Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Side 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Side 5
XXIX., 98 —29. þjoðViLjinn; 99 fara að taka þátt í ófriðnum beinlínis, enda getur vel svo farið, að þau hafi við öðru að snúast, sem þeim liggur nær, því að Japanar hafa notað sér styrjöld- ina og annir Norðurálfuþjóðanna í henni til að ganga mjög á hagsmuni þeirra í Kína og vilja þar einir öllu ráða. Hafa þeir sett Kínverjum þá afarkosti sér til hagsmuna, að Norðurálfustórveldin hefðu aldrei liðið þeim slíkt, ef þau mættu með nokkru móti vera að því að skerast i leikinn. Eru þá Bandaríkjamenn eina þjóðin, sem nokkuð ætti að geta skipt sér af framferði þeirra þar. Nú hefir heyrzt, að samningar séu á komnir milli Kína og Japan og hafi hvorirtveggja slakað nokkuð til. f Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal. Lát hans fréttist hingað 24. þ. m. Mun helztu æfi-atriða þessa þjóðkunna merkismanns síðar verða getið í blaði voru. — Fixnimi. Fundur i Sjálfstæðisfelaginu.| Þingmönnuin Sjálfstæðisflokksins þakkað fyrir birtingu leynitilboðsins. Fjölmennur fundur var haldinn í Sjálf- stæðisfélaginu í Bárubúð hinn 12. þ. m. Fundurinn var boðaður af hinni nýkosnu stjórn og sóttu hann um 300 manns. Umræður urðu all-fjörugar og að þeim loknum var samþykkt svo hljóðandi til- laga: Fundunnn þakkar þingmönnum Sjálfstœdisflokksins fyrir þad dteng- skapatbt agd ad birta hin dönsku leynitilbod fyrir öllum almenningi. Tillagan var samþykkt i einu hljódi. Af símskeyti því, sem birt er í blað- inu, frá ráðherra til landritara, sést það, að gefinn hefir verið út konungsúrskurð- ur um íslenskan fána. Sem kunnugt er hafði konungur farið fram á það, að alþingi kæmi með uppá- stungu um gerð fánans. Seinasta alþingi réði það af að stinga uppá þrem gerðum, en konungur skyldi velj a um hver gerð- fánans, af hinum þremur, skyldi vera. Einkum lagði það þó til, að konungur tæki bláhvíta fánann, sem notaður hefir verið hér í mörg ár og var orðinn þjóð- inni all hjartfólginn. Þrátt fyrir loforð sín um að veita íslendingum með konungsúrskurði sér- stakan fána, fór þó svo í vetur, er fyrv. ráðherra sigldi á konungsfund með frum- vörp alþingis, að ekkert varð úr þvi að fánaúrskurðurinn yrði gefinn út. Óefað mun þad hafa stafad af þvi, ad danska valdid hefir rnljad hafa fánann, — sem mörgum v>ar talsvert áhugamál ad fá — sem agn fyrir Islendinga til þess ad gleypa vid stjórnarskránni, med dönsku skilmál- unum. Þegar nú Einar Arnórsson er búinn að bíta á öngulinn, þá hefir fán- inn vitanlega verið auðfenginn. Ekki sést það á símskeyti ráðherra, hver fánagerðin hefir fundið náð fyrir augum hans hátignar. En af ísafold verður það séð, að það hefir verið þríliti fáninn, sem konungur hefir valið. Vilja alþingis hefir þannig okki verið fullnægt. Rógur oghatur heimastjórnarlidsins (ásamt hringsnúningi lsafoldat og hennat iids í málinu um bláhvíta fánann) heflr mátt sin meira, en viljt alþingis og mikils meiti- hluta þjódarinnat. Fáni sá, er vér nú höfum fengið, er ósköp meinlaus — og gagnslaus. Við megum iáta hann blakta á húsum vor- um — sem við þurftum ekkort leyfi til að mega — og jafnframt láta skip vor hafa hann í landhelgi. En hinni réttmœtu kröfu, er vid höfum bœdi sem sérstök þjód og samkvœmt vidur- kenningu Dana sjálfta í stödulögunum, til fullkomins siglingafána, er enn þá ekki fullnœgt. Og