Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.12.1910, Blaðsíða 2
226 Þjóbviljinn. XXIV., 57.-68. Mælfc er, að Asquit- ráðaneyt ') vil ji n \ einnig fá því framgengt, að þingmöDnum verði greiddir dagpeningar. I blaði roru var þess nýskeð getið, að írski þingmaðurinn John Redmond hefði biugðið sér til Bandaríkjanna, til þess að safna fé í kosningasjóð íra, og kvað hon- um segjast svo frá, að þar hafi í nefndu skyni verið skotið saman 40 þús. sterl- ingspunda (um 720 þús. króna). Dr. Crippen, er sakaður var um, að hafa myrt koDU sina, og flýði með vin- stúlku sinni til Ameríku, svo sem fyr hefir verið getið um í blaði voru, var af lífi tekinn (hengdur) 23. nóv. þ. á., enda þótt hann héldi því fram statt og stöðugt, að hann væri saklaus. 20. okt. þ. á. fórst eimskipið „Kurdistan“ fiá Liverpoolí grennd við Scilly-eyjarnar, sem eru eyjar fyrir suðvestan Landsend- höfða í greifadæminu Cornwall í Bretlandi, og týndu þar 36 menn lífi, eD að eins tveim varð bjargað. Talsverðar róstur hafa orðið i Suður- Wales, út af verkfalli þar, meðal annars 7. nóv. síðastl., er 30 þús. verkfallsmanna áttu í höggi við lögregluliðið, þar á með- al konur og börn. — Fjöldi manna hafa orðið sárir í róstum þessum. Belgia. Sýningunni í Brussel var lokið 8. nóv. þ. á. Sama dag hófst þing Belga, og las konungur sjálfur boðskap sinn til þings- ins. Þótti jafnaðarmÖDnum þar lítt tekið í kröfur um aukinn kosDÍngarrétt, og fleygðu í konung örlitlum pappírskúlumj er á var letrað: „ÞÍDgrof! Lifi almenn- ur kosningaréttur!“ Sömu viðtökur hafði konuDgur, og drottning hans fengið hjá lýðnuin, er þau komu akandi til þinghússins. Atlantshafstíoii Bandamanna kom ný skeð til Frakklands, og brugðu fyrirliðar o. fl. sér til Parísar, og var fagnað þar prýðis vel. Klæðsali Dokkur hefir ný skeð arfleitt jafnaðarmanna foringjann Jaurés að 300 þús. franka, sem verja á, til þess að efla flokk jafnaðarmanna. — Jaurés er fædd- ur 1859, og hefir leDgi verið þingmaður en var áður háskólakennari í heimspeki í borginni Toulouse. Yatnavöxtur mikill í ánni Seine, er rennur gegnum Parísarborg, og voru menn er síðast fréttist, hræddir um, að tjón ilytist af. Portugal. Fellibylur olli nýiega miklu tjóni í héraðinu Algarve. og er mælt, að þar hafi fimmtíu til hundrað manna týnt lífi. — Yms fiskiskip kvað og hafa farizt. Nú er mælt, að Manue\ konungur, og móðir hans, er fyrst fóru til Englands, liafi áformað að setjast að í Belgíu. Öll stórveldin hafa nú viðurkennt Portugal, sem lýðveldi, og fögDuðu bæj- arbúar í Lissabon því á þann hátt, að þeir gengu hundrað þúsundum saman í skrúðgöngu syngjaDdi til halla sendi- herraDna. Lýðveldisstjórnin kvað dú hafa í smíð- um aðskilnað rikis og kirkju. ítalia. Jarðskjálftar urðu í borginni Messína um miðjan nóv., og hrundu þar nokkur hús, en fólk bjó um sig hér og þar í tjöldum. Tyrkland. ÞÍDg Tyrkja var sett í Constautínopel 14. nóv. þ. á., i viðurvist soldáns, prinza, og sendiberra erlendra þjóða. í boðskap soldóns var þess getið, að vinfengi við aðrar þjóðir væri gott, og að Tyrkir þyrftu aö taka ríkislán. Forseti þing6ins var kosinn Achmed Riza. — — — Grrilifkilancl. Menn, sem selt hafa ýmis konsr varn- ing handa hernum, hafa nýskeð orðið upp- vísir að all-miklum fjárdrætti. Yið fjárdrátt þenDaeru og nokkrir liðs- foringjar taldir bendlaðir, og hafa því verið teknir fastir. Þröngt mjög um fjánhaginn hjá Grikkj- um, sem hjá Tyrkjum. — Arin 1908 og 1909 brast hvort árið 18 milljónir drachma upp á það, að tekjumar hrykkju fyrir útgjöldunum, og í ár er gert ráð fyrir, að vanta