Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Blaðsíða 2
10 Þ.TO.ÐV ILJJNN. XXVIQ, 3.-4. ÞJÓÐVIL.TINN. Verð árgang’sins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o» i Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnimánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema kornin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og knupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Ad þvi er d hinn bóginn til »sam- bands« og »heimastjóinai o.-þlokkanna kem- ut. þá er þat allt ööru n»áli að gegna. Stefna þeirra beggja ríður, sem kunn- ugt er, í svo beinan bága við stefnu vor, sjálfstæðismanna, að við þá hljótum vér að berjast, og viljum þá og berjast, við kosningarnar 11. apríl næstk. Verdi annarhvor þeitra flokka — eða þá báðir í sameiningu — ofan á vid kosningarnar, þ. e. hreppi meiri hluta þingsætanna, eða þótt eigi nái þeir fieiri þingsætum, en svo, að þeir, með tilstyrk konungkiörna þingliðsins, ráði meiri hluta atkvæðanna á þingi, þá er allt í húíi, — þ. e. þjódin á þá allt á hœttu, ad því er til sjálfstœdismálanna kemur. Að því er til „sambandsflokksins“ kemur, hefur hann það eitt á stefnuskrá sinni, ad vilja semja við Dani, — bíð- ur þess eins, að þeir verði ögn mýkri í samningunum. en þeir voru, er „grútur- urinn“ var í boði. Enginn veit hve langt þeir kunna ad teygjast, fái þeir að eins en«la bund- inn á málið. „Heimastjórnar“-fiokkurinii er á hinn bóginn að því leytinu ögn skáiri — en þá og að vísu enn viðsjálli, og hættu- legri —, að verri kostum, en i „Upp- kastinu frá 1908“ felast, tjáist hann þó aldrei munu taka. En þeim kostum hafnaði þjóðin, sem kunnugt er, nær eindregið, við kosningarnar 1908, og væri íllt, ef hún léti flekast, til að ganga að þeim síðar. Að því er til annara sjálfstæðismála, en sambandsmáisins kemur, þá er og hvorugum — „sambands“- eða „heima- stjórnar“-fiokknum —- að treysta. Gegn bádum þessum flokkum verðum vét sjálfstœdismennimir, því að berjast, og gegn þeim báðum ætti þjóðin og að mrúast, sem allra allra öfluglegast, nú við kosningarnar, 11. apríl næstk. StjÓFH „Eimskipafólags íslands" hefur nú skipt svo störfum með sér, að Sveinn yfirdómslögmaður Björnsson er formaður, Olafur konsúll Johnsen ritari, og yfir- dómslögmaður Eggert Claessen gjaldkeri. Vara-formaður er Halldór yfirdómari Daníelsson, og vara-ritari: Ga» dar kaup- maður Gíslason. Hmir tveir, sem i stjórninni eru: Jón kaupmaður Björnsson, og Jón Gunn- arsson samábyrgðarstjóri, eru þá með- stjómendur. Balkan-skaginn. f (Oaldar-bragurinn þar). Hrœdilegar fregmr hafa nýlega bor- ist frá Albaniu, — yngsta riki Balkans- skagans. Tyrkneskur hershöfðingi, er Essad er nefndur — ",,pascha“ að virðingar- nafni — hefur hafið þar megnustu of- SÓknir gegn kristnum mönnurn. j Segja símfregnirnar, að þeil' skipti þúsundum, er drepnir hafi verið: karlar, konur , og börn. — l?á er og enn spáé nýrri styrjöld á Bal k an s k aganum. Fullyrt, að Tyrkir, og Búlgarar, muni í sameiningu, jafn skjótt er vígbúnir þykjast, ráða á Serbi, og Grikki. Þykjast báðir eiga sín í að hefna, vegna ófaranna í Baikan-styrjöldunum, fyrri og síðari. Hefnilöngunin lætur þá því gleyma I því — í svipinn —, að sjálfir bárust | þeir ný skeð á banaspjótum. Vitaskuld ætti það þó að heptast, ad óargadýrin tjúki i adra. — ætti að heptast! En hver sýslar um það, eins og ástatt er á jörðinni? Taka stórveldin í taumana? (Hepta þau óarga-dýrin?). Fregnirnar, um hryðjuverkin í Al- baníu, sem minnst er hér næst á undan, láta þess eigi getið, að önnur þjóðerni hafi skorizt þar i leikinn. Má og vera, að um Albaníu-hryðju- verkin hafi alis engin fregn borizt, fyr en allt var um garð gengið. En hvað gera önnur þjóðerni — og þá eigi hvað sízt rmeiri-ábyrgdar *-þjód- ernin*), þ. e. stórveldin, — er fregnir nú berast, um ófriðar