Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.08.1909, Blaðsíða 2
142 Þjóðvijlinn. XXIIL, 36.-37. einmitt þess vegna er meðal annarsbrýn þörf á að skilja ríki og kirkju. Þá vikur „ísafoldu að kröfum presta- stefnunnar, um það hvernig aðskilnaðin- um skyldi hagað, yrði hann á annað borð gerður, og telur þær sanngjarnar að öllu leyti. Prestastefnan heimtaði eins og kunn- ugt er, að málið yrði borið undir þjóðina sérstaklega á líkan hátt og aðflutnings- bannið, að þeirri atkvæðagreiðalu yrði því að eins sinnt að ®/5 hlutar þeirra er atkvæði greiddu (og það áttu allir þeir, er eldri voru en 15 ára, að hafa rétt til) væru skilnaði fylgjandi, og að kirkjan fengi að halda kirkjueignunum. „ísafoldu finnst þao scr staklcga heppi- legt að einangra þetta mál, svo því yrði ekki þvælt saman við deilumál flokkanna, á þann hátt fái menn áreiðanlegasta vit- nezkju um vilja þjóðarinnar í þessu efni, og engum sé með því óréttur ger, þó þannig sé að farið. Það getur verið töluvert vit í þessu, og jeg hefi ekki látið í ljósi, að eg væri slíkum atkvæðagreiðslum mótfallinn í heild sinni, en hitt heti eg sagt, að það gæti ekksrt vit verið í, að krefjast sérstakrar atkvæðagreiðslu um mál þetta, meðan ekki væri farið þannig með hvert meiriháttar löggjafarmál. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun stjórnarskrárinnar, og þá verður það að sjálfsögðu tekið til íhugunar, hvort og að hve miklu leyti rétt sé að hafa alþýðu- atkvæðagreiðslur um einstök mál. Það eitt vildi jeg leggja áherzlu á, að það er engin ástæða til þess, að fara öðru vísi með þetta mál, en önnur, þau er löggjafarþingið ræður til lykta. Þess vegna verður einfaldur meiri hluti að ráða úrslitum þar, eins og í öðrum mólum. Og þest vegna eiga ekki aðrir atkvæði um það að greiða, en þeir er kosningar- rétt hafa til alþingis. Þyki mönnum ástæða til að tryggja það, að lítill meiri hlutinn ekki misbeiti valdi sínu, þá á að setja þar að lútandi ákvæði í stjórnarskrána. Og þyki mönnum kosningarrétturinn um of takmarkaður, þá er að reyna að víkka hann. En þangað til það verður gert, verða menn að sætta sig við hið gildandi íyrir- komulag, og það er ekki til annars, en að vekja glundroða, og tefja fyrir nauð- synlegum umbótum, að vera að víkja frá meginreglum þeim er stjórnarskipun vor er byggð á, í einstökum tilfellum. Og sannast að segja virðist mér, að það sé ekki nokkurt mál þar sem jafn ábyrgðarlítið sé að ló'ta litinn meiri hluta ráða úrslitum, sem einmitt þetta skilnaðar- mál, því að þjóðkirkjufyrirkomulag er ekkert annað en misbeiting þess meiri hluta, er til hennar telst, á valdi sínu Og jeg endurtek það sem jeg hefi áð- ur sagt, að fari slík atkvæðagreiðsla fram, þá á hún að fara fram eptir að þingið hefir sett lögin, en ekki á undan. Hvað „kirkjueignunum“ viðvíkur, þá hefir „ísafold“ látið sér nægja, að telja skoðanir mínar, um að þær ættu að fylgja ríkinu, þá er skilnaður væri gerður, rang- ar, án þess að færa nokkrar ástæður fyrir sínu máli, og þarf jeg því ékki að fara út í það atriði frekar að sinni, enda er jeg ekki í neinum vafa um, að þar hefi jeg á róttu að standa, og að löggjafar- valdið aldrei getur sinnt þeirri frekjulegu kröfu prestanna. „ísafold“ segir sór vera ókunnugt um ! skoðanir ráðgjafa á málinu, hann hafi ekk- ert um það uppi látið, en jeg fæ ekki betur sóð, en að þar sem neðri deild al- þingis samþykkti í vetur áskorun til stjórn- arincar um að undirbúa og leggja fyrir alþingi lög um aðskilnað rikis og kirkju, og ráðgjafi ekki andmælti þeirri tillögu, þá hljóti hann að vera skilnaðinum fylgj- andi. Hann getur þó ekki farið að leggja j fyrir þingíð frumvarp, sem ekki er í sam- j ræmi við skoðanir hans, og hann hefði j að sjálfsögðu getið þess, er ofangreind \ tillaga var til urnræðu, ef hann hefði ekki talið sig geta orðið við áskoruninni. L. Kvæði, sungin á Þjóðhátíð Reykvikinga 1. og 2, ágúst, Yið vig'slii sundskálans, eptir Guðmuud Magnússon. Lag: Sjá. hin