Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1910, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.10.1910, Síða 6
1S6 ÞJÓÐVILJIN.V. XXIV., 46.-47. Almenni menntaskóliun Á almenna menntaskólanum flærða skólanum) eru námsmenn nú alls 126 að tölu. Drnkknun. Að kvöldi 3. þ. m. fokt.) fóru tveir Norðmenn á bát frá einni bryggjunni hér i bænum, og ætluðu út í kolaskip, sem á höfninni lá. Veður var hvasst, og hefur ekkert til mann- anna spurzt, svo að talið er vist, að þeir hafi farizt á siglingu. Lœknaskólinn. Á honum eru nú alls nitján námsmenn. Af námsraönnum þessum byrjuðu fimm nám- ið nú í haust. Kvennaskólinn. A kvennaskólanum hér í Reykjavik eru nú alls 105 námsmeyjar. Af námsmeyjum þessum eru tólf í hússtjórn- ardeildinni. Mciðyrðainál dœind. Dómur er nýlega uppkveðinn i tuttugu meið- yrðamálum, er Björn ráðherra Jdnsson hafðihöfð- að gegn Þorsteini ritstjóra Oíslasyni, út af ýms- um blaðagreinum í „Lögréttu11. Dómsúrslitin urðu þau, að ritstjóri „Lögréttu11 var, að því er „ísafold“ skýrir frá, dæmdur alls í 570 kr sekt og 385 kr. málskostnað, auk þess er meiðyrðin voru dæmd dauð og marklaus. Prestaskólinn Námsmenn eru þar nú sex að tölu, þrír i efri og þrír í neðri deildinni. Eldgos i Yatna-jökli í blaðinu „Þjóðólfur11 er skýrt frá þvi 7. þ. m. (okt.), að sira Magnús Bjarnarson á Prest- bakka og Einar málari Jónsson hafi gengið upp á fjallið Kaldbak, hæzta fjallið á Siðunni, og skrifar Einar ritstjóra „Þjóðólfs“ um ferð þessa sem hér segir: „Utsýni þar or hið fegursta, er eg hefi séð sézt þaðan alla leið vestur til Heklu, milli Mýr- dalsjökul og Torfajökuls. Þaðan sér maður þá fögru sjón, að sjá yfir alla Síðuna með allt sitt skraut. Til austurs sézt alla leið yfir Ingólfs- höfða, Öræfajökull og Skeiðarársandur með öllum vötnum. En til landnorðurs sézt langt norður á hinn kuldalega Vatnajökul, en þetta skipti var honum volgt fyrir brjóstinu, þvi hann púaði jafnt og stöðugt ferlegum reykjarmökk upp úr sinu mikla blástursholi. Þuð hefur í allt sumar | lifað þ ir í glæðunum. 14í þ. m. varð loptið hér : svo svart sem bik væri, og þegar það hið dimma i ský fór yfir Lónagnúp, var til að sjá einS og | væri hálfrökkvað, en fyrir austan blasti Öræfa- J jökull við í glaða sólskini, og var það einkenni- I leg og fögur sjón allt saman.“ Ræktunarsjóðurinn. 6. okt. þ. á. hefur stjórnarráðið veitt 49 mönn- um verðlaun úr ræktunarsjóðnum, af vöxtum sjóðsins fyrir árið 19C9. Verðlaunin hafa verið hæðzt 200 kr., en lægst 50 kr:, og þar á milli (150 kr., 125., kr., 100 kr., og 75 kr.) Alls eru það sex menn, er hlotið haia 100 kr hver, eða þar yfir, en hinir allir 75 kr., eða | 50 kr. JVIa,nriíxlítt- £»að var orðið fullljóst hvað verða átti, með það, að Mýrahreppur muadi verða að sjá a bak einum af sínum allra nýtustu mönnum, við fráfall skipstjóra og sóko- arnefndarmanDS Kristjáw Júlíusar Ólafs- sonar i Meirigarði. Dauðinn var búinn í allt sumar að ásækja hann í eiuni hvíld- arlausri atlögu, og þó hann ætti all-orfitt að fella þaDn fjörmikla og þróttgóða mann, þá varð sigurinn þeim rnegin, sem síð- ur skildi. Kristján Júlíus er fæddur á Ytrihús- um í Núpssókn í Dýrafirði 25. desember 1864. Foreldrar bans voru: Olafur Sak- aríasson, sem dó í Meirigarði 10. janúar árið 1900 (sbr. Þjóðviljinn, 14. árg. 8. blað 32 bls.), og fyrri konu Ólafs, Ragnheiður Guðmundsdóttir írá Mýrum, Guðmunds- sonar yngra Hákonarsonar, GuðmuDdur Hákonarson var bróðir Brynjó’.fs hropp- stjóra,föður Guðmundar dannebrogsmanns á Mýrum. Kristján Júlíus missti ungur móður sina, þá var hann á öðru aldurs ári er hún dó 19. júní 1866, 30 ára gömul, en Ólafur giptist síðar