Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 2
162 ÞJjÐViLjnm. XXIV., 41.-42. leiti sé það praktiskara og betra bæði fyrir presta og sýslumenn að stunda námið beima, og þar að auki verða það ekki nema stöku menn sem á unga aldri geta fullkomlega fært sér í nyt kennslu í ókunnu landi — flestir of óþroskaðir til þess. Þess vegna á að breyta íslenzka stúd- enta styrknum við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hann á ekki að vera námstyrkur fyrir alla stúdenta, sem embættisleiðina ætla að ganga, heldur fyrir þá sem viija leita sér frekari þekkingar en hægt væri að fá við menntastofnanirnar á Islandi. Þess vegna ættí í þeim greinum, sem kenndar eru heima á Islandi, kandidatar eða að minnsta kosti eidri stúdentar einir að fá styrkinn. Það sem Dönum með réttu verður til foráttu fundið í afskiptum þeirra af Is- lendingum er ekki ranr/lætisverk en van þekking og opt skeytingaleysi um ástandið á Islandi. Af þvi stafa misgerðirnar og axasköptin, þetta skýrir þau, þó það rétt- læti þau ekki. Hér af kemurlíkatortryggni sú, sem íslendingar stundum sýna Dönum. Manninum er sýnilega annt um að sem nánast samband haldist á milli land- anna og álítur Islendingum þarfara að hugsa um fjárhagslegar framfarir en að liggja í stjórnmálaþrefi við þjóð, sem sem engan stein vill leggja í götu þeirra og ekkert ofbeidí sina, Dönum álítur hann áriðandi að viðurkenni íslenzkt þjóðerni og menning og afla sér betri þekkingar á ísleczku þjóðlífi og framfaramöguleg ieikum. Að eins á þann hátt geti eðiileg sam vinna orðið til langframa milii þjóðanna. Þarna má ntá sjá að maðurinn er danskur. Hann skilur ekki að eins og uú er komið er nauðsynlegt að binda en enda á hina politisku deilu við Dani, aður en ræða getur verið um nokkrar veruleg ar framfarir innatmnds. Vér höfum reynslu fyrir því að samband það er nú höfum vér í framkvæirdinni er þannig lagað að búast má við stöðu »um árekstrum. Það er grundvöliur sem ómögulegt er aðbyggja neitt á, sem tfiönnum er ekki sama þó hrynji í grunn. Margt fleira drepur Möller á í grein sinní, sem hér er ekki rúm til að skýra frá. r 11 ö n d. —o— Heiztu tiðindi, er biaði voru hafa ný ske' borizt frá útlöndum, eru þessi: Danmörk. Austur-Asíu-féiagíð hefir nýskeð á- kveðið, að auka hlutafó sitt úr 15 millj- ónum upp í 25 milljónir króna, og virð- ist það vera bending um það, að fyrir- tækið hafi reynzt arðvænlegt. ‘26. ág. þ. á. hófst í Kaupmannahöfn alþjóðlegur fundur kvenna. og sóttu fund þenna konur frá sextán löndum. — Pund- arefnið, eins og menn munu geta sér til, að ræða um aukin kvennréttindi, og hversu heppilegast sé, að hrinda málinu sem fyrst í rétt horf. Jafnaðarmenn (,,soeialistar“) héldu fund í Kaupmannahöfn 28. ág. síðastl., og sóttu fundinn nær þúsund fulltrúar, og voru sjö hundruð fulltrúanna t’rá öðrum lönd- um, en Danmörku. LiðsforÍDgi nokkur, Rosen að nafui, kallaði nýskoð kaupmanD í Saxkjöbing, Meisrnr að nafni, á eintal, bríxlaði hon- urn um of náin kynni af komi sinni, og skaut á hann fjórum skammbyssuskotum, svo að hann særðist, en þó eigi til ólífis. — Talið er líklegt, nð liðsforinginn hafi eigi verið með öllum mjaila, þar sem Meisner tjáist aldrei hafa séð konu hans. 5. ág. þ. á. kom til Kaupmannahafnar sendinefnd frá Oeorg, Breta konungi, til þess sð tilkynna Friðrik konungi VIII. lát Játvarðar VII., Breta konungs, sem rayndar virtist því óþarfara, þar sem Frið- rik VIII. var sjálfur viðstaddur útför bans(!) t 5. ágúst síðastl. andaðist í Kaup- mannahöfn stærðfræðingurinn Júlíus Pet- ersen, er ritað hefir ýmsar kennslubækur um stærðfræði, sem mjög hafa veiiðnot- aðar í skólum. Árið, sem leið, er talið, að tólksfjöld- inn í Danmörku hafi aukizt alls um 35 þús. manna, svo að fólkstalan var því alls um 2,725,000. — Til samanburðar má geta þess, að fólksfjöldion í Noregi var í síðustu árslokin 2 375,000, en í Svíþjóð 5,475,000. f 10. ág. þ. á. andaðist Carl Lumbye, tónlagasmiður, fæddur 9. júlí 1841. — Hann var soaur Hans Chr. Lumbye’s, tón- iagasmiðs (t 1874). 