Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1907, Side 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.06.1907, Side 6
Þj C R XXI., 26.-27. 106 V í LJ1SN Eptir ósk Guðm. bónda Sigurðssonar \ á Möðruvöllum í Kjós, samþykkti fund- | urinn tillögu frá Sigurði búfr. Sigurðssyni > þess efnis, að skora á búnaðarþingið, að ; hlutast til uin, að gerðar séu tilraunir í ineð sætheys- eða súrheysverkun á nokkr- < um stöðurn, og komið á kennslu i þeirri i grein. j Samkvæmt bendingu frá Magnúsi ’bónda Friðrikssyni á Staðarfelli, samþykkti fund- nrinn svo látandi tillögu (frá Gruðjóni búfr. Guðmundssyni og Birni í Gröf): „Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að hlutast til um, að gorðar séu á nokkr- um stöðum á landinu tilraunir með þrifabaðanir á sauðfé, til þess að út- breiða meðal bænda þekkingu á gagn- semi bennar, og enn freinur, að greiða fyrir útvegun hentugra baðlyfa og bað- tækja“. Frá Sig. búfr. Sigurðssyni var svo felld tillaga samþykkt: „Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að I hlutast til um, að útveguð sóu öll þau verkfæri, er líklegt 'þykir, að komi hér að gagni, og gera opinberar tilraunir með þau“. Enn fremur var, eptir tillögu Sigurð- \ ar búfr., skorað á búnaðarþingið, að halda áfram, að búa undir áveituna yfir Flóann. Frá Birni Bjarnarsyni í Gröf var sam- þykkt svo látandi tillaga: „Fundurinn skorar á búnaðarþingið, að hlynna að aukinni þekkingu á gagn- semi vatnsleiðslu, og framkvæmd henn- ar til heimilanna, og að vatnsleiðslu- áhöld fengjust með sem beztum kjörum“. Forseti félagsins, leetor Þörhallur Bjarn- arson, gat þess, að kröfur inanna til fé- lagsins færu stöðugt vaxandi, t. d. væru girðingar um afréttarlönd að fara í vöxt, og yrði félagið að veita mönnum nokk- urn styrk til uppörfunar í því skyni. — Búnaðarsambandi Vesturlands yrði og að ætla styrk, og kvaðst hann treysta því, að þing og stjórn veitti félaginu rífiegan styrk áfram. Druliknun. Það slys vildi til nýskeð í Vestmannaeyjuin, er „Hólar“ voru þar á ferðinni, að af tvoim mönnum, er voru á ferð á mótorbát, milli skips og lands, hrökk annar maðurinn útbyrðis, og drukknaði. — Maður þessi hót Isleifur Erlinds- son og var frá Hliðarenda í Fljótshlíð. Kektaður botnverpingur. Danska varðskipið tók nýskeð þýzkan botn- verping, er var að veiðum í landhelgi, og fór með hann til Vestmannaeyja. Skipherrann á botnverping þessum, er hét „Vappen von Ham- burg“, var sektaður um 1200 rigsmörk, en afli og veiðarfæri gert upptækt. Seldar jarðir. Lágafell í Mosfellssveit var nýlega selt Boga Þórðarsyni í Reykjavík, og var kaupverðið 20 þús. króna. — Kaupmaður Stefán B. Jönsson i Reykjavík keypti og nýskeð jörðina Reyki í Mosfel lssveit fyrir 20 þús. króna. _ Sýnir jarðasala þessi, að jarðir í nágrenui höfuðstaðarins fara drjúgum hækkandi í verði. Landsiininn. í marzmánuði síðastl. hafa tekjur landsins af landsímanum numið alls 3418 kr. 51 e. Maður lirapar til bana. 29. maí siðastl. vildi það slys til, að maður, sem var að síga í Drangey, í eggjaleit, hrapaði og beið bana. Hann hafði sigið í bjargið i hand- vað, og gizka sumir á, að steínn hafi hrunið úr bjarginu, og komið i höfuð honum. — Maður þessi var ókvæntur maður, 33 ára að aldri, og hét Björn Sigurðason, til heimilis að Fossum á Skaga. Mislingar. Stúdent Páll Sigurðsson, einn farþegjanna, ei komu með ,,Lauru“ til Reykjavikur 6. júní, var veikur af mislingum, og var hann því, sem og allir farþegjar á skipinu, sem eigi höfðu haft mislinga áður, settur í sóttkví í Reykjavík. Drukknun. Maður datt útbyrðis af strandbátnum „Hólar“ aðfaranóttina 12. maí, á leið milli Keflavíkur og Reykjavíkur, og drukknaði. — Maður þessi hét Jónas Jönasson, sjómaður frá Brunnhúsum í Reykjavík, ókvæntur maður, 33 ára að aldri. — Hann lætuv eptir sig tvö börn í æsku. Frú Isnfirði. Þaðan eru þessi tíðindi 31. maí þ. á.: „Tíðin góð siðari hluta maímánaðar.