Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.07.1911, Side 5
Þjóbviuinn
129
XXY., 32,-33.
veií*menn, tóku að fjölmenna þang;að á sumr-
in, hcfur sj'slumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu eigi
getað sinnt lögreglustjórn á Siglufirði, og hef-
ur því verið skipnður til þess sérstakur maður.
Norðurár-briiin jígð.
Brúin i Noriurá í Mýrasýslu var vigð, og
lýst til almennings afnota, 24. júní þ. á., og
kvað um 1500 manna hafa verið þar viðstaddir.
Þar voru ræðuhöld, kapphlaup og glimur.
Ný frimerki.
Nýju frimerkin, er ber* andlitsmynd Jóns
heitins Sigurðssomr forseta, eru nú ný skeð
farin að íjást á bréfum.
íþróttamðt
við Þjðrsárbrú.
íþróttamót var haldið við Þjórsárbrú í Kang-
árvallasýslu 9. þ. m. (júlí).
Ungmennafélögin þar eystra höfðu gengiat
fyrir því, að iþróttamót þetta var háð.
•Silfurhergsnámurnar.
Ráðherra hefur falið hr. Páli Torfnsyni frá
Flateyri, að hafa á headi umsjón silfurbergs-
námanna í Helgustaðafjalli, sem eru eign lands-
sjóðs, og er hann ný kominn þaðan að austan,
úr eptirlitsferð.
Sjáll'smorð.
Maður drekkti sér ný skeð í Norðurárdaln-
um í Mýrasýslu — að því er skýrt er frá í
blaðinu „Þjóðólfur“.
Maður þessi hét Outtormur Sigurðsson, og
var frá Klettastíu.
Hann var á sjötugsaldri.
Sýnódus.
Synódus, prestafundirinn árlegi, var haldinn
i Reykjavík 23.—24. júní þ. á.
Síra Gísli Skúlason á Stóra-Hrauni prédikaði
í dómkirkjunni, áður en fundurinn hófst
Auk biskups voru á fundinum 25 nú ver-
andi eða fyrverandi andlegrarstéttar menn, — ■
sem og sira Friörik Bergmann, prsstur Tjald-
búðarsafnaðar í Winnipeg:
Fyrirlestra tluttu; síra Jón Helgason: „Um
friðþægingarlærdóm kirkjunnar11, síra Friðrik J.
Bergmann, „Hm endurnýjun kirkjunnar", og
síra Haraldur Níelsson: „Um upprisutrúna í
biblíunni".
Frá Eyjaiirði.
Aflabrögð þar að lifna að mun í öndrerð-
um júlí.
Biönduós-skðiinB.
Húnvetningar hafa nú ákveðið, að byggja
þrílypt steinhús á Blönduósi, er kosti 27,500 kr.
og sé fullgert 1. sept. 1912, og kemur þá í stað
Kvennaskólans, er þar brann síðastl. vetur.
Kaupmaður á Akureyri, Siytrygyur Jóhannes-
son að nafni, hefur tekið að sér, að koma upp
húsiiiu.
Kaupféluga-samhandið
hélt aðal-fund sinn á Akureyri 27. júní þ. á.
Framkvæmdarstjóri þess er Pétur Jdnsson á
Grautlöndum, og meðstjórnendur: Hallgrímur
Kristinnsson á Akureyri og Sigurður Jónsson á
Yítafelli, og er Hállgrímur jafnframt vara-
framkvæmdarstjóri.
'Uliar-verð.
Verð á hvítri, velvandaðri vorull, heíur í
Akureyrarkaupstað verið ákveðið 75—80 aur.
Frá Siglulirði.
Þar hefur nú í vor verið komið á fót vatns- !
leiðslu, og Hggja vatnspípur fram á bryggju- !
sporða, og er það skipafjöldanum, er þangað i
sækja árlega, afskaplegur léttir, og því einnig
óefað arðvænlegt fyrirtæki.
Gizkað er á, að vatnsleiðslan, er fullgjör er,
muni kosta um 12 þús. króna.
í*lundshanki.
Aðal-fundur lmns.
Aðal-fundur í „íslandsbanka„-hlutafélaginu
var haldinn á skrifstofu bankans 1. júlí þ. á.
Á fundinum var skýrt frá starfsemi bank-
ans siðastl. át', og samþykkt, að greiða hluthöf-
unum fi°/(, í árearð.
Fram voru lagðir reikningar bankans, endur—
■koðaðir, og voru þeir samþykktir.
Af hálfu fulltrúa var i einu hljóði endur—
kosinn í bankaráðið H. Kjelland ThorlcilssenT
bankastjóri í Kristjaníu.
Endurskoðunarmaður var endurkosinn Júfí-
us amtmaður Havsteen.
Bankastjórninni voru í fundarlokin tjáðar
þakkir fyrir starf henna.r á umliðna árinu.
| Bókmenntaf, lagsfundur.
