganga að eiga ungírú —u „Látum ungfrú Lametry liggja milli hluta, Durr- ant, og höldum okkur við málefnið. Jeg hefi lesið bréf yðaru. „Þá vitið þér, hvers jeg beiðist“. „Þér heimtið tvö þúsund pund sterling, sem mér er ómögulegt að borga yður“. „Það þykir mér mjög illa fariðu, svaraði Durrant kuldalega, „ þar sem eg þarfnast peninganna“. „Mikill fábjáni var jeg, að taka þetta lán hjá yður“, mælti Kynsam beiskjulega, þar sem eg hefi þegar orðið að borga þrjú til fjögur hundruö sterlingspund í vextiu. „Og óvíst, að hrökkvi i þá“, svaraði Durrant. „Þér eruð þá blátt áfram hingað kominn, til þess að sjúga mig, og það er ærið grimmúðleg aðferð við ná- nngannu. „En ef jeg iéti nú til leiðast, að endurnýja víxil- inn ?“ mælti Durrant, og leit um leið mjög grandgæfi- lega á William. „Já, ef þér vilduð gera þaðu, mælti William, og glaðnaði þegar yfir honum. „Þér megið til að vera sanngjarn, Durrant. Fyrir nýár vona eg, að eg geti 29 gömlum bókum, og aldrei vera kátari, en þegar hann gat verið einn á bókasafninu í Landy-Court. William Kynsam var allt öðru visi háttað.—Hann var ungur maður, ekki þrítugur, hafði lifað léttúðarfullu lífi, og þóttist ekkert heilagur. Hann var einn þeirra manna, er segja má um, að séu sjálfum sér verstir, góður að upplagi, glaðlyndur og áúyggjulaus. Faðir hans, Kynsam major, hafði gengið að eiga einba-systur Píers lávarðar, en hafði andazt, áður en son- ur hans fæddist. Frú Kynsam sá um eigur sonar síns, og ól hann upp í eptirlæti. Hún andaðist, er William var farinn að þroskast, og átti hann þá ali-miklar eigur, en var hneigður til munaðar og nautna, og læknaðist sú ástríða hans eigi, þrátt fyrir skóla-agann í Stoneyhurst-skólanum. Það var því siður, en svo, að William Kynsam leggði stund á sparsemina, og eyddist honum arfurinn á svo stuttum tírna, að furðu gegndi. Framtið hans var því engan veginn sem glæsileg- ust, enda var hann farinn að hugsa um það, að reyna að fá sér liðsforingja-stöðu, er móðurbróðir hans bauð hon- um til sín, til Landy-Court. William þekktist boðið, og ætlaði þá að nota þann tímann, til að hugsa fýrir framtíð sinni. En meðan hann naut gestrisni frænda síns i Landy- Court, varð hann ástfanginn i frænku sinni. Lávarðinum þótti þetta eigi miður, og samþykkti fúslega ráðahaginn með því skilyrði, að William bætti ráð sitt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.