þeirri kröfu megum við ekki sleppa þrátt fyrir þessa lítilfjörlegu ívilnun. Sá böggull fylgir lika skammrifi, að í kon- ungsúrskurðinum átti að tiltaka, að á öllum opinberum byggingum skyldiýa/ra- framt islenzka fánanum draga Dannebrog 208 m m En er hann var korninn upp í herbergr sitt,“var 'hann fyrst á báðum áttum, hvað gera skyldi, unz hann tók dauðu dúfuna, lét pappír utanum hana, og ætlaði út en þá var rétt í sörnn svipan barið kurteislega að dyr- um, og Pfiflerling kom inn. „Er nokkuð, sem eg á að gera fyrir yður?a jmælti hann. — „Já! Jeg ætlaði einmitt að finna yður!“ svaraði Windmuller, „og líkar mér þá vel, að ekki þarf aðyður að leita! Farið nú þegar, og finnið ungfrú Verden, er vísar yður á herbergi á efsta lopti! Hafið síðan gætur á, og gangið jafnan i humáttinn á eptir ungfrúnni, er hún fer ofan, og gætið þess þó, að eigi veki það eptir- tekt! Mæti hún þá Onestu, eða manninum hennar, þá flýtið þér yður þegar, og skilið einhverju til ungfrúarinn- ar, t. d. að mig langi að fá ag tala við hana! Allt og sumt er, að Onesta eða maðurinn hennar, nái eigi, að tala við hana! Alveg sama, hvernig þér hagið yður, ef þér þó gætið þess, að gefa Onestu eigi tilefni til þess, að bera sig upp undan yður, og heimta, að þér séuð lát- inn fara! Á öllu ríður, að ungfrúin þurfi aldrei að vera ein með Onestu, eða manninum hennar! Gefið og auga hverir inn í herbergi ungfrúarinnar fara, þegar hún er þar eigi, og hvað þeir þá hafast þar að! Hafið þér skil- ið mig?u „Já, prófessor! En veit ungfrúin þá, að —“ „Hún veit allt út i æsar!“ „En — með leyfi — ítalaka frænkan virðist vera áranum hyggnari! Ætli hún sjái eigi brátt, hvaðan á «ig stendur veðrið?* „Alveg rétt athugað, Pfifferling!* svaraði Windmull- 201 „Windmuller sömuleiðis!* svaraði hann brosandi. „Vitaskuld!* Það man eg nú aldrei!* svaraði Gío, og barði saman höndunum. „En þetta er sjálfum yður að kenna, með því að eg get aldrei talið yður þann mann- inn, er glæpamenn skjálfi fyrir, eins og faðir sálugi komst að orði“. *En jeg sé þá annars enga ástæðu, til að þegjal* mæiti GHo að lokum. „Onesta frænka, vildi fá hjá mér peninga, — sem eg varð þó i bráðina að synja henni um! Annars er það nú vant að ganga svo, að þegar hún vill fá peninga — og það er opt, fyrst þér viljið endilega fá að vita það —, þá gerir hún mér orð, að finna aig, og veit eg eigi hvað því hefur valdið í dag, að mér veitt- ist sá heiður, að hún heimsótti mig! í dag vildi hún og fá meira fé, en vant er — auðvitað lánað — en gat ekki fengið það, því að jeg hefi eigi þær stór-upphæðir undir höndum! Castelfranoo hefur á hendi fjárstjórnina fyrir mig, og af rentunum tek eg þá eigi við öðru, en til heimilisins þarf!“ „En nú er það eytt!“ mæltí Gío enn fremur, sem eptir var af vöxtum þessa ársfjórðungs, enda fékk Onesta fé hjá mér, fyrir fjórutn vikum, og jeg get ekki af höf- uðstólnum, fengið fjárupphæðina. sem hún biður um, án þess að semja við Oastelfanoo!- En Ooesta hélt þetta vera ósanna viðbáru, og vildi eigi trúa mér! Hún segir sem er, að eg sé fullveðja, og ,mrfi ekki. að sækja um leyfi til gamla nirfilsins!“ „Jeg sagði á hinn bóginn, sem var“, héltGíoáfam máli sínu, „að jeg hefði heitið því. að leita æ hans ráða, et eg þyrfti á upphæð að halda, er til muna færi fram úr tekjum mínum! Jeg er honum og mjög þakklát, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.