Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.08.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.08.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN 33.-34. tbl. Reykjavík 13. ágúst 1913. XXVII. árg. Skattafrumvórp stjórnarinnar úr sögunni. Nýr herfllegur stjórnar ósigur. Nefndin, sem neðri deild valdi, til að íhuga skattaírumvörp stjórnarinnar, varð eigi á eitt mál sátt. Meiri hlutinn (þ. e. Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Matthías Ólafsson og 01. Briem) vildu að vísu aðhyllast frumvörp- in, en minni hlutinn (Halldór Steinsson, Kr. Daníelsson og Tr. Bjarnason) réð á hinn bóginn til þess, að þau væru felld. Við aðra umræðu um máhð, sem fór fram 30. júlí þ. á., voru afdrif málanna þó þegar sýnileg, og kvad jafn vel svo ramt aá, aá rádheria vildi, ad fasteign- atskattsp umvaipid, sem fyrst frumvarp- anna var rætt, vœri tekid út af dagskrá, — mun hafa óttast, að það félli þá þegar. Þessi ótti ráðherra var þó eigi á rök- um byggður, með því að tveir andstæð- ingar frumvarpsins (sira Eggert Pálsson og Tr. Bjarnason) lýstu þvi þá yfir, að þeir vildu, að það fengi að ganga til þriðju umræðu, hvað sem síðar yrði um örlög þess. Emn nefndarmannanna fhr. Matthías Ólafsson) lagði mjög eindregid&h mönnum, að snúast eigi gegn málinu, — kvadst eigi sjá betu), en ad bundist vœri sam- tökum um ad fella málid, aí' því að það væri borið fram af ráðherranum. Niðurstaðan varð þá og sú, að fasteign- arskattsfrumvarpinu var lofað að ganga til þriðju umræðu (með 12 atkv. gegn 10), og hinum skattamálafrumvörpunum öllum, sex að tölu, lofað þá að fylgjast með. En þetta reyndist þó, sem vænta mátti, að eins mjög skammgóður vermir. Þjódin hafdi eigi vœnzt neinna nýrra skattaálaga á þessu þingi. Málín voru þvít og áttu adve)a dauda- dœmd. Málið hefði nú komið til umræðu að nýju laugardaginn 2. ág. þ. á., ef eigi hefði þá atvikast svo, að enginn fund- ur var þá í neðri deild þann daginn. En þó að tími ynnist þannig nokkur, stoðaði það þó eigi. Að vísu hafði hr. Tr. Bjamason (þm. Húnvetninga) þá komist að þeirri niður- urstöðu, að réttast væri að lofa málinu upp í efri deild, en á hinn bóginn taldi hr. Jón Olafsson þá og réttast, að greiða atkvæði gegn málinu, þar sem ráðherra eigi hefði getað, eða viljað, heita honum því, að frumvörpin Landsbankanum til styrktar næðu fram að ganga á þinginu, — taldi eigi þörf aukinna skattaálaga i öðru skyni á þessu þingi. Þannig brást þá sitt atkvæðið hvor- um, — andstæðingum málsins, og ráð- herranum. Leikslokin urðu því þau, — við 3. umræðu málsins (4. ág. b. á. — að fasteignarskattsfrumvarþið var feilt. Ráðherra lýsti því þá ogjafn harð- an yflr, að hann tæki hin frumvörpin öll aptur, sex að tölu, þ. e. tekjuskatts- pumvarpid, frumvörpunum um skatta- nefndir, verdlag, jardamat, laun hrepp- stjóra og um breytingu á timanum, er manntalsþing skulu haldin. Þm. Dalamanna (Bjarni frá Vogi) lýsti því þá yfir, að hann tæki tvö frumvarp- anna upp, þ. e. frv. um jardamat og um verdlag, og krafðist hann þess því, að þingdeildin greiddi atkvæði um þau. Frumvörp þessi voru þá og bonn undir atkvæði, en óðara — felld. Balkan-ófriðurinn nýi. (Friður loks saminn.) I síðasta nr. blaðs vors, gátum