Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Qupperneq 4
32 PJOÐViIiJjlwM . a » Lii.. 8.— 9. Mér var eiima mest forvitni á, að sjá þennan söguþátt, því að síra Janus er al- kunnur af skarpskyggni sinni og fróðleik um margt það, sem lýtur að sögu íslands. — Og hvers varð jeg vísari? Þess, með- al annars, að kalla má með réttu, að með Þormóði hefjist sagnaritun, og sögurann- sóknir síðari alda, hér á Norðurlöndum, því að hann ritaði bæði sögu Danakon- unga, og sögu Noregs, eptir fornum is- lenzkum handritum. sem þá voru ókunn lærðum mönnum erlendis, og kom Islend- ingum í það álit fyrstur, að þeir vissu allar sögur Norðurlanda sannastar i forn- eskju. Þetta æfistarf Þormóðar verður fyrst skiljanlegt, þegar þesa er gætt, hverja þýðingu fornaldarsaga Norðurlanda, sú er geymdist á íslandi, hefir haft, fyr og síðar, þó ekki sé, nema til að glæða þjóðernis- andann, ættjarðarástina, ogbróðurhug milli frænd-þjóðanna. Þormóður verður fyrstur til að leggja stein i þann vegg, og hann gjörir það með óþreytandi elju, með djúpa rækt í brjósti, jafnt til Dana og Norð- manna, sem þjóðar sinnar. Þess vegna hefir líka þetta starf hans orðið blessun- arríkt, öllum þjóðunumtil handa. Sagn- ritarar Dana og Norðmanna byggðu síð- an á sögu Þormóðar, og dást að ritverk- um hans. Síra Janus hafi heiður og þökk fyrir söguþáttinn! Skógmál Islands. Eptir prófessor Prytz (Stgr. Th. þýddi). Það eru tveir fyrirlestrar, sem höf- undurinn hélt í Keykjavík í sumar, sem leið. Höfundurinn segir fyrst frá skógmál- um annara landa, og viðgangi og á- rangri þeirra, en síðan frá ferðalagi sínu hér á landi; var hann að skoða skóga þá, sem enn eru eptir, og jarðveginn, með tilliti til skóggræðslu. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að jarðvegurinn væri hvervetna eins, og frjór öllum vonum fremur, og vantaði ekki annað, en skjól skóganna, til þess að verða grænu grasi vafinn. Það er ætlun höfundarins, að hér megi rækta skóg, ef hvorki skorti vit, vilja né fé til þess, — bæði til eldneytis, en þó einkum til þess að verja landið fyrir uppblæstri og, — til prýði, ef svo vill verða. Mikið af þeim kjarrskógi, sem nú er, hefir sprottið út úr rótum högginna skóga. Þess konar skógar verða jafnan lágir, og skammlífir og kræklóttir. Þess vegna þyrfti að sá til skóga, til þess að fá fræsprottnar plöntur; þær verða miklu hávaxnari, langlífari, og fegri. ..Þegar til alls kemura, segir höf., þá eiga ekki plöntur neins annars lands við á Islandi; eigi að framleiða skóg á íslandi, þá seg- ir það sig sjálft, að það verður að vera með íslenzkum plöntum. „Pagur er dalur, og fyllist skógia. Vist er það yndi skáldlyndum mönn- um, að láta sig dreyma um skóggirðingu um hvert einasta tún á Islandi, og skóg- arbelti um fæturna á hverju fjalli. Víst er sú girðing skemmtilegri, en gaddurírinn, þó að skáld og föðurlandsvin- ir hafi líka séð fegurðina og nytsemina skína út úr göddum hans: „Ó, gæti jeg mér í heitan hringstraum breytt, eins heitan, eins og blóð mitt er, mitt ættarland! og straummagn streymdi heitt við strendur þér, — Og gæti jeg andað, eins og heitur blær um alla sveit, með vorsins róm, þá skyldi þiðna allur ís og snær, en aukast blóm/1 Hannes Hafstein. Hver veit nema skáldið hafi nú hitt óskastundina! Æfisaga Bjarna amtmanns 2 hor- steinssonar. Sagan - er rituð á dönsku af honum sjálfum, en birtist nú hér á íslenzku. Sagan er í tvennum skilningi lær- dómsrík. I fyrsta iagi