Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1910, Blaðsíða 3
XXIV, 44.-45. Þjóðviljinn. 175 5. Náttúrufræði: Eðlisfræði og sú grein, sern slept hefir verið við fyrri hlutann af þeim, er nefndar eru í 2. gr. 4. 6i Stærðfræði: Rúmmálsfræði, flatarmál og þykkvamál. Munnlegt próf og skriflegt. '7. Uppeldisfræði: Yfirlit yfir sögu uppeldisins; höfuðatriði sálarfræði og kennslufræði. 8. Söngur: Prófið á að sýna, að nemandi geti sungið einföld lög í öllum almennum tón- tegundum tónrétt og taktrétt eptir nótum, qjört grein jyrir höfuðatriðum almennrar söngfræði og leikið 4 eitthvert hljóðfæri. 9. Teikning: Teiknuð ein mynd eptir einföld- um margflötung. Leggja skal og fram teikn- ingar þær, er nemandi hefir gjört síðasta vetur og taka tillit til þeirra við dóminn. 10. Skólasmiði: Nemandi skal hafa teiknað og smíðað a. m. k. 16 fyrstu gripina af smíðis- griparöð þeirri, sem kennd er við Ná&s. Teibningarnar og gripirnir eru lagðir fram við prófið og dæmt eptir þeim; 11. Leikfimi: Prófið á að sýna, að nemandinn geti leikið ýyrir allar venjulegar æfingar, skipað fyrir, leiðrétt aðra og stjórnað þeim og samið stundarskrá, er sýni, að hann beri skyn á, hver tilbögun bezt svarar tilgangi æfinganna. 12. Kennsla: Prófið er verklegt. Nemandi skal kenna börnum íslenzku, kristin fræði, reiku- ing og einhverja eina af þessum námsgrein- um: íslemlingasögu, landafræði, náttúru- fræði. Þar sem annað er ekki tekið fram, er próf- ið munnlegt. Af þvi að hér er um mál að ræða, aem mjög varðar almenning, töldum vór eigi spilla, að taka hið ofan letraða í blað vort þar sem kunnugt er, að allur fjöldi blaðlesanda hefir eigi Stjórnartíðindin til að grípa til, er á þarf að halda Mjög heppilegt ákvæði er það, í 7 gr. reglugjörðarinnar, að nemandi, sem í j einhverri námsgrein hefir fengið lægri \ einkunn, en þarf, til að standast prófið —- |l en til þess má einkunnin í engri náms- ! grein vera lægri en laklega, og i kennslu ekki lægri, en vel —, má ganga undir kennarapróf síðar i þeirri námsgrein einni án þess að taka þá próf að nýju í hinum námsgreinunum. Þetta er þó bundið því skilyrði, að aðal-einkunnin (í öllum námsgreinunum til samans) hafi verið nægilega há, en œtti einnig að gilda, hafi vanþelcking í einni, eða tveim—þremur námsgreinum, eða ó- heppni, sem vel getur komið fyrir við próf, varnað því, að nemandinn fengi næga abal einkunn. Slikt ákvæði ætti og að taka upp í reglugjörðir almenna menntaskólans, og I gagnfræðaskólanna. Annars ætti og sú tilhögun að kom- ast á i öllum skólum, að hver, sem vill, gæti fengið að ganga undir próf í hverri þeirri námsgrein, sem hann óskar, þólt eigi gangi undir próf i ölluin námsgrein- um, sem í skólanum eru kenndar. Nýjar bækur. —o— Yornætur á Elgslieiðum (sögur frá Nýja Skotlandi) eptir J. Magn- ús Bjarnason. Reykjavik. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 1910. 198bIs8-“. Eptir þenna höfund hefir áður komið út ljóðabók og skáldsagan Eiríkur Han9on. Þessi bók er nokkrar smásögur: Ungfrú Harrington og Jeg (i 6 köflum), Islenzk- ur ökumaður (í 3 köflum), Islenzkt helj- armenni, Islenzkur Sherloek Holmes, Ma- bel Mc. Isanc Patrík 0 More, Bergljót. — Pyrsta sagan er lang lengst, en ekki finnst mér mikið til hennar koma, eða bókar- innar i heild sinni, en fyrir þjóð, sem er jafn fátæk að skáldsögum og auðug a£ skáldum, verður hver ný saga kærkomin gestur, ef eitthvað er í hana varið, og virðingavert ef skáldin vildu snúa sér meira að skáldsagnagerðinni, en þau hafa gert hingað til, en auðvitað er erfiðara við hana að fást fyrir menn, sem verða að hafa skáldskapinn í hjáverkum, svo sem tíðast er um íslenzku skáldin. 