Veroníku, dóttur sira Jóns Eyjólfssonar, sera siðast var prestur í Dýrafjarðarþingum. Með þeim hjónum ólst hann upp á Ytrihúsum fram yfir fermingar aldur, en staðfestur var hann á Mýrum á Hvitasunnudag 1879, með ágætum vitnisburði fyrir kunnáttu og hegðun, voru þeir fermdir í sama sinn hann og síra Magnús .Tónsson a Stað í Aðalvík, þeir voru mjög jafnaldra. Litlu eptir ferminguna fór hann til frændkonu sinnar, kvennskörungsins húsfi ú Guðnýar Guðmundsdóttur á Mýrum, sótti hann þangað sæmd sína og hamingju, sem fleiri aðrir, er studdir voru af hennar hamingju- riku hönd. Þar giptist hann 1888 eptir- lifaodi ekkju sinni Sigriði Þórðardóttur, en var þó enn á Mýrum eptir það; 1895 reistu þau hjón bú í Meirigarði og bjuggu þar síðan til þess næatliðið vor á allri jörðinDÍ. HaDn var mörg ár skipstjóri og nú hið síðastliðna vor var hann það 4 Augun voru flóttaleg, og sífelld hreifing á andlitinu. Hann hafði áður látið sér mjög annt um, að vera sem SDyrtimannlegast klæddur, en nú var hann í síðum, óhreinum flauelisfrakka, og hálsbindið fór illa. Fingurnir voru kræklulegir, og lók haDD þeim ým- ist um einn hnappinD, úrfestina sina, eða hanD handlék vindlaveski, sem hann missti aptur og aptur á gólfið. Allt útlit hans var veiklulegt, og reyndi hann að hressa sig á því, að reykja hvern vindlinginn á fætur öðrum. Honum þótti auðsjáanlega vænt um, að jegkom,og nú gafst mór einnig færi á, að kynnast konu hans, með þvi að hún settist hjá okkur, og hélt á vÍDnu sinni. Eeyndi hún, sem tök voru á, að bafa friðandi áhrif á hÍDar æstu taugar mannsins síns, en botninn datt þó hvað eptir annað úr samræðunum. Abbot sat opt þegjandi og í þönkum, margar mín- útur í senn, en var sífellt að fitla við einhverju með höndunum. Optar, en einu sinni, greip hann og fram í samræð- una, og fór þá að tala um eittbvað, sem alls ekki kom umtalsefninu við. Loks spurði hann mig, um leið og hann kveikti i nýjum vindlingi, hvort eg hefði verið í Paris, og séð stóru myndina sína á sýningUDni þar? „Sleppum heldur, að minnast á þettau, mælti kona hans. „Þú ættir ekki einatt að vera að hugsa um óræstismyDd- ina, s°m hefir eyðilagt í þér taugakerfið“. Abbot barði fingruDum óþolinmæðislega í borðið, og hélt engu að síður áfram að tala um þetta sama efni. HaDn spratt upp af stólnum, kaslaði vindlingnum, 9 Það var einD hertýgjuðu mannanna, sem þetta gerði og horfði hann um leið ógnandi á mig. Kraptar mínir biluðu, evo að eg hallaðist upp að múrnum. < Málarinn stóð enn á samn stað, og málaði, án þess að láta það, er í garðinum, gerðist, trufla sig á nokkurn hátt. Eg leit nú aptur niður i garðinn og sá þá, aðunga stúlkan var nálega hnígin niðurjaf hræðslu, svo að prestarnir urðu að styðja hana. Böðullinn gekk nú að stúlkunni, hnýtti hvítu bindi fyrir augun á henni, og síðan var hún borin upp á af- tökupallinn. Annar aðstoðarmannanna tók^nú stutt, beitt, og fág- að sverð, og rétti böðlinum það. Jeg sá, að böðullinn hélt hárinu frá hnakkanum á stúlkunni, og siðan sá eg sverðið reitt til höggs. Jeg lét aptur augun, eg heyrði þá hvininn, er högg- ið reið. Og er eg leit aptur út um"gluggann, sá eg aðstoð- armann böðulsins lypta upp blóðugu höfðinu, og sýna þeim andlitið, sem afskræmzt hafði af hræðslunni og sársaukanum. Hann reif nú bindið frá augunum, og setti höfuðið á spjótsodd, og setti síðan spjótið, með höfðinu á, á höggpallinn, og lét andlitið snúa að glugganum, sem eg var við. Jeg sá glöggt, hve brostin augun störðu á mig, unz þau lokuðust að öllu, og hvurfu þá og sársaukadrættirnir úr andlitinu. En er hér var komið, missti eg meðvitUDdina, og

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.