Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Side 2
64 ÞjÓÐVILjlNN. XXV. 16,—17. Að hafa efri deildina íhaldsamari, en neðri deild — sá er tilgangur þeirra, er vilja iáta kjóea til tólf ára —, getur og leitt til svipaðs ágrein- ings milli þingdeildanna, eins og átt hefur sér stað í Bretlandi. og í Dan- mörku, enda þótt sameinað þ>ng bæti þar að vísu nokkuð úr skák. Nokkrar breytingartillögur fleiri, þótt eigi séu hér greindar. IV. Ekki vildi Jón Jönsson frá Múla, að kvennþjóðin fengi að njóta jafnréttis við karlmennina, að því er til kosningaréttar og kjörgengis kemur. Hann vildi eigi, að settar væri á kjör- skrá aðrar, en þær konur, er fertugar væru orðnar, en siðan gengið einu ári neðar ár hvert, þ. e. næsta árið settar á k]örskrá allar, er þá væru erðnar 39 ára o. s. frv. í þingræðu bármaði hann sér og þar á ofan sáran yfir því, að hafa neyðst til þess, að vera svona frjálslyndur, sem ein- göngu stafaði af því, að straumurinn væri orðinn svo sterkur. V. Ymsar breytingatillögur báru þeir fram í sameiningu Bjarni Jönsson frá Vogi, og dr. Jön Þorkelsson, og drepum vér hér að eins á fá atriði. Fóru alað-breytingar þeirra í þá átt, að taka upp í stjórnarskipunarlögin ákvæði stöðulaganna um það, hver vera skyldu sérmálin, er stjórnarskráin næði yfir, sem og ákvæði þess efcis, að alþingi væri eitt bært um, að setja lög um það, hver- ir hafa skyldu fæðingarrétt bér á landi. Allui þorri þingmanna taldi þó rétt- ara, að fara eigi út í þessa sálma, þar sem það gæti orðíð stjórnarskrárbreytingunum öllum að fallí, »>r tíl þess kæmi, að leita staðfestingar konungs, þar sem hér væri um sambandslaga-atriði að ræða, — fæð- ingarrétturinn, ng takmörkin milli sér- málanna, og almt-nnra rikismála, sem nú eru talin. Deildaskipun þingsins vildu þeir og halda að öliu leyti, sem nú er, o. fl. — Mjög ófrjálsleea, og varhugaverða til- lögu báru þeir fram nafnarnir, Jön Ólafs- son og Jón í Múla, þess efnis, aðóheim- ila öllum, nema ráðherra, að bera fram á alþingi breytingartillögur víð fjárlaga- frumvarpið, er hefðu í för með sér ný, eða aukin útgjöld, en Jón frá Hvanná reyndi að lappa uppá hana með því, að heimila þó fjárlaganefndum beggja deilda einnig þann rétt. Þá bar og Ólafur Briem fram tillögu þess efnis, að fjögur þúsundum kjósenda skyldi æ heimilt, að fá lögum alþingis skotið undir alþýðu-atkvæði, nema fjár- lög eða fjáraukalög væra, eða ættu að öðlast gildi þegar í stað, en það ákvæði gerði nú að visu nýmælið alveg þýðingar- laust, þar sem meiri hluti alþingis gat þá jaÍDan sett það ávæði í lögin, og þann- jg afstýrt þvi, að til alþýðuatkvæðis kæmi. Að öðru leyti verður blað vort að geyma sér, að geta máls þessa frekar. „Rökstudda dagskráin“. —O— Enda þótt flutningsmaður „rökstuddu dagskrárinnar“, síra Björn Þorláksson, lýsti þvi ótvir*ætt yfir í ræðu sinni, er hann bjargaði frænda sinum, þing- ræðisbrotsráðberranum. frá falli, sbr. síð- asta nr. blaðs vors, að hann telcLi þingræðið liaía verið brot- ið, og vantraustsyfirlýsing- una gegn br*. Kr .Tónssyni veraáíyllstu rökumb.v ggða, þá voju minnihlutablöðin — „Ingólfur“, „Lögrétta“, „Reykj&víkin“ og „Þjóðólf- ur“ — þó samtaka um það, að SDÚa þessu öfugt, og halda því fram, að einmittþað, að „iökstudda dagskráin“ sýni, að þing- ræðið hafi ekki verið brotið(!!). Svona er blygðunarleysið á ómælan- leg háu stigi. Hvernig skyldi lesendum blaða þess- ara lítast á blikuDa? Það mun vilja til, að þeir eru orðnir slíku góðgætinu vanir. Nýi ráöherrann. — o— Nýi ráðherrann (hr. Kr. J.) . barðist öfluglega fyrir því á þinginu í gær (3. apríl), að Danir fengju tvo þriðju hluta sekta, upptæks afla og veiðarfæra frá