Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1910, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1910, Blaðsíða 7
ÞjÓBVIUiN ' . 19 XXIV., 4.-5. Dokkur síðustu ár æSrmar rak lyfjaverzl- uu á eigin kostnað. Lárus heitinn var bróðir Sigfúsar Arnasonar, er um eitt skeið var þing- maður Vestmannaeyinga, og nú dvelur í Ameríku, og kaupmannanna Ei.iars og Jóns Arnasona hér í bæ. 15. okt síðastl. andaðist í Minneota i Bandaríkjunum Quðni Stefán Sigurðsson fæddur að Ljósavatni í Suður-Þingeyjar- sýslu 7. ág. 1848 Foreldrar hans vöru: Sigurður bóndi öuðnason á Ljósavatni, og Björg llall- dórsdóttir, kona hans — A gamla-árs- daginn 1875 kvæntist hann eptir lif- andi ekkju sinni, Sigríði Jóakimsdóttur frá Tjörnesi, og hafði tveim árum áður flutt til Vesturheims. Guðoi Stefán var lengstum við verzl- unarstörf riðinn, og telur „Sameiningin“ hann í tölu helztu landnámsmanna meðal Islendinga, er vestur hafi flutt Enn er rosknu fólki A Alptanesi, að vonum minnisstæður hinn hörmulegi mannskaði nóttina milli 7. og 8. janúar 1884, er teinæringurinn frá Hliði á Alptanesi týndist með öllum mönnum er á voru. Voru það yfirleitt atgeríismenn á hezta skeiði, og týndust þar, upprennandi út- vegsbændur á Alptanesi og hinir röskustu for- menn þeirra sjálfrar sveitar- A aldursfjórðungi þeim, er síðan or liðinn, hefur það hyggðarlag átt á hak að sjá tiitölulega raörgum hinum nýtustu mönnum, merkis og ^ugnaðarbændum, er voru sveitinni styrkar stoðir. Minning þeirra, hvort sem þeir fóru lífs eða liðnir, er geymd i heiðri og þökk, en sárt er missisins að minnast. Enginn þessara merkisbænda verður hér nafngreindur noma sá, er síðastur er látinn: Sigurður Jónsson. er andaðist 21. apríl síðastl. (1909) á heimili sínu, að Deildarkoti á Alpta- nesi. Hann var fæddur IJ.nóv. 1859. l'oreldrar hans voru: Jón Jónsson 02 Guðfinna Sigurðardóttir, merkishjón, er bjuggu langan aldur á Deild og lifðu þar gullbrúðkaup sitt; nú er hann látinn fyrir 5 árum, en hún er enn á lífi. — Sigurður sál. lrvongaðist 31. okt.1884, ungfrú Kristbjörgu j Gottsveinsdóttur, þeirn varð 8 barna auðið, hún ( lifir mann sinn ásamt 5 dætrum þeirra, og held- ; ur áfram búi hans. Sigurður reisti bú á tiokkrum hluta afjörð- ' inni Deild og bjó þar til dauðadags, fyrst reisti hann sér þar sæmilegan bæ, síðan snoturt i- húðarhús úr timbri. Hann var iðjnmaður svo mikill, að svo mátti að orði kveða, að félli ekki verk úr hendi, og atorkumaður mikill bæði til lands og sjávar. Hann þótti góður formaður, var ötull sjósóknari og aflasæll, eltki siður var hann ötull við jarðyrkju í landi og sætti það furðu j hve miklu hann með eigin höndum fékk af- j kastað í þeirri grein. Það er eigi ofmælt, að j hanti hætti býli sitt manna mest og ræktaði það I manna bezt, og hóf það úr röð smábýla til vegs og gerði að álitlegum bústað. — Með arð af sjó og landi kunni hann manna best að fara: bún- aðist honum ávalt prýðisvel, þrátt fyrir all- mikla ómegð og misbrestasamt árferði á búskap- artíð hans. Heimili hans var jafnan gott heim- ili og prýðilegt, og heimilslíf hans ánæajulegt og farsælt; enda voru hjónin samhent um að upp- byggja það á allan hátt og veita börnunum gott uppeldi. Eru slíkir húsfeður i sannleika nýtir menn og miklir í verki sinnar köllunar, og góð- ir synir fósturjarðarinnar. ‘ Dmhyggja hans fyrir heimilinu var frábær, og sjálfsagt hefði hann helzt kosið, að veria öll- um stundum og öllum áhuga sínum öskiftum í þarfir þess, en vera laus allra opinbera mála og starfa. En eins og nærri má geta komst jafn i I | í I hygginn, greindur og virðingarverður tnaður eigi undan slíkum störfura. — Atti hann þvíað jafn- aði sæti ýmist í hreppsnefnd, skólanefnd oða sóknarnefnd, og stundum í þessum nofndum samtímis. í nefndum þessum starfaði liann með fagurlega, sameinaðri glaðværð og alvöru, kappi og gætni, lipurð og stefnufestu, og lagði gott og viturlega til mála. Þegar slíkir mcnn látast um aldur fram, er að þeim mikill mannskaði. Svo er og um Sig- urð heitinn, nð þótt heimilið sakni hnns sárast, er byggðarlagi hans öllu að honum tilfinnanleg- ur missir og sár eptirsjá. Missinn getur enginu bætt, en til góðs má verða að minningin sé glædd og geymd, og með það fyrir augum oru minningarorð þessi ritup. X. REYKJAVÍK 31 jau. 1910. All-þyklt snjóbreiða á jörðu, og kafaldsfjúk öðru bvoru, en hægt veður all-optast, og fremur væg frost. 