Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.02.1904, Side 5
Þjóbviljinn
BB
XYlii
Btjórnarráði konungs, áður en hann varð
amtmaður á Islandi. Hann bar jafnan
hlýjan hug til ættjarðar sinnar, og þótti
sárt að sjá, hvað íslenzk mál voru ókunn
i stjórnarráðunum, og litilsvirt, svo að
nálega enginn vildi hlýða á framburð
þeirra. Þau voru yfirleitt í mesta glund-
roða, og reikningar lágu langt aptur í
tímann óendurskoðaðir, og óútkljáðir.
Þar stjórnaði einn maður öllu, og vant-
aði þó alla þekkingu á málunum; réð
hann þeim öllum til lykta eptir eigin
hugþótta, og íslenzka kaupmannastéttin
gat haft hann, eins og hún vildi, svo að
heita mátti, að kanpmenn réðu hér öllu.
Og andinn í stjórnarráðunum í Islands
garð var ekki hlýr: Landið er sveitaró-
magi, og landsbúar yfirleitt misyndisfólk.
Sárt þótti honum að vita þetta, og geta
ekki að gert. Þegar hann svo er orðinn
embættismaður hér heima, þá neytir
hann álits síns í stjórnarráðunum, og
leggur margt það til, í álitsskjölum
sínum til stjórnarinnar, er betur fór.
Má tii dæmis taka bendingu hans
til stjórnarinnar um það, að íslenzkir em-
bættismenn héldi fund með sér i Reykja-
vík, til að ræða helztu nauðsynjamál
landsins. Það var upphaf að því, að al-
þingi var endurreist, og hið síðasta verk
hins þjóðrækna embættismanns var það,
að vera forseti alþingis hið fyrsta sinni
<1845).
Hann minnist og talsvert á Stephen-
senana (Ólaf stiptamtmann, og Magnús
konferenzráð, og Stefán amtmann, bróður
hans), því þeir réðu þá mestu hér inn-
anlands. Segir hann, að aðal-ástríður
þeirra allra hafi verið metorðagirni og fé~
girni, en hins vegar hafi og kostirnir
verið miklir. „Magnús var lærdómsmað-
ur mikill, iðjusemin og framkvæmdar-
semin óþreytandi. En ástríður hans
leiddu hann stundum til hörku og fá-
fengilegrar smámunasemi. Hann var og
mikið gefinn fyrir að róa undir, en skorti
lag á því, sakir ofsa og óstöðugleika, og
tortryggni, og bar mikið á henni, enda
gegn hans eigin flokksmönnum“.
Heyrandi í holti.
•.....,........•
Mannalát. 30. janúar siðastl.
andaðist i ísafjarðarkaupstað Stefán Jöns-
son, er lengi var bóndi að Gfrund i Höfða-
hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu, fæddnr að
Grýtubakka í sama hreppi 1826. — Með-
al barna hans er skipherra Jóhann Stefáns-
son, trésmiður á Isafirði, og hjá honum
dvaldi Stefán sálugi siðustu ár æfinnar.
Hinn 15. marz f. á. andaðist að Kálfa-
tjörn gamalmennið Þorsteinn Bergsson, á
80. ári. Hann var að langfeðgakyni kom-
inn af Agli Skallagrímssyni. Faðir Þor-
steins sál, var Bergnr Guðmundsson, bóndi
i Traðarholti við Stokkseyri, á Eyrar-
arbakka, o. v. Kona Guðmundar var
Margrét Jónsdöttír, Gunnarssonar frá Sand-
lækjarkoti, og faðir Guðmundar, föður
Bergs, hét Hannes Guðmundsson, og bjó
hann í Króki i Elóa. — Þorsteinn sál.
var fæddur i Kjósarhreppi 4. okt. 1823.
