Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst ) 60 arkir ) 3 kr. 50 aur.; J erlendis 4 kr. 50 aur., og i Ameriku doll.: 1.50. Bsrgist fyrir júnimán- aáarlok. Þ JÓÐ VILJINN. —.1= Tuttuöastx oö þeiðji áegangub. =|—.. —— RITSTJÓKI: SKÚLI THORODDSEN. =|»kxSé—Í—. | TJppsögn skrifleg ögild I nema komið se til útyeý- anda fyrir 30. dag júní- | mánaðar, og kaupandi \ samhliða uppsögninni 1 borgi skuld sína fyrir blaðíð. M 36.-37. Reyk.javík, 10. ÁGÚST. 1909. Ríki kirkia. „ísafold“ hefir nýlega flutt tvær grein- ar: „Trú og siðgæði“ og „Skilnaðarmál kirkjunnar“, þar sem meðal annars er vik- ið að greinum minum: „Prestarnir“ og „Kirkjueignir“, er birzt hafa í „Þjóð- viljanum“. Pyrri greinin er eins og fyrirsögnin bendir til um trú og siðgæði, eða réttara sagt, um áhrif trúarinnar á breytni mann- anna. Prestastefnan síðasta var eins og kunn- ugt er, skilnaði ríkis og kirkju algerlega mótfallin, hún taldi ríkinuskyltaðhlynna að trúnni, sökum þess, að hún væri öfl- ugasti þátturinn í að efla siðgæði borg- aranna, fyrir því væri rétt, að hafa þjóð- kirkju. Þessari skoðun verð jeg að vera al- gerlega mótfallinn, og jeg sagði í grein minni um prestana, að jeg hefði orðið agndofa af undrun, er jeg las, að því skyldi á tuttugustu öldinni vera haldið fram, að siðgæðið væri ávöxtur trúarinn- ar, og meira að segja, ætlast til að ríkið hefði þá skoðun. Þetta finnst „ísatold“ hin mestafjar- stæða. Jeg skal ekki þrátta um það við blað- ið, við hverju menn geti búist af prest- unum, eptir öllum líkum að dæma, get- ur margt skrítið komið úr þeirri átt, og það atriði kemur heldur ekki því máli, sem hér er um að ræða, við. Jeg hefi heldur ekki fullyrt, og skal ekkert um það fullyrða, nema trúin geti átt þátt í að efla siðgæði borgaranna. En því verð jeg að neita, að siðgæð- ið geti ekki staðið án trúar, og að hún sé öflugasti þátturinn í að efla siðgæðið. Jeg verð að halda því fram, að það sé hverjum manni hollast, sjálfs sín vegna, að breyta vel, þótt hann að eins hugsi um líðan sína hér í lífinu. Jeg verð að halda þvi fram, að fyrsta skilyrði þess, að menn geti búizt við, að þeim líði vel hér í lífinu, sé að þeir breyti eins við aðra, eins og þeir vilja láta breyta við sig. Allir menn vilja að vel sé breytt við þá, og þess vegna verða þeir að breyta vel við aðra. Menn geta ekki búizt við, að vel sé fram við þá komið, hegði þeir sjálfir sér ílla gagnvart öðrum mönnum. Það er þráin til þess að láta sér liða vel, sem á að knýja alla til góðrar breytni við náungann — það er hún, sem hlýt- ur að vera öflugur þáttur í að efla sið- gæði borgaranna, og hún hlýtur að hafa stöðugt meiri áhrif á breytnina, eptir því sem menning, þekking og kröfur til vel- líðunar vaxa. „ísafold“ bendir, sínu máli til stuðn- ings, á skoðanir 3 erlendra merkismanna, að þvi er þetta mál snert.ir. Það má sjálfsagt leggja mikiðuppúr áliti þessara manna, en þó virðist mér, sem rökin skipti meiru, bæði í þessu máli og öðrum, en mannanöfnin. Einn þessara þriggja manna, er Bal- four, fyrverandi yfirráðgjafi Breta, og um hann segir blaðið, að hann sé í andleg- um efnum einn af hinum frjálslyndustu og viðsýnustu kristnum mönnum, sem til séu í nokkuru landi. Jeg skal ekki rengja það. En á hitt vildi jeg benda, að þessi maður kom á stjórnarárum sínum á skóla- lögum (education bill), sem þeim mönn- um, er standa utan þjóðkirkju á Bretlandi, þótti ganga svo nærri sér, að því er á- kvæðin um trúfræðsiu í ríkisskólunum soertir, að þau urðu þess aðallega vald- andi, hvílíkar ófarir hann og flokkur hans fór við síðustu þingkosningar, og mun þó enginn leyfa sér að neita því, að sum- » ir utanþjóðkirkjumannanna brezku séu 1 vel