Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 6
178 Þjóbviljinn. XXIV, 44.-45 Liklega hefir heyið verið linþurrkað, og þess eigi gáð, að strá í bað salti, sem þurft hefði. Styrktarsjóðar Friðriks konungs YIIIi Auk Lystigarðsfélagsins á Akureyri. sem veittur hefir verið 226 kr. styrkur úr sjóðnum, sbr. síð- asts nr. blaðs vors, hefir og kvennfélaginu Ósk á ísafirði verið veitt jafn há upphæð til skóg- ræktunar. Maanalát. —o— 14. júni þ. á. andaðist í Garðar-þorpi í Norð- ur-Dacota Bjarni Magnús Jönsson, freklega fer- tugur. Hann var fæddur í Keflavík í Gullhringu- sýslu 24. nóv. 1869, og voru foroldrar hans: Jón Bjarnason og Ólöf Magnúsdóttir, húshjón í Kefla- vík. Árið 1893 fluttist Bjarni heitinn til Ameríku, með því að móðir hans var farin þangað nokkru áður. — Dvaldi hann þar fyrsta árið i New Jersey en síðan að Garðar, og var móðir hans þar hjá honum, og hann ellistoð hennar, enda hafði henni mætt það mótlæti í Vesturheimi, að missa þar þrjú börn sin, og átti þá aðeins tvö börn á líii: Bjarna, og Björgvin, sem var mun yngrn Bjarni heitinn, er jafnan var í verkmanna- stétt, var maður vel látinn, að þvl er segir í blaðinu „Heimskringla11, þar sem fráfalls hans er getið. 9i ágúst þ. á. andaðist að Hólum í Saskat- chewan í Canada Jónatan Jdnatansson, há-aldr- aður maður. Hann var fæddur að Uppsölum í Skagafirði j 16. des. 1834, og fluttist til Vesturheims árið 1887. Dvaldi hann þar fyrst í Norður-Dacota, en j síðan í Nýja íslandi, og að lokutn f Foam lake j í Saskatcbewan. I Hann var þnkvæntur, og eignaðist alls átta börn, og eru sex þeirra á lífi: þrjú í Ameríku oglþrjú hérj'á landi. ■— *24. júlí þ. á Jandaðist Jennfremur að Foam Lake í Saskatchewan í Canada húsfreyjan Jdn- ína Margrét Hallddrsdöttir. Hún var fædd í Bolungarvík í Norður-ísa- fjarðarsýslu árið 1841, og voru foreldrar hennar Halldór bóndi ’Bjarnason að Gili og Margrét Halldórsdóttir, Pálssonar í Hnífsdal. Arið 1868 giptist hún Bergþóri snikkari Jóns- syni, bróður síra Eyjólfs heitins Jónssonar í Ar- j uesi, og Janusar, fyr prófasts í Holti í Önund- ( undarfirði. — Bjuggu þau hjónin lengi í Lamba- I dal i Dýrafirði, unz þau fluttust til Vesturheims árið 1887, og settust að í Canada, og áttu þar ] síðustu árin beima í Foam Lake. Af börnum þeirra hjóna eru þessi fjögur á lifi: 1. Guðrin, gipt, Hjalta verzlunarmanni j Sig- urðssyni í Reykjavík. og 2.-4. Jón, Eyjólfa, og Þóra, öll i Ameríku. ^Bergþór snikkari lifir konu sína. Hitt og þetta. Vínsala og Ekki — vínsaia. I borginni Roekford í Illínois-rikinu, þar sem vínsölubann er í lögum, voru árið 1909 byggð hús, er kostuðu alls 2'/2 millj. dollara, on i borg- inni Springfíeld í sama ríki, þar sem vínsala er leyfð, voru sama ár"að eins reist nýbýsi fyrir V'U millj. dollara,*og er þó íhúatala beggja borg- anna nálega jöfn. Næstu þrjú árin'áður, meðan vínsala var leyfð í Rockford voru á tímabilinu frá 1. jan,—1. marz hvert járið framdir glæpir, er af drykkjuskap leiddu, sem hér segir: 1. Árið 1906 voru .... 130 menn teknir fastir 2. — 1907 — i ... 144 — — — 3. — 1908 — : ... 185 — — — Á sama tímabili (1. jan. til 1. marz) árið 1909, er vínsölubann var á komið, voru á hinn bóg- inn að eins 59 menn teknir fastir fyrir sams- konar glæpi. Ekki i apturför. Arið 1909 voru í borginni Oklahoma í Okla- homa-rikinu byggð hús fyrir [233°/0 hærri upp- hæð, en árið 1908, og var það þó meðal-bygg- inga-ár. I 25 öðrum borgum í Bandaríkiunum var og byggt fyrir 56—207°/0 hærri upphæð, en árið áður, og í Chicago nam hækkunin 32°/0, byggt fyrir 90l/3 millj. dollara 1909, en að eins fyrir 681/* millj. árið áður. Flugið og slysin. Eins og sjá má í blöðunum, keppir nú hver við