Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 04.09.1913, Blaðsíða 3
XXVIL, 40.—41. ÞJOÐVILJIKN. 155 Hótanir ,Sameinaða félagsins1. Engar strandferðir 1914 og 15, sé „Eimskipafélag lslands“ j stjrkt. Mánudaginn 1. sept. þ. á., barst ráð- herra Islands simskeyti frá „sameinaða gufuskipafélaginu11, og er það — í ís- lenzkri þýðingu*) — á þessa leið: „Til þess að kornast hjá misskilniugi, tilkynnist yðar hágöfgi hér uioð, að tilboð vort urr. strandferðirnar 1914/1915 verður tekið aptur, ef Alþingi samþykkir að styðja millitandaferðir Eimskipafélags íslands, með þvi að rita sig fyrir hlutum, eða veita því styrk. Sameinaða." Eáðherra afhenti samgöngumálanefnd efri deildar símskeyti þetta samdægurs. Símskeytið vakti almenna furðu á þingi. Strandferðirnar 1914 og 1915. Auðvitað kemur það ekki tii neinna mála, að Alþingi láti ögrandir „Samein- aða gufuskipafélagsins“ hafa nokkur áhrif á sig. I?að væri þinginu meiri vanzi en svo, að af yrði þveginn. Þingið styrkir „Eimskipafélag íslands“ því fráleitt ver, en ella hefði orðið, — ætti fremur að láta félaginu verða það að happi. En fráleitt á þingið nú annars kosti,. en aö heimila ráðherra, að taka skip á leigu tjl strandferðanna, og halda þeim úti á landssjóðs kostnað. Jafn framt virðist oss þá og sjálfsagt, að gerðar verði nú þegar ráðstafanir til þess, að landið eignist sjálft strandferða- skip. Það þyrfti að semja um smíði þeirra þegar á komanda vetri. Hitt, að ætla sér að neyða innlenda eimskipafélagið til að taka þær að sér, teljum vér fjarstæðu. Skyldi það ekki eiga nóga örðugleik- ana við að stríða í byrjuninni, þó að það sinni millilandaferðunum einum? Er ekki símskeyti „sameinaða gufu- skipafélagsins“ einmitt bending í þá átt? *) Á dönaku er símskeytið avo hljéðandi: „For at undgaa Misforstaaelse meddeles her ved Deres Excellence, at vort Tilhud om Kystfart 1914/1915 trækkes tilhage, Saafremt Altinget vedtager ved Aktietegning, eller Suh- vention, at stötte Eimskipafélag íslands Mel- lemlandsfart. Forenede.“ Úr „eldhúsdags“-mnræðnnum 1918. (Ræða Sk. Th.: Kjarna-atriðin.) Vér aátuin þess lauslega, í síðasta nr. blaðs vors, að oss hefði þótt kenna eigi all-lítils mis- | skilnings — eða skilningsievsis þó öllu heldur — hjá hiaðinu „ísafold", er getið var þar „eld- hvisdags“-ræðu vorrar, með 4—5 linum, eða þar um, og etið þar upp eptir ráðherranum, að hún befði eigi annað verið, en endurtekning þess, er aðrir hefðu áður þegar hent á.1) Af þessum rökum, finnurn vér oss því knúðan til þess, að geta hér uðal eða kjarna-atriðanna i ræðunni, þ. e. þoirra atriðanna, sem öll aðal- áherzlan var lögð á. Það voru þau — og að vísu þau ein —, sem gáfu rœðuri, í voruui augum, gildi, eða gerðu það að verkum, að vér töldum rétt, að þaðsegð- ist, sem vír sögðum, enda þótt eigi yrði þá hjá því komist, að víkja þá aptur að sumu, sem aðr- ir höfðu og þegar hent á, — en að vísu í allt öðru samanhengi. En aðal- eða kjarna-atriðin i rœðunni, voru þá, i stuttu máli, þessi: I Að ráðherra hafi aO þessu sinni — sbr. að- finnsluna í „)otterí“-málinu, og launa- og j skattamála-frumvarpa-hrunið í neðri deild — larið líkt, sem árið 1911, þ. e. hofði enn sýnt það, að þó að hann, o. fi., töluðu opt fagur- lega um þingræðið, þá vœri það þó — i hans, og þeirra, augum — því að eins gott, eða á- kjbsanlegt, að það eigi joeri að neinu leyti i hága við það, að hann gceti ráðið, eða fengi æ — í ieik lífsins — sínum vilja fram gengt. í öðrum löndum, þar sem þingræðisstjórn væri, hefði hver ráðherra tafarlaust vikið sæti, er samþykkt var „rökstudda dagskra- iu“ í „lotterí“-málinu, jaýn harðlega og aðfar- ir ráðlurra þar voru víttar, — hvað þá, er stjóinarírumvarpa-hrunið var mest, og það hvað ofan á annað. II. Að færi þingræðið á hinn hóginn í aðra stefnu, en þá, að ráðherrann (hr. H. H.) fengi sjálfur öllu að ráða — eða hefði þó að minnsta kosti ráðið því, hver í sæti