Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.06.1915, Qupperneq 7
XXIX., 2S.-29.
þjoð
101
Um Dalasýslu
sækja þessir lögfræðingar: Bjarni Þ. Johnsen,
Einar Jónaeson, Guðm. Hannesson, Kristj&n Linn-
■et, JúIIub Havsteen, Sigurður Lýðsson og Böðvar
Jónsson.
„Isafold" kemur ílla upp
um ráðherra.
Staðfesting stjórnarskrárinnar mun að
vísu ekki hafa komið mönnum á óvart
-eptir það, sem á undan var gengið. Einar
Arnórsson var búinn að lýsa því yfir við
hina fyrri flokksmenn sína, að hann væri
þeirrar skoðunar, að rótt væri að taka
„leynitilboðinu“.
Og þegar liann í trássi við flokk sinn
hafði tekið við ráðherraembættinu, þá
sáu menn strax hvað verða mundi. Al-
menn gremja manna hér í bæ og út um
allt land henr ekki getað aptrað honum
frá því að fylkja sér undir fána dönsku
stefnunnar, og ganga beint á móti yfir-
lýstum vilja Alþingis, er fyrverandi ráð-
herra Sig. Eggerz hafði haldið einarð-
lega fram á rikisráðsfundinum 30. nóv.
eíðastl. og hlotið þakkir allra Sjálfstæðis-
manna fyrir, þar á meðal Einars Arn-
órssonar.
Að staðfestingarskilyrðin fullnægi ekki
fyrirvara Alþingis sést þegar við yfirlestur
„leynitilboðsins“, sem þremenningarnir
sögðu að væri það lengsta, sem Danir
gætu teygt sig, nema hvað núverandi
ráðherra kvaðst ef til vill geta fengið
einstaka orðabreytingu framgengt. En
þetta verður ótvirætt af orðum seinustu
„ísafoldar", þar sem hún hefir það eptir
ráðherra, að hann hafi ekki getað fengið
konung til þess að kalla saman aukaþing.
Því að hafi skilyrði þau, er stjórnarskráin
var staðfest með, fullnægt fyrirvara Al-
þingis, þá var þad allsendis óþaift ad
kalla saman aukaþing og meininga? leysa
af rádheua ad fata fram á þad.
Ráðherra hefir þannig kannast við !
það sjálfur, að hann hafi breytt þvert
ofan í fyrirvara Alþingis.
Með þessu hefir „ísafold“ komið svo
ílla upp um ráðherra, að engum heilvita
manni getur hér eptir komið til hugar
að trúa fullyrðingum hans um að fyrir-
vara Alþiugis sé fullnægt.
Hin lögfræðislega skarpskyggni, sem
var einn af aðal-kostum Einars Arnórs-
sonar, hefir brostið hann, að því er þetta
atriði snertir. Hann helir hlaupið á sig,
þótt honum sé það ekki tamt.
En svona fer það opt, þegar menn
eru að gera eitthvað, sem þeir eiga ekki
að gera.
Hávardui.
RITSTJÓRt OG EIGANDI:
SKÚLI THORODDSEN
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Einurðargóður, karlinn!
1 „ísafold“ frá 19. þ. m. skrifar Guð-
mundur prófessor Hannesson meðal ann-
ars þessa klausu:
„— Þá er þess skemmst að minn-
ast, að Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi
fast fram stjórnarskránni og aukning
kosningaróttarins. Nú fæst stjórn-
arskráin afsláttarlaust — en þá snyst
þú á móti — hringsnýst áður árið
er liðið!“
Þetta stendur að vísu í bréfi til Bjarna
alþm. Jónssonar frá Vogi, og mætti geta
þess til, að prófessorinn fengi þaðan apt-
ur senda þessa hnútu, en af því að B.
J. er nú fjarstaddur og af því aó þetta
mál snertir Sjálfstæðisflokkinu, þá er ekki
rétt að ganga þegjandi fram hjá því.
Já, Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi fast
fram stjórnarskránni og aukningu kosn-
ingaróttarins, meðan hann bjóst við að
geta fengið þetta afarkostalaust. Flokk-
urinn gjörði það, og skammaðist sín ekk-
ert fyrir, nema Gudmundur Hannesson.