9. ágúst síðastl. hófsf i Kaupmanna- höfn alþjóða fundur, til þess að ræða um ýmis konar hjálpar- og líknar-starfsemi. — Meðal HDnars var þar rætt um, hversu bezt yrði batt úr því, sem áiiótavaDt er, að því er snortir hjúkrun sjúkliuga, sem eiga heima utan kaupstaðanna. 23. ágúst þ. ó. var í Kaupmannahöfn afhjúpað iíkneski til minningar um Níels R. Finsen sáluga lækni. — Líkneski þetta er reist í grennd við nýja ríkisspitalann, og hefir myndhöggvarinn Radolf legner gert uppdráttinn að því, og annast smiðið. 29.—31 ágúst þ. á. héldu „esperant istar“ fund í KaupmannahöÍD, og sóttu haDn menn tíu þjóðerna alls. — M.un þeim og fara ár frá ári fjölgandi, er nema tungumálið „esperanto". — — — Sviþjóð. Á „friðarfundinum“, sem haldinn var nýskeð í Stokkhólmi, svo sem áður hefir getið verið í blaði voru, var meðal ann- ars vakið máls á aðförum Rússa gegn Finnum, og lýsti fundurinn yfir óánægju sinri, út nf aðgjörðum þÍDgsins og stjórn- arinnar, þar <mn réttindum Finna hefði verið traðkað og kvaðst vona, að stjórn Rússa sæi sig um hönd, enda væri það hagsmunum rússnesku þjóðarinDar engu síður hagkvæmt, en Finnum. Skólakennarafundinn, sem hófstíStokk- hólrai 9. ágúst þ. á., sóttu alls um 3350 kennarar, þar af 1650 frá Danmörku, og um 900 frá Noregi. 23. ágúst þ. á. varð sænska ljóðskáldið Oustaf Fröding fimmtugur, og minntust blaðamenn o. f1. þe’s á ýmsan hátt; en sjálfur kom hann sér að heiman afmælis- daginn, til þess að vera laus við fagnað- ru-lætir. — ilefir bann og verið fremur heilsr.linur ro’.-kur r.iðrstu i’rin. Jarðfræðingafundurinn í Stokkhólmi, sem áður mun hafa verið drepið á í blaði voru, hót'st 18. ágúst síðastl. og sóltu hann um sjö hundruð jarðfræðingar úr ýmsum löndum. — — — Herbert Asquith, sonur forsætisráðherr- ans, kvæntist nýskeð, og gekk að eiga dóttur Elcho’s iávarðar. t 14. ág. þ. á. andaðist Florenœ Nigthingale, mannvinur mikill, sem nafn- kunn varð í Krimstríðinu, er hún veitti forstöðu sjúkrahúsum, til líknar særðum hermönnum, í Skutarí og Balakava. — Yarði hÚD og miklu af eignum sínum til mannúðarfyrirtækja, þar á meðal fimmtíu þúsundum sterlingspunda, er skotið var saman handa henni á Englandi, að Krim- ófriðinum loknum. Dr Crippen, er grunaður var um, að hafa myrt konu sína, og grafið lík henn- ar í kjallaranum í húsi sínu, og sem síð- an strauk, ásamt vinkonu sinni, sbr. 38. nr. blaðs vors, kvað nú nýskeð hafa með- geDgið glæp sídd. f Dáinn er nýskeð Spencer lávarður, fæddur 1835. — Hann var fjórum sinn- um í ráðaneyti Oladstone’s, og gegndi einn- ig um hríð varakonungsembættinu í Ir- landi. — Árið 1902 varð hann foringi frjálsiyiida flokksins i efri mástofunni. Enskur auðmaður, Ernest Cassel að nafni, gaf nýskeð 200 þús. sterlingspunda í sjóð til minDÍDgar um Játvarð konung VII., sem hann hafði þekkt persónuleea, og skal vöxtum sjóðsins varið, til þess að styrkja Englendinga, er leita sér atvinnu á Þýzkalandi, sem og þjóðverja, er leita sér atvinnu á Englandi. — — — Uollancl. Alþjóðafundur var haldinn í borgÍDni Amsterdam í ágústmán. þ. á., til þess að ræða um frjálsa verzlun, og sóttu fund- inn fulltrúar seytján þjóðfélaga. 27. ágúst þ. á. vildi það slys til, að hollenzkur maður van Maasdyk að nafni er var að reyna flugvél sína, féll úr háa lopti, og beið þegar bana af. — — Belgia. Átta umsjónarmenn við heimssýning- una í Brúsaal urðu nýskeð uppvísir að því, að hafa skotið undan, og dregið sér ýmsa sýningarmuni, er bruninn varð þar og flýðu þeir siðan, og er þess eigi getið að þeir hafi verið komnir í leitimar, er síðast fréttist. — —

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.