—Reitingsafli inn- an Djúps, en góður afli, er langt or sótt. — Síld fékkst nokkur á Alptafirði um 26. mai, og að- faranóttina 28. maí á Isafirði, og voru þar um 100 tn. i dráttarvörpum um mánaðamótin, að þ ví er gizkað var á. — Niðursuðuverksmiðja P. M. Bjarnarsonar kaupmanns var tekin til starfa, og hafa þar yíir 30 menn atvinnu. 100 ára afmæli Tómtisar Sæmundssonar. 7. júní voru 100 ár liðin frá fæðingu Tómasar heitins Sœmundsonar, og áttu þann dag að koma út ferðabréf hans, er síra Jðn Helgasoti, dóttur- sonur hans, hefir búið til prentunar, en Sig. bók- sali Kristjánsson gefur út. Btirnavciki. Hún hefir stungið sér niður ný skeð á Snæ- fjallaströnd í Norður-ísafjarðarsýslu, og hafði eitt barn látizt úr henni, er síðast fréttist. — Sótt- kvíun hefir verið fyrir skipuð þar. — I Isafjarð- arkaupstað sýktrst og eitt barn, en var á bata- vegi, er síðast fréttist. Mannalát. 6. apríl þ. á. andaðist í Dacota í Yesturheimi Sturlaugur Bjarna- son, fyrrum bóndi að Sauðhúsum í Dala- sýslu, og mun hafa vorið kominn á átt- ræðisaldur. — Harm fiuttist til Yestur- heims, ásamt tjölskyldu sinni, árið 1887, og var orðinn ekkjumaður fyrir fjórum árum, er hann andaðist. — Fjögur börn þeirra hjóna eru á lífi, öll í Vesturheimi. 212 Gramli maðurinn þrýsti henni í faðm sér, og nokkra stund var heilög kyrið í kringum þau. ENDIR. vi-11. — Breyting arfleiðsluskrárinnar er réttlát í alla staði; — það er föst sannfæring mín. — Þér bljótið og sjálfur að sjá það, ef þér íhugið málið sbynsamlega“. Hr. Breffit brosti, og mælti eigi orð frá munni. NÚ varð þögn stutta stund, unz umsjónarmaðurinn mælti: „Verið þér sæll hr. Breffit. Grerið svo vel að taka í bjöllustrenginn, er þér farið. — Hafið beztu þakkir“. Hr. Breffit þóttist skilja, að áheyrninni væri lokið, stóð því upp, gekk til dyra, hneigði sig, ogmælti: „Ver- ið þér sæll, umsjónarrnaður minn“. Þegar hr. Breffit var kominn út, rann allur ótti þeg- ar af honum. „Réttlátt!“ rnælti hann við sjálfan sig, og hló. „Jeg hygg naumast, að það orð sé vel valið, og þá er soint snúið á rétta leið. — En hver veit, hvort hún er lifandi? Mér er næst skapi að álíta, að hún sé löngu dá- in, þvi að ella hlyti einhvern tima eitthvað að hafa fréttzt af henni"*. Að svo rnæltu gekk Breffit inn í borðstofu umsjón- armannsins, og hressti sig á portvini og ágætum miðdeg- isverði, áður en hann leggði aptur af stað heimleiðis til Lundúna. Meðan hr. Breffit sat að máltið, kom gamall maður, sköllóttur, er spurði eptir umsjónarmanninum, og var hon- um þ 'gar visað inn í svefnherbergið. „Það er þá rectorinn“, mælti umsjónarmaðurinn. „Þér eruð að líkindum koininn, lil að kvoðja mig“. Rectorinn tók i höndina á gamla kunningja sínum, og horfði angurbitinn á andlit hins dauðvona manns. „Það vona jeg, að ekki sé, Musgrave“, mælti hann. „Jeg vona, að mér auðnist enn að heimsækja yður opt. Jeg trúi því ekkí, að þér kveðj’ð heim þenna á undan mér

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.