Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Page 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Page 2
12 ÞJU±; ViLjiNn1 gizka á, hvað kjósendum verði helzt í huga. En nú er þó fyrst að bíða þess, að örlög stjórnarskrárfrumvarps síðasta Al- þingis verði þá full-séð. „Cx ULLFOSS". {Suðurlandsskip ísl. eimskipafélagsins). --COD- Smiðinu á Suðurlandsskipi „Eimskipa- félags íslands“ er nú nýlega lokið, og var því „hleypt af stokkunum11, sem svo er nefnt, þ. e. látið í fyrsta skipti renna í sjóinn, 23. janúar þ. á. (1915). En réttu einu ári áctur, þ. e. aðfara- nóttina 23. janúar 1914, var lokiö stofn- fundi félagsins, og því eigi ólíklegt, að dagurinn, er skipinu var i fyrsta sinni rennt í sjóinn, hafi verið valinn einmitt með hliðsjón af því. Skipið hefur hlotið nafnið „Gullfoss11, sem er fagurt og tignarlegt, og felur í sér þá óskina og vonina, að fyrirtækið reynist sem arðvænlegast. Slíks væn og sannarlega óskandi. Á því veltur nú heill og heiður þjóð- arinnar að mun, að vel takist í byrjun- inni. Fari svo- þá verður „mjór mikils vis- ir“, — skammt þess að biða, að ínnlendu eimskipunum tari þá br'átt fjölgandi. Norðurálfn-ófriðurinn. (Hvað helzt hefur tíðinda gerzt.) —an — Fátt tíðinda nú um hríð frá norður- álfu-ófriðnum mikla, — allt enn í sama þófinu, sem fyr, og horfur því enn engu íriðvænlegri en verið hefur. Um miðjan janúar þ. á. virðast Þjóð- verjar þó hafa borið að mun hærri hlut frá borði í viðskiptunum við Frakka í grennd við borgina Soissons (les: Soasong) við Aisne-fljótið. Segja þeir, að þar hafi 20 þús. fallið af Frökkum og jafn margir orðið sárir. Á hinn bóginn hafa Frakkar þó frem- ur unnið á í Vogesa-fjöllunum, vestan- | vert við Orbey. — Um miðjan janúar þ. á. segjast Eúss- ar hafa þröngvað að mun kosti Þjóðverja á bökkum Weichsel-fljótsins í Pólverja- landi, og eru Þjóðverjar þeim þó enn að mun nærgöngulir þar. I Bukovinu-héraði, er Austurríkis- mönnum lýtur, á landamærum Rússlands — náðu Rússar og ný skeð borginni Jo- hanestcse á sitt vald, og gátu losað ýmsa rússneska herfanga er þar voru hafðir í gæzlu. I Kaukasus hafa Tyrkir og nýlega eptir þriggja daga samfleytta orustu, farið að mun halloka fyrir Rússum, þar sem Kara-Ourgan nefnist. --- Tóku Rússar ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 60 aur., erlendis 4 kr. 60 aur. og i Ameriku doll.: 1,50. Borgist fvrir júni- mánaðarlok. — Uppsögn skrifieg, ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnímánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrirbiaðið. þar 5 þús. Tyrkja og herfang að mun, þar á meðal tíu þúsundir nautgripa, en Tyrkir lögðu á flótta i áttina til Erzerum. 18. janúar síðastl. náðu Rússar og á sitt vald borginni Ardanutsch. — Ennfremur hafa Rússar og eyðilagt um fimm tugi tyrkneskra kaupfara í Svartahafinu og tvö af herskipum Tyrkja orðið þar að mun fyrir skemmdum. Þýzk Zeppelins-loptför og fiugvélar gerðu og nýlega árás á eigi all-fáai borg- ir á austurströnd Bretlands, — vörpuðu á þær sprengikúlum. Borgirnar, sem fyrir þessu urðu, eru nefndar: Yarmouth, Breston, Dersing- ham, Kings Lynn, Sandringham, Sher- íngham og Snethisham. Hlauzt af þessu eignatjón nokkurt, og þrír menn hlutu bana, en ófrétt enn, er þetta er ritað, hve margir hafa sárir orðið. — Láta Þjóðverjar