Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 4
176 1>j3bVíLJI!í_V. XXIV., 44.-45. vottiun, hve ianilega vænt höfundinum þykir um dýrin og hve inikla sarahyggð haDn hefir með þeim, og er annt uin,að vel sé með þaufarið. Eugan vafa tel jeg á að bókin hafi mjög góð áhrif í þá átt að bæta meðferð á sbepnum, einkum vegna þess að íllt atlæti við dýrin opt kemur meira af hugsunar- og skeytingaieysi en fúimennsku. Bæði höfundurinn og for- leggjarinn eigaskildarþakkirfycir að koma sögunum út, og ættu sem flestir að eign- ast bókina. L. ■ Nauðsynleg lagasmíð. Á næsta þingi þyrfti endilega að semja lög u n hlutafólög, og atvinnurekstur út- lendínga hér á landi. Á þvi var vakið máls á stúdentafundi í Kaupmanoahöfn fyrir nokkrum árum, og skorað á stjórnina og þingið að gera það. En hún sinnti því ekki þá. Það er t. d. alveg óhæfilegt að ekki skuli sjást af Firmaregestrinu, bvort hlutaféð er inn- borgað eða ekki. Rjynsla síðari tíma ætti að ýta undir menn að bæta úr þessu. Þá er og nauðsynlegt að hafa gætur á því, að útlendÍDgar ekki kaupi undan okkur landið. Eða að minnsta kosti ef menn, við- skiptanna vegua, ekki treysta9t til að tak- marka eignarótt útlendinga, t. d. að því er fasteignir snertir, þá að setja reglur um notkuniua, er tryggi að sem mest af arðinum verði kyrrt i landinu. * L. íslenzku glímumennirnir, hr. Jóhanncs Jósepsson og fólagar hans, hafa í ágúst og sept. þ. á. sýut íþrótt sína í ýmsum borgum á Mið- og Suður- Þýzkalandi. Frá 1,— 15, okt. þ. á. ætla þeir að sýna íþrótt sína í borginni Ziirich í Sviss- aralandi, en frá 15.—31. okt. í borginni Bremen á Norður-Þýzkalandi. Mælt er. að í borginni Prag í Bæ- heimi (Böhmen) hafði Jóhannes Jósepsson lagt að velli aðal-glímukappa Bæbeims- manna, Fristenzy að nafni, og hafi áhorf- endunum gramist það, og viljað ráða á Jóhannes, svo lögregluþjónar urðu að fylgja honum til heimilis hans. „tsafold41 getur þess, að heyrzt hafi, að Jóhannes muni nú vilja fara til Atner- íku, til þess að sýna íslenzku glímuna þar. Áriö 19J8 taldist maDnfjöldinn hór á lundi, samkvæmt skýrslum prestanna, alls 82,777 (þ. e. 39,575 karlnr og 43,202 kon- ur), og er það 1044 fleira, en áriö áður. Að því er fjölgun þessa snertir, stafar hún sumpart af því, af tæðzt hafa 676 fleira en dóog sumpartaf fólks-aðflutningifráöðrum löndum, nema svo sé, að skýrslan árið áður hafi verið að einhverju leyti óná- kværn. I kaupstöðum, og kauptúnum lands vors áttu alls 27,354 heimilisfang árið 1908, og var það 656 mönnum fleira, en árið áður. Telst þá svo tíl, að því er í síðustu landhagsskýrslum segir, að af land9búum hafi 67°/0 átt heima í sveit, en 33 af hundr- aði í kaupstöðum og verzlunarstöðum. Freklega þrettándi hver maður af í- búum landsins (eða 13,8°/0) var árið, sem hér um ræðir, heimilisfastur í Reykavík. Mannfjöldinn í verzlunarstöðunum hér á laDdi — kaupstaðirnir þá eigi meðtaldir, sbr. og um þá síðasta dt. blaðs vors — var árið 1908, sem hór segir, að þvi er landhagsskýrslurnar telja: Á Akranesi...........................802 „ Eyrarbakka.........................713 „ Stokkseyri.........................648 I Vestmannaeyjum.....................636 „ Olafsvík...........................602 „ Húsavík............................594 „ Stykkishólmi ....... 