botnverpÍDgum. Allir höfðÍDgjar heimastjórnarflokks- ins fylgdu honum þar vasklaga að málj og teueu þó eígi baldið þar utan að öll- um sínum mönnum, — misstu tvo úr hópnum1. Sem betur fór, tókst sjálfstæðismönn- um þó að afstýra því, að nýi ráðberrann kæmi fyrirætlan sinni fram. Sást þá og dável, hvað hann má sín í neðri deild, er hann leggur sig ífr»m- krókana. Skyldi Dönum eigi þykja þetta eitt- hvað kynlegt um þingræðisráðherrann sinn? Blað vort minnist nánar á mál þetta síðar. „Danir líta á málin“. „Danir líta á málin“, sagði „Lögiétta“ ný skeð ofur spekingslega, og birti grein- arstúf úr danska blaðinu „Riget“. Þetta álit Dana, er „Lögrétta„ vill láta lesendur sína líta svo á, var nú að vísu — að því er teljum oss mega full- yrða — eigi annað, en greinarkorn I blað- inu, eptir — Jónas vorn Gaðlaugsson(l). H&dd dvaldi hér um tíma framan af' þinginu, til þess að útvega nefndu blaði einhvern fréttatíning, að því er hann sagði oss þá sjálfur. En ritstjóra „Lögréttu“ hefur þótt betur á því fara sakir þess hversu, „Jónas leit á málin“ að láta lesendur sína í- mynda sér, að hér værí um álit allr- ar dönsku bjóðarinnar að ræða(!) Allt á söiMi bókina lært, sem „Lög- rétta“ fræðir lesendur sína um — um þessar mundir. ’) Einar Jónsson og Stefán í Fagraskógi. tJ 11 ö n d. —o— Frá útlöndum hafa nú síðast borizt þessi tíf'indi: 1 laninörk. Danir eru nú að láta smíða sér nokkra tundurbáta suður á Þýzkalandi. — Hve- nær skyldu þjóðirnar vitkast svo, að þær hættu við herbiínað, og létu af öllum styrjöldum? t 18. febrúar þ. á. andaðist í Kaup- mannahöfn Emil Vett, og lifði hann lengst þeirra manna, er stofnuðu stórverzlunina I »Magazin du Nord« í Kaupmannahöfn, er margir Islendingar munu kannast við. Fólkstal fór fram í Danmörku 1. febr- úar þ. á., og reyndist fólksfjöldinn alls 2,756,873. 24. febr. síðastl. gengu afskapleg veð- ur yfir vesturströnd Jótlands, og erþess getið, að slíkt veður hafi þar eigi komið í síðastl. fimmtán ár. — Hvaða tjón hlot- izt kann að hafa af veðri þessu hér eða þar, höfum vér eigi séð getið um. Nýlega var H. P. Hansen, forstjóri »Detailhandler-bankans « (»smásalabank- ans«) í Kaupmannahöfn dæmdur í und- irrétti í 8 mánaða betrunarhússvinnu, þótti hafa gyllt hag bankans um of í skýrslum sínum, og ginnt þannig ýmsa, til þess að trúa bankanum fyrir fé sínu, sem þeir hefðu ef til vill eigi gert ella. 1. marz þ. á. minntist félagið »De private Assurandörer« í Kaupmannahöfn þess, að liðin voru 125 ár, síðan er það var stofnað, og gefur það í því skyniút minningarrit. Eldsvoði varð ný skeð í borginni Eb- eltoft. — Það er gömul borg á Jótlandi sem talið er, að fengið hafi kaupstaðar- róttindi á fjórtándu öldinni. — Brunnu þar inni 130 stórgripir, og svín, en sumt var þó reyndar skotið, áður en eldurinn varð því að bana. — Skaðinn alls met- inn 50 þús. króna, en allt auðvitað vá- tryggb Ameriski auðmaðuriun Andrew Carnegie hefur nýskeð gefið 100 þús. doilara til sjóðstofnunar handa björgunarmönnum í Danmörku. Carnegie er fæddur i Skotlandi 1837,, en fór til Ameríku 1848, og græddi þar stórfé (járnbrautir, fróttaþræðir, stálverk- •miðjur o. fl.), svo að hann er einn af mestu suðmönnum heimsins. Skylt er auðmönnum að afla sé þekk- ingar á því sem föng eru á, hvar þörfin er brýnust, en ekki höfum vér íslendingar þó enn fengið neina sendingu frá Cranegie, eem vel myndi þó þegið til eflingarlist- um og vísinduin. Iíi-elltind. Nú er áformað, að líkneski Yictoríu drottningar verði afhjúpað í Lundúnum 16. maí næstk., og hefir Yilhjálmur Þýzka- landskeisari, og drottning hans, áformað,. að vera þar viðstödd.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.