Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.12.1913, Blaðsíða 7
ÞJOÐVILJINfc 223 XXVII., 58.-59. Mannalát. —o— 18. okt. þ. á. andaðist í Seyðisfjarðar- kaupstað húsfreyjan Oddný Pétui sdöttir. Hún var fædd að Eskifjarðarseli í Suður-Múlasýslu 24. janúar 1857, og var því frekra 56 ára að aldri, er hún and- aðist. Arið 1879 giptist hún eptirlifandi eig- Inmanni sínum, Einan Guðmundssyni, •og eignuðust þau alls 4 börn, þrjár dætur -og einn son. í snjóflóðinu mikla, er varð á Seyðis- firði árið 1885, misstu þau nálega a.eigu sína, og reistu þá nýbýlið »Þótarinsstada- stekkn, utarlega i Seyðisflrði, og bjuggu þar síðan í 17 ár, eða til þess tima, er þau, árið 1902, fluttust aptur til Seyðis- fjarðarkaupstaðar, og dvöldu þar þá æ síðan. Af vestur-íslenzkum mannalátum, er 'vér höfum nýlega séð getið, skal þessara hér getið: 2. sejjt. þ. á. andaðist i Spanish Fork 1 Utha, háöídruð kona, Yilborg Björns- dóttii að nafni, fædd 30. apríl 1824. Foreldrar hennar voru: Hjónin Björn Gíslason á Hjallanesi í Rangárvallasýslu og Hildur Filippusardóttir. Árið 1854 fluttist Vilborg sáluga til Vestmannaeyja, og kynntist þar þá trú- boði Mormóna, og fluttist þá, 2—3 árum síðar, til Vesturheims. 4>ar giptist hún. árið 1860, enskum manni, William Holt að nafni. — Hann var ekkjumaður, og átti 3 sonu, er hún gekk þá í móðurstað, en varð sjálfri eigi barna auðið. Mann sinn missti hún árið 1888, og var síðan ekkja. Mjög var Vilborg sáluga hneigð fyrir lækningar, og sinnti því að mun, æ öðr- um þræði, ljósmóður- og hjúkrunar- og handlækninga-störfum. Lengstum var hún heilsugóð um æfina, en lá þó í rúminu 7 síðustu mánuðina, sem hún lifði. 8. okt. þ. á andaðist að Lundi (norð- ur af Gimli) í Nýja-íslandi Jakob Oddx- son, 85 ára að aldri. Hann fluttist frá Húsavik til Vestur- heims árið 1884. Hann lætur eptir sig ekkju, há-aldraða, og tengdasynir hans eru: Árni fasteigna- sali Eggertsson og Olafur S. Thorgeirs- son prentsmiðjueigandi, og eru báðir í hóp nafnkunnari Vestur-íslendinga. „Heimskringla“ segir Jakob heitinn hafa verið „dugnaðarmann og dreng góð- an“. — 14. sept. þ. á. andaðist i borginni Minneota aldraður maður, Sigmundm. Jónathansson að nafni. Hann var Þingeyingur, fæddur 17. ág. 1837. Kvæntur var hann Hólmfriði Magnús- flóttur frá Sandi i Þingeyjarsýslu, og lifir hún hann. „Skandia mótorinn“ (Lysekils mótorinn) er af vélfróðum mönnum viðurkenndur að vera sá bezti báta- og skipa-mótor, sem nú er byggður á Norðurlöndum. „SKANDIA“ er endingarbeztur allra mótora' og hefir gengið§daglega í meira en 10 ár án viðgeiða „SKANDl A“ gengur með ódýrustu óhreinsaðri olíu, án vatnsinnsprautunar, tekur litið pláss og hrisstir ekki bátinn. „SKANDIA“ drífur bezt og gefur allt að 50"/,, yflrkrapt. Biðjið um liinn nýja. stóra íslenzka verðlista. Einkasali: JAKOB GUNNL0GSSON. K 0 b e n h a v n, K. Bjuggu þau hjónin á ýmsum stöðum þar nyrðra, og höfðu um hríð greiðasölu á Húsavík. Til Vesturheims fluttust þau árið 1873, og settust þá fyrst að í Wisconsin-rikinu, en bjuggu síðan nær 30 ár i luyon Co. í Minnesota, og síðan að lokum i borg- inni Minneota. x’vö börn eiga þau á lífi: Jóhann, vélameistara