Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Blaðsíða 4
12 ÞJCÐV/LJINN. xxvm, ». L (Nýja sjálfstæðisblaðið á Akureyri) „Mjölnir“, nýja sjálfstæðisblaðið, sem byrja er, að koma út á Akureyri, lidur mjög myndarlega úr gardi. Fyrsta tölublaðið kom út 6. des. síðastl., og blaðinu er ætlað, að koma út einu- smni í hálfum mánuði, eða ef til vill optar. Ritstjórinn er hr. Gudm. (rudlaugsson, sonur Guðlaugs heitins sýslumanns, og tjáir hann blaðið munu fylgja fram ein- dreginni sjálfstæöissteinu. Fram að nýárinu var blaðið sent öll- um alþingiskjósendum í fiyjafjarðarsýslu, og á Akureyri, ókeypis. Að öðru leyti kostar ársfjórðungur- inn að eins 50 aura. Hr. Guðm. Guðlaugsson, og þeir, sem að útgáfu „Mjölnis11 hafa stutt, ásamt hinum, eiga þakkir skyldar fyrir það, að hafa ráðist í blað-útgáfuna. Víst er um það, að sé nokkurs stað- »r þörf á þvi, eins og er ástatt, að hald- ið sé úti eindregnu, og einbeittu, sjálf- stæðisblaði, þá er það á Akureyri. Leiðinlegt annars til þess að hugsa, að hvergi skuli menn linari í sóknum, að því er til þjóðarsjálfstæðismálefnanna kemur, en á Norðurlandi. Svo mjög er nú Norðlingum hrakað frá því er áður var. „Mílljóna-félagið“. (Eru gjaldþrot í vændum?) I siðasta nr. blaðs vors þ. á., var þess stuttlega getið, hversu hag „milljóna-fé- lagsins11 svo nefnda væri nú komið. Síðan hafa nú þær fregnir borizt, að skipuð sé þegar svo nefnd skuldalúkn- inga-nefnd („Líkvídations-IJd valg“), og eru í henni: 1. fenget, yfirdómsmálfærslumaður, sem fulltrúi danska Handelsbankans. 2. Harboe, hæðstaréttarmálfærslumaður, og er hann fulltrúi verzlunarfólags- ins A. T. Möller & Co í K.höfn. 3. Hendriksen, stórkaupmaður, sem full- trúi fólagsins sjálfs (þ. e. „Milljóna- félagsins“) 4. Jón Karbbe, skrifstofustjóri, er og hann fulltrúi Islandsbanka 5. Zöylner, kaupmaður, sem er fulltrúi danska þjóðbankans („Nationalbank- en“). Hr. Jes kaupmaður Zímsen er um- boðsmaður nefndarinnar hér á landi. „Lögrétta“ tjáist hafa heyrt það, að í ráði muni þó vera einhver atvinnrekst- ur hór á iandi í sumar; hvað sem hæft reynist nú í því. Yestnr-íslendingar. Bljafnrir. — Nf klrkja. — Fjrsti Testar-ia- ieazki liatmálarinn. — „Árnarnir þrir“. — Fjrirloatrar. — Skemmtisamkomur. — Dýr nauisjnja-rara. 14. nóv. síðastl. tókst svo slysalega til, að ísl. maður drukknaði ofan um ís á Jfanítoöa-vatninu. Maður þessi hót Sœbjörn Magnússon, tæpra 27 áía að aldri, kynjaður úr Borgarfirði eystra, — fæddur 22. nóv. 1886. Sæbjörn heitinn fluttist til Vestur- heims, ásamt móður sinni, árið 1911, og hafði hún þá áður misst mann sinn, og fimm börn. Hann var bindindismaður, enda einka stoð aldurhníginnar móður, er nú stend- ur einmana uppi. Goodtemplarar önnuðust útför hans að öllu leyti, og fór hún fram að Lund- ar-kirkju 20. nóv. síðastl., að viðstöddu fjölmenni, — líkfylgdin stærsta, sem þar hefur þekkst, vottur um hluttekninguna með móður hans. „Tjaldbúðar-söfnuðurinn11 í Winnipeg, sem síra Ir. Bergmann þjónar, hefur nú ný skeð reist sór nýja, mjög veglega kirkju, og var hún í fyrsta skipti notuð við guðsþjónustu 30. nóv. síðastl., (þ. e. sunnudaginn fyrstan í aðventu). Kirkjan stendur við Victor-strætið í Winnipeg, og er enn, sem eðlilegt er, í talsverðum skuldum. — — Islenzk kona, Hallgerdur Kristjánsson að nafni, lauk á siðastl. vori prófi við listaskólann í Chicago, og hefur nú sezt að í Winnipeg. Hún er fyrsti íslenzki listmálarinn, sem Vestur-Islendingar eignast.------- Við bæjarfulltrúakosningar, er fram áttu að fara laust fyrir miðjan des. síðastl.. og nú eru þá um garð gengnar, er þetta er ritað, ætlaði Islendingur að bjóða sig fram í þnðju kjördeild Winnipeg-borgar. Tveir íslendmgar hafa áður um tíma átt þar sæti í bæjarstjórn, og neitið báð- ir »Atnar«, — það voru þeir Arni Frid- riksson, og Árni Eggertsson. Og nú vill enn svo til, að íslending- urínn sem í kjöri ætlaði að vera, heitir og „Árni“, — Arni Anderson lögmaður. Það eru þá „Arnarnir þrír“, og þyk- ir eigi ósennilegt, að hann hafi náð kosningu, þar sem talið er, að um 5400 íslendingar (þ. e. um 900 ísl. fjöl- skyldur) muni alls eiga heima i þeim hluta borgarinnar, sem þriðja kjördeild er talin.