kristnir menn. En þeir hafa sýniJega aðrar hugmynd- ir um v^ðsýni og frjálslyndi í trúarefn- um en nú núverandi ritstjóri „ísafoldar“. Frjálslyndi flokkurinn á Bretlandi hefir barizt fyrir því með hnúum og hnefum, að fá lögum þessa víðsýnasta mannskristn- innar breytt, af því að þeir lita svo á, sem þau fari í bága við trúfrelsishug- sjónina. Þeir líta þann veg á málið, að trú- frelsishugsjónin heimti það, að engin trú- arbrögð séu kennd í neinum af þeim skól- um, sem styrktir eru af almanna fé. Frakkar, ef til vill mesta menningar- þjóð álfunnar, hafa skilið riki og kirkju, og í engum frönskum ríkisskóla er kennd trúarbrögð, heldur siðfræði, sem ekki er byggð á neinni trú, sem grundvelli. Þeir líta sýnilega töluvert öðrum aug- um á áhrif trúarinnar á siðgæðið en prest- arnir á Þingvöllum og ritstjóri „ísafold- ar“ gera. En jafn vel þó trúin ætti töluverðan þátt í að efla siðgæði mannanna — og jafnvel þótt siðgæðið væri aðallega ávöxt- ur hennar, þá er engan veginn víst, að áhrif trúarinnar á breytni manna verði meiri, þótt þjóðkirkjufyrirkomulaginu sé haldið, en þó ríki og kirkja yrðu skilin. Þeir eru margir, og það ekki verst- ‘kristnu mennirnir. sem ætla, að þjóð- kirkjufyrirkomulagið sé dropandi fyrir holt trúarlíf. Það er því engan veginn hægt að segja, að verið sé að ráðast á trúna; þótt ríki og kirkja séu aðskilin, líkur eru miklu meiri til þess, að trúarlífið yrði fjörugra eptir en áður. En aðskilnaður ríkis og kirkju hlýtur að vera öllum þeim mönnum áhugamál, sem unna sannsýni og réttlæti — öllum þeim mönnum, er trúfrelsishugsjóninni eru fylgjandi. Því að þjóðkirkjan or brot ájefnrétti trúarbragðanna, hún gerir einum flokki manna hér á landi, evangelisk-lúthersku kirkjunni auðveldara að afla ekoðunum sínum fylgis en nokkru öðru trúarbragða- félagi. Það særir trúarsannfæringu þeirra manna, er utan þjóðkirkjunnar standa, og opt og einatt eru henni andvígir, að fé er lagt til honnar úr hinum sameigin- lega sjóði allra borgaranna — þeir verða beinlinis að leggja fraro fé til eflingar skoðunum, sem þeir máske helzt kysu að útrýma með öliu. Þjóðkirkjan ríður í bága við trúfrels- ishugsjónina — er brot á trúfrelsiau í innsta eðli þess. Trúin er persónulegt raál, sem ríkið á að láta afskiptalaust með öllu. Það gladdimig stórkostlega, hve rögg- samlega „Isafold“ tekur í taumana, að því er kröfuna um kirkjuþing snertir, sem prestarnir á Þingvöllum og meiri hluti milliþinganefndarinnar í kirkjumálum vildu fá, og hafa átti vald til þess að ráð- stafa hinum innri málum kirkjunnar, og tillögurétt um önnur mál, er hana vörð- uðu. Það er fyrst og fremst vafasamt, nema stofnun kirkjuþings með því verksvið er milliþinganefndin ætlaði því, væri hreint og beint brot á því ákvæði stjórnar- skrárinnar, að löggjafarvaldið skyldi vera hjá konUDgi og Alþingi í sameiningu En hvað sem þ ví líður, þá er hitt víst, að eigi ríkið á annað borð að kosta kirkju- hald, þá veiður það lika að hafa ótak- markað vald til þess, að haga því á þann hátt, er því þykir bezt henta. Sjálfstæð þjóðkirkja er alveg óhugsandi. En kenningarfrelsið er líka ósarnrým- anlegt við þjóðkirkjufyrirkomulagið. Haldi ríkið á sinn kostnað hóp af mönnum, til þess að halda fram og efla ákveðnar trúarskoðanir, þá verður það að' heimta, að samræmi sé í kenningum þeirra allra. Og það samræmi fæst að eins með þvi, að binda þá við játningarrit kirkj- unnar, því að binda þá við biblíunaeina er ekki nóg, því að allir kristnir trúar- flokkar byggja á biblíunni, en skoðanir þeirra eru þó ærið sundurleitar. Jeg álít kenningarfrelsið alveg lífs- nauðsynlegt fyrir heilbrigt trúarlíf, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.