Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Síða 3
XXIII., 50,—51.
.Þjóðviljinn
199
ræðu borið það á íslenzka sjálfstæðisflokk-
inn, að hann stefni að skilnaði. — Hann
fann og að skipun viðskiptaráðanautsins,
cg krafðist þess, að Danastjórn tæki í
taumana. — Yildi og, að Záhle, forsæt-
isráðherra, léti sem fyrst taka sambands-
málið til umræðu.
Trá Noregi.
Þingkosningarnar hafa farið svo, að
norska stjórnin hefir beðið lægri hluta,
og því beðizt lausnar.
Brezku fjérlögin.
Fullyrt, að lávarðadeildin muni fella
flárlagafrumvarpið.
Kaupmannahöfn 11. nóv. 1909.
Enn um sambandsmálið.
Zahle, forsætisráðherra, gat þess í þing-
ræðu, að hann væri hálf-ókunnugur samn-
inga-umleitunum af íslands hálfu, að því
er til sarobandsmálsins kemur, enda ráð-
stefnur um það óhaldnar enn. — Kvaðzt
vona, að allir flokkar í danska þinginu
fylgist órjúfanlega að málum gagnvart
íslandi.
Scaveníus, utanríbisráðherra, ætlar að
freista samninga við ráðherra Islands, að
>því er til viðskiptaráðanautsins kemur.
Nýjar bœkur.
—o—
‘■stu.rlimgfa, saga. — Búið hef-
ir til prentunar Björn Bjarnason, dr. phil.
— Annað bindi. — Bvík 1909. — 878
bls. 8—. — Kostnaðarmaður: Sigurður Krist-
jánsson.
Öllum, er kynnast vilja sögu þjóðar
vorrar, er nauðsynlegt, að lesa Sturlungu,
þessa hroðalegu sögu, er gerðiet á verstu
óeyrða- sundrungar- og ógæfu-öldum ís-
lenzku þjóðarinnar, og því er það mjög
mikilsvert, að Sturlunga er nú gefin út
að nýju, þar sem fyrri útgáfaa var orðin
í mjög fárra höndum.
Hér þýðir eigi að fara mörgum orð-
ura um Sturiungu; efnið etórfengilegt, en
frásögnin þó mjög á sundrungu, viðburð-
irnir margir, og sumir hryllilega níð-
ingslegir
Verð þessa annars bindis er 1 kr. 80
a., og er það afar-lágt, eins og verðið á
íslendinga sögum, er Sig. bóksali Krist-
jánsson hefir gefið út, hefir verið.
.lóhann Gr. Sigurðsson.—
Kvæði og sögur. — Búið hefir til prent-
unar Ben. Bjarnarson —Rvík 232 bls, 8—.
Fremst í bók þessari er rnynd Jóhanns
O. Sigurðssonar sáluga, og æfisaga hans,
skráð af þeim, er séð hefir um útgáfuna.
Jóhann O. Sigurðsson sálugi var fædd-
ur í Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi 2.
febr. 1882. — Foreldrar hans voru: Sig-
urður bóndi Sigurðsson (f í júni 1897), og
kona hans, Ouðriður Jónasardóttir, og varð
Jöhann stúdent 30. júní 1904. — Hann
var mjög heilsutæpur síðasta ár sitt í
skóla, og jafnan síðan, og andaðist 20.
maí 1906, eptir frekra 7 mánaða sjúk-
dómslegu.
Þegar litið er á kvæðin (bls. 27—145),
sést, að það er eigi all-lítið að vöxtunum,
sem eptir Jóhann heitinn Ounnar liggur,
jafn ungan mann.
Yms af Ijóðum hans hafa áour birztí
„Sumargjöf", og í ýmsum blöðum, og
eru því nokkuð kunn almenningi. — Tölu-
verður sorgar- eða raunablær er á sum-
unft kvæðanna, og valda þvi æfikjör
skáldsins.
Yfirleitt eru kvæðin flest snotur, og
má þó geta nærri, að skáldskapargáfa
höfundarins, jafn ungs manns, hefir að
eins verið þroskuð að nokkru, og á það
því sennilega fyrir sér, að þroskast til fulls
hinu megin grafarinnar, einhvorsstaðar
í ethergeimunum, sem ósýnilegir erudauð-
legra manna augum.
Sem sýnishorn kveðskapar höfundar-
ins, birtum vér hér kvæðið: „Kvöldbæn“,
sem er svo látandi:
„Gyðja sælla drauma
gættu’ að barni þínu,
lokaðu andvaka
auganu minu.