muni 10 milljónir drachma (ein drachma er 72 aur.). Yms lög, er að fjármálunum lúta, ætl- ar FemVelos-ráðaneytið sér að leggja fyrir þingið, sem og lög um breytingu á kosn- ingalögunum, og lög, er gera embættis- menn óháða stjórninni, væntanlega óaf- setjanlega, nema með dómi. — — — Austurriki. Flóð olli nýskeð all-miklu tjóni í Trí- est, en glöggar fregnir þar að lútandi hafa eigi borizt. — — — Rússland. Þing nýlega sett, og var Outcshkoff valinn forseti. — Hann er úr þingflokki svo nefndra „oetobrista“. — — — I ‘ýzkuland. Árið 1913 verða 25 ár liðin, síðan er ViUijálmur keisari tók við rikisstjórn — að föðir sínum, Friðriki III■ látnum (f 15. júní 1888) —, og hefir því skipazt nefnd manna á Þýzkalandi, er gengst fyrir söfnun samskota til að kaupa skemmti skip handa keisara, þar sem skip hans „Hohenzollern“ er orðið gamalt, og hvergi nærri eins veglegt, eins og ferðaskip Rússa keisara og Bretlands konungs. — — — 1 landarikin. Nýlega vildi það slys til, að maður nokkur, Johnstone að nafni, féll í flugvél niður úr 800 metra hæð, og beið þegar bana. — 29. okt síðastl., er kappflug var reynt í Belmont skemmtigarðinum í New-. York, tókst Johnstone að komast 2823 metra í lopt upp, eða hærra, en nokkur annar hafði komizt. í öndverðum nóv. þ. á. kviknaði i geðveikrahæli í Brandon, sem ætlaðjjer sex hundruð sjúklingum, og,oiðu eigi all- fáir bana, en fjöIdinD allur [hljóp í æði inn í skóg, er þar var 1 grenndinni, og vrr við búið, er siðast frétlist. að þeir fær- ust þar úr kulda og tiungn. Til viðbótar útlendu fréttunum, sem prentaðar eru*hér að ofan,rskal enn frem- ur getið þessara" tiðinda, er síðar jhafa borizt. Mexíco. Lýðveldisforsetinn í Mexíco heitir Porfirio Díaz. —“Hefur hann'gegnt ern- bættinu samfleitt,^'síðan 1884; en áður hafði hann verið forseti 1877 —1880. Hefur Porfiri Díaz reynzt mjög nýtur maður, komið fjárhag landsÍDS í gotthorf og að öðru leyti látið sér^annt um, að efla framfarir á ýmsar lundir, sro að lýð- veldið'hefur vaxið að mun að jáliti hjá öðrum þjóðum. Á hinn bóginn hefur hann'þó þótt í meira lagi einráður, og hefur það að lík- indum gefið tilefni5til"|uppreisnarrregna,. sem nú hafa nýlega“borizt júr Mexíco. Foringi uppreisnarmannanna cheitir Fransisco Madeiro, og hefur hann eitt- hvað af herliðinu á sinu bandi. Segja símfregnir, að mannskæðar or- ustur hafi orðið milli uppreisnarmann- anna og herliðs stjórnarinnar, og hermdu fyrstu símfregnir jafn vel, að Porfiri Diaz hetði verið myrtur, og að Madeiro hefði takið við völdum. Aðrar símfregnir segja á hinn bóginn að uppreisnarmenn hafi biðið lægri hluta, og verði Francieco Madeiro af lífi tekinn ef hann náist. Hvað sannast reynist, verður því eigi sagt að svo stöddu. Brazilla. Skipshafnir þriggja herskipa, er lágu á höfninni í Río de Janeiro, gerðu ný- skeð uppreisn, ráku flotaforingjann á land og kusu í hans stað einn hásetanna, sem yfirmann sinn. Byltingamenn skrifuðu síðan lýðveld- isforsetanum, og kröfðust þess: 1. að hætt væri að beita líkamlegum refs- ingum. 2. að laun þeirra yrðu hækkuð, og 3. að vinnutímiun yrði styttur. Forseti svaraði kröfum þeirra engu, og tóku þeir þá að skjóta á borgina, sem og á skip. sem á höfninni lágu. ÞingmanDÍ nokkrum, sem fór á fund þeirra, tókst þó að miðla svo málum, a5 þeir hættu skothríðiuni, og gáfust upp gegn því að fá uppgefnar sakir, og sam- þykkti þing Brazilíumanna það síðan. Mælt er, að stjórnin hafi eigi viljað láta önnur herskip leggja til orustu við skip byltÍDgarmanna, af því að á þeim

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.