Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1911, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.01.1911, Blaðsíða 3
XXV., 1. -2. Þjóbvitjinv. 3 tala utn slíba hluti i alvöru, hvað þá heldur bindaet samtökutn til þess að koma þvílíkri stefnu í framkvæmd. Eg þykist vita, að rnenn reki minni til þess arna, bæði úr viðræðum manna á milli og eins úr opinberum umræðum, svo sem i blöðum og víðar. Menn muna t. d. sjólfsagt að blöð, sem nú bera nafnið sjálfstæðisblöð, könDuðust ekki fyllilega við þessa stefnu fyrir nokkrum árum, er fáir menn kváðu uppúr með hana. En þetta breyttist fljótt — hjá mikl- um hluta þjóðarinnar, ef ekki bjá öllum þorra hennar. NÚ kannast margur við það, a. m. b. i orði, að þeir «éu skilnað- armenn, og aðrir, er ekki gera það, láta hægt um andróður eða varast að ganga í berhögg við stefnuna. En hversu mik- ið sé að marka þetta, með eða mót, eða hvort mikið sé upp úr því leggjandi, er eifitt að fullyröa nokkuð um — eins og nú er ástatt og meðan þessi stefna hefir ekki fengið neitt verulegt ekipulag Á meðan svo er og „stefnufylgiðu er alls kostar laust og óákveðið, er auðvelt að hvarfla til oq frá, án þess að til þess sé tekið. • En verði stefnan föst, eindregin og úkveðin, játist menn undir merki henDar ’— eða móti henni — þá veiður torveldara að hringla, og er þsð jafngott. Er gaumur er gefinn þessu máli, skiln- aðarstefnUDki, og um vinnu á þeirri stefnu er að ræða, hlýtur í fyrstu röð að verða fyrir epurningin: • Villþjóðin skitnað? Vill islenzka þjóðin losna til fulls úr stjórn- inálasambandi við Danmörku, eða vill hún það ekki? Hefir nú þjóðin látið nokkuð ótvtrætt í ljósi um það? Árið 1907, þ. 29. júnimán.. komu fulltrúar úr því sem næst öllurn héruð- um laDdsins, kosnir á almennum fund- um, saman á Þingvelli. I ályktun þeirri um ejólfstæðismálið, er náði einróma sam- þykki þeirra, er skýrt kveðið á um, að fáist ekki viðurkenning Dana á fullveld- iskröfum okkar við þá samninga, er þá fóru í höDd, sé ekki annað fyrir en skitn- ■aður — skilnaðarvinna■ Þetta var vilji þeirra allra, að því er virtist og ef þeir hafa ekki logið fyrir sjálfum sér og öðr- um. Og þessir fulltrúar fóru auðvitað mjög eptir því, sem kjósendur þeirra heima í héiuðum höfðu látið í ljósi sem sinn vilja, svo að af þessu ætti ekki lítið að vera hægt að ráða ura vilja tandsmanna■ Menn, sem nokkuð fylgdust rneð í því, or gerðist heima fyrir í sýslunum, voru og heldur hvorki dó eru óvitandi um það að mörgum var þetta — skilnaðarhug- myndin — þá þegar mjög nærri skapi. Það kom fram i umræðum og lá að baki ályktunum, er teknar voru. Sumar þing- málafundarályktanir frá þeim tíma, eru hreinRr skilnaðarstefnuályktanir, sem svo 6Ú, er samþykkt var á Seyðisfirði. Og hvað eýndu kosningarnar 1908? Hvað sem menn annars um þær segja, þá geta þær að minni hyggju ekki sýntannað en það, að meiri hluti Islendinga vill út úr sambandinu við Dani. Hvar sem farið er um landið, mætir hið sama. Hugurinn sami: Islendinf/ Sj una ekki sambandinu við Dani! Hvað er þá að gera annað od að Jeitast við að losna? Nú hefur að því rekið, að það, er fyr- ir lá 1907 og fram kom i ályktunum, samningatilraunirnar við Dani, er um garð gengið — árangurslaust að því leyti, að Danir vildu ekki viðurkeDna áskorað- an rétt okkar sem alfrjálst þjóðfélag, þeir vilja ekki viðurkenna fullveldi þjóðar- arinnar. Þá er hitt til: að keppa sem beinasta leið að takmarkinu, án þess að að vera í samnÍDgastappi við þá. Eptir Þingvallafundarályktuninni að dæma er það líka sú leiðÍD, sem nú á að fara. — Ekbi getur það heldur dregið úr hvern- ig Danir hafa snúizt við samþykktum síð- asta þings,að því er sjálfstæðismálið snerti, sem þó voru í sainræmi við yfirlýotan vilja meiri hluta kjósenda. — Þoir létu ekki svo litið að bera sambandslög þau, er alþingi samþykkti, undír ríkisþingið. Þau fengu þar ekki að koma, enda þótt skylt væri að láta það þing fjalla um þau, samhliða hinu upphafl ga frumvarpi (uppkastinu). Þetta var þvílík fádæma lítilsvirðing, að varla Dokkur þjóð mundi hafa þolað það þegjandi og ávítanalaust. Og þar á ofan lýsa Danir skýrt