Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Qupperneq 1
Verð árgangxins (minnst
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku ioll.: 1.50.
Bargist fyrir júnimán-
aðarlok.
TtJTTUeASTI Oö ÞEISJI ÁK&ANGUK
,|= RITSTJOKI: SKtJLI THORODDSEN. =la—
( Uppstign skrifleg ögilcl
i nema komió si til útgef-
j anda fyrir 30. dag júní-
j mánadar, og kaupandi
I samhliða uppsögninni
I borgi skuld sína fyrir
blaðíð.
M 50.-51.
Kjsykjavík, 18. nÓv.
IJtlönd.
Helztu tiðindin, er borizt hafa frá át-
löndum, eru:
Danmörk. Ráðan eytið Zahle, sem ný-
lega hefir tekið við stjórnartaumunum,
ræður að eins fimmtung atkvæða í fólks-
þÍDgÍDU, eða þar um, og hefir ekkert ráða-
neyti verið þar svo fáliðað, síðan i tið
hægri ráðaneytanna. —
VaDtraustsyfirlýsingin, er olli ráða-
neytisskiptunuro, var samþykkt með til-
styrk jafnaðarmanna, og sex úr flokki
hægrimanna, en fráleitt getur ráðaneytið
vænt neins stuðnings frá hægrimönnum,
enda mun eigi þrá það, og að því er kem-
ur til jafnaðarmanna, ganga þeir óefað
sínar götur í ýmsum málum.
Yfirleitt hefir Dönum um hríð eigi
orðið haldsamt á ráðherrum, þar sem
Zahle-ráðaneytið er fimmta ráðaneytið,
sem sezt hefir á laggirnar, eíðan í okt.
1908.
f Dáinn er ný skeð prófessor Seide-
lin, fæddur 1833, er lengi hefir verið
kennari við fjöllistaskólann í Kaupmanna-
höfn.
Uppskera hfefir í haust orðið í lakara
lagi í Danmörku, einkum á .Tótlandi, og
valda þvi illviðri um uppskerutímann.
Eldsvoði varð ný skeð í Árósum á
Jótlandi, og varð skaðinn nær 200 þús.
króna. — Dað var „letigarðurinn“ — hæli
fyrir atvinnulausa ónytjunga —, er þar
brann o. fl.
Á öndverðu þingi i haust báru frjáls-
lyndir vinstrimenn fram breytinguágrund-
vallarlögunum, og fara breytingar þessar
í þá átt, að gera kosningarrétt og kjör-
gengi rýmra, en nú er, nema úr lögum
konungskosnÍDgar, og að lögleiða ákvæði
þess efnis, að lög er þingið samþykkir,
önnur en þau, er að fjérmálum lútaaðal-
lega, skuii borin undir atkvæði þjóðar-
inDar, ef BO þús. kjósenda óska þess. —
En enda þótt þingflokkur þessi sé nú
tekinn við völdunum, þá er það næsta
hæpið, nð hann fái nefndri grundvalla-
lagabreytmgu íram gegnt.
Líklegt er, að stjórnin láti og skjóta
Albertí-málinu fyrir ríkisrétt, og þá um
leið skera úr, hvort fráförnu ráðherrarnir
Christemen og Berg séu vítalausir, hvað
það mái snertir. — RannsóknuDum í Al-
bertí-málinu, sem nú hafa staðið í meira
en ár, var eigi lokið, er siðast fréttist.
Mælt er, að sýningin, sem haldin var '
í sumar í Árósum, hafi, þrátt fyrir rnikla
aðsókn, eigi svarað kostnaði, og verði bæj-
arfélagið því að hlaupa þar undir bagga
að einhverju leyti.
Forseta skipti urðu í landsþinginu í
byrjun þings, og heitir sá Sonne, maður
um fimmtugt, sem nú er formaður þess.
í hæztarétti eru og orðin formanns-
skipti, Nyholm farinn frá, eptir 28 ára
þjónustu, og dr. jur. Niels Lassen tekinn
við. — — —
Noregur. Þingkosningar stóðu þar
yfir, er siðast fréttist, en þó eigi um garð
gengnar. — Þar hafa konur kosningarrétt
og kjörgengi, og tóku öflugan þátt í
kosnÍDgunum, en þó eigi talið líklegt, að
þær kæmu neinum á þing úr sínum hóp
að þ»ssu sinni.
Ágreiningur hefir verið milli Svia og
Norðmanna, að því er snertir fiskimiðið
„Grisbáderne“, og var ágreiningsmélið að
lokum lagt undir úrskurð gjörðardóms-
ins í Haag, og urðu þar þau úrslit máls-
ins, að Svíum var dæmt fiskimiðið. —
Svíþjóð. 17. okt. síðastl. varð upp-
þot á strætum i Stokkhóimi, ráðið á spor-
vagna, og brotnar í þeim rúður o. fl. —
Lögregiuliði tókst þó oð lokum, að gera
hlé á óganginum, svo að minna varð úr,
en á hort'ðist.
Hæztiréttur Svía dæmdi prófessor Knút
Wicksell nýlega i tveggja mánaða fang-
elsi, með því að hann hafði farið ýmsum
óvirðulegum orðum um Marm mey.