annan, að reyna fiugvélarnar, og komast sem hæðst og lengst, svo að vonandi verður þess eigi langt að biða, að þær verði að almonnura notum. Enn sem koraið or, virðist poim þj í ýmsu mjög ábótavant, eins og sjá má af manntjóninu, sem af flugtilraununum hefir hlotizt fyrra miss- eri yfirstandandi árs, eða nokkuð fram i júlí- mánuð. Slysin, sem orðið hafa á greindu tímabili, og leitt hafa til bana, eru þessu: 4. jan. þ. á. féil Delagrange úr flugvól í Borde- aux á Frakklandi. og beið bana af, og 2. apríl beið Le Blou bana í San Sebastian á Spáni. 13. mai urðu söm örlög Michelín’s í borginni Lyon á Frakklandi, og 2. júní slasaðist Zosily til bana í Budapest höfuðborg Ungverjalands. 18. júní beið Robl bana í Stettín á Þýzka- landi, og 2. júlí varð flugið Wachter að hana i borginni Reims á Fi’akklandi. 10. júlí hrapaði Daníel Kinet í flugvól sinni 67 Að svo rnæltu gekk hann burt, en sneri þó við aptur. „Syngið íyrir hana, eins og eg geri“, mælti hann. Rétt á eptir var hann genginn út úr húsinu. Jörð var freðin og snæví þakin. Hann dró þungt að sér andann, og æddi af stað og þyrlnðist mjöllin upp í skóginum, eins og froðan fram undan gufaskipi, sem er á hraðri ferð. Hann hraðaði nú ferð sinni, sem mest hann mátti um skóga, og yfir smá-læki, sem voru huldir ís. Shgæðarnar í líkama hans börðust ótt, og brjóstið bifaðist sem tiðast. Svona gekk hann hvern kl.tímann eptir annan, og leiddist alls eigi, þótt hann væri einn á ferð. En er hann fór að verkja í fæturna, með því skó- þvengirnir hertu að, og kenna gigtar i bakinu, svo að hann bjóst við, að hann hnígi niður, fór honum að þykja það óþolandi, að vera einn á ferð Nýr dugur færðist í hann, er hann htyrði hvinið í í vindinum í laufí furutrjánna, og sá snjóinn sópast af trjágreinunum, var honum, sem einhver kunningja hfns kallaði til hans. En þetta var að eins stöku sinnum, og þess á milli hafði hann hugann allan hjá litla barninu, sem hann hafði orðið að skilja við í veikindum þess. Hann nam nú staðar, sogaði að sér hreina loptinu, og hresstist, og fékk nýja krapta. E nu sinni beygði hann sig, tók snjó í lúku sina, og neri honum um kinnarnar á :ér, til þess að kæla sig. Gat hann og búist við kali, og það var aðal-hættan. 72 honum, og sat þar, udz honum farsnst það brenna sig. — Þar varð það síðan að ís. Honum var ílla við ofankafaldið, því að það var forboði óveðursitis. Hundarnir voru nú og orðnir uppgefnir, með því að hratt hafði verið farið, og sjálfur var hann oltinn út af á sleðanum, og áfcti fullt í fangi með að rísa upp aptur. Kenen hvattí hundaDa, sem hann gat, og hertu þeir þá hlaupið, svo að auðsætt var, að þeir höfðu skilið hann. Hann komst þó brátt aptur í íllt skap, og rak þá hundana áfram enn ákafar, enda"var nú og komið versta hriðarveður, og hann, og sleðinn, allt í fönn. Hano veitti því alls 'ekki eptirtekt, hvenær lýst hafði af degi, og vissi ekkert, hvað tímanum leið. Sársaukinn, sem hann hafði kennt, mátti nú og heita horfinn, og tilfinningaleysi komið í staðinn. Mátti og heita, að hann gæti alls eigi bragðað á reykta laxinum, sem styrkt hefði getað krapta hans. Engu að siður hafði hann þó gát á veginum, hvern- ig sem líðaninni var háttað. H«nn fór nú að sjá sýnir. Honurn þótti, sem hann sæi Wannkenninga kom« úr norðri, úr eyðimörkinni, og sá sjálfan sig í fararbrorjdi. Þ.ið var álitlegur tiópur, sem öllum gat boðið birginn. Þóttist hann halda hópnum, um krókótta fjallvegu og i svdrtri kafaldshríð, gegn þéttri örfadrífu. Bardagalöngunin vakti hann aptur til meðvitundar, og sýnin hvarf. En nú fór hann aptur að kenna sársauka, og iét hann þá hundana ráða föriani.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.