hans var settur — þá vœri þingrœðið auðsjáanlega, í hans augum, eigi annað, en það, er alls eigi ætti að þolast, né nefnast. Hann finndi sér þá eigi að eins heimilt, heldur og skylt, að svífast jafn vel allsein- skis, til að hepta það. Teldi sér enda — að því er virtist —- skyldara, en orð, eða hugur, fái lýst, að grípa þá jafn vel til hvers, sem vœri, — shr. sím- skeyta-launungina, og atburðina alla, árið 1911, sem þá og eigi síður — né að vísu fremur — þrásetu hans í ráðherra-sessinum nú í sumar. III. Að hann (þ. e. Sk. Th.) hefði fundið það, og vitað það, á þinginu 1911, að það, að þing- rœðinn þá var traðkað, — og i atburðunum, sem þá gerðust, átti núverandi ráðherra eigi hvað minnstan, et eigi allan, aðal-þáttinn — hlyti að liefna sín. Bennti hann (þ. e. Sk. Th.) síðan — máli sinu, er fyr greinir, til rökstuðnings — á það, eem enginn gat vefengt, hversu alit hefði viljað ólieppnast fyrir núrerandi rú*- herra vorum.2) Sýndi fram á, hversu hvert úhappið hefði elt hann á fœlur öðru, og það svo freklega, að hann stæði nú, sem sá, er gjörsneyddur vœri trautii þingdeiddarinnar, og þingsins — sem og þjóðarinnar. Að lokum henti hann (þ. e. Sk. Th.) þá og ráðberranum á það, að honum — af 6- höppunum svo sl-eltum, sem að heíði verið *) En er það eigi eitt af því, sem vér æ megum vera við húnir, að komi einhverju sann- leikurinn illa, svo að svaranna sé vant, að þá sé æ gripið til óskammfeilninnar? Viki’ - væri það nú eina happið, ofan á öll óh'jppin, ef hann iriki úr vóldum, eða van- tr • jstsyfirlýsing gogn honum væri fram hor- i og yrði þess þá valdandi, að hann færi. Sé það nú ómerkilegt. eða þýöingailítið, að bent er á það, hversu vér í duglegaiífinu sjáum atburðina stýrast. eins og vér áður fundiim, og vissum, að þðir hlytu að stýrast, sem afleiðing þess, að annað var hrallað on rétt var, og fagurt, þá var „eldhúsdags“-ræðan mín þýðingarlítil. En sé það oss öllum á hinn hógínn — og svo hygg eg vera — eigi þýðingarlitið, að á sé þó hent, er vér, sem áþreifnn^egast, rekum oss á það í lífinu, þá hyeg eg reyndar. „eldhúss- dags“-ræðan min hafi þó eigi verið i tólu hins þýðingarminnsta, sem á þinginu er talað. Danska blaðið „Politiken“ (26. júlí þ. á.) spáir ílla fyrir lögunum um ábyrgð- arfélögin, sem Alþingi hefir fjallað um í sumar. Telur blaðið óefað, að svo muni ríkur félags-andinn, eða samhaldið, hjá bruna- bótafélögunum — eigi að eins í Dan- mörku, heldur og í öðrum löndum —, að lögunum verði sköpuð söm örlög, sem lögunum frá 22. nóv. 1907. um stofnun brunabótafélags íslands, þ. e. muni aldrei koma til framkvæmda. 1 dönskn blaði sáum vér þess nýlega getið, að 28. júlí þ. á. hafði eimskipið „Force“ komið frá Englandi til Kaup- mannahafnar, og haft þá meðferðis 600 íslenzka besta, sem ætlaðir voru hús- manna-félögunum í Danmörku. Hr. L. Zöllner í Newcastle on Tyne i velur þeim stærstu íslenzku hestana, þ. | e. þá, sem eru 48 þumlungar á hæð minnst. Smærri íslenzku hestarnir, segir blaðið, að séu á hinn bóginn seldir til notkunar í kolanámunum á Bretlandi, í Moskwa, er var höfuðborgin í Rússa- veldi, áður en Pétursborg kom til sög- unnar, var nýlega gerð ráðstöfun til þess að gerð yrðu upptæk þrjú fyrstu bindin af ritum Tolstoi’s, sem nú er verið að gefa út. Pað eru skýringar Tolstoi’s á guð- spjöllunum, sem aðallega kvað hafa gefið tilefni til fyrgreindrar ráðstöfunar. *) Sbr. þá t. d. það, að hann lét Dani senda sig heimleiðis með „grútinn11, -j- það, að hann engu fékk framgengt af því, er hann þó taldi stefnuskrá sína, er hann varð ráð- herra -j- sundrungu „sambandsflokksins, -j- það, að honum datt ekkert íhug, þjóð- inni til gagns, eða hagsælda (Stjórnarfrum- vörpin — öll hin helztu — strádrepin) -j- „Iotterl“-vantraustið -j- gufuskipasamn- inga-frammistöðuna alla o. fl. o. fl. o. fl. (Sbr. þingtiðindin, er út eru, komin).

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.