Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 2
Þjóðviljtnn 174 8pánn. Yerkföll hafa verið í borginni Bilbao og Saragossa, og gátu engin blöð komið út í Saragossa um tíma, en í Bilbao urðu skærur milli hermanna og verkmanna, og urðu ýmsir sárir. Porúgal. Þar eru pingkosningar nýlega um garð gengnar, og hefur nú Teixeira Souza svo litinn meiri hluta á þingi að það á mjög örðugt uppdráttar. Á sumum stöðum gengu kosningarnar eigi sem friðsamlegast, og vora á einum staðnum tveir drepnir, en um tuttugu urðu sárir. Lýðveldismenn eru nú 1B—16 á þingi og eru þeir stjórninni þungir í skauti, en mælt, að þeir fylgi henni að málum, ef hún reynir, að hnekkja, eða draga úr valdi kaþólsku klerkastéttarinnar á svip- aðan hátt, sem Canalejas-ráðaneytið berst nú fyrir á Spáni. Ítalía. 30. ágúst þ. á. varð vart jarðskjálfta í ýmsum borgum á Suður-Italíu, og Sikil ey, en eigi er þess þó getið, að skaði hafi af hlotizt. Píus páfi X. hefur nýskeð lýst óá- nægju sinni yfir starfsemi „Sillonista11, sem er frjálslyndur kaþólskur trúflokkur, er stofnaður var fyrir fimratán árum, enda hlýddu þeir eigi boði páfa, er barist var um skilnað rikis og kirkju á Frakklandi fyrir fáum árum. Nýlega var pó^tembættismaður tekinn fastur, er stolið hafði einni milljón líra, er borgin Messína hrundi í jarðskjáftun- um miklu. Grrikkland. Grikkir kvað um þessar mundir vera að semja við stjórnina á Italíu um kaup þriggja herskipa, vilja auka herskipastól sinn, ef í ófriði lendir við Tyrki, sakir Kríteyjarmálsins. Þjóðfundurínn hófst 14. sept., og eiga tveir Kríteyingar þar sæti, Venezelos og annar til, sem báðir höfðu ríkisborgar- rétt á Grikklandi. Auk þeirra voru aðrir Kríteyingar kosnir, sem að líkindum verða að afsala sér kosningunni, þar sem Tyrkir hafa orðið mjög æfir yfir því, að Kríteyingar eigi sæti á þjóðfundinum, og kært það mál fyrir etórveldunum. Sagt er, að Venezelos hafi afsalað sér stjórnarformennsku á Krít, en allt óvíst um það, hvort hann verður stjórnarfor- maður á Grikklandi, svo sem spáð hefur verið. — Tyrbja-veldL I grennd við borgina Damaskus áttu tyrkneskir hermenn nýskeð í bardaga við Drúsa, og biðu 25 menn af Drúsum bana en um mannfall Tyrkja er eigi getið. Drúsar eru herskáir, og hafa farið með ránum, og hefur það ef til vill verið til- efnið til bardagans, sem fyr getur. Montenegro, Nikíta fursti hefur nú nýskeð stað- fest þá ályktun þingsin;i, p.ð Montenegro skuli eptirleiðis talið konunasríki, en eigi furstsdæmi, og hefur hann, sem konung- ur, tekið sér nafnið Nicolaus I. Rússland. Rúísar hafa nýskeð tekið sér vnld til þess, að banna allan vopnatíutníng til Finnlands, til þess að gr'ia sem bezt kom- ið fram kúgun sinni og lögbrotum, og þarf eigi að efa, rð rússneska ríkinu ! hlýtur, fyr eða siðar, að koma mableg | hefnd fyrir það, enda ekkert æskilegra, en að það tæri sem fyrst í rnola. Seint i ágúst brá Nicolaj keisari, og drottning hans, sér til borgarinnar Fried- be g í stórhertogadæminu Hassen-Darm stadt á Þýzkalandi í kynnisför. — — ipýzkaland. Þrír menn sýbtust nýskeð af kóleru í Spandan, en eigi hefur þó enn heyrzt, að sýkin hafi breyðst neítt út. I Berlín var nýlega afbjúpað líkneski skáldsiDS Iheodor Fontane’s. — Hann var fæddur 1819, en andaðist 1898, og hefur samið ijóðmæli, skáldsögur o. fl. o. 9. 14. ág. þ. á. var í grennd við borgina Metz, hér um bil tvær mílum suðvestur frá borginni, afhjúpað likneski, til minn- ingar um þýzku hermennina er féllu í bardögunum við Melz 15., 16., og 18. á- • gúst 1870, í fransk-þýzka stríðinu. — Líkn- eskið sínir örn, er situr á háum stalli. Ræðan, sem Vilhjálmur keisari hélt í Königeberg, sbr. 41.