Atvinnulausir menn í Svíþjóð ráðgera
um þessar mundir, að ieita ser bóífestu
í Brazilíu, en áður hafa vesturfarar úr
Sviþjóð mestmegnis sezt að í Canada, eða
í Bandaríkjunum.
Miklu umtali hefir það valdið í Svi-
þjóð, og viðar, að tveim mönnum, öðr-
um í Stokkhólmi en hinum í Grautaborg
hafa verið sendar vitisvélar, og særðist
annar þeirra, og þó eigi að mun. — —
Bretland. Þar var enn rimma milli
Deðri og efri málstofunnar, út af fjárlög-
unum, er mæit, að Játvarður konungur
reyni á ýmsar lundir, að jafna það mis-
klíðarefni.
Á hÍDD bóginn hélt Lloyd Qeorgc, fjár-
máiaráðherra, Dýlega ræðu í Newcastle,
sem var afar-harðorð í garð lávarðanna,
og ógnaði jafn vel með byltiugu, ef efri
málstofan leyfði sér, að traðka rétti þeim
er neðri málstofunni bæri til þess, að ráða
ein aðal-stefnunni í fjármáiunum.
Mun Asquith, forsætisráðherra, hafa
þótt nóg um ræðu þessa, svo að haft er
jafn vel á orði, að fjármálaráðherrann
muni vikja úr ráðaneytinu.
Blaðið „Times“ flutti nýskeð grein
þes« efnis, að ef iávarðadeildin felldi fjár-
lögin, mundi stjórnin leggja frumvarp
fyrir þingið, er heimili stjórninni, aö bera
ágreinÍDgsmálið undir atkvæði þjóðarinn-
ar, án þess að rjúfa þingið.
Hver úrsiitin verða, það er enn eigi
1909.
auðið að segja; en svo er að sjá, sem
ýmsir þingmanna teiji þó líklegra, að þing
verði rofið, þar sem Redmond, einn af
heiztu þingmönnum íra, hefir ný skeð
skorað á Irlendinga í Arneríku, að styrkja
Ira með fjárframiögum, til þess að stand-
ast kostnað við væntanlegar þingkosn-
ingar. — Telur hann írska sjálfstjórnar-
flokkinn munu styðja stjórnina að mál-
um gegn efri málstofunni, þar sem hann
telji ejáifstjórnarmáli íra vel borgið, ef
neikvæðisvald efri ruálstofunnar verði úr
lögum numið.
Bretar telja nú sæmd sína i veði,
margir hverir, verði þeir eigi fvrstir
manna, til þess að komast til suðurpóls-
ins. — I ráði er því, að ef'nt verði til
tveggja suðurfara í greindu ekyni, og
stýrir Schackleton, liðsforÍDgi, annnari, en
Scott, kapteinn, hinni. — — —
Frakkland. Mjög er kleikastéttin þar
óánægð, að því er fyrirkomulag alþýðu-
skólanna þar í landi snertir, og því búist
við, að þeir reyni að hefja baráttu, til
þess að ná kennslunni í sínar hendur.
Frakkar verja árlega um 280 millj.
króna til kennslumálanna, og er þó talið
að alþýðufræðsla sé þar enn hvergi nærri
í því horfi, sem æskilegt væri. — Að
klerkar fái að nýju að taka kennsluna að
sér, kemur þó fráleitt til Deinna mála;
en á hinn bóginn getur óánægja klerka-
stéttarinnar orðið til þess, að kennslumál-
um verði þó þokað í betra horf, en nú er.
■ Svissaraland, Þar er nýlega látinn
i Karl Hitty, háskólakennari i Bem, 77 ára
að aldri. — Hefir hann ritað ýmislegt, er
þjóða-réttinn snertir, og var viðriðinn
þjóða-dóminn í Haag. — — —
Spánn. Afar- mikil óánægja hefir risið
út af lifláti spanska alþýðufræðslu-frum-
uðarins Ferrer’s, sem talið er, að líflátinn
hafi verið, þótt saklaus væri. — Hano
var Hflátinn snemma morguns, eptir að
líflátsdómurinn hafði verið kveðinn upp
kvöldinu fyrir, og hafði herdómurinn, er
dæmdi, neitað, að hlýða á framburð vitna
er honum voru í vil. - Eigna menn að-
farir þessar ofstæki kaþólsku prestastétt-
arinnar á Spáni, er féll ílla afskipti hans
af alþýðufræðslumálum. — En Alfonso
konungur syn jaði umsókn dóttur Ferrer’s
að því er náðun suerti, og er honum all-
víða virt það mjög til ámælis.
I ýmsum stórborgum álfu vorrar, hefir
þetta valdið talsverðum upphlaupum á
strætum, og klerkastétt, og sendiherrum
Spánverja, jafnvel verið gerður aðsúgur
á stöku stöðum. —
Nýlega fórust D’Amade hershöfðingja
orð víð blaðamann á þá leið, að Spánverj-
ar hefðu fyrir löngu getað sigrað Kabyla-