Aial-fundur Bókmenntafélagsins var haldinn
8. þ. m. (júlí).
Stjórn félagsins var endurkosin.
Hið helzta, sem að öðru leyti gerðist á fund-
inum, var það, að samþykkt var frumvarp um
samsteypu Hafnardeildarinnar við Reykjavíkur-
deildina, og verður málið nú lagt fyrir fund
Hafnardeildarinnar á komanda hausti, og „heim-
flutningsmálinu11 svo nefnda þá væntanlega ráð-
ið til lykta.
Siidaraíli.
Síldarafli var nokkur á Húsavík seint í júní
og um sama leyti fékkst einnig nokkuð af síld
í reknet úti fyrir Seyðisfirði.
Töluvert kvað og þá um það leyti hafa afl-
azt í Mjóafirði, bæði í reknet og í lagnet.
(Jráuufélagið.
Aðal-fundur þess var haldinn á Akureyri 30.
júní þ. á.
Ályktað var að reyna að selja eignir félags-
ins, til lúkningar skulda þess, og á þann hátt,
að hluthafar fengju 15. kr. fyrir hvern hlut sinn
i félaginu.
„Fósturjörðin44.
Kaupmaður Stefán B. Jónsson er nýlega far—
inn að gefa út nýtt blað í Reykjavík, er nefnist
„Fósturjörðin11.
Blaðið mun eiga að verða „heimstjórnar-mönn-
um“ til styrktar, en verður tæpast hættulegur
mótstöðumaður.
Nýr verkfræðiugur.
Hr. Jón H. ísleifsson hefir ný skeð lokið verk-
203
„Yér ernm lokuð inDÍ!"* mælti hann. „Ea hvað
hsyrist nú?
„Það er í bifreið, sem þýtur burt!“ mælti Mallabar,
og brosti, napurleg*. „Skápinn þenna verðum við að
opn*, áður en þeir fá menn sér til hjálpar!“
Kenwood og R»lph reyndu nú af alefli að opoa
dyrnar, og tókst það að lokum, en sáu þá, að næsUher-
bergi var tómt, og bæði Sanders og *ærði maðurinn,
horfnir þaðan.
En þeir hugguðu sig við það, að manninn, 6em í
skápnum var, hefðu þeir þá á sinu v&ldi.
Þeir reyndu nú að brjóta npp ekápinn, og tókst
það að lokum.
En þá náu þeir, að í ekápuum var — eDginn!
Bakið á ekápnum v*r hurð, og þar hafði Roachley
skotist út!
„Þeir eru nú komnir langt burt í bifreiðinni! En
örðugt ferðalag hlýtur þetta að vera fyrir Cru9t0D!“
Eptir því sem Kenwood sagðist frá, var ekki til
neins, að gjöra hér leit að Ratray, og því varð niður-
staðan sú, að koma sér burt sem skjotast.
En öðru vísi litu þeir nú á hvarf Ratray’s, en fyr.
Lögðu þau nú öll af stað til Crewe.
XXXXI.
Kænlega að farið.
h'rú Gregor hafði eigi verið eðgerðalaus.
CoD6tance var þvi til fyriretöðu, að Hallur tengi
rík* giptirgu.
196
„Nei!“
Roachley atóð nú upp, og brosti um hríð.
„Mikill heimskingi voruð þér, Kenwood!“ mælti
hann, að láta slíkt færi ganga úr greipum yðar! En enn
þá meiri bjáni voruð þér þó, er þér dirfðiat, að ætl»
yður, að beyja ófrið við mig!‘
„En það, sem nú hefur síðast verið fundið upp
virði*t munu takast ág»tlega“, mælti Roachley enn
fremur, „og ungftú Ratray og Cruston eru gæfusamleg—
um bjÚ8kapartengdum bundin —“
„Aldrei — það verður aldrei'/ mælti Kenwood.
„Jú, það verður!“ svaraði Roachley. „Þér hefðuð
fengið hennar, hefðuð þér ekki svikið oss! En nú hefi
©g leyft mér, að skrifa henni í yðar nafni, Kenwood!“
„Þér —?“
aJá! Jeg skrifaði henni, að koma hiugað, og hitta
yðar hér, með þvi að þér hefðuð fundið föður hennarl*
„Varmenni! Ve9alÍDgur!“
„Það er eigi um neitt að velja!“ svaraði Roahley.
„flún verður að ganga að eiga Cruaton, til að bjarga
yður!“
„Sleppið mér!“ mælti Kenwood. „Jeg drep yður,
ef þér komið svo nálægt mér, að jeg nái til yðar!“
„Ekki efast jeg um það!“ svaraði Roachley. „En
ungfrú Ratray er þegar á leiðinni hingað! Hún var í
Crewe i nótt, er leið, og vagninn er þegar farinn af stað,
til að sækja hana!“
Nú var barið að dyrum.
„Kom inD!“ kullaði Roachley. „Eruð það þér,
Sanders?“