Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Blaðsíða 4
192 Þjóðviljinpí. XXVI. 48,-49. Tókst sýslumanni, og Snæbirni hrepp- stjóra, að komast upp á skipið, þótt skip- stióra væri það óljúft; en skipherra þver- neitaði, að halda skipinu til Flateyjar, og rneð því að sýslumaður mun eigi hafa viljað hverfa aptur við svo buið, fóru svo leikar, að skipið sást halda til hafs með sýslumanninn og breppstjórann. Skipið hét „Chieftain", og var frá Hull, nr. 847. Fregnin um aðfarir þessar barst stjórn- arráðinu 10. okt. siðastl., er símaði þá þegar til ráðherrans, sem nú er staddur í Kaup mannahöfn, og til danska konsúlsins í Hull. Síðan hefir fréttzt, að skipið hafi kornið til Hull 12. okt., og hafi hvorki sýslu- manni, né hreppstjóra, verið unnið neitt mein. Hv'ort sýslumaður hefir verið í embætt isbúningi sínuœ, eða skipstjóri getur borið það fyrir sig, að hann hafi eigi vitað, að hann átti yfirvaldinu að mæta vitum vór eigi. Eptir það, er ofan skráð var letrað, kom sýslumaður Barðstrendinga, og Snæ- björn hreppstjóri, 20. þ. m. heim frá Hull með islenzka botnvörpuveiðagufuskipinu „Snorri Sturluson", og mun það sannast, að hann hafi verið í embættisbúningi. f Drukknun Sig. læknis PálsSOnar á Sauðárkrók. 13. okt. síðastl. vildi það slys til, að Sigurður læknir Palston á^Sauðárkrók drukknaði í Ytri-Laxá í Húnavatnssýslu, i grennd við Hö9kuldsstaði. Hafði hann verið sóttur til sjúkliugs á Skagaströnd, með því að héraðslæknir- inn á Blönducoi var forfalíaður, sakir veikinda á heimili hans. Vöxtur var inikill í ánni, enda reanur hún um gil, þar sem Sigurður læknir, og fylgdarmaður hans, ætluðu yfir utn. — j Fór hestur læknisins á sund, og slitnaði j þá móttakí hnakknum, svo að hann losnaði við hestinn, og drukknaði. Fannst líkið tveim dögum síðar rekið af sjó skammt frá baenum Syðri-Ey. Var líkið síðan flutt að Sauðárkrók, °g fy'gdi því sýslumaður Skagfirðinga Pátt Vídalín, og þrjátíu Skagfirðingar, er gert höfðu sér ferð til að fylgjast með líkinu, er það var flutt til Sauðár- króks. Sigurður heitinn Pálssoo var sonur síra Páls heitins Sigurðssonar i Gtaulverja- bæ, sem mörgum er kunnur af prédik- anabók hans, en móðir hans var Margrét Þbrðardbttir sýsluuianns Gruðrnunds9onar. Hann var fæddur 24. maí 1869, og lauk stúdentsprófi 1890, en tók embætt- ispróf á læknaskólanum 1894. — Var hann síðan um hríð aukalæknir í Blönduóas- héiaði, en fékk veitingu fyrir Sauðár- krókslæknishéraði 1898. Kvæntur var hann Þbru Oísladbttur verzlunarmanns Tómassonar i Reykjavík, og lifir hún hann ásamt tveim börnum þeirra hjóna, sem bæði eru í æsku. Frá 8igluflrði. Siglfirðingar eru að ráðgora, að koma á fófc vatnsleiðslu í verzlunarstaðnuii. Til Siglufjarðar kernur árlega fjöldi erlendra síldveiðaskipa o! fl", og myndi vatnsleiðslan því meðal annars, koma í góðar þarfir þoirra vegna. Bæjarstjórnarkosninjr á isatirði. Kosning eins bæjarfulltrúa fór frarn í ísafjarð- arkaupstað 10. okt. þ. á., í stað Jóns Laxdals, fyr verzlunarstjóra, sem fluttur er úr kaupstaðum. Kosningu blaut Ingvar blikksmiður Vigýússon (110 atkv.) Næst bonum hlaut Ola/ur verzlunarstjóri Davíðsson atkvæði (Q\), en 32 atkvæðamiðar voru ógildir. Á kjörskrá alls um 600 manna. Hval rekur. Hval rak nýskeð að Neðra-Nesi á Skaga, og hefir það orðið þeim góð björg, er til náðu. j Sláttuvélar. Tvær sláttuvélar hafa í sumar verið hagnýtt- ar i Mýrdal í Vestur-Skaptafellssýslu. Vélar þessar, sem Jon búfræðingur Jðnathans- Don bafði útvegað, heita „Deeiing" (frb. Díring), og ganga tveir hestar fyrir annari, en eirm fyr- ir