Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1907, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1907, Blaðsíða 5
í> JOÐ VIL JINN. 105 XXI., 26.-27 'Jingmdlafundur að Blönduósi, er haldinn var seint í maí, samþykkti, með 21 atkv. gegn 18, að skora á alþingi, að hafna lnnni fyrirhuguðu millilandanefnd, og kjósa engan mann í hana á yfirstand- Ændi samri. — Með 28 atkv. gegn 10 var -síðan samþykkt svo felld tillaga: „Fundurinn vill, að Island sé við- urkennt sjálfstætt sambandsríki við Dan- mörku, á likan hátt þvi, sem til var tekið í G-amla sáttmála. Hann telur og í því sambandi íslenzkan fána sjálf- öagðan, að þ>gnréttur landanna sé að- greindur, og að ríkisráðsseta Islands- ráðgjafans sé afnuminu. Frá öðrum þingmálafundum, er þingmenn Húnvetninga héldu (að Skagaströnd og á Hvamœstanga) skýrir „Djóðv.4* væntan- lega síðar. hetir sent „Þjóðv.“ svo látandi skjal: A fundi Félags íslenzkra stúdent.a í Kaupmannahöfn, 11. njaí 1907 voru samþ. svo látandi fundarályktanir: I. Féiag íslenzkra stúdenta í K.uöfn rskorar á alþingi og stjórn, að hefja ekki samninga við Dani um sambandsmálið, fyr en nýjar kosningar hafa farið fram á íslandi. (Samþ. með 88 atkv. gegn 1.) II. Fundurinn skorar á alþingi, að ~taka nú þegar til íhugunar löggjöf lands- ins um eignarrétt útlendinga á Islandi, og atvinnurekstur þoirra þar: sérstáklega að vinda bráðan bug að samningu laga um búsetu fastakaupmanna, og laga um hlutafélög. (Samþ. í einu hljóði.) Ölafur öjöriisson (íuðjóii lfaldvinsson p.t. forseti p.t. ritari. Frá Islendingum í Vesturheimi. Yeturinn nýliðni var óvanalega harður i byggðum Istendinga í Yesturheimi, og eldiviður all-víða mjög tilfinnanlegur, þar sem flutningur á honum hafði verið lát- inn sitja á hakanum síðastl. haust. — I Álptavatns- og Grunnavatnsbyggð- unum í Manitoba er mjög kvartað um fjölgun úlfa, og sagt, að mjög miklir örð- ugleikar séu á því, að eiga þar nokkra sauðkind. „I liarðindahríðunum í vetur, komu úlfar heim að húsum, með ferða- mönnum, eins og fylgispakir hundar“, sogir i „Lögbergiu 21. marz þ. á. Kvennfélag fyrsta lúthorska safnaðar- ins í Winnipeg hefir nýlega byrjað að efna til sjóðstofnunar í þvi skyni, að koma upp hæli fyrir gamalmenni. Kirkjuþing ev. lútherska kirkjufélags- ins hefst i Winnipeg 29. júni næstk., og verður haldið i kirkju Tjaldbtiðarsafnað- ar. - Þar hefir sira Björn B. Jónsson | umræður uin „hina postullegu trúarjátn- I ingu“, en fyrirlestra flytja: sira Friðrik j J. Bergmann og síra Runólfur Marteins- son. Kennarapr óf. I maimánuði þ. á. luku kennaraprófi við Flensborgarskólann'í Hafnarfirði: 1. Guðiún Bjarnadóttir, frá Brimilsvöll- um i Snæfellsnessýslu. 2. Guðrún Gísladóttir, frá Asum í Árnes- sýslu. 3. Ingveldur Sigmundsdóttir, frá Akur- eyjum í Daiasýslu. 4. Jón Jónsson, frá Kirkjuvogi i Gull- bringusýslu. 5. Páll Bjarnason, frá Traðarholti í Árnes- sýslu. 6. Pétur Gunnlögsson, frá Álfatröðum í Dalasýslu. 7. Runólfur Björnsson, frá Kornsá í Húna- vatnssýslu. 8. Sigrún Eiríksdóttir, frá Ásólfsstöðum i Árnessýslu. 9. Sig. Baldvinsson, frá Eyjadalsá í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. 10. Steinunu Bjartmarsdóttir, frá Búðar- dal í Dalasýslu. 11. Sæmundur Friðriksson, frá Stokkeyri í Árnessýslu. 