Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.11.1910, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.11.1910, Blaðsíða 3
XXIV., 51.-52. jPjÓÐVILJINPÍ. 203 Mælt er, að ófriðarhugur sé töluverður i íbúum borgarinnar Larissa, vilja, að Tyrkjurn só sagt stríð á hendur, og Krítey j á þann hátt verði sameinuð Grikklandi. \ Bardagi varð nýskeð á landamærum Tyrklands og Montenegro’a, og er svo að ráða, sem það hafi verið tyrkneskir þegn- ar, er þar áttust við, því að þeir sem miður höfðu, eptir 6 kl.tíma oru9tu, fiýðu til Montenegro, til þess að þurfa eigi að selja vopn síd af hendi, og líkar Tyrkja stjórn það miður, að þeim var eigi visað .þaðan tafarlaust. E>ýzkaland. Þýzkur maður, Heinrich Haas uð nat'ni ætlaði nýskeð að tijúga frá Tríet til Metz, en féll úr 29 metra hæð, og beið þegar bana. Jafnaðarmenn hafa haldið ýmsa fundi tíl þess að mótmæla aðförum Iögregluon- ar, er uppþotið varð nýskeð í einu út- ; hverfi Berlínar („Moabit4*), sbr. 50 nr. : blaðs vors þ. á. í öndverðum október urðu róstur nokkr- ar i borginni Köln, verkfallsmenn annars , vegar en lögregluraenn hins vegar, og urðu 80 eárir, auk þess er einn lögreglu- mannanna varð mjög sár á höfði. t Þýzki hershöfðÍDginn Verdy de Vemois er nýlega dáinn. — Hann var á ferð í Stokkhóimi, er hann dó. — Hann var fæddur í Sohlesíu 1832, tók þátt í stríði Prússa við Austurríkismenn L866, og í fransk-þýzka ófriðinum 1870. — Hermála- ráðherra var hann 18S8—’95, og heflr rit- að ýmislegt um hernaðarmálefni. 11. okt. þ. á. hófst háskólabátið í Ber- lín, i mÍDningu þess, að þá varð skóiinn hundrað ára (stofnaður árið 1810), og sækja hann síðustu árin árlega um 7000 stúdent- ar. — Meðal annars, sem til hátiðabrigða var haft, var það, að 300 stúdentar báru blys. f Nýlega andaðist í Charlottenburg, við Berlín, einu, af helztti læknisfræðing- um Þjóðverja, háskólakennarinn dr. Ernst von Leyden, 78 ára að aldri. — — — Austurrikí—TJng-vei*jalancl. Mælt er, að Franz keisari Jósep ætli að sækja fund Vilhjálms keisara nú í nóv- ember, erida hafa rikin árum samau verið í bandalagi, til sóknar og varnar, ef ófrið ber að höndum. Austurríkismenn, sem og Ungverjar, eru nýlega byrjaðir á kjöt-innflutningi frá Argentínska lýðveldinu í Suður-Ameríku og er það eigi skaiiimt sótt — — — Rússneslia rikið. I öndverðum nóvember ætlar Nicolaj keisari að heimsækja Vilhjálm keisara. — Ætla þeir að hittast í borginni Postdarn, og má vera, að það verði um satna leyti, sem Austurríkiskeisarinn verður á ferðinni. 7. okt. síðastl. var maðnr nokkur að reyna flugvél í grennd við Pétursborg, og fóil niður úr þúsund metra hæð, og beið þegar bana — Maður þessi hót Mazievitch. I Japanskur prinz, Takugava að nafni kom til Pétursborgar, og er ætlað að hann hafi komið þangað i mikilsverðum pólitiskum erindagjörðum. Isvolsky, utanríkisráðherra Rússa, er nú orðinn sendiherra í París, en Sasonoff orðinn utanríkisrá.