í Minneota, og Ingibjörgu, sem gipt er i Oklahoma. „Sameiningin“ segir heimili þeirra hjónanna hafa verið rikmannlegt rausn- arheimili. I blaði voru er þess getið, að 2. júní þ. á. tókst. svo óheppilega til að Ingi- mundur Jónsson, húseigandi í Hnífsdal i Norður-Isafjarðasýslu, Irukknaði af vél- arbát á Isafjarðardjúpi. Ingimundur heitinn var fæddur 27. sept. 1863, og voru foreldrar hans hjónin Jón Jónsson og Guðrún Gísladóttir, er þá bjuggu að Osi i Steingiimsfirði i Stranda- sýslu. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum unz hann var orðinn 11—12 ára. — Fluttist hann þá að Víðivöllum i Staðar- dal i Strandasýslu, og ólst þar upp hjá Bjarna bónda Jónssyni, er þar bjó þá, og dvaldi síðan hjá honum, unz hann. tví- ugur að aldri, fluttist til ísafjarðarkaup- staðar. A Isafirði var hann fyrst í vinnu- mennsku (í 1—2 ár). en síðan sjálfs sín unz hann, 27. sept. 1894 (á 31. afmælis- degi sínum), kvæntist eptirlifandi ekkju sinni. Helgu Margréti Sigurðardóttur, Svemssonar í Búð, og fórst Sigurður, sá sem kunnugt er, i snjóflóðinu mikla í Hnít’sdal 18. t'ebr. 191(1 En Helga — móðir hennar hét Saló- me Engilbertsdóttir — ólst upp hjá ömmu sinni, Olaviu, móður Sigurðar, og fluttist síðan með henm, er hún 14 ára, til Guð- mundar kaupmanns Sveinssonar í Hnífs- dal (bróður Sigurðar) og Ingibjargar, frúar hans, og dvaldi þar síðan unz hún gipt- íst, sem fyr segir. Alls varð þeim hjónunum, Ilelgu og Ingimundi, þriggja barna auðið, og eru tvö þeirra á lifi: 1. Sigurður Einar, 16 ára og 2. Carl Oigeirsson Bjarni, 14 ára. Barnið, sem þau misstu, og dó i æsku, vai og drengur og hét Sigurður. Þau bjuggu einatt i Hnífsdal, og var Ingimundur sálugi jafnan háseti yfir vet- urinn og vorið, en formaður á bát er hann átti, sjálfu á sumrum og að haust- um. Hann var og laginn til sjávarins og óhlífinn verkmaður. Björguðust þau hjónin og einatt þol- anlega, og ekki sízt síðustu árin, er dreng- irnir voru teknir að stálpast. Höfðu þau reist sér hús í Hnít’sdal, og áttu þar snoturt heimtli. Ingimundur heitinn var glaðlegur maður, fjörlegur og tápmikill og nettmenni í framgöngu allri. Fráfall hans, er varð á svosviplegan iiátt, sein íyr segir, bar því miður að einmitt þá, er efnahagurínn var að rétt- ast við, og börnin hálf-uppkomin, — ein- mitt þá, er þess mátti vænta, að hann gæti, enn betur en áður, farið að neyta kraptanna og verða sér og öðrum til enn meiri uppbyggingar. Missxr lians or þvi sár, eigi að eins ekkjunni og börnunum, heldur og sveit- ungum hans og öðrum, er hann þekktu. Lík Ingimundar sáluga náðist nær þegar eptir það, er slysið var orðið. Hann var jarðsunginn að Eyrarkirkju á Isafirði 7. júní þ. á. Eins og getið hefur verið um i blaði voru, andaðist Páll Pálsson, fyr bóndi að Kleilum i Skötufirði i Norður-ísa- fjarðarsýslu, í Bolungarvikurverzlunarstað 16. júlí þ. á. (1913). Þvi miður hefur oss eigi lánast, að fá svo glögga skýrslu um helztu æfi-atriði hans, sem vór myndum kosið hafa, og verðum því að láta oss nægja, að tína til hið fáa, sem vór höfum þó getað upp spurt, og byggja á því, sem áreiðanlegu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.