Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.02.1915, Blaðsíða 7
Xi^X. 6-7. ÞJOÐV J LjíJSíN. 23 allan til aveita, og hagar þvi alls staðar nægir um áramótin og iyrri part janúarmánaðar. Bændur yfirleitt illa staddir, til að taka móti hörðum vetri, verði honum að mæta. Öll heyin, sera heyuð voru seinni pavt sum- arsins urðu nær ónýt, — sátu á tónunum fram á veturnætur, og voru haugblaut sett þar i galta. Taðan varð á binn bóginn alls staðar vel þu-, og spratt í bezn lagi. Frá Ísaíirði. Helztu tiðindin þaðan: Bæjarfulltrúakosn- ingar fóru fram í öndverðum janúar þ. á., — kosnir þrír menn í bæjarstjórnina: Karl verzl- unarstjóri Olgeirsson, Arni yfirfiskimatsraaður Gíslason og Arngrímur Fr. Bjarnason, prentari. Jólatrés-skemmtun hé't kvennfélagið „Ósk“ á þrettándanum (6. janúar þ. á.) og bauð um tvö hundruð b'irnum. Aflabrögð dégóð i f. m. (janúar), er á sjó hef- ur gefið. Prestskosning. (Brekka í Mjóafirði). Prestskosning fór fram í Mjóafjarðarpresta- kalli (í Suður-Múlasýsluprófastsdæmi 1. febr. þ. á. (1915). Tveir voru þar í kjöri: Síra Jónmundur Hall- dórsson að Barði í FJjótuiu (i Skagafjarðarsýslu) og sira Ólafur Stephensen, uppgjafaprestur i Grundarfirði. Kosningin fór svo, að síra Jónmundur var kosinn með nær öllum þorra atkvæða, er greidd voru, og verður honum því óefað veitt presta- kallið. Matreiðslu-námsskeið (í Svarfaðardal) Matreiðalu-námskeið hefur verið haldið um tíma í Svarfaðardal (I Eyjafjarðarsýsu). Frú Jónina Líndal (kona J. Lindal’s, fram- kvæmdarstjra „RæktunarfélagsNorðurlands“)hef- ur veiti matreiðslunámsskeiðinu forstöðu. Raílýsingarmál Akureyrar. 120 þús. króna áætlar Jón landsverkfræðing- ur Þorláksson, að það það kosti, að koma á íót raflýsingu á Akureyri, og er þá þó ótalinn kostn- aðurinn við ljósáhöld í húsum, og Jeiðsluna inn í þau. Aflið gerir hann ráð fyrir, að fengið verði úr Glerá. Anrars er það nú efst á baugi, hjá bæjarstjórn- inni á Akureyri, að fresta öllurn aðgjörðum í raflýsingarmálinu, unz „norðurálfuófriðurinn mikli“ er um garð genginn, hvenær, sem það nú verður. Isl. kolanámur. (Preksfjörður, — Bolungarvik). Kol eru nú sögð nýlega fundin á tveim stöð- um á Vostfjörðum, auk kolanna í Dufnasdal. og er önnur kolanáman sögð fundin í svo nefndum Skápadal, við Patreksfjörð, en hin að Hanhóli í Bolungarvík (í Norður ísafjarðarsýslu). Hvað úr þessu verður, skal ekkert u.n sagt að svo stöddu, — líklega réttast, að byggja eigi á fréttunum um of. en gott þó, ef rétt reyndist. Prestakalla-lán. (Auðkúla i Húnavatnsprófastsdæmi). Auðkúlu-prestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi veitti ráðherra (26. okt. síðastl.): 1300 kr. embætt- islán, til húsabyggingar, til viðbótar áður veitt- um 3000 kr. i sama skyni. Til að koma upp fyrirhugaðri vetnsveitu á prests-setrinu voru og veittar 500 kr. Lánið ávaxtast með 4°/0 árlega. Askilið er, að ibúðarhúsið sé vátryggt fyrir 6500 kr., og að greitt sé árlega 32 kr. 50 aur. fyrningargjald af nefndri upphæð. Barn verður úti. Þrettán íra gömul tolpa, sem var á heimleið úr skóla, varð nýlega úti. Hún hét Herdís Konráðsdóttir, og var frá Mýrum i Sléttuhlið. Bæjarbruni. (Kona skaðbrennist) 9. febr. þ. á. brann til kaldra kola bærinn að Dögurðarnesi á Skarðströnd (i Dalasýsu). Af innanstokksmunum varð alls engu bjarg- að, nerna einhverju af rúmfatnaði, er kornið vavð út ura glngga. Eldurinn er mælt, að borizt hafi frá olupípu, og læsti hann sig brátt svo i aílt, að við ekkert vnrð ráðið. Fólkið bjargaðist allt, on oin konan, — kcna Vigfúsar Hallgrímssonar, heitins dbr. manns á Staðarfelli, skaðbrenndist að mun á höndum, og í andliti, svo að talið er jafn vel tvisýnt, að sjón hennar verði bjargað. Bær, og innarstokksmunir, kvrð allt hafa verið óvátryggt, og skaðinn því afar-tilfinnan- legur. Konan, sem fyrir brunanum varð, hafði fyrst komizt ósködduð út úr eldinum, en hlaupið inn aptur, — ætlað að^reyna, að bjarga aldraði móð- ur sinn:, vissi eigi, að henni hafði þá í sömu svifunum verið bjargað, alveg óskaddaðri, út um rinn gluggann á bænurn. f Pálmi bóndi Jónssoil i Rekavik bak Látur. Eins og getið var í 1.