Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.07.1911, Page 1
Verð árgangsins (minnst,
60 arlrír) 3 kr. 50 aur.
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnimánað-
arlok.
Þ JOÐ VILJINN.
—: |= Tuttdoasti oö fimmti ábsangub. . =—
KITSTJORI SKÚLI THORODDSEN. =n«t—*—
Uppsogn skrifleg ögild
nema Homið sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúní-
mánaðar og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 30.-31.
ReYKJAVÍK 6. .TÚI.Í.
19 11.
Frá 1. júlí þ. á. til ársloluinua get.a
uýir kaupendur feDgið „Þjóðv.“ fyrir að
eins
1 kr. 75 aura
Sé borgunin send jafn framt því, er
beðið er urn blaðið, fá nýir kaupendur
einnig, ef óskað er,
alveg ókeypis,
sem kaupbæti, freklega
200 bls. af skemmtisögum
og get,), ef vili, valið um 8., 9., 10., 11.
og 14. söguheftið í sögusagni „Þjóðv.u
I lausasölu er hvert af þessum sögu-
heftum selt á 1 kr. BO a., og eiga Dýir
kaupendur því kost á, að fi allan síðasta
helming yfirstandandi árgangs blaðsins
(samtals 30 nr.) fyrir
að eins 25 aura,
og kostar hvert tölublað þá minna,
en eínn eyui.
Til þess að gera nýjurn á-
sbrifendum og öðrum kaup-
entlum blaðsins sem hægast
íyrir,að þvi er greiðslu antl-
virðisins snertir, skal þess
g-etið, að borga má við allai'
aðal*verzlanir landsins, er
slika innskript leyfa, encla
sé iitgetanda a f kaupandan-
um sent innskriptarskí i'-
teinið.
Gjörið svo vel, að skýra kunn-
ingjum yðar, og nábúum, frá kjörum
þeira, er „Þjóðv.“ býður, svo að þeir
geti gripið tækifærið.
■' Þeir, sem kyimu að vilja taka
að sér útsölu „Þjóðv.“, sérstaklega í þeim
sveitum, þar sem blaðið hefir verið lítið
keypt að undanförnu, geri svo vel, að
gera útgefanda „Þjóðv.“ aðvart um það,
sem allra bráðast.
Úr Frakklandsför minni.
Þegar eg kom úr Frakklandsför minni — hafandi verið við Göngu-Hrólfs-
hátíðahöldin í líouen —, þótti mér vel fara á því, að ávarpa frakknesku þjóðína
nokkrum orðum.
Menn þekkja’fagurmælin og markleysu-hjalið, sem vanalega er tjaldað með
við þess konar tækifæri.
En mér fannst fara betur á því, að alvöruorðin kæmust og einnig að,
og þess sízt vanþörf, eins og ástatt er hjá frakknesku þjóðinni, sem og hjá öðrum
þjóðum jarðarinnar yíir höfuð.
Af þessum rótum var það, að eg beiddi ritstjóra brezka stórblaðsjns »Eve-
ning Xe\va«, sem gefið er út í Edinborg, að birta í blaði sínu greinina sem hér
fer á eptir.
En um það fór, sem segir í bréfunum, sem birt eru hér neðanmáls,*) og
*) The Edinburg Evening Nevvs Limited
(Kvöld-tíðindi Edinborgar).
Skrásett skrifstofa: 18 Market Street.
(Markaðs-stræti).
Skúli Tboroddsen Esq.,
Commercial Hotel,
Leith.
Kæri herra!
Mér hefir nú rétt i þessu gefizt tími, til að fara yfir grein yðar, og þykir mér leitt, að
geta eigi tekið hana í hlaðið, með því að lesendur hlaðs vmrs myndu eigi hafa neinn sérstakan
áhuga eða ánægju af málefnunum, sem þar eru gerð að umtalsefni, sem og vegna hins, pð mjög
er, krýningarinnar vegna, lítið um rúm í hlaði voru*), SamkvTæmt umtali endursendi eg því
greinina hér með.
Yðar einlægur.
Bóbert Wilson
blaðstjóri.
Bréf þetta þótti mér lýsa svo lágum hugsunarhætti, sem og hera vott um slíkt kjarkle.ysi
ritstjórans, og litilsvirðingu, á smáþjóð, að eg taldi rétt, hæði mannsins sjálfs, rnálefnisins, og aJ-
mennings vegna, að svara því, som hér segir:
p. t. Leith 1S. júni 1911.
Kæri herra!
Bréf yður, dags 17. þ; m., keíi eg móttokið, og þykir mér leitt að heyra, að þér hafið
það álit á lesendum hlaðs yðar, að þeim þykir engu skipta um allra þýðingarmestu máleíni mann-
kynsins, er varða eigi lítils hvern oinstakan þeirra sérstaklega.
Hvað þykir þeim þá máli skipta ?
Jeg hélt eigi, að þér telduð lesondur blaðs yðar sauði.
Þér teljið þeim meira áríðandi, að fá að vita allt, er að krgiríngunni lýtur, og sýnir það
hugsunarhatt yðar mjög prýðilega, og skoðun á veslings lesendum blaðs yðar.
Annars gat hvorttveggja mjög vel farið saman i eigi minna hlaði, en „Evening Nevvs“,
er kemur út sex sinnum á viku.
En aðal-atriðið er •— og þykir mér leitt að segja —, að þér hafið eigi viljað segja mér
sannleikann.
Yður var eigi ókunnugt um það, að sumir lesenda yðar mundu hafa fundið sig ónota-
lega snortna, vitandi sig eigi hafa gegnt skyldu sinni.
En því skyldara var yður, að láta þá heyra sannleikaun, enda þeim þm nauðsynlegra.
Til þessa hrast yður þrek!
Slæmt fyrir blaðamann, som vissulega aldrei mú glejTma því, að á honum hvílir enn
meiri siðferðisleg Ahyrgð, en á öðrum, og rikari skylda, til að átelja það, sem rangt er.
Ef til vill hafið þér og talið yður övand/arnara, þar sem heðið var hljóðs í nafni smá-
þjóðar, og eru þær slíku eigi óvanar.
En einmitt þess vegna var nú skylda yðar rikari, sem og vegna liins, er útlendingur
átti í lilut.
UtaEáskript til útgefandans
er: Skúli Tlioroddsen, Yon-
arstæti 12, Reykjavík.
*) Rétt á eptir hirti ritstjóri þessi síðan — auk anna:s ómerkilegs frétta-tínings um
undirbúning krýningar-hátíðahaldsir.s í Lundúnum — nær tveggja dálka langan lista í blaði sínu
yfir nafi.b.etur, er veittar höfðu verið, í tilefni af krýningar-athöfninni (útnefningu nýrra Jávarða,
baróna m. m.)!!
1 etta var það, sem Bretanum reið mest á að fræðast um!