Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 3
XXVII., 48.-49. ÞJOÐVILJINK 183 „Fánatakan 12. júní“. Hvað talast ráðherrunum nú til? Eitt af því, sem vér vitum, að vera átti verkefni núverandi ráðherra vors i utanför hans, er nú stendur yfir, var það, að eiga tal við hr. Záhle, forsæl ísráðherra Dana, um fánatökuna 12. júní síðastl. Eins og hljóðbært varð um land allt í sumar, fann ráðherra vor sro likt til þess — eda hitt þó heldur —, er óvirtur var íslenzki, blá-hviti fáninn, að hann skrifaði þegar „umburðarbróf“ til allra lögreglustjóranna hér á landi, og bauð þeim, að hafa nú sem beztar gætur á því, að hvergi væri „Dannebrog11 á nokkurn hátt misboðið, ef einhver drægi Dana- fánann á stöng hjá sér(!!) Dálítið einkennilegt var það nú ó- neitanlega, að svara óvirðingunni við blá- hvíta fánann að vörmu spori einmitt á þessa leiðina. En ráðherrann vissi vel, hvað hann ætlaði sér. Það var SVO langt frá því, að hann finndi til með Islendingum, er leitt hafði þótt það, er íslenzka fánanum var mis- boðið, að hann þvert á móti taldi það engu máii skipta, en hitt var honum allt, ad sœta nú fœrinu, og koma sér í mjúkinn við Dani, — láta þá vita, að það væru þeir, en eigi Islendingar, sem hann bæri fyrir brjósti. Hann skrifaði því og danska forsætis- ráðherranum um fánatökuna 12. júní,— en eigi til þess, að fá danska varðskipsfor- ingjann ávittan, eða heimkvaddan, held- ur til hins, að láta nú Dani þegar vita, hve vel hann befði reynzt þeim(!) Taldi hann — í bréfinu til danska forsætisráðherrans — mjög litils vert um fánatökuna 12. júni, og þar hafa verið veður gert úr því, sem sizt var þess virði. Fyrir þetta — sem og fyrir röggsemi hans, hvað danska fánann snerti — tjáði danski forsætisráðherrann honum þá og þakkir sínar (í bréfi, er síðan var lagt fram á lestrarsal Alþingis*), og tók þá og í sama strenginn, sem ráðherra vor. þ. e. að lítils væri um vert fánatökuna 12. júní þ. á., og gætu þeir þó — hann og ráðherra Islands — rabbað frekar um hana, er þeir hittust(!) En eins og kunnugt er, hefur því verið haldið fram af Dana hálfu þ. e. af hálfu eigi fárra danskra blaða — og á sama máli virðist danski forsætisráðherr- ann þá og einnig vera —, að danski varð- skipsforinginn hafi eigi gert annað en að fylgja fram fyrirskipun yfirboðara sinna, og því, er Danir teldu lög vera. Nú verður þá gaman að frétta, er ráðherra vor kemur aptur úr siglingunni, hvad þeim rádherrunum hefii þá talazt til um málid? Að sjálfsögðu ættum vór Islendingar að geta vænzt þess, að ráðherra vor flytti oss þá afsakanir frá danska ráðaneytinu *) Hér þá eptir miani farið, hvað aðal-efni þess snertir. út af frumhlaupi danska varðskipsforingj- ans, eða þó að minnsta kosti tilkynnirgu þess efnis, að hann hefði þó verið alvar- lega ávíttur, svo að íslendingar þurfi þá sízt að vænta þess, að eiga neitt svipað á hættu framvegis. Yér ættum að geta vænzt þessa, segj- um vér. En skyldu þó eigi málalokin verða eitthvað önnur? Hræddastir erum vér um það, að svo fari. Maður drukknar í Blöndu. Maður drukknaði nýskeð (3. okt. þ. á.) í Blöndu (í Húnavatnssýslu), — mun hafa verið einn á ferð yfir ána, og vitum vér eijji með hvaða atvikum slysið hefir orðið. Maðarinn hét Friðfinnur Jónsson, og var frá Stóru-Giljá. Fyrir nokkrum árum