sýnir hún, hvern- ig félaus, umkomulitill bóndasonur getur, með stakri ráðvendni og ræktarsemi við alla velgjörðarmenn sína, komizt skóla- veginn á enda, og náð þeirri mannhylli og áliti hjá stjórnarmönnum í Danmörku, að hann kemst til æðstu valda á Is- landi, og þvi áliti fyrir lærdóm, að hann er marg endurkosinn forseti Bókmennta- félagsins. Má óhætt fullyrða, að fáir ís- lenzkir embættismenn hafa orðið meiri gæfumenn, on Bjarni. I öðru lagi gefur sagan margar fróð- legar bendingar um stjórnarfarið hér á landi allan fyrri hluta 19. aldarinnar. Höfundurinn var lengi starfsmaður í 30 Með aðstoð ungfrú Eleonoru Lametry tókst honum þetta all-vel, og bjó hann síðan á Landy-Court, sem unn- usti ungfrúarinnar, en skrapp að eins stöku sinnum til Lundúna. En sannast að segja, átti William Kynsam eigi hamingju þessa skilið. Hann hafði sóað föðurarfi sinum í slarki og mun- aði, og hefði átt að gjalda þeirrar heimsku sinnar. En svo var að sjá, sem hamingjudísin væri honurn sérstaklega hlynnt, þar sem hún hafði í senn boðið honum glæsilega framtíð, og aflað honum ástar töfrandi meyjar. Ungfrú Lametry var óvanalega fögur og gáfuð, og hefði þvi óefað gefað heillað hvern karlmaDn, þótt fast- ari væri fyrir, en William. Hún var mjög sólgin í útreiðar, og lét sig því aldrei vanta, er farið var á dýraveiðar. Allir ungu mennirnir þar í nágrenninu vom ást- fangnir í Eleonoru, og voru margir þeirra vel fjáðir, en hún hafnaði þeim þó öllurn, og tók William Kynsam fram yfir þá, þótt efnalaus væri. Það var líka sannast, að jafn áreiðanlegt, sem það var, að William átti ekki eyrisvirði, eins víst var það, að hann var fallegasti og ástúðlegasti maðurinn, er Eleon- ora hafði kynnzt. Og Piers lávarður, er þékkti ímigust Líonel’s, bróð- ur síns, á kvennfólkinu, og vissi, að William var erfingi að eigninni og nafnbótinni, var, sem sagt, hinn ánægð- asti með ráðahaginn. Fólk það, er nú hefir nefnt verið, var helzta sókn- arfólkið hans síra Ching’s; en með því að vinnufólkið, og 39 minn vildi selja hann; en það kemur ekki til neinna má]a“. Meðan setið var að miðdegisverði, tókst William að vera svo glaðlegur, að Eleonora spurði hann einskis; en eptir miðdegisverðinn sótti aptur sami fáleikinn á hann. En þar sem lávarðurinn, og bróðir hans, voru þá komnir í politiska kappræðu við síra Ching, og höfðu eigi bugann á öðru, veitti enginn þvi eptirtekt, þótt William væri þegjandalegur, og tókst honurn að lokum að laumast til herbergja sinna, án þess á burtfór hans bæri. t einu herbergja sinna hitti William ókunna mann- inn, rauðhærða, er hafði beðið hans þar, og var hann stillilegur, og brosandi, sem hann átti vanda til. „Hvað eruð þór að erinda hingað, Durrant?“ spurði William, og lót, sem hann veitti þvi enga eptirtekt, er gesturinn rétti honum hendina. „Dálitla kurteisi fyrst af öllu, hr. Kynsam“, svar- aði Durrant, all-styggur, og reiðisvipur færðist yfir and- litið, í stað brosins, er þar var áður. „í morgun riðuð þér fram hjá mór, eins og jeg væri betlari, og nú takið þér drumbslega á móti mér, og kann jeg slíkri meðferð illa“. Kynsam var örgerður að lundarfari, og var því reiðisvarið rótt komið fram á varir honum. Yið nánari umhugsun sá hann þó, hve heimsku- legt það væri, að láta reiðina hlaupa með sig ,og stillti sig því nokkuð. „Bróf yðar hefir gert mór gramt í geði, Durrant.“, mælti hann, og var all-þungt niðri fyrir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.