Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Qupperneq 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.04.1911, Qupperneq 7
Þjóðviuinn 67 XXY .,16.-17. Yér áttum kollgátuna. Þrátt fyrir yfirlýsingu tuttugu þjóðkjörinna þingmanna, og önnur gögn, er birt yoru i síð- asta nr. blaðs vors, halda minniblutablöðin þó áfram að beita sömu ósannindunum, að því er til ráðherra-tilnefningarinnar kemur, — snúa þar öllu öfugt. Aðferðin nákvæmlega, eins og gizkað var á í síðasta nr. blaðs vors: — „jeg segi það nú samt!“ En auk gagnanna, er bent var á í tveim sið- ustu nr. blaðs vnrs, má nú og geta þess, að síðan sjálfstœðisflokkurinn varð ásáttur um ráðherra-til- neininau Sk. Th., haía œ öðru hvoru verið haldnir flokksíundir, oy sjálístœðismenn allir yfirleitt vnnið snman að þingmálum, eins og aldrei hetði neitt i skorizt. Þeir gæta þess, að þegja yfir þessu. En skyldu ristjórar, og aðrir aðstandendur minnnihlutablaðanna, annars aldrei komast að raun um það, að sannleíkurinu á þann rétt á sér, að honum sé eigi tekið á fyrgreindan hátt? Þeir, sem vita sig hafa farið með ósannindi, og blekkingar, þótt aldrei sé nema til þess gert, ! að reyna i svipinn að koma sér undan forsmán- í inni, eiga að kannast hreinskilnislega við tiltekt- | ir sinar, er þeir mæta sannleikanum á leið sinni, eða þá að minnsta kosti að hafa vit á því — að þegja. En það gera nú reyndar aldrei þeir, sem dýpst eru sokknir í fenið. Frá Vestur-íslendingum. Stórstúkuþing Goodtemplara var sett í Winnipeg 16. febrúar þ. á. FylkisþÍDgið í Manitoba hófst í "Winn- peg 9. febrúar þ. á. Mikið áhugamál er Ný-íslendingum, að fá járnbraut frá Gimli lagða alla leið til íslendingafljótsins, og sendu þeir í febrúar í því skyni 16 menn á fund fylk- isstjórnarinnar í Manítoba. Þorrablót var áformað, að íslendingar héldu i Winnipeg 16. febrúar þ. é. Ymsar málaleitanir til alþingis. Tii brúargerðar á Brúará sækir hreppsnefnd Biskupstungnahrepps í Arnessýslu um fjárupp- hæð, er nægileg sé. — Vill að áin sé brúuð, þar sem Grímsnesbrautin á að liggja að henni. Hreppsnefnd Geithellnahrepps f Suður-Múla- sýslu sækir og um fé til hrúar á Hamarsá. — Verkfr. Jón Þorláksson telur járnhrú muni kosta 1(V/.2 þús. króna. — Brúin verður um 54 álnir á lengd. íbáar Skarðstrandarhrepps í Dalasýslu 44 að tölu, hafa sent alþirgi áskorun þess efnis, að stofnað sé nýtt læknishérað í vesturhluta Dala- sýslu, þar sem það sé mjög miklum erfiðleikum bundið, að vitja læknis að Búðardal við Hvamms- fjörð. Ungfrú Ingibjörg Guðhrandsdóttir f Rvík hefir sent alþingi umsókn um sama styrk, sem á nú- gildandi fjárlögum, til þess að veita stúlkum ókeypis tilsögn í muunlegri og verklegri leikfimi. Veturinn 1910—1911 veitir hún 23 stúlkum ókeypis tilsögn, og gefur þeim á komanda vori kost á ókeypis sundkennslu. 73 kjósendur í Neshreppi innan EnnisíSnæ- fellsnessýslu hafa skorað á alþingi, að veita 2000 kr. fjárframlag á næstk. fjárhagstimahili, til þess að halda úti vélahát á fiskimiðum fram undan Ólafsvik, til þess að ná hókstöfum og númerum botnverpinga, sem þar eru að ólöglegum fiski- veiðum. Borgfirðingar eystra hafa sent alþÍDgi áskor- un þess efnis, að gera Borgarfjarðarhrepp að sér- stöku læknishéraði. Mannfjöldi þar um 440, og hár fjallgarður, Dyrfjalla-fjallgarðurinn, skilur hreppinn frá hin- um hluta læknishéraðsins. 110 Snœfellingar og Hnappdælir hafa sent alþingi áskorun þess efnis, að leggja síma frá Borgarnesi til Stykkishólms, og í veiðistaði und- ir Jökli. 