12. Þorlákur Vigfússon, frá Þj'kkvabæ í Yestur-Skaptafellssýslu. Prófdómendur voru: sira Jens Páis- son í Görðum og Jón Jónasarson, for- stöðumaður barnaskólans í Hafnarfirði. Aðal-fundur búnaðarfólags íslands var haldinn i Keykjavík 25. maí síð- astl. — Eptir reikniugum félagsins siðastl. ár voru eigur félagsins í árslok 56,199 kr. 49 a,, en í þeirri upphæð erfalið: Hús- eign félagsins í Reykjavik, ásamt innan- stokksmunum og bókum, 26,500 kr., mjólk- urskólahúsið á Hvítárvöllum á 9,700 kr., og geymsiuhús, ásamt verkfærum, i Gróðr- stöðinni i Beykjavík á 4,200 kr. Félagsmeiju eru nú alls um 750. Til þess að eiga sæti á búnaðarþing- inu endurkaus aðalfundur, sira Eirílc Briem og iector Þörhall Bjarnarson, báða til fjögra ára; en i stað síra Magnúsar Helga- sonar, er hafði sagt starfinu af sér, var Jön bústjóri Jönathansson í Brautarholti kosinn til tveggja ára. 6 — eins stálhraustur, eins og þér hafið verið. — Mér virð- ist þér eigi svo hættulega veikur“. „Þér ætlið að skjóta þeirri ímyndun að mér“, svaraði hinn. „Jeg er of máttfarinn, og get þvi eigi þráttað við yður, en innan sólarhrings mun fregnin um dauða minn sannfæra yður. — En tyllið yður nú niður. — Þér verð- 7ið sá, er eg síðast á tal við hér í heimi, og grunur minn -er sá, að eg geti eigi átt langar samræður við yður“. Að svo mæltu þagnaði hann, en mælti síðan eptir lítið hlé: „Munið þér eptir Lauru dóttur minni?“ „Auðvitað man eg eptir henni, vesalingnun, og er -sárt til þess að vita, að hún skuli nú eigi geta verið hér Ihjá yður. — Mér þykir vænt um, að þér rnunið enn ept- ir benni, Musgrave“. „Svo minnugur er eg“, svaraði Musgrave,, „enda trúlegast, að engin maður sé svo gerður, að hann gleymi •sínu eigin afkvæmi, hve feginn sem hann vildi. — En •eigi er eg á sama máli, sem þór, að því er það snertir, að æskilegt væri, að hún væri hérna hjá mór, þar sem hún hefir getað fengið af sór; að láta tólf ár líða, án þess að skrifa föður sínum eina línu, til þess að biðja hann fyrirgefningar á þeirii háðung, sem hún bakaði bonum, ■og sjálfri sér. — Engu að siður hefi eg rétt í þessu augna- bliki samið arfieiðsluskrá mina, þar sem eg arfleiði hana að aleigu minni, nema hvað eg ánafna Friðriki, bróður- syni mínum, tíu þúsundir stelingspunda“. „Nú eruð þér að gera að gamni yðar!“ mælti rector- innn. Þetta hafið þér ekki gjört! Þér látið yður eigi nægja, að ánafna Friðriki, bróðuisyni yðar, tiu þúsundir sterlingspunda. — En — fyrirgefið ókurteisina — liafið 211 að koma þessu í kring“, mælti frá Delapaine, „sá jeg, að atvikin voru orðin þannig löguð, að hjálpar minnar þurfti ekki“. Stanhope tók þegjandi i höndina á henni, enda var henni ókunnugt um, hjá hve mikilli sorg hefði orð- ið komizt, ef Stanhope hefði fyr fengið að vita, að Nathalía Ylverton var sama stúlkan, sem ástin hans, hiin MarÞ. Brúðkaupsdagurinn var kominn, og hjónavígsunni lokið. Faðir brúðurinnar, Thomas Dalton — hann hélt því nafni sínu áfram — hafði eigi treyst sér í kirkjuna, en beið þeirra heima, og tók þar á móti þeim. Þegar María kom, leidd af manni sínum, var hún einkar ungleg, og fögur, í hvíta brúðarkjólnum. Gamli maðurinn brosti ánægjulega, og mælti: „Þenna gleðidag á jeg eigi skilið að fá að lifa“. Dóttir hans lagði þá alúðlega höndina um háísinn á faonum, og hvislaði lágt að honum: „Jeg þarf að segja þér, nokkuð pabbi. — Þegar á hjónavígslunni stóð, og pre9turÍDn spurði, hvort nokkur lireifði mótmælum gegn hjónabandinu, greip mig fávís- leg hræðsla. — Mér fannst ógnandi rödd — sem við könnumst bæði við — vera að baki mér, og hefja mót- mæli. — Það kom titringur í mig, en þá fannst mér eg sjá eugilsásjónu — og það getur nú ekki hafa verið neinn annar, en Bernharð — svífa uppi yfir mér, bros- andi, eins og hún /æri að leggja blessun sina yfir hjóna- bandið.“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.