ungborna tíö. Nú er hæli vort byggt, nú er hreystinni tryggt yfir höfuð sór þak gegnum æskunnar stríð. Það ber gullaldarbrag sem við gerum í dag, og vér gefum þér ávöxtinn, komandi tið. Það bar feðranna orð yfir stórhöf og storð, hversu strauminn þoir léku og hrimfallsins rót. Sérhver konungleg þraut lagði hióm þeim ábraut, jafnvel björnum á sundi þeir lögðust & mót’. Nú skal frægðaröld ný renna skini um ský, nú skal skuggunum hnekt voru dáðleysi frá. Hér ekal djarflega telft, hér skal atgervið eflt, hér skal ættlera-svipurinn skolast af hrá. Sjá, hér hýður hann hönd, leggur hand inn í strönd, þessi blikandi leikvöllur, kvikandi tær. Dröfn, þitt vinfengi’ er valt, fang þitt karl- mennsku-kalt, en þín kesknis-bros laða, svo eggjaudi skær. Þar sem fólkið er hraust, er það hugarvílslaust, þar á heimurinn gnægð, þar er hvervetna hyr. Því er búð þessi reist, þetta handalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Heill þér framgjarna sveit! Krýni frægðþenn- an reit, þar sem frumherja-vígið þú reisir á strönd. Marga hamingjuspá er i hylling að sjá, eins og heiðbjartan jökul við sædjúpsins rönd. Minni íslands, eptir Hannes S. Blöndal. Þú móðír kær, í minnisbókum þínum svo mörg og ítur Ijóma irægðar nöfn að stærri þjóðir ei í sögum sínum þau sýna mega fleiri, né þeim jöfn. Því enn þá heldur ægishjálmi Snorri, og enginn betur Lilju-skáldi kvað; hið skæra ljós frá söng og sagnlíst vorri nein singjörn hönd ei getur slokkið það. Enn er þín sama bjarta, heiða bráin, sem hláu lyptast himinskauti mót. Enn er hinn sama sona þinna þráin æ þig að hefja, mæra jökulsnót. Enn áttu, móðir, fræga’ og frjálsa niðja,, sem frama stærstan jafnan telja það til nýrra heilla’ og hags þór brautir ryðja en hopa ei, né bíða í sama stað. Hún móðir vor þarí margt að láta vinna, við margan óvin heyja þarf hún stríð. Með hryggð hún lítur sundrung niðja sinna, — hið sama böl, er spilti fyrri tíð. — Hver þjóð er sjúk, sem skortir andans eining,. hið innra strið er hennar refsi-hris. Nær spillir öllum sáttum sundurgreining um sérhvert mál, — já, þá er glötun vís. Ei fyr en sáttir saman getum barist vér Snælands-niðjar, miða fer úr stað. Þá fyrst er um það von að geta varist gegn voða bverjum, sem ber höndum að. Því strengjum heit á móður miunis-degi þann metnað sýna’ að standa hlið við_hlið og þoka hverjum vanda’ úr hennar vegi, og veita’ ei hverir öðrum sár, en lið. Mtnni ísl. erlendis. eptir Guðmund Magnússon. Lag: Stíg lieilum fœti á lielgan völl.) Nú liður yfir lönd og haf vort ljóð um heimsins hungu alla, og leitar handan hafs og íjalla að hræðrum þeim, sem guð oss gaf. Yér þekkjum augun, ef vér sjáum þar endirskin af fjöllum þláum með fossa glit og fanna ljóm. Það hlustar sérhvert hjarta við — Því hvaða mál, sem tungan reynir, sér íslenzk hugsun undir leynir og heldur insta eldi við. Þar felast vorar frægu sögur, þar finnast vorar léttu bögur, þar ómar gigjan: „G-uð vors lands“. Þið gestir út um allan heim, við ykkar nálægð jafnan finnum, og yfir vorum mætu mirnum þið eruð með — þið unnið þeim. Og þegar ísland yfir höfin við elding lætur skína tröfin, þ& svipast geislinn ykkur að. Guð fylgi ykkur strönd af strönd. Vér stráum kveðjum yfir sæinu °g leggjum íslenzk ljóð í blæinn, sem ber þau yfir ykkar lönd. Og íslands heill og íslands gengi, sé ykkar fylgja vel og lengi, og vísi ykkur veginn heim. Minni Reykjavikur, eptir Guðm. Magnússon. Hér stóð uppbaf okkar sögu, Ingólfs böfuðból; fáar hendur fyrst. hér reistu frónskan veldisstól. Einn hann tók við entran deildi, allt var landið hans. Gjöful hönd með gestum skipti gæðum þessa lands. Allt það hvarf — og ei skal rekja alda myrkra spor. Þá er opt sem ætti að gleymast æðsta minning vor. Loksyvar eins og einhver vera, ókend, vizkurík, henti vorum blindu völdum beint á’ReykjavÍK. Vöxtur hennar heill og gengi, hefir morgunhrag. Þá var eins og ísland húist undir hetri dag,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.