mjög vel yfir aðför þessari, en Bretum þvkir frægðin eigi mikil, þar sem borgirnar hafi allar verið óvíggirtar og varnarlausar. Samkvæmt tillögum Benedikts páfa og Bandaríkjanna, hafa Bretar og Þjóð- verjar nú nýlega haft skipti á hertöng- um, þ. e. látið af hendi hvorir við aðra herfanga, sem stríðið hefur svo leikið, að eigi eru þeir framar færir til herþjónustu. Vænzt er þess nú og almennt, að ein þjóðin skerist nú enn í ófriðinn, er minnst varir. Það eru Rúmenir, er þá vaða fram á orustuvöllinn. Þykjast þeir þá, ef til kemur, þurfa að sæta færinu, til að ná í landskika frá Austurríki, þar sem Austurríkismönnum lúta nú eigi all-fáir Rúmenir. Vilja Rúmenir þá fá suðurhlutann af Transylvaníu, part af Bukovinu, Marmar- os- og Sziget-héruðin o. fl., — telja sig | að réttu lagi eiga þar tilkall til land- flæmis með 4--5 millj. íbúa, og á stærð við Rúmeníu sjálfa, eins og hún nú er. Eptir tillögu N. H. Henriksen’s, póst- afgreiðslumanns í Árósum (á Jótlandi), voru í vetur seld svo nefnd „velgjörða- merki“ í barnaskólum í Danmörku, og ágóðinn ætlaður belgiskum börnum, er misst hafa foreldra sína i ófriðnum. Alls reittust á þenna hátt saman 10 þúsundir króna. XXiX., 4 —5. Síra Benedikt Kristjánsson. fyr prestnr að Grenjaðai'átað. Að morgni 26. janúar þ. á. (1915) andaðist í Húsavikurverzlunarstað (i Suð- ur-Þingeyjarsýslu) síra Benedikt Kristjáns- son, fyr prestur að Grenjaðarstað. Hann var fæddur 5. nóv. 1840, og var því frekra sjötíu og fjögra ára að aldri, er hann andaðist, — var og farinn að bila að heilsu hin síðustu árin. — Stúdent varð hann 1863, en lauk em- bættis-prófi á prestaskólanum 1869, og gjörðist þá fyrst prestur að Skinnastað, en síðar að Helgastaðaprestakalli (1873) og að lokum á Grenjaðarstað (1876). Prófastur var hann í Suður-Þingeyj- arsýsluprófastsdæmi 1878—1884. Síra Benedikt var tvikvæntur, og var fyrri kona hans Regína Magdalena, dótt- ir Hans kaupmanns Sívertsen’s í Reykja- vík. — Hún andaðist 1884, og kvæntist hann þá nokkru síðar i annað skipti, og gekk þá að eiga Ástu Þórarinsdóttur frá Víkingavatni og lifir hún mann sinn. Fimm eru börn hans frá fyrra hjóna- bandi á lífi: 1. Karólína, gipt Helga bónda Jónssyni á Múla (í Suður-Þingeyjarsýslu). 2. Bjarni, kaupmaður á Húsavík, 3. Hansína, gipt Jónasi lækni Kristjáns- syni á Sauðárkrók. 4. Guðrún, ógipt og 5. Ingibjörg, gipt á Austurlandi. Frá seinna hjónabandinu eru börnin sex á lífi, og eru þau þessi: 1. Kristján, gulismiður á Húsavík. 2. Regína, gipt Guðmundi lækni Thor- oddsen á Húsavík. 3. Jón, stúdent á háskólanum. 4. Baldur, í Ameríku. 5. Sveinbjörn, stud. art. 6. Þórður. Árið 1907 sleppti hann prestsskap og dvaldi síðan á Húsavík, og gegndi þar meðal annars, póstafgreiðslumanns-störf- um. Síra Benedikt var einn í tölu fremstu presta lands vors. — Hann var atgjörvis- og dugnaðar-maður, og margt vel um hann. „GJENNEM S1BERIEN“ er nafnið á bók, sem út kom í Kristianiu, seint á liðna árinu (1914), á forlag Jakob Dyb- wad’s. Höfundurinn er Friðþjófur Nansen, og segir bókin frá för hans til Síberiu, sem getið var stuttlega í blaði voru árið, sem leið. Bókin er alls 386 bls. og í henni eigi all-fáar myndir. Líklega því ýmsir hér á landi, sem gjarna vildu eignast hana.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.