Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 29.04.1915, Qupperneq 1
ÞJÓÐVILJINN. Xs 18-19 Reykjavík 29. apríl 1915. XXIX. árg. Stærsti eldsvoði 1 Reykjavík. „Hotel Reykjavík", — Landsbankinn o. fl. hús brenna. Tvtíir menn brenna inni. Aðfaranóttina 25. apríl þ. á., kl. 3, eða þar um, kom upp eldui i »Rotel Reykjavik« héi i hænum. Þar hafði verið brúðkaupsveizla, og voru brúðhjónin og boðsgestirnir rétt að fara, er eldsins varð fyrst vart. Að þvi er snertir upptök eldsins, þá er mæit, að oltid hafi um lampi, og gizk- að á, að sprungið hafi þá og ein gas- æðin (eða gaspípan) í húsinu.1) Yíst er og, að eigi leið nema örlitill timi frá þvi, er eldsins varð fyrst vart, unz húsið stóð í björtu báli. íiá »hótellinu« barst eldurinn sídan á svipstundu í stórhýsið, ei stód áfast vid þad ad austanveidu, þar sem Th. 1 horsteinsson kaupmaður hafði vefnaðar- vöruverzlun sina, og brunnu bæði húsin mjög fljótt í rústir, án þess nokkru, er talið verður, væri þar bjargað. Frá húsum þessum barst eldurinn síðan yfir Pósthússtrœtid, í hús Godthaabs- veizlunarinnar (Gamla biskupshúsið), er einnig brann til kaldra kola, ásamt ein- hverju af vöruleifum ýmis konar. Enn fremur barst eldurinn yfirAust- urstræti og stóð Landshankahúsið þá i björtu báli. — Brann þar og allt, er úr tré var, nema hvað austur-endinn, þar sem bankastjórnin veitir mönnum viðtal, stendur þó enn, sem og afgreiðslustofan niðri og starfstofa landsféhirðisins uppi 1) Það, som i ofanmAlinu segir, um upptök eldsins, og byggt var á skýrBlu blaðsins „Vísir“, betur þó enn eigi staðfeBtingu fengið, við réttar- raunsóknirnar, sem fram hafa fnrið. — Hvort oltið hefur lampi, eða eldurinn komið upp á ann- an hátt, verður þvi að teljast í vafa. á fyrsta lopti, og hefur eldurinn þó gert meiri eða minni spjöll á öllum þessum stöðum.2) Landsbankinn er nú eptir brunann, sem þaalaus tópt, — allt sleikt og eytt aí' eldinuin, er frá götunni er litid, nema steioveggirnir, er eigi varð á unnið. Til allrar haniingju eru þó skjöl bankans og fé hans, sem og allt lands- sjóðnuni tilheyrandi, alveg óhrunnið, enda allt geymt i eldti austum skápum, eda hirzlum. Þá barst eldurinn og enn fremur i stórhýsi «.Edinborgai «-verzlunar, er stóð vestanvert við Landsbankann (áður hús Sturlunga), og brann það í rústir, sem og hitt stórhýsid, er »Edinborgar*-veizl- unin átti þar i grenndinm, aðal-sölubúð hennar við Hafnarstræti. Hefur eldurinn gert hér stórt sund eða eyðu. alla leið milli Austurstrætis og Hafnarstrætis. Þá brunnu og enn fremur vei zlunarhús hr. Gunnars kaupmanns Gunnai ssonar, er næst húsum „Edinborgar11 * * * * voru að vestan.8 * *) 2) Geta má þess, að það, að eigi fór ver í Landsbankanum en fór, var eigi hvað sízt, ef eigi fremur eingöngu þvi að þakka, að banka- stjóri Björn KristjánBson, Guðm. Loptson banka- ritari, og alþm. Jósep Björnsson og Ben. Sveins- son stóðu þar við í sifellu, til þess — með að- stoð nokkurra smá-drengja, er þeira hafði tekizt að ná i, og sízt lágu á liði sínu —, að sí-kæfa eldinn í húsinu niðri, og varna útbreiðslu hans þar. — 8) Verzlanirnar, sem brunnu, auk verzlun«r- innar Godtbaab; og vefnaðarvöruverzlunar Tb. Thorsteinseon’s, voru: Verzlun Hjálmars Guð- mundser.’s (frá Flatey), verzlun Egils Jacob- Svo var eldurinn fljótur, og svo bar allt brátt að, að engu af váium eda ödru, ei innanstokks vai, vaid bjaigad, eða þá engu, er talið verður. Þar fór því allt í logann, bæði i hús- um „Edinborgar“-verzlunar og Gunnars kaupmanns. Knn fremur brann og — til kaldra kola að heita má — smáhýsið, er næst var „Hotel Reykjavík“ að vestan (fyr hús Herdísar Benedictsen), en „ísatold“, er þá tekur næst við, sama megin við Austurstræti, tókst slökkviliðinu þó að verja. Frá Landsbankanum, eða „Edinborg“, barst eldurinn og í þakið á stórhýsinu „Ingólfshvoll" (hús Guðjóns úrsmiðs) og brann það að mun á efsta loptinu, og skemmdist að öðru leyti. Það, sem höfuðstaðnum bjargaði frá enn ægilegri og margfalt stórkostlegri eldsvoða að þessu sinni, var það, hve vel vildi til, að því er veðrið snerti. Logn var, að heita mátti, og öllum ljóst, að hefði svo eigi verið, hefði allur miðbærinn, og hver veit, hvað, staðið nær þegar í björtu báli. Hörmulegast af öllu, er að eldsvoða þessum lýtur, var, og verður, þó það, að eldurinn kostaði oss tvö mannslif. son’s, „Kiötbúðin11, og verzlanir „Edinborgar“, og Gunnars Gunnarssonar. Ennfremur höfðu og Nathan & Olsen um- boðssalar, og „Eimskipafélag íslands“, beykistöð sfna í húsunum, er brunnu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.