------ Isl. stiídenta.félagið í Vesturheimi ann- ast í vetur um fyrirlestra, alþýðlegs efn- is. — Fyrsti fyrirlesturinn í vetur var stjörnufræðislegs efnis: „Hinir fjarlægu heimar11, — myndir og notaðar þá að mun, efninu til útskýringar ------- JÞá hefur „Menningarfólagið“ og hald- ið fundi í vetur. — Þar hefur síra Rögnv. Pétursson flutt fyrirlestur: „Um stefnu nýju guðfræðinnar, og kenningu Jóns prófessors Helgasonar, um persónu Jesú“. Meðal ýmsra skeinmtisamkvæma ann- ara, má geta þess, að leikflokkur félags- ins: „Helgi magri“, hefur í vetur sýnt á leiksviðinu hið alkunna leikrit Holberg’s: „Vefarinri, með tólf konga vitið“, og Islendingum í Winnipeg þótt það mjög góð skemmtun. — Hjálparnefnd „Unítara“-safnaðarins i Winnipeg, gekkst og ennfremur fyrir því, að haldin var skemmtisamkoma 16. des. siðastl., — til styrktar fátæku, is- lenzku fólki i Winnipsg.------------ 1 blaðinu „Heimskringla" (11. des- síðasfL) sést, að í Winnipeg hetur þi mjólkurpotturinn kostað 11 cent, þ. e. 0,40—0,41 eyri, en smálestin af harð, kolum (þ. e. 6J/4 skpd., eða þar um- kostað ellefu dollara (p. e. nær 41 kr.) — eða freklega 6'/2 kr. skpd.). Borgarstjórinn í Winnipeg, hr. L. Deacon, ráðgerir þá og, að því er „Heims- kringlu11 segist frá, að láta hefja rann- sókn, svo að gengið verði úr skugga um það, hvort háa verðið stafi eigi af einskonar — samtökum. En á síðasta sambandsþingi voru lög samþykkt, er banna öll samtök, er í þá átt fara, að útrýma samkeppni, — og skapa þannig einokun (eða óeðhlega hátt verð) á einstaka verzlunarvöru, einni eða fleirum. Slysfarir. (Maður verður úti). Slys varð 4 Barðaströndioni 2. da» júla (‘26 dea. síðaatl.). Bóndinn 4 Bauðstöðum, Kristján Jónsson aá nafni, varð úti — hafði verið að svipast optir fé sínu, eða staðið yfir því, og skollið 4 nfskapa dimmviðris-kafaldshríð, svo hann komst eigi til bsejar. Lik hans frnnst daginn eptir. Kristján sálugi var roskinn maður, mill fimmtugs og sextugs. Stúlkan, sem getið er í síðasta nr. biaða vors, að drukknað hafi í Miklaholtshreppnum kvað hafa verið frá Fáskrúðarbakka. Hún var að sækja vatn í bæjarlækinn, e» varð þá fótaakortur, datt í lækinn, sem virðist hafa verið all-mikill, og upp bólginu, og bar þegar undir ísspöng, og þá engin bjargarvonin. Blaðið „Arvakur11 segir, að eigi hafi verið annað vinnufólk 4 bænum, en hún, — verið þar ein hjá ekkju, er þar býr, og hefur fjölda ungbai na. 12 ára gamall drengur skotinn til bana. Tólf ára gamall drengur, Hjálmar Franzsoa að nafni, frá Málmey á Skagafirði, var nýlega skotinn til Dana. Faðir drengsins, Kranz bóndi Jónatansson f Málmey, var að koma heim, hafði verið að fugla- veiðum, og vinnumaður hans með honum, og hélt vinnumaðurinn 4 hlaðinni byssu, er dreng- urinn kom hlaupandi móti föðnr sínum. Reið þá skot úr byssunni. sem vinnumaðurinn hélt 4, j er drengurinn átti örskammt til þeirra, og hitti j skotið drenginn í hjartað, og var hann þegar j örendur. ! Sýslumanus-embætti veitt. j (Sýslumaður Húnvetninga). 8. janúar þ. á. (1914) var sýslumanns-em- bættið í Húnavatnssýslu veitt Ara Jónssyni, aðstoðarmanni i Stjórnarráðinu, og fyr alþm. j Strandamanna. Embættið er veitt frá 1. april næstk. Eskifjörður. (Hafnarreglugjörð þar). Hafnarreglugjörð, fyrir Eskifjarðarkauptún, staðfesti stjórnarráðið 5. des. síðastl. Reglugjörðin öðlast gildi 1. janúar þ. á. (1914) þ. e. frá þeim tima verða innheimt hafnargjöld ! á Eskifirði, — 5 aur. af smálest hverri, er skip- i ið kemur fyrst á árinu frá útlöndum, og siðan í 8 aur. af smálest, allt eptir þvi, sem nánar j greínir í reglugjörðinni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.