—42. nr. blaðs vors þ. á., hefur vakið afar-mikið umtal, og megna óánægju í ýmsum blöðum, og þvi hefir því nú verið yfir lýst, að þar sé um persónulega trúarjátningn keisarans að ræða, en alls eigi um stjórnaratböfn. Bandarikin. Dáinn er nýskeð William James, heim- spekingur, kennari við Haiward-báskól- i ann. 68 árs að aldri. CIiili. Nýlega hefur stjórnin í Chili ályktað að senda heiskip til Þýzkalands, til þess að sækja lík Pedros Montt’s, forseta í Chili, er andaðist í Bremen á Þýzkalandi 17. ág. þ. á., svo sem áður hefur verið getið um í blaði voru. Vara-forsetinn í Chili andaðist og rétt á eptir, fékk hjartaslag, er varð honum að bana. Australia. fíj; Newton Morne, forsætisráðherrann í Australíu, lét nýskeð í Ijósi, að Ausralíu- menn myndu mjög fúsir á, að veita einni milljón rússneskra gyðinga ókeypis land, þar sem óbyggt land væri nóg, en fólks- fæðin mjög iilfinnonleg. Væntanlega nota rússneskir gyðingar sér þetta, jafn mjög sem rétti þeirra er traðkað í Rússlandi, meinað að leita sér XXIV., 44.-45. þar atvinnu, nema í sumum st.ö’'ura, og yfirleitt synjað jafnréttis við aðra borg- ara landsins. — Korea. Japanska stjórnin hefur nú lýst því’ ! yfir, að Xor \i skul' skoðast að eias, sem. japönsk nýlenda, jaínfrarnt því er þeir- hafa lögleitt þar ýms japnösk lög, auð- v.tað að lauisbúun fornspuröam. Þoir hifa gort s’r svo mjög far um, að eyðileggja á allan hátt endurminning- una um Korou, sem sjálfstætt keisara- dæmi, fð þeii hafa mælt svo fyrir, að þessi^nýienda þeirra, er þeir svo nefna, skuli eptir'oiðis ber% nafpið Ciio Sen. Enda þótt hefndin fyrir slíkari yfir- gang gugn þjóðarsjálfstæði láti opt Iengi bíða eptir sér, enda lif þjóðanna langt, þá rekur þó að því að Iiúd kemur, og nægir í því efoi að minna á tvístrun rómverska ríkisins, sundrun spanska rík- isins. hversu smátt og smátt hefur saxast á lirni tyrkneska ríkisins, og hversu danska ríkinu er nú komið, borið saman við það er fyrir nokkrum öldum var. iGnnaraskólinn. — O — Stjórnarráð Islands hefir 8. ág. þ. á„ gefið út prófreglugjörð fyrir kennara- skólanu, þar sem ákveðið er, hversu hag- að skuli prófum við skólann, bæði fyrri hluta prófinu, og hínu svo nefnda kenn- araprbfi, við burttör nemendanna úr þriðja (eða efsta) bekk skólans. Samkvæmt reglugjörð þessari, þá er við fyrri hlutann prófað alls í (5 náms- greinum, og eru þær þo^sar: 1. Landafræði (almenn landafræði og lýsing Islands). 2i Sagnfræði (almenn manokynssaga). 3. Kristinfræði (biblíusögur og ágrip af kirkju- sögu). 4. Náttúrufræði (tvrer af þessum þrem grein- um: dýrafræði, grasafræði, mannfræði). 5. Stærðfræði (almennur reikningur með heil- um tölum og brotum, og einfaldar líkingar moð einni eða fleirum óþekktum stærðum). Prófið er ^bæði skriflegt og munnlegt í stærðfræði, en einungis munnlegt í hinum greinunum. Við síðari hlutanu, kennaraprófið, er prófað í 12 námsgreinum. Þær námsgreÍDar eru: L íslenzka: a. Munnlegt próf: Að minnsta kosti 300 hls. í 8 blaða brotijaf úrvalsköflum bæði úr fornuin hókmenntum og nýjum, f bundnu máli og óbundnu, og ágrip'af hókmennta- sögu; einkum að því er skáldskap snertir og sagnrituni b. (Skriflegt próf. Verkefni skal vera(í tvennu lagi: 1: frásagnarefni (t. d. endursögn); 2. ritgjörðarefni, (er „"reyni 'fremur á at- hyggjuþroska en fróðleikí 2/T)anska: Prófið er munnlegt í lesnu máli og ólesnu, og skriflegt (still), 3. Sagnfræði (saga Islendinga). 4. Kristin fræði: biblíuskýring (eitt guðspjall að minnsta kosti).

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.