vér þess, hve nauðuglega Búlgarar voru stadd- ir, þar sem óvinaherínn stefndi að höfuð- borg þeirra úr öllum áttum. fess varð þá og eigi langt að biða. að vopnahlé væri samið, því að þær fregn- ir bárust hingað þegar 5. ágúst, þ. á., sem og að stefnt hefði verið til friðar- fundar í Bukarest, höfuðborginni í Rú- meníu. Litlu síðar (8. ág. þ. á.) bárust og fregnir um það, að friðarsamningar hefðu verið undirskrifaðir daginn áður, og hefðu Búlgarar gengið að öllum kröfum hinna. Hverjar þær kröfur hafa verið, hefir enn eigi spurzt, en óefað hafa Búlgarar orðið all-hart úti, og mun minna því orðið úr sigurvinningum þeirra, í viður- eigninni við Tyrki, en vænzt hafði verið. En gott er að blóðsúthellingunum er þá loks af létt að þessu sinni. í>inghús Kínverja var nýlega vígt. með all-mikilli viðhöfn. í>ar er öllu hagað mjög svipað því, er tíðkast í þinghxísum helztu þjóða norður- álfunnar, — þar, meðal annars, matsölu- salur, o. fi. o. fi. þægindi, sem hjá stór- þjóðunum tíðkast. f Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti á Akureyri. Gudlaugur Gudmundsson, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akur- eyri, andaðist 5. ágúst þ. á. Hann andaðist á heimili sínu á Akur- ur litlu eptir hádegi greindan dag (kl. l,o e. h). Guðlaugur var fæddur 8. des. 1856, — Árnesingur að fæðingu, og lauk stú- dentsprófi við lærða skólann í Beykjavík vorið 1876. — Sigldi hann síðan til há- skólans, og lauk þar lögfræðisprófi 1882. Eptír að hafa lokið embættisprófi var hann um hríð settur sýslumaður i Dala- sýslu, en gegndi síðan málfærslumanns- störfum í Reykjavik, unz hann varð sýslu- maður í Skaptafellssýslum árið 1891, og síðan (árið 1904) sýslumaður í Eyjafjarð- arsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Hann varð þingmaður Vestur-Skapt- fellinga 1893, eða sat þá i fyrsta skipti á alþingi, og síðan æ sem þingmaður þeirra, unz hann eigi gaf kost á sér við þingkosmngarnar 1908. — En árið 1911 var hann að nýju kosinn þingmaður á Akureyri, og sat því á aukaþinginu 1912. A alþingi var Guðlaugur einatt í röð fremstu og afkastamestu þingmanna, enda I vel máli farinn, og starfsmaður mikill í 1 nefndum. — Fyllti hann þar og einatt framsóknarflokkinn, nema hvað hann að lokum jwí midur varð „heimastjórnar"- liðinu fylgjandi að málum. Hann var kvæntur sænskn konu, Olive Marie að nafni, er lifir hann. — Varð þeim hjónum alls 9 barna auðið, og eru nú þessi 7 á lífi: 1. Karólína, gipt Jóhannesi glímu- kappa Jósepssyni. 2. Guðmundur (nú á heilsuhæiinu á Vífilsstöðum). 3.—6. Ásdís, Margrét, Sotí'ía og Kristín, allar heima hjá móður sinni á Ak- ureyri, og 7. Ólafur, einnig á Akureyri. Tvær dætur eru dánar, sem fyr segir. | Bindindismálið var eitt þeirra mála, er Guðlaugur sálugi mjög lét til sín taka, í frekan aldarfjóðung, eður frá því er hann, árið 1885, gekk í Goodtemplara- regluna.' Síðustu árin, sem hann lifði, var heilsa hans mjög farin að bila, og sáust þess óræk merki á aukaþinginu 1912, síðasta þinginu, sem ^hann sat á, — lagði og niður þingmennsku á siðastl. vori, treysti sér þá eigi til þingmennsku frekarheils- unnar vegna. Við fráfall Guðlaugs heitins Guð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.