Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.09.1910, Blaðsíða 4
164 ÞjÓÐVIL.jINN. XXIV., 41.-42. reyndar er engin nýjung, að' verði eptir sjúkdóma. Hifa flbakteríu“-sérfróðir menn verið til kvaddir, til þess að reyna, að komast eptir, hvað sjúkdóminum veldnr. Skákmenn ýmsra þjóða reyndu skák með sór í Hamborg í ágústmánuði, og varð sá hlutskarpastur, er Schlechter er nefndur, og hlaut 1800 kr. verðlaun (2000 rígsmörk þýzk). 24. ágúst þ. á. bruDnu 60 hús á Alt- Strelitz, og urðu fjöldamargar fjölskyldur húsnæðislausar. 25. ág. síðastl. hélt Vilhjálmur keisari ræðu í Königsbsrg, og gat þess, hve nauðsynlegt væri, friðarins vegna, að hafa herbúnað í góðu lagi. Kvaðst hann og skoða sig sem verkfæri í hendi guðs, og fara sínar leiðir, hvað sem dagdómum annara liði. — Kvennfólkið vildi hann og, að hóldi sér að kyrlátuin störf um á heirn- ilum, en sinnti eigi félögum, og fundar- höldum. Ræða keisarans hefur vakið mjög mikið urntal, og líkar ýmsum það ílla, hve lítið keisarinn gerir úr skoðun sinni á almenn- íngsálitinu, telja það eigi sæma, þar sem hann só þingbundinn keisari. — Pinnland. Mælt er, að þing Finna („landdagur- innu) muni ef til viil skorast undaD, að kjósa fulltrúa, er sæti eiga að hafa í ríkis- þÍDgi Rússa, samkvæmt grundvallalaga- breytingunDÍ, er þing og stjórn Rússa heíur samþykkt, að Fmnum fornspurðum og fari svo, þá er þess vænzt, að „land- dagurÍDn“ verði rofinn, og efnt til nýrra kosninga. Finngkur maður, Abraham Haaps að nafni, var nýlega tekinn fastur, hafði svikið ýms félög um 150 þús. rigsmarka. Rússland. Hjá stjórn Síberíu-járnbrautarinnar varð nýlega uppvíst um 40 milljón króna sjóð- þurrð, og eru ýmsir hátt settir embættis- menn við hann riðnir. Sprenging varð nýskeð í húsi í War- í shaw, og brunnu þar inni sjö menn. j Pest-sýkin hefir stungið sér niður í j Suður-Rússlandi, t. d. í borginni Olessa, j og ætla menn, að hÚD hafi borizt með j rottum í einhverju skipi, sem þangað hef- j ir komið. Um 112 þús. manna hafa sýkzt af kóleru í Rússlandi, að því er mælt er, og af þeirri tölu látizt 50 þús. —- I sumum j þorpurn, þar sem kolanámur eru, hafa lát- j izt 50°/0 af verkamönnum, ogflýjamenn j hópum saman þaðan, sem veikin kemur, i Og verður það til þess, að hún breiðist út. j | Bandarikin. Járnbrautarslys varð í Miohigan í á- gústmánuði, og bíðu 18 rnenn bana, en 20 hlutu meiðsli. Annað járnbrautarslysið varð í grennd við San Francisco, og biðu 18 menn bana. Skógarbrunar miklir hafa orðið í ríkj- unum Idaho, Montana, Washington, Wy- oming, Oregon, og í Kaliforaíu, og hef- ir hlotizt af þeim afskaplegt fjártjón, t. d. er skaðinn í Montana og Idaho metÍDn 1 20 miiljónir dollara. Alls erjjtalið, að eldurinn geysi yfir svæði, sem er á stærð við fimmtunginn af Englandi. Manntjón hefir og hlotizt af skógar- brunanum eigi all-litið, t. d.