Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 1
DJÓÐVILJINN. 48.-49. tbl. Reykjavik 16. október 1913. XXVII. ár: Avarp til lslendmga. Yér, sem vitum nöfn vor hér undir, teljum það miklu varða fyrir heill og hag landsins og þjóðarinnar, að alllir þeir, er fullkomnu sjálfstæði landsins unna, vinni með alúð og sam- heldni að því, að kosningar þær til alþingis, sem bráðlega eiga fram að fara vegna stjórnarskrárbreytingalaga þeirra, sem síðasta Alþingi samþykkti, fari þannig úr hendi, að á þing komist sem allra flestir sjálfstœdismenn. Vér vitum, eins og nú er komið málum vorum, að enginn ágreiningur er nú eða getur verið um stjórnmálastefnu sjálf- stæðismanna, hvort sem um sambandsmálið eða önnur sjálf- stæðismál þjóðarinnar ræðir, en viljum þó drepa á nokkur atriði, sem vér teljum, að hljóti að verða á stefnuskrá allra sjálfstæðismanna við kosningarnar, er nú fara í hönd. 1. Sambandsmálið: Vér teljum það nú komið berlega í ljós, að árangurslaust sá með öllu, að haldið sé áfram samn- ingatilraunum við Dani um sambandsmálið. Viljum því eigi að haldið sé áfram slíkum tilraunum af hálfu íslendinga. En verði málinu hreyft, — og því verður hreyft, ef Sambands- flokkurinn, Heimastjórnarnokkurinn eða aðrir Uppkastsmenn verða í meiri hluta — viljum vér eigi að þjóðin sætti sig við það, er skemmra for, en frumvarp meiri hlutans á Alþmgi 1909, sem byggðist á Þingvallafundarsamþykktinni 1907. 2. Stjórnarskrármálið: Sjálfstæðismenn hafa unnið að því utan þings og innan, að bráðnauðsyrilegar og réttmætar breytingar fengist á stjórnarskrá vorri og er því máh nú svo langt komið, að síðasta Alþingi hefir samþykkt stjórnarskrár- breytingarlög. Enda þótt ágreiningur geti að sjálfsögðu verið um einstök atriði þessara breytinga, þá teljum vér þó fengnar með þeim svo miklar réttarbætur, að eigi beri að tefia málinu enn i tví- sýnu, sérstaklega þar svo margt annað af bráðnauðsynlegum umbótum biður úrlausnar og þarf á öllum tíma og kröftum þings og þjóðar að halda, óskiptum. Teljum vér því sjálfsagt, að stjórnarskrárfrumvarp siðasta Alþingis verði samþykkt ó- breytt á aukaþinginu. 3. FjárhagS- og atviununál teljum vér vera þau mál, sem komandi þingum beri að leggia alla aðal-áherzluna á: a) Samgöngumál. I þeim málum teljum vér sjálfsagt að halda áfram stefnu þeirri, er síðasta Alþingi aðhylltist, ad koma öllum samgöngum i hendur Jslendinga, og viljum því að löggjafarvaldið vinni að því, að gera innlendar siglingar frá landinu og að, svo og með ströndum fram, svo sem þörf er á og það sér sór fært. b) Verzlun landsins — sem og aðra atvinnuvegi — viljum vér að komandi þing leggi áherzlu á að gera innienda: 1) með bættum samgöngum; 2) með bættu bankafyrirkomulagi, sem fari í þá átt, að út- vega verzlun landsins nægiiegt og eðlileg veltufó í inn- lendum böndum i landinu sjálfu og þannig fyrir komið, að allir hlutar land,sins geti haft not áf; 3. með því að bæta og erla álit og lánstraust áreiðanlegra, innlendra verzlana. c) Landbúnað og fiskiveiðar viljum vér að ljöggjafarvaldið láti sér annt um að styðja og efla, ekki sízt með því að þvi að skapa afurðunum betri og greiðari markaði. 4. Hag mrkamanna og húsmanna viljum vér efia og bæta kjör beirra stétta með endurskoðun á löggjöfinni. B. Það teljum vér grundvöll undir öllum heilbrigðu stjórn- arfari i landinu, að heimtuð só fullkomin ráðvendni og réttlætí af öllum þeim er með umboð þjóðarinnar fara, embættismönnum og öðrum, og fullum lagajöfnuði sé haldið uppi fyrir æðri sem lægri. Að því viljum vér vinna. í fjármálum viljum vér að sýnd sé gætni og nukin sem minnst á komandi árum önnur útgjöld en þau, sem miða til bóta og eflingar atvinnuvegunum. Leiðir þær, sem hér eru nefndar, teljum vér liggja allar að takmarki vor sjálfstæðismanna: fullu efnalegu og stjórn- málalegu sjálfstæði íslands, og í samræmi við stefnu vora virjum vér einnig vinna að sjálfstæði héraða og einstaklinga í öllum greinum. Jafn framt því að framfylgja ötullega sjálfstæðismálunum hlýtur hver sjálfstæðismaður að veita ákveðna andstöðu hverri þeirri stjórn, þeim flokki og þeim einstökum þingmannaefnum, sem eigi vilja ganga hiklaust brautina með oss í aðal-málum vorum og stefna að marki voru, og þá auðvitað núverandi stjórn, sem berlega hefir sýnt sig andvíga sjálfstæðismálum þjóðarinnar yfirleitt, enda sama sem ekkert hugkvæmst í lands- málum, sem Alþingi hefír geta aðhyllst eða talið þjóðinni horfa til viðreisnar. Vér viljum enn tremur, að þegar í stað verði efnt til ítar- legrar rannsóknar á þessum atriðum: Hvort, og þá hvernig breyta megi umbodsstjóm og dóma- skipun landsins í annað eða betra horf en nú er og til sparn- aðar; og komi þá jafn framt til rannsóknar launakjör embœtt- ismanna yfirleitt og afndm eptirlauna. Enn fremur hvernig framkvæma megi adskilnad rikis og kirkju. Auk þess viljum vér, að Alþingi geri ráðstafanir til þess að gera landið og þjóðina kunnugt öðrum þjóðum, t. d. með því að gefa út á aðal-tungumálum heimsins fræðandi rit um land og þjóð, sjá um að ritað sé um landið í erlendum blöð- um o. s. frv. Að lokum viljum vér taka það fram, að vér væntum þess, að þj'óðin sé oss samdóma um það, að eigi séu þeir öðrum ólíklegri til þess að vilja yfirleitt vinna að viðreisn þjóðarinnar í öllum greinum, sem sýnt hafa það, að þeir öðrum fremur beri sjálfstæðismál hennar fyrir brjósti. Vinnum nú við kosningarnar með eindrægni og ótulleik að sameiginlegu markmiði allra sjálfstæðismanna: fullu sjálf- stæði íslands i efnahag og stjórnmálum. Reykjavík í október 1913. Stjórn sjálfstæðisflokksins: Benedikt Sveinsson Björn Kristjánsson Ólafur Björnsson alþm., ritstj. Ingólfs. Sigurður Jónsson íormaður Sjálfstæðisflokksins. ólafur ólafsson alþm. ritstj. Isafold'ir. fríkirkjupreBtvr. Skúli Thoroddsen Sveinn Björnsson alþoi., ritstj. Þjóðviljans; yfirdóirislðgmaður.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.