Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Síða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.11.1909, Síða 7
XXIII, 50.-61. Þjóðyxi-.tinn 203 Pétursson, 59 ára að aldri. — Hann lá að eins tvo daga, áður en hann andaðist, Og hafði búið á Seljanesi allan einn bú- skap. Magnús heitinn „bætti jörð sína, og prýddi, eins og efnin leyfðu“ — segir í brófi til ritstjóra blaðs þessa —, „og var myndar- og sæmdarmaður í hvivetna, orðheldinn, og áreiðaníegur í viðskiptum, og er því sárt saknað af öllum, sem hann þekktu1*. Hann v&r kvæntur Önnu Þorkelsdóttur frá Ofeigsfirði, og eignuðust þau hjónin eina dóttur, sern dáin er fyrir mörgum árum. — Þrjú fósturbörn óln þau og upp, og önnuðust að öllu, sem þeirra eigin börn væru. — 22. sept. þ. á. andaðist að Mouse River í Norður Anieríku húsfrú lngibjörg Jóns- döttir, ættuð úr ítangárvallasýslu. — For- eldrar hennar voru: Jón Sigurðsson á Syðstu-Mörk, og kona hans, Ingibjörg Sig- urðardóttir. — Fluttist hún til Yestur- heims árið 1897, og giptist þar 1899 ept- irlifandi manni sínutn Frímanni Hannes- syni, og hafa þau búið að Mouse River, og eiga tvær dætur á lífi. — REYKJAVÍK 13. nór. ISiOS). Tíðarfar stillt síðastl. yiku, og frost töluverð, en fannkoma eigi að mun. Áf síld hefir aflazt talsvert hór á höfninni, og inni í sundnnum sem svo eru nefnd, eink- um fyrir Kleppslandareign. Hafa stöku bátar jafnvel aflað 8—10 tn. daglega i lagnet. f 16. f. m. andaðist Magnns Pálsson, hús- > maður hér í kaupstaðnum. — Hafði áður stund- j að sjómennsku á fiskiskipum, ten var blindur, j og farinn að heitsu, nokkur síðustu árin. Hann lœtur eptir sig ekkju, Kannveigu Brynj- ólfsdóttur að nafni, og áttu þau hjónin 4 börn á lífi. Tjörnin hér í Reykjavík er al-lögð fyrir nokkru, og hefir unga fólkið hagnýtt sér það rækiiega, og opt verið þar margt á skautum.: Aðal-fund hélt skautafélag kaupstaðarins 28. f. m., og er tala fálagsmanna nú um þrjú hundruð. Samsæti var Ólafi verzlunarstjóra Ámunda- syni, og frú hans, haldið hér í kaupstaðnum 1. þ. m. — Flytja þau hjónin til Hafnarfjarðar, og tekur Ólafur við forstöðu Brydes-verzlunar þar. I Strandbáturinn „Hólar“ kom hingað úr sið- ustu strandferð sinni 1. þ. m., og lagði af stað til útlanda 4.[þ.J,m. Mrðal farþegja, er komu með „Hólum“, voru konsúlarnir Gísli Johnsen|úr Yestmannaeyjum og Kr. Ó. Þorgrímsson, Gunnar alþm, Ólafsson, fyr vei zlunarstjóri i Vík o. fl. Leikfólag Reykjavíkur byrjar sjónleika sína laust fyrir miðjar þ. m, „John Glydes Honour“ er [nafnið á fyrsta leikritinu, sem sýnt verður. Páll sagnfræðingur Melsted,§ og frú hans, Thora Melsted, minnast gullbrúðkaups sinz 1S. þ. m., með því að þá eru liðin fimmtíu ár, síð- an þau giptust. Sarna dagj? verður Páli Melsted 97 ára að aldri. NáuiSmeyjar á kvennaskölanum hér i Reykja* vík eru alls 97 að tölu. Tala nemenda í iðnskólanum hér í kaupstaðn- um er alls fimmtiu. Á Hafnarfirði hefir að undan förnu verið nokkur síldar-afli. „Vesta“ kom frá Vestfjörðum; og Breiðaflóa, 10. þ. m., og bafði haft 8 daga viðdvöl i Stykkis hólmi, beðið komu „Skálholts11 þar, til þess að ]osa það við nokkuð af farminum, áður en það hélt inn á Hvammsfjörð, svo það gæti tekið þar þann varning, sem ætlað var. Meðal farþegja, er bingað komu með skipinu voru: Ármann verzlunarstjóri Bjarnarson á Sandi, læknisfrú Arndís Jónsdóttir í Stykkishólmi, verzlunarmaður Carl Proppé á Þingeyri, kaup- mennirnir