Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.10.1913, Blaðsíða 7
XXVII., 48-49. ÞJOÐVILJINN. 187 „Skandia mótorinn“ (Lysekils mótorinn) er af vélfróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum. „SKANDIA“ er endingarbeztur allra mótora og hefir gengið daglega í meira en 10 ár án viðgerða „SKAND1A“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri olíu, án vatnsinnsprautunar, tekur lítið pláss og hrisstir ekki bátinn. „SKANDIA“ drífur bezt og gefur allt að 60% yfirkrapt. Biðjið um hinn nýja, stóra íslenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0GSSON. Kobenhavn, K. "vetrum, var bann jafnan í þeim svaðil- förum, og svo mátti segja, að seinni hluta æfinnar væri hann lotulaust á sjónum, ýmist sem skipstjóri, stýrimaður eða há- seti, og ekki var undan látið fyr en í fulla hnefana, svo mörgum þótti nóg um, þ>ví hinn síðasta vetur, sem hann lifði, var hann háseti á þilskipi, á vetrarver- tíð, en var þá í vertíðarlokin, um miðjan maí, lagður á land fárveikur á Þingeyrar- spítala, og beið hann þar dauðans með mikium þjáningum at magakvilla, til þess hann fekk hvíld þ. 81. júlí þ. á., eptir hvíldarlaust æfistarf, á 78. aldursári, eptir því sem hann taldi aldur sinn. Hann var grandvar maður í allri hegðun, trygg- lyndur og góðgjarn, vildi öllum vel, frið- samur við alla og óhlutdeilinn um ann- ara hagi. Þó hann hefði fjölskyldu fram að færa, þá komst hann vel af iyrir sig og sína, safnaði aldrei fé, en þurfti ekki heldur að leita annara, og lét ekk- ert upp á sig standa við neinn. Hann átti ágæta konu, sem var honum öflug aðstoð í baráttu lífsins, og þau góðu h]ón luku dagsverki sínu með sóma, með því að koma upp 8 vel gefnum og mann- vænlegum börnum. Að vísu ólust tvö þeirra að nokkru upp hjá öðrum ættingj- um sínum. bó börn þeirra hjóna séu áður að eins nefnd i æfiágripi móður þeirra, í blaði þessu, þá skulu þau talin hér nokkuð fyllra en áður, til fróðleiks þeim sem ættfræði stunda, fyrir seinni tímana. 1. Svanfríður, f. 7. okt. 1864. Þá voru foreldrar hennar trúlofuð. Semna hjú i Haukadal. Hún varð 18. jan. 1891 seinni kona Friedrich Reinhard Wen- del’s justisráðs og verzlunarstjóra á Þingeyri, sem var þýzkur að ætt. Þau eru nú í Þýzkalandi. 2. Guðmunda Sólborg, f. 1867, gipt 27. okt. 1893 Böðvari Jóhanni bónda í í Hvammi í Dýrafirði, Böðvarssyni frá Álptanestungu á Mýrum, Guðmunds- sonar. 3. Marsibil, f. 7. maí 1869. Hún ólst upp hjá Andrési skipstjóra föðurbróður sín- um, og bar móðurnafn þeirra bræðra. 'Giptist 21. sept. 1888 Matthíasi Olafs- syni kaupmanni og alþingismanni í Haukadal. 4. Þórdís Friðrika, f. 3. júní 1871. Fór til Ameríku 1893, og giptist þar Ósk- ari Jónssyni úr Strandasýslu. 5. Andrés Pétur Júlíus, f. 30. júlí 1872. Fór utan 1889, lærði þar sjómanna- fræði, og dó þar ógiptur. 6. Olína María, f. 31. maí 1876. Giptist 4. sept. 1898 Heinrich Julius Hermann Wendel, málara á Þingeyri, bróðir Wen- dels verzlunarstjóra. Hún dó 3. apríl 1913, fjórum mánuðum fyrn en faðir hennar. 7. Steinn Guðmundur, f. 18. okt. 1876. Lærði bakaraiðn, og er nú bakari á Þingeyri. Giptur 17. ágúst 1908 Jó- hönnu Guðmundsdóttur, bónda á Kirkju- bóli, Nathanielssonar (hún er fædd 28 nóv. 1886). 