Fárra daga fluttist hann austur i Hraun-
gerðishrepp, og ólst þar upp til 10 ára |
aldurs, og fluttist þá suður í Kálfatjarn-
arprestakall, og dvaldi þar mestan hluta
sinnar löngu og dáðríku æfi; að eins fá
ár dvaldi hann í Útskálasókn, og Reykja-
vík. Hinn 31. desbr. 1857 kvæntist hann
Sigríði Bergþörsdóttur, og hófu þau búskap
í Innri-Njarðvík. Þau eignuðust 2 börn,
son og dóttur. Dóttir þeirra dó 18 ára
gömul, en son þeirra, Bergur skipstjóri,
lézt í íteykjavík fyrir fám árum. Konu
sína missti hann eptir 22 ára sam-
búð. — Þorsteinn sál. var maður mjög
vel gefinn, bæði til sálar og líkama. Hann
var einn meðal hinna fyrstu innlenduþil-
skipaformanna, og, að því er mér er kunn-
ugt, sá, er í mestu sjóvolki hefir lent á
hinum örsmáu þiljubátum, er tíðkuðustá
yngri árum hans, og sem hann var for-
maður fyrir hart nær hálfa öld. Auk
þess sem Þorsteinn sál. var mikill sjó-
maður, var hann einnig mesti iðjumaður
á landi, einkar verklaginn, og hagur á
smíðar. Hann var vel greindur, og flest-
um minnugri; var þvi bæði skemmtilegt
og fróðlegt að heyra hann segja frá þvi,
sem á daga hans hafði drifið, bæði á sjó
og landi. Að engu af hinu marga, sem
drifið hafði á daga hans, furðaði hann
sig, nema því, hve opt og hve dásam-
lega almætti drottins hefði verndað hann
í sjávarháskanum. Ekkert hataði Þor-
steinn sál., nema ódrengskap og iðjuleysi;
en hvorutveggja þessa var hann svarinn
óvinur til dauðadags. En þrátt fyrir dugn-
að sinn og starfsemi, græddist honum
aldrei fé til muna. Hann dó jafnfát.ækur,
og hann fæddist; hið eina af hinu stund-
lega, sem honum fylgdi til grafar, var
virðing og þakklátssemi þeirra, er hann
38
vona, að hann verði þó ekki svo hlálegur, að neyða mig
til óyndisúrræðau.
„En annað hvort er þetta þó erindið“, mælti hann
enn fremur, „eða hann ætlar sér að ná i „hringinn helgau,
sem eg flónskaðist til, að segja honum frá“.
I þessu bili rak William sig á einn heimamanna,
og mælti:
„Ekki vænti jeg, að hér hafi komið ókunnugur
maður í dag, og spurt eptir mér, Miohael?“
„Nei, herra ininn, ekki mér vitanlega“.
„Þá ketnur hann í kvöld, og jeg verð þá að vera
við því búinn, að taka á móti honum“, tautaði William
gremjulega við sjálfan sig.
„Ef einhver . .. ef einhver hr. Durrant spyr eptir
mér“, mælti hann svo hátt, „þá vísaðu honum upp til
mín“.
„Svo skal vera“, svaraði Michael.
William hatði til afnota nokkur herbergi í vinstri
byggingar-álmu hallarinnar, við hliðina á bænahúsinu,
og fór hann nú þangað, til að hugsa málið, og eyða tím-
anum, unz gengið væri til miðdegisverðar.
Sæðið, sem hann hafði sáð, meðan hann dvaldist í
Xundúnum, var farið að þróast, og bréfið hafði sýnt hon-
um, hver uppskeran myndi verða.
Horfurnar voru eigi glæsilegar.
„Hefði það að eins verið einhver annar, en Durrant“,
mælti haDn við sjálfan sig, og gekk fram og aptur um
gólfið, „þá hefði verið skárra við að eiga; en hann, mann-
hundurinn sá, er verri, en nokkur blóðsuga.
Og svo er honum kunnugt um hringinn! Enhann
•er mér ómögulegt að útvega honum, nema frændi
31
flest leiguliðanna, var páfatrúar, þá var bænahúsið í
Landy Court þó troðfullt á helguin.
Bændurnir, sem héldu fast við trú sína, komu þá
hópum saman til bænahússins, ásamt konum sínum,
dætrum og vinnuhjúum, er flest var borið og barnfætt
þar í sveitinni, og vísaði frú Westcote fólkinu til sætis.
Frú Westcote var ráðskona í Landy-Court, og hafði
hún gegnt stöðu þeirri i tvö ár.
Frernur var hún fölleit, en þó mesta nettkvendi,
og hafði hún feDgið stöðu þessa, er gamla ráðskonan and-
aðist.
Píers lávarður hafði þá gert það, að ráðum bróður
síns, að ráða sér ekki ráðskonu þar úr byggðarlaginu, en
fá sór heldur hæfari kvennmann frá Lundúnum.
Frú Westcote hafði beztu meðmæli, og Líonel hafði
látið í ljós þá skoðun sína, að hún myndi kvenna fær-
ust, til þess að umskapa heimilishættina, sem voru orðn-
ir töluvert á eptir timanum.
Þar sem frúin var kaþólsk, og trúaona mikil,
spillti það ekki kostunum, og var henni því veitt ráðs-
konustaðan.
Þessi tvö árin, sem hún hafði verið i vistinni,
hafði hún og staðið prýðis vel i stöðu sinni, og aldrei
talið neitt ómak á sig, til að gera Píers lávarði að skapi,
og mátti því með sanni segja, að hún væri rótta konan
á rétta staðnum.
En allt um það — þótt UDdarlegt megi virðast —
var hún þó eigi ástsæl.
Allir á heimilinu, jafnt Piers lávarður, sem lítilmót-
legasta þvottakonan, litu hana tortryggnis augum.
Það var eitthvað dularkennt við framgöngu henn-