Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 5
XXIV, 41.—42.
jÞjÓB VII-J IN íí
165
ugua, og var þá uppreisnicni loki?, og
sá Madriz forseti sér ráðlegast, að hrökkl-
ast úr embættinu, og kvað hafa faiið Est-
rada, bróður uppreisnarforingjans, stjórn-
ina í bráðina. — — —
Oliili.
Forsetinn í Cbili, Pedro Montt að nafni,
sem staddur var á skemmtiför í Bremen
á Þýzkaiandi, andaðist þar aðfaranóttina
17. ágúst þ. á., 64 ára að aldri, fæddur.
1846. .
Ný forsetakosning fer fram í Chilí 15.
okt. næstk.
Sélmas, fyr f jármáiaráðherra í Chilí, er
sakaður um, að kafa dregið sér 20 millj.
króna úr ríkissjóði. — — —
INýja Griiinea..
í Nýju Guineu, sem er eyja í Aust-
ralíu, fyrir norðan Nýja-Bollar.d, takst
brezk rannsóknarnefnd ný skeð á dverg-
þjóð, og voru dvergar þessir að eins fjög- !
ur fet og þrir þumlungar á hæð. — Þeii
geDgu naktir, nema hvað þeir höfðu mitt
ishlíf, og á höfðinu bjálm úr stráum
Dvergarnir voru mjög hræddir við
aðkornumenDÍna, og höfðu sig lítt frauimi.
I nrtlontl.
Nýlega varð uppvíst um samsæri, er
átti að bnekkja yfirráðum Brrta á Ind-
landi, og hafa eigi all-fáir samsærisinanna
verið hnepptir i varðhald, alls í þrettán
borgum, og meðal þeirra sumir, er í röð
nafnkunnra manna voru.
Mælt er, að samsærismonu hufi haft i
huga, að fremja ýms víg, til þess að koma
fram fyrirætlunum sínum, enda kvað þeir
liaía unnið eið að því, að fórna allir lífi
og blóði, til þess að afla Indlandi sjálf-
stæðis.
19. ágúst þ. á. hófst mál gegn 62. sam-
særiemanna í borginni Dakka. — — —
Korea.
Keisarinn í Koreu hefir nýskeð hátíð-
j lega, og í viðurvist hirðarinnar, afsalað
í sér keisaratigninni i hendur Japanskeisara,
| og er Japanskur hershöfðingi, leranshí
að nafni, skipaður landshöfðingi í Koreu.
Óefað hefnist Japansmönnum fyr eða
siðar fyrir aðfarir þeirra gegn Koreu, sem
nú er svipt sjálfstæði sinu, landsmÖDnum
auðvitað mjög þvert um geð, en það hag-
nýtt, að þeir etu minni máttar.
v\ m ársfunrt
Deildar hins ísl. Bókmenntafélags
í Iv.liöfn 1910.
--O—
Ársfundur deildarinnar var haldinn
þann 20. ágústm. 1910. Á fundi voru
25. Forseti skýrði frá fjárhag deildar-
inDar og lagði fram endurskoðaðan reikn-
ing, er sýndi tekjur á árinu alls4976kr.
26 aura, gjöld 4377 kr. 18 aura. Sjóður
deildarinnar var í árslok 23500 kr. Keikn-
ingurinn var samþykktur umræðulaust. —
Forseti skýrði enn fremur trá, að félagið
hefði sent krans á kistu Björnstjerne Björn-
sons. — Þá skýrði forseti frá bókaútgáfu
félagsins. IteykjavikurdeildÍD hefði gefið
út: Skírnir 84 árg. og Sýslumannaæfir
J Boga Benidiktssonar IV. b. 2. h. og Is-
lenzkt fornbréfasafn IX. 2.; Hafnardeild-
íd hefði gefið út Safn til Sögu Islands
IV. 4, IslendÍDgasögu eptir Boga Th. Mel-
stíd II. 4, og Lýsing íslands eptir Þorv.