Bía þú og bia,
unz barnið þitt sefur;
þú ein átt faðm þann,
sem friðsælu gefur.
Þú ert svo blíð og mjúkhent,
og inndælt að dreyma!
Svo er líká ýmislegt,
sem eg vil gleymau.
Enn fremur birtum vér hór kvæðið:
„Æfisaga", er lýsir æsku-draumum höf-
undarins, og er það svo hljóðandi:
31
„Hvað?“ mælti Schatherton, með þrumandi röddu.
Gætið að yður! Burt héðan tafarlaust!“
„Nei, djöfull! Þér hafið stolið þessum dýrgrip, þó
að þór vissuð, hve mikils heilum þjóðflokki þótti um hann
vert, og þó að hvarf hans gæti valdið mestu örvæntingu,
og bakað hundruðum manna líftjón.
„Út með yður!“ mælti Sehatherton, sem orðinn var
hamslaus af bræði. „Þór hafið komizt upp á milli mín
og stúlku þeirrar, sem eg elska, og bætið nú þessu við!
Þó að gimsteinn þessi verði þess valdur, að milljónir
Persa sviptist lífi, þá varðar yður ekkert um það“.
Báðir stóðu með knýtta hnefa, og störðu hvor á
annan
T-ward stóð miðja vegu milli Schatherton’s og gim-
steinsins, og Schathert.on var líkastur óarga dýri, reiðu-
búinn, til að hlaupa á mótstöðumann sinn, með því að
dýrseðiið brauzt út í öllu sínu æði.
„Dirfist eigi að nefnast nafn hennar!“ mælti Teward
„djöfullinn yður! Þér hafið eigi boðið henni ást yðar,
heldur móðgað hana! En nú fer eg, og tek gimsteininn
með mér!“
Að svo mæltu gekk hann þangað, sem gimsteinninn
var, og teygði upp höndina.
„Nem staðar, heimskingi!“ æpti Schatherton. „Ef
þér snertið hann, þá er yður dauðinn vis!“
„Imyndið þér yður, að eg hirði um hjátrúna í yður?“
Hann þreif nú í gimsteininn, en Schatherton spratt
jafn harðan fram og þreif í öxlina á honum.
„Snertið hann ekki!“ mælti hann og hratt honum.
En þetta var um seinan, því að hann hafði þegar
irifið í steininn, og kalkið var byrjað að hrynja úr loptinu.
20
djöfullegum útbúningi — sat, og var að hugsa um UDga
stúlku sem hann hafði séð fyrir þrem dögum.
Hann hafði aldrei séð hana fyr, en síðan hann sá
hana, var mynd og rödd hennar sífellt í huga honum.
Sifcllt stóð hún honum lifandi fyrir hugskotssjónum
og einatt var hann gramur yfir því við sjálfan sig, að
hann gat ekki bundið hugann við neitt annað.
Hann bölvaði sjálfum sór fyrir það, að hann, sem
orðinn var svo gamall, skyldi láta eins og ástfanginn
strákur, og til þess að reka þessa hugsun frá sér, "hafði
hann kveikt í pípunni sinni, og tyllt sér í stólinn, sem
hann sat í.
Honum gekk þetta þó eigi betur en svo, að hann
veitti þv{ alls enga eptirtekt, að þjónn hans hafði fkom-
ið inn í herbergið, og beið þess að húebóndi hans segði
honum, hvað hann ætti að starfa.
En nú teygði Schatherton skyndilega úr sérístóln-
um. — Honum hafði heyrzt hann hevra hláturinD í henni
og hann þorði að bölva sér upp á, að hann hefði fundið
höndina á henni koma við handlegginn á sér, alveg eins
og þegar hann leiddi hana i danssalnum fyrir þrem dögum.
Hann þóttist finna þetta svo glöggt, að honum brá
eigi all-lítið í brún, er honum varð litið upp, og sá ekki
aðra í herberginu, en þjón sinn, og sjálfan sig.
AU-gramur sneri hann sér nú að þjóninum, og mælti:
„Hvað er þór á höndum, Johnson?"
„Maðurinn frá Oolt’s er kominn, viðvíkjandi skamm-
byssunni“, svaraði þjónnínn.
„Láttu hann fara inn i dagstofuna, og farðu þang-
að með skammbyssuna“.
Þjónninn jankaði, og gekk út.