30 kjósendur í Mýrasýslu hafa og sent þing- inu áskorun i þá átt, að láta leggja sima til Stykkishólms frá Borgarnesi. Úr Eiðahreppi í Norðor-Múlaeýslu hefir al- þingi horizt heiðni um 200C kr. styrk til sýslu- vega í hreppnum. Úr Breiðadalshreppi í Suður-Múlasýslu einnig komin áskorun til þingsins um 3000 kr. fjár- veitingu til framhalds veginum frá Tinnudals- árhrú; en til vegagjörðar þessarar veitti síðasta alþingi 2000 kr., gegn jafn miklu tillagi annara staðar frá. Borgfirðingar eystra hafa skorað á þingið, að leggja síma frá aðal-línunni í Eljótsdalshéraði, um Óshöfn, að Bakkagerði i Borgarfirði. Hnappdælir fara þess á leit við alþingi, að veitt sé fé til hafnamælinga íSkógarnesiíHnappa- dalssýslu. Ýmsir kjósendur Eyjarhrepps i Hnappadals- sýslu hafa skorað á alþingi að veita fé til fram- halds veginum frá Borgarnesi til Stykkishólms, sem og til hrúar á Haffjarðará. Frá síra Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi í Dýrafirði hefir plþingi borizt heiðni uml200kr. árfegan styrk til unglingaskóla þar. Hefir hann haldið þar unglingaskóla á fimmta vetur og eru nemendur í vetur 25. — Heiir hann og byggt skólahús, er kostað hefir með kennslu áhöldum, 7 þús. króna. Næsta skóla-ár á undan stóð skólinn yfir frá 26. okt. 1909 til 23. marz 1910. 117 „Þætti yður kynlegt, ef þér heyrðuð það, að Grego- ry hefur fengið svo breDnandi ást á frú Raycourt, að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð?“ „Hissa yrði eg á því!“ svaraði blaðumaðurinn. „Það gleður mig!u svaraði lögreglustjórinn, „þar sýnir, að þér eigið þó enn til mannlegar tilfinningar! Og mér sýnist eg sjá svipað á vini yðar!“ „En hann var trúlofaður — —u greip Kenwood fram í. „Hvað um það?“ mælti Mallabar. „Þess háttar köonumst við allir við. — Að vera trúlofaður stúlku, það útilokar eigi, að manni þyki vænt um aðra, — gerir það eigi fremurr, en hjónabandið. En heyrið mér! Yissi maðurÍDn hennar nokkuð af þessu?“ „Svo er sagt!“ „Það er þó eigi einatt svo!“ „Nei! Það leikur þá grunur á þvi, að stúlkan hafi ást á Gregory, og h»fi myrt manninD, svo að hanD væri eigi til fyrirstöðu?“ „Já, það ætti þá að vera tilefnið!“ mælti lögreglu- stjórinn. „Og tilefni verður að vera, þegar slíkt gjörist! En getið þér ekki hjálpað mér?“ „Að hverju leyti?“ „Hafið þér aldrei beyrt Gregory minnast á þessa etúlku?“ „Aldrei!“ „Hafið þér þá aldrei séð þau tvö ein?“ „Nei! Eg hefi aldrei rekizt á Gregory með kvenn- manni!“ „Það er leiðinlegt!“ mælti lögreglustjórinn. „En það er og annað, sem eg vildi innna ykkur báða eptir!“ 114 var í raun og veru aðal-foringi leynilögreglumannanna. Hann hafði tvo ura fertugt, gekk skegglaus, og hafði svo lítið hár, að sæi maður hann í fjarska, virtist haDn vera sköllóttur. Hann hafði afar-skarpa sjón, sem og stálminni, og tókst mjög vel, að búa sig svo dularbúningi, að hann þekktist ekki. Þegar hann kom inn, þar sem Mallabar var, var hann með stórefiis reykjapípu í munninum. Hann reykti einatt mjög sterkt tóbak, svo sterkt, að reykjarsvælan hefði getað eytt „hHkteríumu í hvaða svína-stiu, sem var. Vindlingarnir, sem blaðamaðurinn var vanur aðreykja féll honum mjög ílla. „Þér hafið líklega tekið yður tóm frá störfunum í einn eða tvo daga!“ mælti lögreglustjórinn. „Þér getið rétt til!“ mælti blaðamaðurinn. „En hvernig gengur með Ratray-málið?“ Swayne tottaði pípuna sina í óða önn, og sat þegj- andi í tvær eða þrjár mínútur. Mallabar kveikti á nýjum vindlingi. „Já!“ mælti löerreglustjórinn að lokum. „Þér minn- ist á Ratray-málið. — En jeg vildi fá yður einan til viðtals!“ „Nú! Þér eigið við það, að Kenwood sé hér“, svar- aði Mallabar. „En við erum, sem einn maður, hvað mál þetta snertir, og honum segði eg hvort sem er, allt“. „Einmitt!“ „Já, svona er það!u svaraði Mallabar. „Það, 8em jeg veit, veit bann einnig, og —“ „Hvað vitið þér þá?“

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.