ðherra í hans stað. Þingið í Finnlandi hefir verið rofið, | og eiga nýjar kosningar að fara fram 2. janúar næstk., en þingið að taka til starfa 1. febrúar næstk, — — — Finnland. Þing Finna (rlanddagurinn“) hefur neitað, að taka til meðferðar lögin, sem : Nicolaj keisari, að fengnu samþykki rúss- I neska þingsins, hefur staðfest, að því er j réttarstöðu FÍDnlands í rússneska keisara- I dæminu snertir. Búist er við því, að þing FinDa verði rofið, og nýjar kosningar bráðlega látn- ar fara fram. Stjórn Rússa hefur nýlega bannað, að flytja vopn til Finnlands, vill nú tryggja sér, að þeir sóu varnar- og hjálparlausir. Bandarikin. Auðugar gullnámur hafa fuDdizt hjá Kenaji-fljótinu í Alaska, og streymir þangað fjöldi fólks. I borginni Chicago hefur nýlega ver- ið afhjúpað líkneski þýzka skáldsins Goethe (t. 28. ág. 1749. f 22. ‘rnaiz 1832.) Talið er, að verkf'all í koianámum í IllinoÍ9 rikinu, sem nýlega er iokið, hafi bakað námu-eigendum 15 rnillj. dollara tap, en verkamönnum 12 millj. dollara fjártjón. Nýskeð var húseign, er blaðið „Tímesa í Los Angelos í Kalíforníu átti, sprengd Eptir John Oakley. (Lauslefr þýðing-). I. Samsærið. Það var þungt lopt í herberginu, fullt af tóbaksreyk og matarlykt, enda nýlega lokið við máltíð. DúkurinD og diskarnir, hafði verið tekið af borðinu, en flöskur og glös stóðu þar enn. Fjórir menn sátu við borðið, og rar sá þeirra, sem yngstur var, að segja sögu, og mátti sjá það á andlitum hinna, hvers efnis hún myndi vera, þar sem þeir voru mjög kýmileitir. En er mesta kátÍDan var um garð geDgin, sagði sá, er við borðendann sat, i mjög ákveðnum róm: „Nú til Btarfa! Tíminn líður!“ 29 Parlock C’arr: (sækjandi málsins): „Jeg krefst þess, að fá að hafa bréfið til morguns. til þe9s að geta aflað mér nákvæmrar vitneskju um það, hvort hér er eigi um það að ræða, að rithönd læknisins. sem telja verður víst, að sé dainn, hafi verið stæld. — Þarf og eigi að benda á, að hér getur verið um hrekkjabragð að ræða, til að villa dómurunum sýn. Yil eg og vekja athygli á því, að sam- kvæmt vitnisburði ungu stúlkunnar sjálfrar, hlýtur hún að hafa haft þetta bréf í vörzlum sínum, bæði þegar lík- skoðunin fór fram, og meðan á rannsóknum stóð. — Hún ætlar oss að trúa því, að hún hefði látið hvorttveggja fara fram onda þótt hún hefði þau gögn í vörzlum sínum, sem hlotið hefðu að gera tafarlaust enda á rannsókninniu.- Verjandinn: „Getið þér skýrt frá, hvernig á þessu stendur. UDgfrú Morton?" Ungfrú Morton: „Það var ósk dr. Lana’s, aðþagað væri um leyndarmál han9!“ Parlock Carr: „En hví hafið þér þá 1 jóstað því upp?*1 Ungfrú Morton: „Til þess að frelsa bróður minn!“ Það heyrðist á áheyrendunum, að þeim likaði þetta vel, en dómarinn hvat.fci þá þegar, til að vera hljóða. Dbmarinn: „Það er nú yðar, hr. Humphrey, að upp- lýsa lik hvaða manns það er, sem margir af vínum og -sjúklingum læknisins hafa talið vera lík sjálfs hans“. Einn kviðdömandanna: „Hefir nokkur vafi leikið á þessu, fyr en nú?“ Parlock Carr: „Ekki er mér kunnugt um það“. Verjandi: „ Jeg geri mér von um, að rnálið skýrist“. Dómarinn: „Störlum dómsins er nú frestað til morguns!"

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.