og heiptarhuga Tyrkja, og Búlgara, í garð Grikka, og Serba ? Hér er því eigi um að kenna, að allt sé um garð gengið, þar sem styrjöld- in — öllum óargadýrs-hættinum æ verra — er þó enn eigi byrjuð. Og allra mál er það vitanlega — á öllum sú skyldan ematt hvíiandi —, að hepta hvert ófriðarbálið, sem er, og þá eigi hvað sízt, er um ófrið á Balkan-gkaganum ræðir, ofan á voðaleg- ar og blóðugar styrjaldir, sem þar eru rótt nýlega um gaið gengnar. Hvad skyldi annars sá dagurinn heita, er svo er langt komid sidmenningunni á jörd vorri, ad styrjaldir eru al-hœttar f Hvad sá dagurinn, er svo er langt komid, ad til taks er einatt alþjóða- lögreglulið, til ad hepta styrjaldirnar, lemstranirnar, liflátin, blóðsútheliingarn- ar, o. fi. o. fl., sem þeim æ fylgir? *) Þtri betri, sem tökin höfum, þ. e. að því skapi, sem getan er meiri, að því sknpi er æ hjálp- arskyldan rikari, báðar aðal-tegundir hennar, þ. e. fyrirbyggingar- og stöðvunar-skyldan. En það er geta stórveldanna, borin saman við getu minni þjóðernanna hvort er um þ»ð ræ 'ir, að fyn’rbyggja ófrið, eða stöðva. 8-m vcld- ur því, að á þeim hvllir æ „meiri-sky)dan“, Of þá og „meiri-ábyrgðin“. Sk. Th. f M. G. Piequart, hershöfðingK (Sbr.: Dreyfus-málið). Ný frétt er hingað lát M. G. Picquart's,, irakkneska hershöfðingjans, er mestan og beztan átti þáttinn í því, er mál A. I Dreyfus, er setið hafði í 5 ár í afar- hörðu fangelsi á „Djöfley11 (við Cayenne- strendur í Suður-Ameríku), var að nýju tekið til rannsóknar, og hann síðan að lokum (12. júlí 1906) algjörlega sýknadur. Picquart var fæddur í Strassburg árið 1854, og nam á uppvaxtarárunum hernaðarfræði, varð liðsforingi í Tonkin, i og siðan (árið 1895) yfirmaður hernjósn- ! arskrifstofunnar. I þeirri stöðu komst hann þá að þvi (ánð 1896), að það var Esterhazy greifi, er framið hafði iandráðaglæpinn, sem Dreyfus var sakfelldur fyrir. Til að þagga niður i honum, var hann þá látinn fara, í einskonar útlegð, tii Tunis, og síðar sviptur iiðsformgja- nafnbótinni, og ofsóttur á ýmsar lundir, eins og eigi allsjaldan vetdur hlutskipti þeina, er máli sannleikans tala, og — varpað að'lokum í fangelsi (árið 1898). Eptir það, er Dreyfus var alsýkn orðinn (sbr. hór að ofan), fékk Picquart þó aptur fulia uppreisn, — var skipað- ur hershöfðingi, og gerður „offiséri heið- ursfylkingarinnar“ (frakkneskt tignar- merki). Sama árið (23. okt. 1906), varð hann og hermálaráðherra í ráðaneyti Clémen- ceau’s, og jafnan síðan í miklum metum á ættjörðu sinni, En afskipti hans af Dreyfus-málinu eru það, sem þess eru valdandi, að hans er getið í blaði voru, sem nú er orðið. Hann sýndi það þá, að honum var það vel ljóst, að illt á hvorki ad fremj- ast, né heldur þolast, ad ftamid sé, og þá ætíð því síður, er þeir eru vold- ugir, eða eiga mikið undir sór, sem þar standa að málum. Lögreglumennirnir í Calcutta, er til skamms tima var höfuðborgin á Indlandi, komust þar ný skeið á snoðir um „vítis- véla“-verksmiðju, og munu þá eigi hafa verið í vafa um, hvað ætlað væri. Ýms bréf hefur og lögreglumönnunum. tekist, að ná í, er sýna, að tölverður upp- reisnar hugur er í mönnum hór og hvar á Indlandi. Að sjálfsögðu geta menn og eigi annáð, en fundið sí og æ sárt til þess, hve r angt það er, að Indlandi skuli varnað þess, að njóta fulls þjóðarsjálfstæðis, og geta þá og heldur eigi annað, en fundid sér, og öllum, rétt og skylt, að svífast enda all» emskis, til þess að verða þess aðnjótandi. Ástandid sem nú er á jördinni, þ. e. hópting sjálfstæðis fjölda þjóðerna, getur því eigi annad, en sett allt, og alla, i voda. Kæmi oss það og sízt á óvænt, þótt eigi yrði öldin hálfnuð sem nú er, er lok- ið er yfirráðum Breta á Indlandi, og indverska þjóðin orðin að fallu og ölli» sjálfri sér ráðandi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.