Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 5
XXVIL, 58.-59. ÞJCÐVILJINN. Nýjar bækur. (Sendir ritstj. „Þjóðv.11) Áf bókum, sem oss hafa verið sendar til umgetningar minnumst vér að þessu sinni að eins tveggja. Bækurnar eru: • I. í helheimi, eptir Atne Gat- botg. — Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi. — B,vík 1913. — 187 bls. 8vo. Kostnaðarmaður: Sigurct- ! u} Kristjánsson. Höfundur bókarinnar: „I helheimi“, norska skáldið Atne Garbotg, er fæddur 25. janúar 1851. — Iiann er talinn eitt af helztu skáldum Norðmanna, síðan er þeirra Björnson’s og lbsen’s missti við. Garbotg befir einatt verið mjög ákveð- j inn „málmaður11, þ. e. fylgt því einatt I mjög eindregið fram, að gera ætti forn- j málió, eins og það enn lifir á vörum al- J þýðunnar í ýmsum byggðarlögum Noregs, j að ritmáli þjóðarinnar. Dönskunni, er smeygði sér inn á óláns- og dimmviðris-öldum þjóðarinnar, vill hann á hinn bóginn að sé hafnað, enda semur hann sjálfur rit sín á ný- norsku, en eigi á dönsku. Ritið, „í helheimi1*, er allt í ljóðum, svo að lesturinn krefur að mun meiri hugsunar, en ef sömu skoðanirnar hefðu verið birtar í glöggu og gagnorðu óbundnu máli. Rn það, að ljóðin — bundna málið — krefur æ meira athyglis, ef eigi hugs- unar, af lesandans hálfu, en óbundna málið, veldur því, að betur fer þá og á því — eða svo lítum vér á það mál —, að í bundnu máli sé þá eigi annað falið, •en það sem stutt er. Margra arka bækur, samdar í bundnu máli, t. d. leikrit í ljóðum, sem æ er mjög óeðlilegt, eða bækur sem — eins og ritið „I helheimi" — lýsa þá hinum eða þessum lífsskoðunum, þreyta yfirleitt lesandan um of. Einmitt það, sem æ á að auka les- andanum unaðinn, að hugsunin er falin í fögru, lipru og léttu ljóði, valinn feg- ursti búningurinn, getur þá þvert á móti •orðið honum hið gagnstæða. Sjaldnast og er um mjög langa ljóða- bálka ræðir, hvað þá um margra arka bækur, að allt sé þá svo lipurt og vand- að, sem ef styttra hefði verið, og skáldið ■eigi ofþreytt sig sjálft. Allt annað þó um rímurnar, þar sem ætlast er þá og æ til þess, að ríman sé -kveðin — þ. e. að menn njóti þá unað- arins af kveðskapnum jafn framt. Á hinn bóginn hafa þó og eigi fá stórskáidanna haft sama lagið, sem „í helheimi11 er, þ. e. að semja ýmist leikrit, eða ýmiskonar langfiokka ella, í ljóðum, — og þarf þá nú eigi meira. En livað veitir mestan unaðinn? Að því er bókina „í helheimi“ snertir, ekal að öðru leyti þess eins getið, að efnið ■er þar áframhald af efninu í riti Gar- borg’s: „Huliðsheimar“, sem birzt hefir og í íslenzkri þýðingu. Segir þar margt af hatrinu og öðru íllu — sem og að vísu af sumu góðu — sem í manninum býr. Allir, sem ritið „Huliðsheimar“ hafa eignast, kaupa því og að líkindum „r helheimi“ og taka henm fegins hendi. Annars æ því betra, því meira, sem vér íslendingar eignumst á voru eigin tungumáli af merkurn ritum frægra, eða mikils metinna útlendinga, og að því ætti þjóðin að styðja að föngum með þvi að kaupa ritin, svo að þeim fjölgi þá fremur en fækki, sem í það vilja ráðast að koma þeim á íslenzku. Að þvi er snertir þýðingu hr. Bjarna Jónssonat frá Vogi, þá er hún lipur og málið vandað eins og á öllu, sem hann ritar, í bundnu eða óbundnu máli. Útgáfan og að öðru leyti vönduð eins og útgáfur hr. Sig. Kristjánssonai yfir- leitt eru. II. Dagbókin mín. — Orð úr heilagri ritningu, og ljóð, fyr- ir hvern dag ársins. — Safn- að hefir Valgetdur Jónsdóttir. Rvík 1913. — 133 bls. 8V°. Eins og kunnugt er, þjáðist biskups- frúin sáluga lengi af þrálátri krabba- meinsemd, er að lokum leiddi hana til bana. Sér til afþreyingar hefir