—2. nr. blaðs vors þ. á., andaðist Pálmi bóndi Jónsson í Rekavik bak Látur í Sléttuhreppi (í Norður-ísafjarðarsýslu) 3. nóv. síðastl. (1914), eptir fimm daga legu í lungna- bóJgu. Hann var fæddur í Rekavík bak Lát- ur 27. sept. 1852, og var þvi frekra 62 ára að aldri, er hann andaðist. Foreldrar hans voru: Jón Bjarnar- son, bóndi i Rekavik bak Látur, og kona hans, Silfa Jónsdóttir, Teitssonar, er lengi b]ó að Kerlingarstöðum i Grunnavíkur- hreppi. — En Björn, afi Pálma heitins, var Guðmundsson, og bjuggu þeir feðg- arnir, Björn og Guðmundur, hvor fram af öðrum i Rekavík bak Látur, og er mæJt að Guðmundur hafi verið austfirzk- ur að uppruna. Kn börn Jóns heitins Bjarnarsonar og Siifu, konu hans, voru auk Pálma heit- ins: Kristján, bóndi í Meðri Miðvik, Lor- bergur, bóndi í Efn-Miðvik, og Kristjana, kona Halldórs bónda Þeófílussonar í Neðri Miðvík. Kona Björns, afa Pálma heitins, var Þorgerður Jónsdóttir, Þorkelssonar, er fyr bjó að Atlastöðum í Fljótum, og konu hans, Þóru Snorradóttur, Jónsson- ar, er kallaður var „barna-karl“, og bjó að Höfn á Hornströndum, og dó þar. Pálmi sálugi ólst upp hjá foreldrum sínum, og dvaldi í föðurgarði unz hann (13. sept. 1877) kvæntist fyrri konu sinni, ungfrú Guðríði Sigurðardóttur, dugnaðar- og myndar-stúlku, og varð Jrjónaband þeirra mjög farsælt og ástúðiegt, og heim- ilið mesta greiða- og gestrisnis-heimili. Alls varð þeim hjónunum átta barna auðið, og eru nú þessi fimm á lífi: 1. Guðmundur, kvæntur Ketilríði Þor- kelsdóttur, ísleifssonar. 2. Sölfi, ókvæntur, í föðurhúsum. 3. Sigurgeir, í Rekavík bak Látur, er kvæntur var Guðmundínu Geirmund- ardóttur (t 7. nóv. 1914). 4. lngibjörg, ný flutt til Ameríku, að mælt er. 5. Silía, ógipt. En meðal barnanna, er dáin eru, var Sigríður, er dó uppkomin á heimili föður sins. Pyrri konu sína, Guðriði Sigurðar- dóttir missti Pálmi heitinn 30. des. 1888, og stóð þá einn uppi með fjölmennt heim- ili og stóran barnahóp, og kvæntist því árið eptir ekkjunni Ólafiu Einarsdóttur, syetur Benjamíns heitins Einarssonar, er lengi bjó að Marðareyri í Jökulfjörðum. — En móðir þeirra systkinanna var María Ólafsdóttir — og konu Ólafs — Berg- ljótar, dóttur sira Hjalta sáluga Þorbergs- sonar. Yar Ólafía Einarsdóttir fyr gipt Arn- finni Kristjánssyni og átti með honum þrjú börn, og eru tvö þeirra á lífi: 1. Árni, ókvæntur. 2. María, kona Kristjáns Guðnasonar, Jó- steinssonar, og eiga þau hjónin nú heima að Látrum í Slóttuhreppi. Pálma og seinni konu hans, Ólafíu, varð á hinn bóginn eigi barna auðið, og lifir hún nú mann sinn sem ekkja í ann- að skipti. Stakur dugnaoar- og atorku-maður var Pálmi heitinn, hagsýnn og iðjusamur, enda heimilið löngum með efnaðri heim- ilinum i byggðarlaginu. — Greiðvikinn var hann og hjálpsamur, hver sem í hlut átli, og heimilið yfirleitt rausnar- og gestrisnis- beimili, enda voru og konur Pálma, bæði fyrri og seinni konan, hon- um mjög samhentar í því að gera þar garðinn sem frægastan. i'ó að Páimi sálugi stundaði jafnan landbúskap, var þó sjórinn, sem haiin einatt studdist að mun fiemur við, enda mun hann fiestar, ef eigi allar vertíðir hafa verið formaður á bát. sinum, frá þeim tíma, er hann fór að eiga með sig og til síðustu æfi-ára. — Var hann og stjórnari góður á sjónum, og laginn og aflasæll foimaður. Jörð sina, Rekavík bak Látur, sat hann mjög vel, og í stað þess er hann áður var leiguliði, bjó hann mörg síðari árin sem sjálfseignarbóndi. — Jörðina húsaði hann og mjög vel, eptir þvi sem títt er þar í byggðarlaginu. Pálmi var maður félagslyndur og því einatt fús til þess að styðja hvern góðan félagsskap í sveit sinni. — „Kaupfélagi Isfirðinga“ var hann og góður stuðnings- maður, meðan það var starfandi í hér- aðinu. Pálmi heitinn var svipmikill maðui, einkum á yfir-andlitið. — Hann var og ma3ur hreingerður í lund og tilfinninga- ríkur. — Trygglyndur var hann og kon- um sínum og börnum hinn ástríkasti og umhyggjusamasti. Að því er landsmála-skoðanir snerti, fylgdi hann sjálfstæðismönnum einatt að málum, sem Norður-ísfirðingar lang-fiest- ir, enda var hann sjálfstæðari og metn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.