átti hann í málaferl- um þar nyrðra, og talfi sig þá verða að mun bart úti, en fékk þó aldrei rétting þeirra mála, að því er oss sé kunnugt. Fjárverðið á Austfjörðum. Meelt er, að fjársalan verði í haust með mesta móti á Austfjörðum, og styður tvennt að þvi, annað það, að fjárverðið er nú óvanalega hátt, og hitt þá eigi siður, að fé er þar almennt mjög | vænt, eptir sumarið. Fyrir pundið i fé á fæti hafu á Seyðisfirði hæðst verið horgaðir 16 aur. Verð á keti: 26—28 aur pd., mör á 23 aur. pd., og í S’ærum 45 aur. 43 Ashley, sem vsr að stumra yfir Spurling, niðri i salnum, heyrði nú og, að gufuvélin va; stöðvuð. „Yið höfum eigi verið iðjulausir“, mælti hann við "Wakefield, — „Att við veratn tegund botnlangabólgu, sem eg hefi nokkru sinni fengi*t við!u „Maðurinn hlýtur, að vera stálhrausturu, mælti hann enn fremur, -þar sem hann hefur lifað svona lengi, og gat komizt út i skipið. — Ella væri hann löngudáinn!“ .Jé, það var skitinn tilviljun þettau, svaraði Wake- field, „að við skyldum rekast svona á mannÍDn, og gera á honum holskurð, án þess að spyrja hann leyfisu „Hefði hann neitað, þá var það sama, sem að fremja ejálfsmorð44, svaraði Ashley. „En nú verðum við að hreinsa verkfærin, og láta svo dóttur hans sýsla um hann. — Honum er óhætt þenna timann, sem við verðum, að sinna öðru“. Tom Alexander stóð niður við höfnina, og faðmaði Ashley að sér, er hann kom í land. Biðin var orðin honum alóþolandi. „Æ! Guði sé lof, að þú ert þá loksins kominn!u mælti hann, og gat ekki tára bundizt. Hérna hefi eg staðið, og starað, síðan klukkan var sjö!“ „En dreDgurinn er lifandi enn þá“, mælti hann enn fremur, „og Freement gerir sér góðar vonir um það, að hann lifi, sé holskurðurinn gerður nú þegar! Þú komst því alveg mátulega!u Kl. tima siðar komu þeir Ashley, Wakefield, og Freemont, út úr sjúkraherberginu, sem drengurinn varí. Faðir dreDgsins, sem geDgið hafði fram og aptur, iyrir utan herbergisdyrnar, starði nú á þé, er þeir komu, 40 .Fjórtán fet!“ „Jpg þekki ál — hann sést ekki, á sjóbréfinu — milli „vitrÍDganna þriggjau og Hardwood-eyjar, og þar er fégra faðma dýpi, er flóð er“. „(Jetur þetta verið! rnælti skipherranu. _Já! Straumurinn hefur myndað álinn á 5—6 sið- ustu árunumu, svaraði Spurling. Nú er hátt sjávar! Yilj- ið þér reyna?u Tbomas skipherra hugsaði sig ögn um. Honum þótti engu síður vænt ura skipið, en hefði það verið sonur. Rækist nú skipið á grynningu, eða kæmi upp leki á því var sjúka drengnum engin bjargar von framar. Hann leit nú, all-vandrseðalega, framan í lækninn. „Það er eina hjalparvoDÍn!“ svaraði læknirinn. „Ella komum við eigi til Arn-eyjar, fyr en komið er undið morgun !u „Komið nú upp á skip9tjórnarpallinn!u mælti skip- herrann síðan við Spurling, og rétti honum höndina. Ashleý gekk rétt á eptir þeim og duldist honum eigi, að maðurinn var dauðvona, enda þurfti eigi lækni, til að sjá það. Á9etti hann sér, að reyna að gora eitthvað, honum til hjálpar, er komið væri út úr eyjh-sundunum, en fyr var það eigi auðið. Drengsins vegna, varð hann að þjást, enda óskaði læknirÍDD þess og af heilum huga, að geta eitthvað linað þjáningar hans, er þar að kæmi. Nú heyrðist í bjöllunni, sem i véla-birginu var, — skipið var komið af stað.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.