Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Qupperneq 3
Þ.TOÐVILJINft
13
XXIX., 4.-5.
Ðtlendir fréttamolar.
(Úr ýmsum áttum).
—<Jr.—
Verksmiðja i Drammen (í Noregi), er
búið hefur til glugga-gler, brann að mestu
til kaldra kola, 9. nóv. síðastl. (1914).
Skaðinn er métinn 200 þús. króna.
I Noregi eru menn og eigi óhræddir
um það, að bruninn geti leitt til þess, að
þar verði börguJl á glugga-gleri.
Stafar það og eigi hvað sizt af því,
að samskonar verksmiðjur í Belgiu hafa
nú um tíma staðið al-aðgjörðarlausar ó-
fnðarins vegna, og sizt að vita, hvenær
úr þvi bætist.
Símað er frá Parísarborg (9. des. sið-
astl.), að samkvæmt skýrslu frakkneska
fjármálaráðherrans nemi útgjöld Frakka
til hersins þá orðið alls nær 80 millj.
franka á degi hverjum (þ. e.: um 21—
22 millj. króna).
Mælt að við því megi búast, að her-
kostnaðurinn fari þó enn stöðugt vax-
andi um hrið.
Vopnahlé vildi nýi páfinn (Benedikt
XV.), að gert væri um jólin, —vildi að
menn berðust eigi á aðfangadagskvöldið
eða um jóladagana.
Simfregnirnar, er frá óiriðarstöðvun-
um hafa borizt, sýna þó að allar hafa
ófriðarþjóðirnar Játið greind tilmæli páf-
ans alveg sem vind um eyrun þjóta.
Vitfirrings- og heiptar-æðið auðsjáan-
lega meira en svo, að þær hafi getað unnt
hver annari slíks.
24. nóv. siðastl. (1914) minntist há-
skólinn í Kaupmannahöfn þess, að þá
voru liðin hundrað árin, síðan er Adolf
prófessor Hannover fæddist.
Aðal-minnmgarræðuna hélt Salomon-
sen prófessor, — gat um þýðingu Hann-
over’s prófessors sem vísindamanns.
Eannsóknir hans ýmiskonar með smá-
sjá taldi hann hafa aflað honum frægðar,
jafnt utan Jands sem innan.
Hannover prófessor dó 7. júlí 1894.
Danska blaðið „Politiken11 getur þess
(í öndverðum nóv. síðastl.), að síðan „rottu-
lögin frá 1907‘‘, þ. e. lögin um alúirým-
ingu rottunnar öðluðust gildi, hafi alls
venð drepnar þar sex ínilljónir af völsk-
um (eða rottum), er verðlauna hafi fyrir
verið krafizt.
838 þúsundir manna keyptu alls að-
göngumiða að „Tivoli“, aðal-skemmti-
staðnum í Kaupmannahöfn, í sumar er
leið.
Síðustu tvo mánuðina (ágúst og sept.)
hafði norðurálfu-ófriðurinn mikli þó dreg-
ið að mun úr aðsóxninni.
Henni annars svo hagað, sem hér
segir:
í maí......alls 132,938
- júní..... — 269,280
- júlí..... — 257,065
- ágúst.... — 127,456
- sept..... — 61,269
Alls urðu tekjurnar þá og 940 þús.
411 kr., en útgjöldin að eins 775 þús.
957 kr.
Til hluthafa runnu alls 123 þns. 340
kr., eða 81/2% hlut.
Mesta aðsóknin á einu kvöldi íannan
j í hvítasunnu) var alls 33 þús. 872.
Til Yskyb flutti stjórnin í Serbiu að-
setur sitt, meðan BeJgrad (höfuðborg Serba)
var í höndum Austurrikismanna.
En Yskyb er borg í þeim hluta lands-
ins, er Serbum hlotnaðist, er iyktir urðu
Balkanstyrjaldanna og hafði verið höf-
uðborg Serba fyr á öldum.
Hve mjög norðurálfu-ófriðurinn mikli
hefur víða lamað verzlunina, og þá eigi
hvað sízt dregið úr verzlun ófriðarþjóð-
anna sjálfra, má meðal annars marka af
því, að í síðastl. septembermánuði (1914)
voru útfluttu vörurnar frá Austurríki alls
um 180 millj. króna minni, en í sept-
embermánuði árið næst áður.
Aðfluttu vörurnar voru og í sama
mánuðinum alls 150x/2 millj. króna minni
en í septembermánuði árið næst áður.
A fyrirlestraferð á Italíu var skáld
Belga Maurice Materlinck í des. síðastl.
(1914), til að safna fé handa Belgum, er
úr Jandi hafa flúið ófriðarins vegna.
| Þaðan fór hann síðan — eða ætlaði —
til Bandarikjanna, til að safna þar fé á
svipaðan hátt og í sama skyni.
Maeterlinck er, sem kunnugt er, eitt
af aðal-skáldum Belga, og hefur — auk
ljóðmæla o. fi. — ntað eigi all-fátt leik-
rita, er mjög mikils hefur þótt um vert.