hún þá haft það, er af bráði ögn í sjúkdómslegunni, að tína saman ljóðin og ritningargrein- arnar, sem í „Dagbókinni11 eru. Vér erum eigi svo sálma- eða ritn- ingar-fróður, að á voru færi sé að dæma um það, hversu heppilega valið kann að vera i hverju einstöku tilfelli, og leiðum það því hjá oss. Á hinn bóginn dylst oss þó eigi, að margir muni hafa gaman af að eignast „Dagbókina", og verði hún þeim þá og, eigi síður en biskupsfrúnni sálugu, til dægradvalar, sem til er ætlast. Andvirði bókarinnar er ánafnað kon- um, er lík veiki sækir, sem biskupsfrúin dó úr, og þar í felst þá og rík hvöt til þess að stuðla, sem unnt er, að útbreiðslu hennar. 10. okt. þ. á. (1913) var aldarafmæli ítalska tónlagasmiðsins Qiuseope Verdi. Hann fæddist í grennd við borgina Parma á ítaliu 10. okt. 1813, og andað- ist í Mílanó 27. janúar 1901. Verdi var einn i röð allra nafnkunn- ustu tónlagasmiðanna á öldinni, sem leið. Aldarafmælisins var minnzt með há- tíðahöldum hér og hvar á Italíu og víðar. I ráði er nú, að Frakkar reisi að mun kastala á landamærunum, er að Italíu vita. Þurfa þá minna herlið þar til varnar en ella á ófriðartímum og geta þá notað annars staðar herinn, sem sparast. 221 Gert er ráð fyrir þvi, að „heimastjórn'1 i komist loksins á á Irlandi vorið eða sum— . arið 1914, þ. e. nei-kvæði lávarðadeild- arinnar fær þá eigi varnað því lengur. Á hinn bóginn lialda æsingarnar í Ulster-héraðiuu áfratn, og ráðgera mót- mælendur (protestantar), sem eru megin- þorrinn þar, að lýsa héraðið óháð, og velja sér sér-stjórn, ef „heimastjórn" verði löggleidd á Irlandi, — vilja eigi á nokk- urn hátt vera háðir yfirráðum kaþólskra manna. Kveður svo rammt að, að héraðsbúar í Ulster hafa jafn vel tekið að æfa sig í vopnaburði, og hefir brezkur þingmaður, Edward Oarson lávarður gengizt mest fyrir því, og skipað Gfeorge Riohardson lávarð yfirmann allra vopnaðra sjálfboða i í Ulster. Furða margir sig á því, að brezka stjórnin skuli enn eigi bafa tekið í taum- ana, og stöðvað athæfi Carson’s. „Þjóðreisn" er nafnið á nýju „heima- stjórnar“-félagi, sem hr. Lárus H. Bjat na- son prófessor, og aðrir, er sögðu sig úr „Fram“-félaginu, hafa nýlega stofnað. „Lögrétta" tekur félagi þessu eigi bet- ur en svo, að hún uppnefnir það þegar, — kallar það „þjóðreiging". En hver veit, nema nýja félagið eigi það þó eptir, að verða „Fram“-félaginu j skeinuhætt, eða fái komið því á knén? I i ___________ i ----------- I Fána-málið. Sænski ritstjórinn hr. tíagnar Lund- borg, sem opt hefur í blaði sínu talað máli vor Islendinga, hefur nýlega ritað all-ýtarlega grein um afdrif fána-málsins í ríkisráðinu. Telur hann rétti vor íslendinga hafa verið þar mjög misboðið, og frammistaða I ráðherra vors því öll önnur en skyldi. „Hamborgar-Ameriku-linan", þ. e. fé- lag svo nefnt, er annast fólks- og vöru- flutninga milli Hamborgar og Ameríkn. lætur um þessar mundir smíða ser afar- stórt eimskip, er á að verða um öö þús. smálesta. Stærsta skipið, er félagið nú á, og „Imperator" nefnist, er 50 þús. smálesta skip, eða þar um, og verður nýja skipið því 6 þús. smálestum stærra. Nafn skipsins verður „Yaterland" (þ. e. „Föðurland"). öamalt eldfjall, Povarennoi að nafni, eitt fjallanna í Áltai-fjallgaröinum, er nýlega farið að gjósa. En Altai- eða „gull“-fjöllin nefnist allur fjallahryggurinn milli Irtish-fljóts- ms og Bajkal-vatnsins, og er eldfjallið, sem fyr er getið, í landareign Rússa í Asíu. Munu menn hafa litið svo á, sem eld- fjall þetta væn með öllu út brunnið, eu nú hefir þá önnur raunin á orðið, sem. fyr segir.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.