1 >ýrasögur I, eptir Þorgils Gjall- anda. Reykjavík 1910. Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar. 99 bls. 8ií. Sögurnar eru alls 12 og ritaðar á síð- ustu tveim áratugum (1890—1909). Þær heita: Eölski, Móa-Móra, Brekku öulur, Kola, Kýr tárfellir, Valur, Skuggi, Létt- ; feti, Prá norðurbyggðum, Dums minning, Gláma, Heimþrá. Helmingurinn afþeim eða svo, hefir áður birzt á prenti í Dýra- vininum. — Allar eru sögurnar snildar- lega vel sagðar, og málið fagurt og við- kunnanlegt eins og á öllu, er Þorgils Grjall- andi ritar, og þó tekst honum líklega aldrei betur, en er hann lýsir dýrura. í Upp við fossa er lýsingin á honum Rauð dæmafá. Sögurnar bera þess líka ljósan 75 Hraðara en norðanvindurÍDn skol hann bera þig; — súptu nú á, litla barnið mitt, — taktu inn meðalið, sem Kenen kom með handa þéi! Herörninn mikli bægir hinu ílla frá þér!u Loks heyrði Masters, að söngurinn þagnaði, enda var barnið sofnað, og hitinn hafði gjört fætur Kenens til- finningalausa; eu hann bafði þó eigi hreyft sig, með því að þá gat komið ókyrrð að barninu. Masters heyrði hægan andurdrátt, og læddist burtu, því að hoDum skildist, að bæði Kenen og barnið, mundu •flofnuð. En er hann litlu síðar kom spur, ómuðu í eyrum hans tónar — söngur um gleði og frægð kynflokks, er mikið hafði að kveðið. Sá, sem söng,‘var með aptur augun, en hélt þó á barninu í faðmi sór. Barnið svaf —- hressandi og lífgandi svefni. Hann tók bamið með gætni úr faðmi Indíánans og lagði það í rúmið. En Kenen lá grafkyrr á gólfinu, með krosslagðar hendur. Masters þótti þetta kynlegt, og datt í hug, að allt væri eigi með felldu. Hann gekk því til hons, og hlustaði, hvort hann heyiði eigi andardráttinn. Hann var hættur að draga andann. Hann hafðí lagt lif sjálfs síns i sölurnar, til þess að fbjarga lífi barnsins. 64 Indíáninn gekk þangað, sem barnið svaf, og lagði höndina á ennið á því, en leit síðan til Masters. „Hitasótt!u mælti hann. Masters þreifaði á höfðinu á barninu, og fann, að það var brennandi heitt. Honum brá mjög, og fylgdist aptur meðKeneninn í annað herbergi, og settust þeir þar við borð. „Við höfum engin meðul!“ mælti hann. „Meðala- kistan datt útbyrðis! — G-uð só oss liknsamur! Mér hefir láðzt að fá meðul i staðinn! Hvað er nú til ráða?u Indíáninn var náfölur. „Héðan eru eitt hundrað og fimmtíu kílómetrar!“ tautaði hann. „Eitt hundrað og fimmtíu kílómetrar! Og við höfum engan hundÍDD!“ Að svo mæltu gekk hann að glugganum, og hall- aði sér út um hann. Haon sogaði að sér útiloptið, og tautaði eitthvað, 8011) ekki skildist. Daginn eptir, vissi Masters naumast, hversu nóttin hafði liðið. Telpunni versnaði óðum, en Kenen sat stöðugt hjá henni, og vissi hann því, að sÍDDar hjálpar þurfti eigi með. Telpan vaknaði með hljóðum, en sofnaði svo að lok- um út frá grátnum. Masters stóð stundarkorn fyrir utan dyrnar, og hlustaði. Hann heyrði þá að Indíáninn var að syngja, en barn- if hálf-snöktandi. Masters kom sér nú burt, gekk inn i berbergi sittr

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.