Hann er fæddur í borginni Gent árið
1862. en semur þó rit sín á frakknesku.
19. nóv. siðastl. (1914) kom til Kaup-
mannahafnar siðasta skipið, er frá Græn-
landi kom árið sem ieið.
Skipið, er hét „Godthaab1- (skipherra
Skovby), kom frá Angmagsalik, á austur-
strönd Grænlands, og var fermt lýsi og
selskinnum.
I Angmagsalik eru ibúar að eins 104
að tölu, og skip kemur þangað að eins einu
sinni á ári, — kemur þangað nú næst í
ágústmánuði næst. (1915), og fyr en þar
að kemur, berast þangað því t. d. alls
engar fréttir af norðurálfu-ófriðnum mikla,
er nú geisar sem ákafast í álfu vorri.
A heimleiðinni til Danmerkur kom
„Godthaab“ við í dönsku nýlendunum
Julianehaab og Godthaab, og þar fá menn
nú í fyrsta Jagi fréttir aptir frá umheim-
inum í júnímánuði næstk. (1915).
Mælt er, að 39 þjóðerni taki alls þátt
í sýningunni miklu í San Francisco, er
hefst 20. febr. næstk. (1915).
Geta má þess, sem dæmis þess, hve
mjög þjóðirnar keppa um það, að láta,
hver um sig, sem mest á sér bera, að
| Svíar hafa veitt úr rikissjóði 600 þús.
' króna til þátttökunnar, — hafa og í San
Francisco Játið reisa sér sýningarhöll, er
kostað kvað hafa 60 þús. dollara (þ. e.
um 223 þrís. króna).
Sonar-sonur Bismarck’s gamla, „járn-
kanzlarans“, er svo var nefndur (f 30.
júli 1898), er um þessar mundir einn
undirliðsfonngjanna i þýzka hernum.
Kiicl 11 ers-grei n i n.
(Sbr. hér aptar í blaðinu.)
--«30--
Þó að grein Karls meistara Kuchlei’s,
sem birt er á öðrum stað í þessu nr. blaðs
vors, sé að vísu, sem eðlilegt er, mjög
einhliða, þ. e. líti að einsþýzkum augum
á norðurálfu-ófriðinn mikla, sem enn geys-
ar í álfu vorri og viðar, þótti þó rétt,
að lesendum vorum væri eigi synjað þess,
að kynnast henni.
Að sjálfsögðu leggjum vér Islendingar
alls engan dóm á þad, sem óf> idurþjód-
unum ber á milli, né eigum ad gera þad,
— nægir, ad vér vitum þad, að þær eru
i allar, og hver um sig, — þar sem hern-
aðar-óhæfan er annars vegar — si-fremj-
andi allra versta og svívirðilegasta
athætið, sem ájörð vorri getur framið
orðið.
A œgir og að vér vitum þad, adþœr
eru nú allar, og hver um sig, adfremja
þad athœfid, sem eiimatt bar jarð-
verum öllum — og þá og hverri ófriðar-
þjóðanna, og einstaklingum þeirra, eigi
síður —, að sjá um, að aldrei gæti
framið orðið, eda stödvad vœriþótafar-
Jaust, hvar á jördinni, sem út brytist.
A hinn bóginn ætti þó grein hr. Kiich-
lers, sem — eins og annað, sem hann
skrifar1) — vottar hlýjan hug hans til
vor íslendinga, að geta orðið oss hvöt
til þess tvenns:
1. ad áfeliast enga ófriðarþjóðanna ann-
ari fremur og
2. ad leggja sem varlegast trúnað á
símskeyti, blaðagreinar o. fl., er að
ófnðnum lýtur, og vér eigi getum
um dæmt.
A þetta töldum vér rétt að benda,
svo að það, að vér birtum grein hr.
Krichlers, yrði þá eigi á neinn hátt skilið
á þann veginn, að vér værum því sam-
þykkir, sem í grein hans segir, eða leggð-
um nokkurn dóm á það.
„HELLENER OG BARBAR“ er nafnið
á nýrri skáldsögu eptir Sophus Micha-
elis, sem Gyldendalsbókaverzlunin í Kaup-
mannahöfn gaf út seint í nóv. síðastl.
(1914).
Sophus Michaélis er fæddur í Odense
14. maí 1865, og mun vera talinn í röð
betri skálda Dana, sem nú eru uppi.
Hann hefur samið eigi all-fáar skáld-
sögur og nokkur leikrit, og gefið út ljóð-
mælasöfn eptir sig.
Kona hans, Karen Michaélis (fædd
20. marz 1872), hefur og samið eigi all-
fáar skáldsögur.
1) Aráair og háðglósur hr. Jóns Ólafssonar
(fyr alþm.) í garð hr. Kuchlers, sbr. „Morgun-
biaðið“ (M/, ’lð), hafa þá og þvi fremur fallið
oss — og án efa ótal-mörgum öðrum — mjög ílla.
Sk. Th.