508 „ Bolungarvík........................476 A Sauðárkrób.........................446 I Keflavik...........................436 A Putreksfirði.......................423 „ Siglufirði.........................393 „ Eskifirði..........................376 „ Búðum (í Fáskrúðsfirði). . . . 363 „ Bíldudal...........................316 „ Þiogeyri......................... 232 „ Hjallasandi (árið 1907) .... 226 I Olafsfirði.........................224 A Flateyri . . .................216 „ Vopnafirði.........................197 I Keflavík undir Jökli (árið 1907) 176 A Blönduós...........................173 I Flatey.............................153 „ Bakkagerði.........................118 „ Hrísey.............................113 65 tyllti sér á rúmstokkinn, og sat þar og starði alveg utan við sig, á veggÍDn, sem gegnt honum var. Svona sat hann, unz dagsbirtan fór að gægjast inn um glnggann. III. Dagsbirtan varð nú æ meiri og meiri, en fjarri fór því, að von hans yxi að sama skapi. Barnið hafði loks sofnað, og brá Kenen sér þá út, og barði að dyrum á herberginu, sem Masters var i. Sá Masters þá, er Indíáninn kom inn, að honum var mjög brugðið, svo ?ð hann þekkti hann naumast. Hræðslan skein út úr andlitinu á honum — ótti. sem hanD hvorki vildi, né megnaði að lýsa. Hann hrissti höfuðið. „Meðul er eigi að fá, neina í eitt hundrað ogfimm- tíu kilómetra fjarska“, mælti hann að lokum, „og lifi hennar verður eigi bjargað, nema þau fáist“. „Jeg fer sjálfur, og sæki meðulin“, m^elti Masters i ákveðnum róm. „En til ferðarinnar fram og aptur ganga að mirn9ta kosti fjórir dagar“. Kenen hrissti aptur höfuðíð. „Betra, að eg fari“, mælli bann, „og sé íljótur i ferðum. — Jeg þarf að fá SDjóskóna mína! Það má aldrei deyja í ofninum bjá henni, og vakni hún, verður að láta hana Lragða á búpuont! Jeg elda ögn meira af henni — og legg svo á stað“. Hann gekk nú út, og Masters fór inn í herbergið þar sem sjúklÍDgurinn lá. 74 Masters dró hann úr vosklæðunum, Iagði hann síð- an á ábreiðuDa, og gekk út úr herberginu. En er hann kom inn aptur, dróget Kenen á fætur, og þó eigi hljóðalaust, og studdist við borðið. „Hún lifir!“ mælti hann. Masters horfði forviða á hann, eins og hann væri risinn upp frá dauðum. „Já“, svaraði Masters. „En hún getur ekki sofið núna! Hitasóttin hefir magnazt! Þú komst of seint!“ Kenen drógst fram að dyrunum. „Nei!“ svaraði hann. „Herörnin var fljót í ferðum! Ekki of seint komið!“ Masters anzaði engu, en horfði forviða á hann, sýnd- ist hann svo aumÍDgjalegur. Hann sá nú Kenen staulast út, og heyrði að hann gekk inn í herbergið, sem barnið lá í. Heyrði hann barnið snökta, en Kenen tók það upp úr rúminu og bar það nær eldinum. Þar settist hann á hækjur sínar, eins og Indíánum er títt, sneri bakinu að veggnum, og hélt á telpunni í fangi sér. Ma9t-srs þóttist sjá, að hann væri máttlaus í hand- leggjuDum, þar S9m hann varð að láta olnbogana hvíla á knjám sér, til þess að geta haldið á barninu. Og nú fór Indíáninn að syngja — syngja gleði- og þakklætis-söngva. EfDÍð í kvæðinu var, sern hér segir: „Herörninn mikla kemur úr fjöllunurn, þegar tungl- skin er að nóttu. Hann fer hraðar, en norðanvindurinn; — sofðu, litla barnið mitt, sofðu!

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.