P. Oddson í Bolungarvik. og Rioh; Riis á Borðeyri, báðir á leið tii útianda. — Enn fremur Samson Eyjólfsson, Torfi Guðmunds- son í Ófeigsfirði. og Þórður bóndi Jónsson á Laugabóli í Norður-ísafjarðarsýslu, „Vesta“ lagði af stað héðanjj tit útlanda að kvöldi 10. þ. m. „Laura“ kom frá útlöndum að kvöldi 1C. þ. m. og leggur af stað héðan, vestur og norður um land, til útlanda 15. þ. m. „Sterling11 kom frá útlöndum 11. þ. m. — Meðal farþegja var dr. phil. Ólafur Dan. Daní- elsson pjgT Auglýeingum, sem birtast eiga í „Þjóðv.“, má daglega skila á skrifstofu blaðsins í Yonarstræti nr. 12, Reykjavík. 27 nú væri eigi vatn eptir, nema til þriggja daga í mesta lagi, með því að tveir dagar væru liðnir síðan þeir hefðu farið fram hjá síðustu uppsprettulindinni. Hann lét þá fimm af burðarmönnunum snúa við, °g lét þá hafa svo lítið af vatni, að þeir kváðust ómögu- lega geta látið sér nægja það, ucz þeir kæmu að næstu uppsprettulind. Schatherton tók þá upp skammbyssu, og neyddi, þá til að hlýða, en hélt sjálfur éfram ferðinn, og náði tak- markinu. Á heimleiðinni, hér um bil fimm mílur frá fyrstu uppsprettulindinni, rákust þeir á skinin beinjlfimro manna — burðti rnannanna, er við höfðu snúið. Þetta var nú maðurinn, sem hafði ásett sér að ganga að eiga Alice Magor. Aldrei hafði nein þrá verið ríkari í huga hon- um. en að fá hennar. Kvöldið eptir það, er hann var kominn aptur til Lundúnaborgar, sat hann í einu herbergi sínu, og voru gluggatjöld fyrir gluggunum, enda leiðinda-veður úti. Ljós var eigi i herberginu, nema tvö kertaljós er stóðu á skrifborðinu, sem hann var nýlega staðinn upp frá. Um leið og hann stóð upp, leit hann á gimstein- inn sero hékk á veggnum. Síðan leit hann á úrið, tók bjölluna, og hringdi. Rétt á eptir kom þjóninn inn. „Ef hr. Teward kemur, vísið honum þá hingað innu. mælti Schatherton. Donald Teward hafði heyrt getið um gimsteininn, og beðið Scbatterton að sýna sér hann, með því að hann taldi sig L fa talsvert vit á gimsteinum, og með því að hann 24 til þe9s, að Ó9ka þess, að þér mættuð ala allan yðar ald- ur í þessu himneska landi?“ „Ekki, nema —mælti hann, og þagnaði síðan. „Nema hvað?u mælti hún, sneri sér við, og leit á hann. — En þegar hún sá framan í hann, iðraði hana spurningar sinnar, því hún sá hvað á ferðinni myndi vera. „Nema eg geti verið hjá yður“, mælti hann, með ákefð. „Og þó kysi eg þá heldur, að við værum í eyði- mörku, bví að eg ann yður svo heitt, að eg vildi helzt taka yður þangað, sem við værum aleinu. „Nei, hlustið nú á migu, mælti hann enn fremur, er hann sá, að hún bjóst til að svara, „því að eg hefi e'.skað yður, og óskað, að þér yrðuð konan mín, síðan eg sá yður í fyrsta skipti, — elskað yður heitar en nokkur maður hefir nokkru sinni elskað nokkra stúlku svo að án yðar væri mér lífið ómögulegtu. Hann þagnaði. Húu varð alveg forviða á ákefðinni er lýsti sér í orðum hans. „Það er til einskis!u svaraði hún. „Til einskis!“ kallaði hann. „Einu sinni — “ Meira sagði hann eigi, en beit saman vörunum, og sneri sér undan, all-skuggalegur. Unga stúlkan starði út á vatnið, brædd, og föl í andliti. — Hún var hrædd við þenna mann, er hafði svo ákafar geðshræringar. Henni þótti þetta leiðinlegt, en sá að ekki var til neins, að koma með afsakanir, eða vingjarnleg orð. Nú var henni orðið það Ijóst, að það var frændi hennar. sem hún hafði ást á.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.