20. þ. m. kom gufuskipið „ísafold“ vestan af ísafiiði. — Með skipinu komu: Guðm. skáld Guðmundsson, og frú* hans, og Kristinn yfir- fiskimatsmaður Magnússon. Kefnd befur skipazt, til að gangast fyrir sam- skotum handa þeim, er tjón biðu við húshrun- ana liér í bænum aðfaranóttína 22. þ. m. í nefnd þessari eru: ráðherrafrú Elízahet Sveins- dóttir, landshöfðingjafrú Elin Stephensen, frú Kristín Jakohsson (kona, latidshókavarðai ins), frú Sigríður Hjaltadóttir (kona Jóns yfirdómara Jens- sonar) og bæjarfógetafrú Þóra Magnússon. Sótara í vestur-bænum hefur bæjarstjórn skip- að Sæmund Einarsson i Vesturgötu nr. 24. og er honum veitt starfið frá 1. marz þ. á. korriuð hér í fyrsta skipti. Vér sátum í sama herberginu sem þá. Allt í einu byrjaði hljóðskraf, með því að einhver þóttist hafa séð son lávarðarins í fordyrinu. Alla setti nú hljóða, með því að mér vorum i eng- Um vafa um það, að á næsta kl tímum yrði telft um iífsgleði lávarðarÍDS, og um framtíð ættar hans. Fregnin um það, að Robert Aberdeen væri kominn reyndist sönn. Tb þess að koma sín vekti eigi eptirtekt, hafði hanD farið úr vagninum kippkorn frá höllinni, og komið fót- gancflndi, þrátt fyrir kafaldshriðina“. Wili Sídeler mælti síðaD, í lægri róm, eins og hann væri hræddur um, að einhver heyrði til sín. “Forvitnin var nú mikil hjó öllum. — Jeg hafði Vænzt þess, flð lavarðurinn gerði mér þá eða þegar vís- bendingu utn komu sonar síns, og því þótti mér í 11 s viti er það brást. Loks gerði þó lávarðurÍDn boð um það, að leggja a borð fyrir son sinn, og að búa uin rúm handa honum. Robert hafði hitt föður sinn í bókasafnsherberginu, °g furðeði mig á því, er eg kom þangað, að hitta hann Þar einan. Hann gekk hratt f'ram og aptur i herberginu, og svaraði engu orði, er eg kastaði ó hann kveðju. Þótfist eg DÚ skilja, að sættir hefðu eigi koniizt á ',lpð þeipr, feðgunum, og kom mér það til þess, að gera Pað. sem eg PJIa hefði eigi leyft mér. Jeg íómaði upp höndunum, og sárbændi hann um ar annast við ílla breytni sína, og að gjörbreyta lifn- aðarhattum sinum 34 látur, og óreglusamar. — Þetta er oss ef til vill öllum að kenDa — ekki að eins Francis lávarði, heldur og mér líka. — Hann var einka-sonur lávarðarins, og unnum vór horium allir, eins og eðlilegt var. Harm var glaðlyndur, og fríður sýnUm, og strákapör hans skoðuðum vórþáaðeins sem bernsku- brek“ EÍDbvern tirna hljótið þið þó að hafa rekið ykkur á hvers eðlis lundarfar hans var í raun og veru“, mælti ungi mólfærslumaðurinn. „Hár-rétt!“ svaraði Sídeler „Francis lávarður kom honum í háskólann í Elton, til þess að hann gæti aflað sér þar þeirrar þekkingar, sem stöðu bans, og framtíð, satridi. Þar brauzt óhemjuskapurinn út. Að líkindum befir hann rekist þar á sína lika, er haft hafa skaðleg áhri‘" á hann. Að lokum var hann rekinn úr skólanum með háð ung 02 smán. Auk annars var hanD orðinn þar svo stórskuldugur að Francis lávarði veitti full örðugt, að varna því, að op- inbert hneixli risi af. „Áfram!“ mælti ungi málfærslumaðurinn, sem var mjög um það bugað að Will Sídeler sleppti öllu, sem smávægilegt var, svo að samræðan snerist serr. fyrst að þvi sem var aðal-atriði málsins. .Francis lávarður lét hann þá koma heim“, mælti ráðsmaðurinn, „og hefir ef til vill gett sér von um, ah hann myi.di setjast, er hann væri undir siddí umsjón. — Brátt komst haon þó að raun um, að sór he ði hörmu- lega skjátast, því að Robert Aberdeen hélt á rarn sömn lifnaðarháttum, sem haon hafði tamið sér í Eíton, ogvar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.