I Thoroddsen II. 2. Næsta ár yrði hér í
j deildinni eingöngu gefin út áður samþykkt
i rit. ReykjavikurdeildÍD hefði í hyggju
i að gefa út bréf Jóns Sigurðssonar. og
j var samþykkt, að Hafnardeildin borgaði
| allt. að helmingi af útgáfukostnaðinum. —
j í stjórn voru endurkosnir forseti prófess-
or Þorv. Thoroddsen, féhirðir Grisli Brynj-
ólfsson, læknir, skrifari Sigfús Blöndal,
undirbókavörður við kgl. bókasafnið, og
bókavörður Pétur Bogason, lækoir. í
varastjórn voru þeir endurkosnir: vara-
forseti mag. B. Th. Melsted, varaféhirðir
Þór. E. Tulinius varaskrifari cand. jur.
Stefán Gr. Stefánsson og varabókavörður
Jónas Einarsson, cand. polit. Endurskoð-
unarmenn voru kosnir þeir Stefán Jóns-
son, stud. med. og Oddur Hermannsson,
stud jur.
Að iokum voru 14 nýir félagar tekn-
ir inn.
„öránu-félag'ið11.
Aðal-fundur þess var haldinn á Akureyri 18.
júlí þ. á., og var þar skýrt frá því, að félagið
Eptir
Newman Flawer.
(Lausleg- þýðing.)
I.
Þegar Masters sá hann í fyrsta skipti, stóð hann
upp við bjálkavegg útihýsis nokkurs, og var, sem eldur
brynni úr augum honum.
Augun voru svört og greindarleg.
Maðurinn, setn veitti honum atlögu, lét sein óður
væri, og hafði veitt honum dálítinn áverka á bálsi, svo
að blóðið lagaði úr sárinu.
Masters leizt vel á Indíánann. og stóð því nokkur
augnablik, og horfði á viðureign peirra.
Það var, sera dauðinn skini út úr augunúm á inann-
inum, sem stóð upp við húsvegginn, og lék þó háðslegt
bros um varir honuru.
Svo var að sjá, sem kraptar hans væru að þrotum
komnir.
50
þvi er hússtörfin snertu, og einatt var annaðhvort þeirra
við, svo að ei var til neins, að hugsa um að flýja.
Hún var að lokum orðin hálf-brjáluð af umhugsun-
inní um flótta, sem aldrei leiddi til neins, sem og afþví
að hugsa um að hefna sin, ekki sízt þar sem hann hafði
gerst svo ósvífinn, að kyssa hana.
Loks var kornið undir kvöld, var hún eiu stundar-
korn, og hljóp þá sem hraðast niður trjágöngin. unz hún
kom á bersvæði, og sá hún þá, af hverju eyjan dró nafnið
Gulley.
Alls staðar innan um reyniviðinn, og sefið, sást
Iris-blómið, svo að það varpaði gullnum blæ á eyna.
En hvert sem hún leit, sá hún hvorki bát né vað,
þar sem farið yrði yfir úr eyjunni, og hugur henDar var
enn fastari, en það, við lífið, að hún hefði kjark til þess
að steypa sér i vatnið.
Meðan hún stóð þar, og var að reyna með fætin-
urn. hve lintir jarðvegurinn væri, og hugsa um, hvernig
hún ætti að komast brott, sá hún einhvern skugga fyrir
framan, og leit því aptur, og sá húsbóndann þá koma
þeysandi á bleika klárnum.
Hann mælti eigi orð frá munni, og tók handleggn-
um utan um hana, og setti hana fyrir framan sig í
hnakkinn.
Hún gerði hvorki að gráta, oða berjast á móti, en
hresstist að mun við það, að ríða móti golunni.
E:i er þau komu inn í blóm og trjí-garðinn, stóð
gamli maðurinn þar, er nýskeð var nofndur, og brosti,
en sagði þó ekkert.