Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1910, Blaðsíða 6
194 ÞJÖBVILJIÍÍN. XXIV., 48.-49. kall, í Skagafirði, og fluttist þaDgað árið eptir, en að TJndirfelli 1876, og gegndi hann þar prestseinbætti í þrjátíu ár eða þar til hann árið 1906 flutti til Beykja- vikur. Hann var prófastur í HúnavatDspróf- astsdæini 1885—1906, og mátti teljast einn af atkvæðameiri prestum lands vors, að minnsta kosti síðustu prestskaparáriD. Tvíkvæntur var hann. — Hét fyrri kona hans Guðlauy Eyjölfsdbttir, bónda Jónssonar á Gíslastóðum, og kvæntist hann henni 1869. — Missti hann hennar 28. apríl 1884. — Börn þeirra em: 1. Einar, fyrruin ritstjóri, skáld. 2. Sigurður, ritstjóri og læknir á Akur- eyri. 3. Jbsep, er prestur var að Breiðabóisstað á Skógarströnd (f 6. maí 1903). En seinni kona síra Hjörleifs, er nú lifir hann, var Björy Einarsdbttir, bónda á Mælifellsá Hannessonar, og gekk hann að eiga hana árið eptir lát fyrri konu sinnai. Börn þeirra hjónanna eru: 1. Iryyyvi Guttormur, námsmaður í al- menna menntaskólanum í Reykjavík. 2. Guðlauy, hjá móður sinn£ Hann var bindindisfrömuður all-inikill, kom á íót kristilegu ungmeDnaíelagi í söfnuði sínurn o. fl. Jarðarför Hjörleifs heitins Einasonar fór fram 22. þ. m. (okt.) Mannalát. 15. júlí 1910, dó á Næfranesi í Dýra- firði gamalmennið Elín Jónsdbttir, fædd á Svartbamri í Álptafirði 9. október 1822, var hún lengi vinnukona í Vigur hjá Knstjáni daDnebrogsmanni Guðmunds syni og giptist þaðan Árna Jónssyni, voru þau í hjónabandi 36 ár, og voru lengi í Onundarfirði og Isafirði og dó Arni þar 30. marz 1891. Af 5 börnum þeirra aiu tvö á lífi: Jón, faðir Jóns Ágústs bónda á Vatnsleysu í Biskups tungutn og Þór, sem jafann fylgdi móð ur sinni allt til þess hún dó. Nokkru eptir það Elín varð ekkja, flutti hún frá Isafirði vestur í Dýrafjörð og dvaldi þar síðustu 14 ár æfinnar í skióli barna sinna, allt til þess hún dó á 89. aldursári. Elín var þrekmikil og iðju kona meðan kraptar leifðu, hugprúð og þolinmóð í öllum mót gaogi, ttúkons mikil og trygglynd, en gkðvær og skemmtin og kunni frá mörgu að segja frá sinni löngu lífsleið. 24. september 1910. Siyhv. Gr. Boryfirðinyur. t Að morgni 15. okt. þ. á. andaðist í ísafjarðarkaupstað frú Þbrdís Jensdbttir, koDa Þorvaldar prófasts Jónssonar á Isa- firði. Hún var fædd 3. júli 1849, og voru foreldrar hennar: Jens rector Sigurðsson og Ólöf Björnsdóttir, Gunnlaugssonar, yf- kennara. 3. sept. 1875 giptist hún eptirlifandi manni sínum, Þorvaldi prófasti Jónssyni á ísafirði. — Voru þau nokkur ár að Set- bergi i Snæfellsnessýslu, unz síra Þor- valdi var veitt Eyrarprestakall í Skutils- firði, og bjuggu þau jafnan síðan í Isa- fjarðarkaupstað. Af f jórum börnum þeirra hióna (tveim sonum og tveim dætrum) er nú að eins oin dóttir á Hfi, Kristin að nafni, gipt Sigurjóni barnaskóbiforstöðumanni Jóns- syni á ísafirði. f 28. sept. þ. á. andaðist enn fremur í ísafjarðarkaupstað Friðfinnur Kjærnested, trésmiðnr, fæddur 7. des. 1828. Hann kvæntist árið 1857 Rannveigu Magnúsdóttur, Ámasonar í ÞjóðólfstuDgu í Bolungarvík, og eru sex börn þeirra hjóna á lífi, þar af fjögur i Ameriku, en tvö hér á landi: Elías, bóndi i Þverdal í Aðalvik í Norður-Isafjarðarsýslu, Og Mikkalína, kona Kristjáns húsmanna Jó haDnssonar á ísafirð'. Friðfinnur heitinn var smiður góður, greindur vel, og margt vel um hanD. REYKJAVÍK 24. okt. 1910 Tíðin hagstæð hér nyðra að undanförnu, en þó rigningar o°; hvaBSviðri nokkru síðustu dagana. Glímuskóla hefir glímufólagið „Armann" á- formað, að halda hér í bæuum í vetur, frá 1. nóv. til 15. aprfl næstk. Þar verður kennt unglingum, 12—16 ára að aldri. og er gjaldið 1 kr. 50 a. fyrir hvern. 