Hann snerist allt í einu eins og vindhani
í þingbyrjun í fyrra gegn helztu réttar-
bótunum i stjórnarskránni, og var þá svo
brátt að halda „jómfrúræðuna11, að hann
tók til í allt öðru máli að skamma aulcn-
ingu kosningaréttarins niður fyrir allar
hellur, en hóf það fyrirkomulag til skýj-
anna, að konuugur kveddi menn til þing-
setu. Gjörði maðurinn sig að svo miklu
undri í þingsalnum, að sumir héldu að
eitthvað gengi að honum.
206
i loptið, en ginið var upp glennt, og tók hún því dúf-
una í lófa sér.
„Þú þegir, og það er mór giunsamlegt!“ mælti
Anna-María enn fremur. „Og snýrð nú bakinu að mér,
eem er vottur um íila samvizku þína!
Gío sneri sór við, en leit síðan á dúfuna, er Vir
dáin.
„Önnur, sero deyr í dag!“ sagði hún, og klappaði
dúfnnni, „Og þá eru nú að eins fimm eptir af tólf!“
Windmuller snart hönd hennar vingjarnlega, og
tók síðan við dúfunni af henni.
„Nú /erður að ganga úr skugga um það, hvað pest-
inni í dúfunum veldur!“ mælti hanD, og hris9ti höfuðið.
„Jeg sé um það!“
„Hr. Morghan hefur lofað, að sjá um það!“ mælti
Gío. „Ríta fékk honum dúfuna, sem drapst í morgun!“
„Enn betra, er við þá gerum það báðir!“ mælti
Windmuller. Beri báðum rannsóknunum saman, veit
maður þá hvers kyns er“.
„En nú er bezt, að þér, ungfrú Falkenberg, fylgist
með mér, og rekið eptir Nikkel!“ mælti hann enn fremnr.
„Jeg ætla heldur, að reka eptir Gío, og pexa ögn
við hana!“ svaraði Anna-María.
„Komið!“ mælti Windmuller aptur. „Gío er sizt í
því skapi núna!“
„Guð mÍDn! Engu líkara, en hún ætli að fara að
gráta, — út af óræstis dúfunni!“
Onnu Mariu Falkenberg hefur fráleitt verið það vel
Ijóst. hvað því olli, hve fljótt hún komst út úr herberginu.
Hún vissi þó, að prófessorinn dró hana með sér,
20J
við sig, stóð upp, gekk fram og aptur í herberginu, og
nam síðan staðar fyrir framan Gío.
„Takið nú eptir því, sem egsegi!“ mælti hann lágu
„Jeg lit alls eigi svo á að frænka yðar sé óhættuleg, —
tel hana þvert á móti albúna þess, að svifast enda alls
einskis, telji hún þess þörf! En fyrir mér vakir það nú,
að koma heDni héðan, svo að þér verðið þá frjálsari!
Hverniq eg fer að þvi, vil eg helzt eigi minnast á, svo
að þér getið alveg þvegið yðar hendur, er hún er farin!“
„En klípi maður höggorminn í halann Gío, SDýr
hann sér við. og býtnr!“ mælti Windmuller enn fremur.
„Bitur þann, er næstur honum er, en eigi hinn, sem
kleip hann! Verum þvi varkár! Varist, að vera ein
með Onestu og manninum hennar! Varist það algjörlega,
unz Joptið or orðið hreint! Hafið hurðina tvílæsta, er
þér eruð ein inni, og — siðast, en eigi sízt — látið ein-
hvern einatt fylgja yður, er þér gangið um húsið! Pfiflfer-
ling getið þér notað, sem yður sýnist! Gætuð eftilvill
vísað honum á herbergi nærri yður? Hafið þér skilið
mig?“
Gío játti því og rak upp stór augu.
„Það eitt brestur nú á, að eg megi eigi borða annað,
en egg, sem eg sjálf hefi séð um suðuna á, og eigi drekka
annað, od vatn, sem eg sjálf hefi sótt?“ mælti Gío.
Windmuller þagði nú um hríð, og varð Gio þá fyrri
til, og mælti:
„Þér hljótið sannarlega að álíta frænku mína mjög
hættulega! En þá eruð þér nú orðinn á minu máli! Og
1 vaða hættu teljið þér vofa yfir mér, fyrst þér ráðið til
slíkra varúðarreglna? Segið það hreint og beint, hva
íllt sem það kann að vera!“