8. Ólafur, f. 14. nóv. 1884. Vinnumaður á Btekku í Sandasókn. Sighv. Gr. Borgfirdingur. Rey kjavík. —o- 16. okt. 1918. Haustið vfirleitt mjög gott hér syðra, sem al er, — hlýinda-dagar enda eigi all-fáii fyrst i mánuðinum. — Veðráttan öll önnur, en megn- ið a! sumrinu. „Baron Stjærnblad11, aukaskip fri sameinaða gufuskipafélaginu, kom hingað trá rtlöndum 7. þ m. Leikritið „Kamelíu-frúin“ hefir i þ. m verið sýnt nokkur kvöld á leiksviðinu í „Iðnó“. Frú Stefania Guðmundsdóttir, og Jens B. Waage, hafa leikið þar aðal-hlutverkin, og leik- urinn yfirleitt verið vel sóttur, ‘og þótt takast vél. En leikritið „Kameliu-frúin“ er sjónleikur, eptir Alexrndre Dumas yngri, frakknesk i skild- sagna- og leikrita-höfundinn. Hafði Dumas yngri fyrst samið skáldsögu, er fyrgreint nafn bar, og sauð síðan sjónleikinn upp úr benni, og vakti hann þegar afar-raikla athygli, er hann var sýndur í fyrsta skipti á leiksviðinu i Paris (árið 1862). Dumas yngri — eða Alexandre Dumas fils, sem hann er almennt nefndur, til aðgreiningar frá föður sínum — var fseddur i París 1824 og andaðist 1896. Sjónleihur hans, er að ofan er getið, hefir þrásinnis víða verið sýndur í leikhúsum, og einatt þótt mikið að honum kveða. Lúðra-félagið „Harpa“ skemmti bæjarbúum fyrra sunnudag (6. þ. m.), — lék nokkur lög á lúðra á Austurvelli. Fjöldi bæjarbúa var þá og á gangi þar um- hverfis, eins og vant er að vera, þegar slíkra skemmtana gefst kostur. Asgrimur málari Jónsson hefir i sumar dvalið um hrið austur í Fljótshlið (i Rangárvallasýslu), og hefir nú meðferðis ýms landslaga-málverk þaðan, sem almenningi væntaniega gefst kostur á, að líta á einhvern tima í vetur. Málverkin, sem mörg eru hvert öðru fallegra, eru öll frá Múlakoti i Rangárvallasýslu, eða þá þaðan úr grendinni. Af málverkum hr. ^.sgrfms Jónssonar, sem getið er næst hér á undan, sést ljóslega, hver unaður — víða, ef eigi allsstaðar, hér á landi —, getur orðið að skóg- og blóm ræktinni, sé henni sinnt, sem vera ætti, til prýðis umhverfis bænda- býlin, eða þá þar i grendinni, er menn vilja eiga sér skemmtistað. Húsráðendurnir i Múlakoti i Fljótshlíð hata þar — eins og ýms málverkanna sýna — orðið öðrum til fyrirmyndar. Leiktélag Reykjavíkur hefir nú þegar áform- að, að leika i vetur þessa þrjá sjónleiki: 1. Sjónleikinn: „Trú og heimi:i“, eptir þýzk- an höfund. Ráðgert, að hann verði fyrst sýndur á leiksviðinu. 2. Leikritið: Lénharður fógetí“, þ e. nýji sjónleikurinn, eptir Einar Hjörleifsson, sem nýlega er kominn í bókaverzlanirnar. Gert ráð fyrir, að byrjað verði, að sýna hann 4 leiksviðinu um jólin. 3. Leikritið: „Ástaraugun11, eptir norskan rithöfund. Væntanlega minnist blaðið leikritanna þá síðar. Hr. Guðm. Thorsteinsson (sonur hr- P. J. Thorsteinssonar, fyr á Bildudal, og frúar hans) dvaldi í sumar um hríð vestur i Dalasýslu, og málaði þar eigi all-fáar landslagamyndir o. fl. Hann hefir að undanförnu um hríé iagt stund á að nema málara-listina í Kaupmannahöfn. Frá 28. sept. þ. á. til 12. þ. m. (okt), að báðum dögunum meðtöldum sýndi hr. Magnús ^.rnason, ýms málverk i Iðnskólanum hér í bænum. Hann er einn þeirra, sem um þessar mundir eru að nema málara-listina. „Vesta“ kom hingað, norðan og vestan um land, aðfaranóttina 10. þ. m. Skipið lagði aptur af stað héðan um kvöldið samdægurs, vestur og norður um land, til út- landa. „Ceres“ kom hingað frá útlöndum að morgni 9. þ. m. — Meðal farþegja voru: Ungfrú Emi- lís Indriðadóttir, re> isors Einarssonar, frú Stef- anía Copeland, og cand. med. et chir. Gunn- laugur Claessen, síra Bjarui aómkirkjuprestur Jónsson. og frú hans o. fl. o. fl. Ennfremur mesti sægur fólks frá Austfjörð- um — t'arþegjar alls á fjörða hundrað. V Atrygígiö eigur yðar (húH, húsgögn, vörur o. 11.) f.yrir eldsvoða i bi*iiiia.bóta.íéliigimi „General”, stoínsett 1885, Aðal-umboðsmaður fyrit* Island: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyr-ix* Norð- ur-ísafjarðarsýslu er Jón Hróbjartsson verzlunar- stjóri. Duglegur uraboðs- maður óskast fyi*ir Yestur- ísafjarðarsýslu. RITSTJÓRI OG EIGANDI: KÚLI y HORODDSEN, Prentsmiðja Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.