í Idaho horf- ið 200 þeirra, er eldían áttu að slökkva; enn fremur hafa og farizt 180 skógar- arverðir. og fjöldi annara manna hér og hvar. Járnbrautarlest er fara átti um bruna- svæðið, brann, sem og aliir farþegjarnir, og 12 menn, er forðað höfðu sór niður í jarðgöng, köfnuðu þar í reykjarsvælu. I Wallace kvað 55 menn hafa beðið bana, og þorpin Avery, Hoderson, Hald Bay og Thompson gjörbrunnu. Fjöldi manna hetir flúið, til þess að forðast eldinn. — — — Nicaragua. Uppreisoinni, sem þar hófst i nóv. 1909, má nú heita lokið. Formgi upp- reisnarmanna, Eúrada að nafni, hóf hana gegn Zelaya forseta, er talinn var grimmd- arseggur, og því ílla látinn. Zslaya sleppti forseta-embættinu í des. 1909, og soerist uppreisnin þá gegn yf- irráðum nýja forsetans, er Madriz er nefnd- ur. Mælt er, að stjórn Bandaríkjanna hafi fremur verið uppreisnarmönnum hliðholl hvort sem þá nú kann að hafa dregið það nokkuð, eður eigi. En nýskeð náðu uppreisnarmenn borg- inni Ubaldo við Níearagua-vatnið, og síð- an tókst þeirn að vinna Granada og Man- 49 til hans leyptrandi augum, sem myndi hún drepa hann ef hún gæti. Hann stóð upp, og áður en hún skildi, hvað hann ætiaði sér, hafði hann gripið höndunum urn andlitið á henni, og kyssti hana fjórum fimm sinnum, æ þýðiegar og ástúðlegar. „Þór hafið feDgið slæmt uppeldi, barnið mitt“, mælti hanD. „Það verður að bæta það! Æ, þessi her- togafrú — hertogafrú!“ Hann vildi eigi sleppa henni, en setti hana á kné sér, og iét hana súpa á kaffibollaDum sinuro. Og þegar hann sleppti henni ioks, haföi hún alveg gleymt því, að hún hafði talið hann vitfirrtan, gleymt því, ao hún þurfti að vera varkár. Hún hafði allan hugann við harma sína, sneri eér að honurri, og mælti dræmt, en af mikilli ákefð. „Sjái jeg engin önnur ráð, drep eg yður!“ „Jæja — jaejau, mæiti hann, til að friða hana. „Þór gerið, sam yður sýnist. — En hyggilegast er, að þér reyn- íð sem fyrst að læra það, sem þér eigið að læra“. Að svo mæltu fór hann að blístra, og kom þá bleik- ur hestur brokkandi. Hann stökk á bak, og reið berhöfðaður, og blístr andi, ofan eptir trjágöngunum, og sá hún hann oigi optar þann daginn. *„Það sem þér eiyid að læra“. I dag virtist iærdómurinn eiga að vera í því fólg- ínn, að skræla jarðepli. En stúlkan, og gamall maður, sem og varáheimil- inu, gafu í skyn, að mörgu öðru þyrfti hún að venjast. Þau bentu henni opt ó, hvað betur mætti fara, að 58 Honum var orðið örðugt um andardráttinn, og hönd- in, sem hólt á Imífnum, er hann varði stg með, hrærðist æ hægar og hægar. Þdð var sárgrætilegt að sjú og heyra til þeirra. Auðsætt var, að hann mátti sín alls einskis gegn mótstöðumanni sínum, en varðist þó, sem frekast voru föng á. Maðurino, sem hann barðist við, rak nú hnifinn í öxlina á honum, og sást þá, að höfuðið hné ögn niður á brjóstið. Eu svo var, sem nýtt líf færðist um hanti allan, og fengi hdnu nýjan hug og dug. Maður nokkur frá Kanada, er stóð þar hjá, og var að totta krílarpípuna síoa, leit til Masters og mælti, eins og ekkert væri um að vera: „Það er haft eptir honum, að hann só eini maður- inn, sem enn 9r á lífi af þjóðflokki þaim, er hann tald- ist til, og minnstu munar, að hann hafi drukkið sig í hel. — En nú er svo að sjá, sem þess gerist eigi þörf, og kemur mér það sízt óvænt“. Masters dró þungt andann, þvi að hann sá, aðlodi- áoÍDn var dottíð á hnéð, en spratt þó brótt upp aptur á fætur, er mótstöðumaður hans ætlaði, að fleyja sér of-in á hanD. „Hver er hann?“ spurði EnglendingurinD. „Hann heitir Kenen, og þýðir það á voru ináli eitthvað líkt orðunum: „Herörin mikla“, svaraði skinn- salinn. „Hann er einn á lifi af þjóðflokki sinum, en má teljast tíu rnanna maki! Hinn maðurion er kallaður: „SeÍDfari“, og svo er að sjá, sem saga hans só nú bráðum á enda!“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.