yfir því, að þeir ætluðu sér að standa sem einn maður gegn réttarkröfum okkar! Víst er tími til kominn — og þótt fyr hefði verið — að við látum á sjá, ó- smeykir, hvert við œtlum að stefna. Eu uð menD hallist nú að skilnaðar- stefnunni, þurfa menn hvorki að miða né geta miðað við neitt sérstakt fram komið af Dana hálfu. Við miðum stefn- UDa blátt áfram við allt, sem á undan er gengið í sambandi landanna, sem aldrei hefir blessast. Slíkt þarf ekki að taka fram. Og þótt ekkert væri að taka til- efni af, þá ætti vilji okkar og skoðun i þessu efni að vera nægileg rökstuðning En þýðir nokkuð geta menn spurt, að berjast skilnaðarbaráttu, enda þótt vilji kunni að vera til þess meðal landsmanDa, ef þjóðin hvorki er né verður þess meqnug að bera skilnað? Það er nú min skoðun óhikað, að þjóðin geti, ef hún vildi og væri einhuga um, risið undir skilnaði. Og víst verður að gera ráð fyrir, að henni fari fram, en ekki aptur. Sjálfstæðiskröf- ur þjóðarinnar, þótt ekki kallist þær „skiln- *ðuru, byggjast og vitanlega á því, að hún geti þegar staðið straum af sjálfstæð- inu. Þeir menn, er samþykktu „sam- bandslög síðasta þings, htjóta að vera þeirrar skoðun r — annars hafaþeirekki vitað, hvað þeir voru að gera. Því að fullveldis konungssamband, verði það framkvæmt „bókstaflegau, verður ekki ó- dýrara en skilnaður. Hétt sjálfsagt hafa þeir nú gengið út frá, að samið yrði um, að Danir færi með einhver mól (svosem sjá má af hinum samþykktu lögum), en fiflæði væri að halda þvíliku fram sem kröfu um leið og við heimtum réttinn allan. Með réttinum verðum við að vera við því búnir að takast skyldurnar full- ar á herðar. (Fraojbald). JIinnarhYolssijstur. —o— Svo beitir leikrit það, sem Leikfélag Reykjavíkur hefir sýnt undarfarna daga, fyrst annan jóladag. L úkurinn er eptir danska skáldið Hauch og fer tram í Svíþjóð. Efni leiksins er í stuttu máli þetta: Tvær systur, Ulrikka og Jóhanna, búa með fátækum föður sínum á Kinnarhvoli, og eru lofaðar ungum og efnilegum mönn- um í sveitinni. Þær eru harla ólíkar að skapferli, Jóhanna er blíð og léttlynd, rná ekkert aumt sjá, en Ulrikka er hörð í sk pi, vinnusöm og nizk. Hún vinnur alla d ga, situr við rokkinn og spinnur í heimanmundinn, en þykir aldrei nóg komið. í fjallimj hjá Kinnarhvoli, býr berg- kóngurinn, er ræður yfir öllum þeim auð- æfum, sem í jörðinni eru fólgin. Hann er góður þeim, sem bágt eiga, en hefnir sín grimmilega ef hann er reittur til reiði. Ágirnd Úlrikku leiðir hana svo laDgt, að að hún særir fram bergkonunginn, og verður það að samningum með þeim, að Úhikka hverfi í fjallið með honum, og pinni gull, þangað til henni þyki nóg konnð. Jóhanna giftist unnusta sinura, og þiggur bjálp af bergkonungnum, sem hún hefir aumkvast yfir, þegar hann kom í betlaralíki að Kinnarhvoli, og Úlrikka hafði vísað honum á dyr. Úlrikka hverfur og tinnst hvergi. Hún situr í rökum og köldum helli inni í fjall- inu, nærist á brauðskorpu og vatni, og hreyfir sig aldrei. í tuttugu og fimm ár hefir hún setið og spunnið, er hvít fyrir hærum og lot- in, og hefir gleymt öllum tíma. Þá heyrir hún óminn af sálminum, sem er verið að syngja á silfurbrúðkaupsdegi systur hennar. Það minnir hana á forna daga og eptir mikið stríð við sjálfa sig lætur hún bergkonungiun flytja sig upp á jörðina. Þar hittir hún fólk sitt og þekkir hvorugt annað í fyrstu. Loks gengur allt upp fyrir þeim, og verður Úlrikka örvingluð, er hún sér, hvernig hún hefir eytt aldri sínum. Auð sinn gefur hún fátækum og munaðarlausum börnum' Dóttur Jóhönnu verður þetta góð kenn- ing, því að hún heflr líkst Úlrikku að skapferli öllu, en þegar hún sér afleiðing- ar ágirndarinnar, snýzt henDÍ hugur, og hún lofast úngum bónda, sem hún unni, áður, en ekki vildi ganga að eiga, vegna fátæktar. Leikurinn úir og grúir af væmnum ástarorðum, eins og venja var til á þeim tímum, sem hann var saminn á, og virð- ist undarlegt af leikfélaginu að velja þetta „forlegna“ stykki til að sýna. Setningar flestar eru stuðlaðar, og verða mjög ó- eðiilegar, ef þær eru ekki því betur sagðar.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.