16 veitt því eptirtekt, áður en hann afhenti það þeim, er bar út bréfin. Það var farið með það úr pósthúsinu að kvöldi dags. Morguninn eptir — 4. dag júnímánaðar — heim- ¦ótti dr. Lana ungfrú Morton, og áttu þau lengi tal saman. Veittu menn þvi þá eptirtekt, að hann var mjög æBtur. En ungfrú Morton fór eigi út úr herberginu allan daginn, og sá vinnukonan opt, að hún var að gráta. Seinna í vikunni varð það hljóðbært í þorpinu, að trúlofunin væri búin að vera, að dr. Lana hefði farizt smánarlega við ungu stúlkuna, og að Arthur Morton, bróð- ur hennar, hefðu farizt orð í þá att, að rétt væri, að láta svipuna jafna á hryggnum á honum. Að hverju leyti lækninum hefði farist ílla við haua var mönnum ókunnugt, og gátu menn ýmist upp á hinu eða þessu. En vottur þótti það samvizkubits, að hann gekk fremur á sig margra kílómetra krók, en að ganga fram hjá gluggunum á Leigh-höfðingjasetrinu. Hann var hættur að fara i kirkju á sunnudögum, enda gat hann vænzt þess, að hann rækist á hana þar A hinn bóginn birtist auglýsing í blaðinu ^Lancet" þess efnis, að lækDÍr vildi selja réttÍDn, til að sinna lækn- isstörfum, sem hann hefði haft á hendi, og datt mönnum þá í hug Bishops Crossing, þó að nafn væri eigi nefnt, og að dr. Lana væri á förum, þótt vel hefði vegnað. Svona var málinu komið 21. jiiní. — En þágerðist sá atburður, er breytti því, sem til þessa eigi hatði farið út fyrir þorpið, í sorgarleik, setn vakti athygli allrar þjóðarÍDnar. 21 dyrnar, sáust spor eptir óhreÍD stígvél, seni að öllum lik- induí. stafaði frá morðingjanum. Það var vafalaust, að hann hafði farið inn um dyrnar á likskurðarstofunni, dropið læknirinn, Og flúið svo, án þess hann sæist. Auðsætt virðist, að morðinginn hofði verið karl- maður, þegar litið var á sporin á^gólfábroiðunni, og á það, hversu sárunum var háttað. Annað, eða meira, þótti ^lögreguraanninum örðugt að dæma um. Ekki sáust nein merki þess, að rán hefði verið framið og gull-úrið læknisins var í vasa hans. Þung peningaskrína var í herberginu. — Hún var læst, en engir penÍDgar í heDUÍ. Frú Woods þóttist hata veitt því eptirtekt, að hann geymdi þar optast mikið fé, en hann hafði borgað háan reikning daginn árið, og það sannaðist, að það var þetta «n eigi rán, sem olli því, að skrínan var tóm. Að eins eÍDn hlutur var horfinn úr herberginu, og loit það grunsamlega út. Myndin af ungfrú Morton, sem einatt hafði staðið á skrifborðinu, hafði verið tekin úr umgjörðinni, og var horfin. Frá Woods hafði séð hana, er hiin kom inn til kúsbónda síns um kvöldið, og nú var hun horfin. A hinn bóginn fundust á gólfinu græoar augnhlíf- ar, sem ráðskonaD muodi eigi eptir, að hÚD hefði séð fyr. Vel gat þó hugsast, að læknir hefði átt slíkan mun ¦og varð því eigi af fnndi þessum ráðið Deitt um glæpion. GrruDurÍDD gat að eÍDS fallið á eina mann, og Arthur Morton var því þegar tekinn fastur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.