hinui. I bréfkafla úr Mýrdalnum, sem birtist í „ísa- fold" nýskeð, segir um vélar þessar, eðaum það, hversu þær reyndust í Mýrdalnum: „Deering slær mjög vel, og er ails ekki'þung fyrir tvo hesta, þar sem jörðin er slótt. — Er þessvegna útlit fyrir, að hún sé mjög hentug fyrir íslenzkan jarðveg". Vonandi er, að sláttuvélum fari bráðlega fjölg- andi hér é landi, svo að kostnaðurinn við hey- skapinn verði minni, en nú er, enda myndi það verða almenningi rík hvöt tíl þess, að fækka þúfunum sem allra fyrst. Vélarbátur sekkur. Þrír menn drukkna. 29. sept. þ. á, varð það sorglega slys á Breiða- 14 Yfirleitt var hann þvi mjög óiíkur Englendingum, sem all-flestir ern bjartir á brún og brá. Leið eigi á löngu, unz hann var almennt kallaður „svarti læknirinn" í Bishops Crossing. Þetta var fyrst, sem hvert annað hlægilegt viður- nefni, en varð, er árin liðu, að heiðurs-titli, semalli'þar i grenndinni könnuðust við, þvi að sú varð raunin á, að hann var ágætur skurðlækuir, og yfirleitt duglegur íæknir. Áður en hann settist að í þorpinu, höfðu menn vitj- að Edwards-Rowe, sem var sonur William Rowe's, læknis í Liverpool. En dugnaður föður hans hafði oigi gangið að erfðuca til hans, og tókst dr. Lana því brátt, að verða honum hlutskarpari, ekki sízt þar sem hann átti heima í þorpinu. Eins og Lana fékk brátt orð á sig, sem lækoir, svo komst hann og brátt i álit hjá heldra fólkinu. Honum tókst vel holdskurður, er hann gerði á Jamos Lowry, aðalsmanni, næat elzta syni BaUon's lávarður. og eptir það tók heldra fólkið honum opnum örmum. Varð það honum fremur til hjálpar, en trafala, að enginn vissi, hverra manna hann var, né þekkti fnrtíð hans, enda voru það honum og góð meðmæli, hversu út- liti hans var háttað. Sjúklingum hans þótti að eins eitt að bonum, og það var það, að ekki var annað sýnna, en að hann yrði piparsveinn. Var þetta þeim mun kynlegra, sem hann hafði hús- rúm nóg, og kuniragt var um, að hann hafði lagt upp fé. Fyrst framan af var verið að eigna honum ýmist þessa stúlkuna, eða hina, en er tímar liðu, datt engum 23 ist því óhugsandi, að jafn heiðviríur, og hroinskilinn maður, sem hann var, hefði getað framið slíkan glæp. Sjálfur skýrði Arthur Morton frá því, að hann hefði verið mjög bráðlátur í það, að tala við lækninn um mál- efni, er ætt sína befði varðað, en neitað gngngert, og þrá- látlega, að nafn systur sinnar stæði í því sambandi. Hann reyndi þó eigi að neita þvi, að samræðan hefði að líkindum eigi orðið lækninnin þægileg, en hann. kvaðst hafa heyrt sjúklinga segja, að lækninn væri eigi heima, og hefði hann því tekið á þolinmæðinni, og beðið heimkomu hane, unz klukkan var orðin þrjú að morgui. En er læknirinn kom eigi, kvaðst hann hafa hætt við svo búið, og farið heim til s'n. Að því er dauða læknisins snerti, kvaðst Morton engu fróðari, en lögreglumaðurinn, sern hefði tekið sig fastan. Hann kvaðst áður hafa verið alúðar vinur hins látna, en atvikin valdið breytingu í því efni, en þau kvaðzt hann helzt eigi vilji nefna. Það var fleira, sem styrkti sakleysi hans. Það var áreiðanlegt, að dr. Lana var á lífi, er klukk- an var hálf-tólf. Frú Woods bauðst til að sverja, að það hefði verið þá, sem hún heyrði málróm hans. Vinir ákærða lögðu mikla áherzlu á það, að dr. Lana hefði eigi verið einn, er hljóðið heyrðist. Óþolinmæði húsbónda hennar, er hann heimtaði, að hún léti hann í friði, virtist og staðfesta þetta. En væri þessu þannig farið, virtist sennilegt, að hann hefði dáið á tímanum, se:n leið fré því, er ráðs-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.